Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendirtgu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
' greiðasti.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjalst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
Sverrir hefur augastað á hæð í þessu
húsi. DV-mynd GVA
Menntamálaráðherra:
VIII húsnæði
undir
kvikmynda-
sjóðinn
Menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, er nú að kanna möguleika
á að festa kaup á húsnæði undir kvik-
myndasjóð og Kvikmyndasafn íslands.
Ráðherra sagði í viðtali við DV að
þetta væri enn á frumstigi, en hann
hefði þó þegar augastað á ákveðnu
húsnæði. Hann sagði jafnffamt að
áéferýnt væri að koma þessum stofrmnum
í varanlegt húsnæði. Kvikmyndasjóð-
ur og safrúð hefðu lengi verið á
hrakhólum.
Heimildir DV greina að ráðherra
hafi augastað á hæð í Fálkahúsinu við
Suðurlandsbraut. -APH
Engin
breyting á
innanlands-
w Stjóm Amarflugs kom saman til
fundar í gær. Að sögn Harðar Einars-
sonar stjómarformanns var einkum
rætt um framtíðarskipulag fyrirtækis-
ins. Engar ákvarðanir vom teknar um
breytingar á innanlandsflugi félagsins.
-EA
Ávallt feti framar
SÍMI 68-50-60.
ÞRÖSTIiR
SÍÐUMULA 10
LOKI
Verða ekki settir vega-
tálmar á Hellisheiðina?
Flytur Tommi aust
ur yfir fjall?
„Við höfum búið með Tomma á
þrem stöðum í borginni og aldrei
verið nein vandræði fyrr en nú. Við
getum ekki hugsað okkur að missa
hann. Við erum alvarlega að íhuga
að flytjast öll burt úr þessu grimma
umhverfi og austur yfir fjall," sagði
Kristján Kristjánsson, eigandi
Tomma, í samtali við DV.
Kötturinn Tommi var auglýstur til
sölu í smáauglýsingum DV í fyrra-
dag. „Það hafa nokkrir hringt og
spurst fyrir um Tomma. En okkur
er meinilla við að selja hann. Hann
er orðinn einn af fjölskyldunni. Við
ætlum að hugsa þetta mál yfir helg-
ina og íhuga hvað við tökum til
bragðs," sagði Kristján.
„Tommi hefur verið fjölskyldunni
drjúg tekjulind. Við seldum kettl-
inga undan honum fyrir sjötíu
þúsund krónur á seinasta ári. Auk
þess var hann lánaður handa læðum
í Breiðholti, Samtúni, Vesturbænum
og Keflavík.
Náttúran er það mikilvægasta sem
allir eiga. Það kemur ekki til greina
að láta svipta Tomma henni. Öll
þessi vandræði stafa mestmegnis af
þvi að Bjartur í næstu götu öfundar
Tomma af náttúrunni. Auðvitað er
það eðlilegasti hlutur í heimi að
kettir sláist. Tommi var einfaldlega
sterkari í viðueign þeirra. Við erum
stolt af styrk hans.
Það er alveg klárt að Tommi gerir
engum manni mein. I eina skiptið
sem hann hefur klórað mig var þeg-
ar ég reyndi að baða hann. Það
skiptir okkur engu máli þó hann
tæti húsgögnin hér heima eða
rækjukokkteila í öðrum húsum. Það
má allt fjúka. Okkur þykir vænna
um Tommá en dauða hluti.“ -ÞJV
Kristján með Tomma og syninum Ellert. „Við erum alvarlega að íhuga að
flytjast burt úr þessu grimma umhverfi." DV-mynd GVA
Bamið á Blönduósi:
,Bíðum eftir úrskurðinum1
„Við vitum lítið hvað gerðist á
þessum fundi, ffá okkar sjónarhóli
situr við það sama í málinu, við
bíðum cftir úrskurðinum, það er
ekki auðveld bið,“ sagði fóstur-
móðir þriggja ára bamsins ó
Blönduósi sem deilur standa um á
milli fósturforeldra og kynföður.
Bamavemdarróð fundaði um mál-
ið í gær en Sigríður Ingvarsdóttir,
formaður ráðsins, neitaði að tjá sig
um hvaða stefriu málin hefðu tekið
þar. „Það sem fer fram á fundum
ráðsins er trúnaðarmál og ég gef
ekkert upp fyrr en við úrskurðum
um þetta mál i næstu viku,“ sagði
Sigríður.
„Það fór eins og lögfræðingur
okkar hafði sagt okkur,“ sagði
fósturmóðirin, „að bamavemdar-
ráð hefði enga lagaheimild til að
fara fram á að setja farbann á bar-
nið. Samt veit ég um hliðstæð mól
þar sem fósturforeldrar liafa staðið
í þeirri trú að böm séu sett í far-
bann undir kringumstæðum sem
þessum þótt lagaheimild sé ekki
til. Réttur fósturforeldra er ótrú-
lega lítill.“
-BTH
Fjallað um bankamál
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
koma saman í dag til að fjalla um
skipulagsbreytingar í bankamál-
um. Viðskiptaráðherra stefnir að
því að leggja fram frumvarp þess
efnis í byrjun þingsins.
Ráðherrann hefur óskað eftir að
stjómarflokkamir fjalli um mögu-
legar leiðir til breytinga á tilhögun
bankamála. Rætt er um nokkrar
leiðir: Sameiningu Útvegsbanka
og Búnaðarbanka, Útvegsbanki
verði sameinaður einkabönkunum
og stofnun hlutafélagsbanka úr
Útvegsbanka og Búnaðarbanka.
Þá er einnig rætt um endurreisn
bankans og lu-einlega að harrn
verði leystur upp.
Þingmenn Framsóknarflokks
hafa fjallað um þessi mál á þing-
flokksfundi nú í vikunni. Þar var
ekki tekin nein afstaða en sam-
kvæmt upplýsingum DV vom mjög
skiptar skoðanir. -APH
Sá færeyski fundinn
Færeyski háturinn, Hardaberg,
sem leitað var að í gærmorgun,
fannst um hádegisbilið í gær. Flug-
vél Landhelgisgæslunnar, TF-
SÝN, kom auga á bátirui um 200
sjómílur frá Dalatanga. Hann var
þá rafmagnslaus og hafði rekið
nokkuð af leið.
Danska varðskipið Fylla tók bát-
inn í tog og dró hann til hafnar f
Þórsmörk.
-ÞJV
Veðrið á morgun:
Hægviðri
um mest-
allt land
Á morgun verður fremur hæg norð-
austan- og austanátt. Sunnan- og
austanlands verða smáskúrir á stöku
stað en annars staðar verður hægviðri
og skýjað en að mestu úrkomulaust.
Hitastig verður á bilinu 8-12 stig.
Kjarabætur
fyrir
4
4
4
4
Landssamband lögreglumanna og
samninganefhd ríkisins munu vænt-
anlega undirrita kjarasamning í dag
sem kveður meðal annars á um að
lögreglumenn afsali sér verkfallsrétti
gegn ákveðnum kjarabótum.
Indriði H. Þorláksson, deildarstjóri
launadeildar Ijármálaráðuneytisins,
vildi í morgun hvorki játa né neita að
verkfallsréttur lögreglumanna yrði
afhuminn með þessum samningi.
Hann sagði þó að með samningnum
gæfist ríkinu kostur á að skipuleggja
störf lögreglunnar með mun hag-
kvæmari hætti en áður og mundi það
draga úr kostnaði ríkissjóðs við lög-
gæslu. -EA
4
4
4
4
4
4
4