Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
15
Bjargvættur verkafolksins
Ég undirritaður ætla að taka það
að mér, fyrir hönd allra verkamanna
og verkakvenna á íslandi, að senda
Guðmundi J. Guðmundssyni hug-
heilar góðar kveðjur ásamt þeirri
ósk að hann nái sem fyrst skjótum
og góðum bata og býð hann velkom-
inn til starfa í þágu alls verkafólks
á íslandi, bæði á alþingi og í Dags-
brún sem og í Verkamannasamband-
inu.
Þetta geri ég, þó að ég geti því
miður ekki státað af því að vera
góður og gegn verkamaður lengur,
en sú var þó tíðin að ég var það.
Og svo langt man ég að þá var oft
gott fyrir þekkingarlítið ungmenni,
sem átti að reyna að hlunnfara, að
geta leitað til Guðmundar J. Guð-
mundssonar. Og ég er ekki einn um
þetta. Þúsundir manna og kvenna
úti um allt land eiga þessum eina
manni allnokkuð að þakka: fjöl-
margir launaafkomu sína og lífs-
hamingju, margir réttindi sín til
ýmissa hlunninda og sumarleyfa og
þess háttar og þó nokkrir lífið sjálft.
Óþreytandi baráttumaður
Sumum finnst ef til vill að hér sé
nokkuð djúpt tekið í árinni og að
hér sé á ferðinni einhver tilfinninga-
semi, en það má lofa því fólki að svo
er ekki. Nokkrar ibækur eru til, sem
betur fer, þar sfem fjallað er um
launa- og réttindabaráttu íslensks
verkafólks, til dæmis frá aldamótum.
Það þarf ekki lengi að fletta í þessum
bókum til að komast að því að Guð-
mundur J. Guðmundsson var ekki
gamall maður þegar hann hóf bar-
daga sinn við atvinnurekendavaldið,
fremstur í flokki sinna félaga, til að
reyna að ná fram einhverjum lág-
marksréttindum handa þessu sama
fólki: Sífellt, jafrivel oft á ári hveiju,
hefur hann reynt að fá launin leið-
rétt, bent á ómannlega vinnuað-
stöðu, leitast við að fá aíhumda
vinnuþrælkun á ísíandi, þrasað í þvi
að fá sumar-, jóla- og páskaleyfi
handa verkafólki á íslandi, sem gæti
staðið undir því nafhi að heita ein-
hvers konar frí og hvíld til handa
þrælum þessa lands. Guðmundur J.
Guðmundsson hefur verið óþreyt-
andi í baráttu sinni fyrir alla minni
máttar, frá því að hann fór að geta
staðið í lappimar, hvort sem þessir
minni máttar voru verkamenn, sjúkt
fólk, einstæðingar eða eitthvað ann-
að. Já, það er til fólk á meðal okkar,
sem galar nú hátt og mikið, sem
KjaHariim
Örn Bjarnason
rithöfundur
hefði mjög gott af því að renna aug-
um yfir þátt Guðmundar J. Guð-
mundssonar, í mótun þjóðlífe á
íslandi síðustu áratugina. Ég er ansi
hræddur um að við þann samanburð
yrði lítið úr okkur flestum. Og við
eigum ekki um þessar mundir marga
menn á borð við Guðmund J. Guð-
mundsson. Við skulum því fara
varlega ef við ætlum að ráðast á
þennan mann. Það kann nefnilega
svo að fara að við látum þá eitthvað
frá okkur sem við kunnum að sjá
eftir síðar og jafiivel grenja yfir
lengi.
Sólin á Flórída
Ég vil fullyrða hér að aðförin að
Guðmundi J. Guðmundssyni eru
einhver mestu mistök og alvarleg-
ustu, sem gerð hafa verið af þessari
litlu þjóð á einstakling, frá aldamót-
um að minnsta kosti. Maðurinn fer
sér til heilsubótar í sólina á Flórída.
Hann er studdur til þess af þáver-
andi fjænridm-áðherra, reyndar
persónulega. Dettur einhveijum lif-
andi manni það í hug eitt augriablik
að Guðmundur hafi vitað að auram-
ir komU frá skipafélögunum? Er
einhver til f landinu sem trúir því í
alvöru að Guðmundur hefði tekið
við peningum hefði hann vitað það?
Og hvers vegna mátti hann ekki
þiggja þessa peninga af fjármálaráð-
herra þáverandi? Þúsundir manna
hafa þegið opinbera styrki til að leita
sér lækninga erlendis. Má þar nefha
Freeportferðimar t.d. og hjarta-
skurðlækningamar i London.
Reyndar var hér um að ræða per-
sónulegt fé en ekki opinbert, en
hvaða máli skiptir það? íslendingar
hafa hingað til hlaupið undir bagga
hver með öðrum í neyðartilfellum,
gengið yfir fjöll og fimindi og klifið
þrítugan hamarinn fyrir nágrann-
ann ef með þurfti, enda væri byggð
löngu lögst af í landinu ef ekki hefði
verið svo í gegnum tíðina. Hvers
vegna þá þessi ósköp núna? Og hvers
vegna gegn manni sem allur lands-
lýðurinn á svo mikið að þakka í
nútímanum? Allir fjölmiðlar, blöð,
útvarp og sjónvarp, em undirlagðir
af mgli, hreinu og klám, um þetta
heilsuspursmál eins manns. Talað
er um að Albert hafi ekki verið neinn
hollvinur Guðmundar. Hverjir em
þá þessir hollvinir? Er það kannski
skóla- og sómamaðurinn Ólafur
Ragnar Grimsson? Eða sú ágæta
snyrtikona Guðrún Helgadóttir? Ég
spyr bará. Mér sýnist vera að koma
í ljós að hollvinir geti verið með
ýmsu móti.
Baráttukveðjur
Alþýðubandalagið er í rúst á sama
hátt og rotta sem skotin hefúr verið
með haglaskoti númer 0. Það vita
allir sem vilja vita, enda hafa þeir
verið ólatir við að benda á það á
Þjóðviljanum, bæði nýreknir menn
og óreknir þaðan enn. En það raðar
ekki rottunni saman eða kemur
henni til lífeins, þótt reynt sé að ráð-
ast að Guðmundi J. Guðmundssyni,
þeim manni sem hvað mest hefur
gert fyrir almenning á íslandi fyrr
og síðar, jafiivel ekki þótt maður
með gleraugu hringi út um allt land
til þess að fá alla óskotna alþýðu-
bandalagsmenn til að samþykkja
vítur á Guðmund J. Guðmundsson.
Það á reyndar eftir að koma enn
betur í ljós, verði haustkosningar
svokallaðar, en sá grátbrunni tauga-
skjálfti skiptir ekki máli lengur, þar
sem allir víðsýnir menn sjá í hendi
sér að Alþýðubandalagið heyrir
brátt sögunni til: Skólamenn geta
þess vegna hafið ævisagnaritun
Nei, það sem skiptir máli núna er
að Guðmundur J. Guðmundsson viti
það að hann á tugþúsundir stuðn-
ingsmanna úti um allt land, sem
virða og dá verk hans fyrr og síðar
og láta það ekki Mðast að hann hggi
óbættur hjá garði, svívirtur af skóla-
gengnum aulum sem aldrei hefur
dottið í hug að gera nokkum skap-
aðan eða óskapaðan hlut nema í
eigin þágu, á um það bil fjórföldum
launum verkamanns. Komdu sem
allra fyrst aftur til starfa, Guðmund-
ur. Baráttukveðjur.
Öm Bjarnason.
strax.
„...þá var oft gott fyrir þekkingarlitið ungmenni, sem átti að hlunnfara, að
geta leitað til Guðmundar J. Guðmundssonar."
„Guðmundur J. Guðmundsson hefur verið
óþreytandi í baráttu sinni fyrir alla minni-
máttar...“
Víti til vamaðar
í viðtali í Morgunblaðinu 13. júlí
sl. segir Albert Guðmundsson, að sér
finnist það sláandi, hversu miklu ít-
arlegri og aðgangsharðari rannsókn
Hafekipsmálsins hafi verið en í öðr-
um hliðstæðum málum.
Albert til upplýsingar skal á það
bent, að þetta mál á sér enga hlið-
stæðu. Aldrei hefur það gerzt áður
á Islandi, að gjaldþrot einkafyrir-
tækis hafi leitt til gjaldþrots banka
og það ríkisbanka, sem væri nú í
höndum skiptaráðenda, ef hann nyti
ekki ríkisábyrgðar.
Ágætir vinir Alberts lenda í vanda
og „honum dettur ekki í hug að firra
sig ábyrgð, ef einhver er, á hans
herðum“.
Reikningur upp á 500
milljónir
íslenzkur almenningur á í
vanda. Hann fær brátt sendan
reikning upp á 500 milljónir króna
a.m.k. frá þrotabúi Útvegsbankans,
og hann getur ekki heldur firrt sig
Kjallariim
Kolbrún Jónsdóttir
aiþingismaður i Bandalagi jafn-
aðarmanna
ábyrgð. Það alvarlega við málið er
það, að ekkert bendir til þess, að orð
Alberts rætist ekki og í framtíðinni
verði hægt að tala um hliðstæð mál.
Meðal þingskjala síðasta vetrar er
hrollvekja, sem er skýrsla um af-
skipti bankaeftirlitsins af Útvegs-
bankanum síðastliðin 10 ár.
Skýrslan afhjúpar þá óstjóm, van-
rækslu og virðingarleysi gagnvart
almannafé, sem einkennt hefúr
stjóm bankans. Stjóm hans hafa
skipað fulltrúar allra kerfisflokk-
anna gömlu, undir æðsta valdi
viðskiptaráðherra úr röðum þeirra
allra. Trúlega er hér komin skýring-
in á því, að ekkert flokksmálgagn-
anna hefur séð ástæðu til þess að
greina frá skýrslunni. Ekki er aðeins
um það að ræða, að allir gömlu
flokkanna eiga sinn skammt af
ábyrgðinni, heldur er um að gera að
viðhalda þessu kerfi og hafa áfram
aðgang að opinberum sjóðum til at-
kvæðakaupa. Þess vegna taka allir
höndum saman og þegja örlög Út-
vegsbankans og ábyrgðarmanna
hans í hel.
Lýsandi dæmi
Hafekipsmálið snýst ekki aðeins
um einstakt gjaldþrot einkafyrir-
tækis. Þetta mál er lýsandi dæmi um
það, sem gerzt getur í því stjómkerfi
samtryggingar og siðspillingar, sem
nú ríkir á Islandi. Þetta mál hefur
sýnt, svo ekki verður um villzt, að
ríkistryggðir bankar bjóða heim
hættunni á óábyrgri meðferð al-
mannafjár.
I niðurlagi „leyniskýrslunnar"
segir, að ljóst sé, að bankaleg sjónar-
mið hafi ekki ráðið þróun þessa
skuldamáls. Hvaða sjónarmið hafa
ráðið þá? Hver er ábyrgð banka-
stjóra, bankaráðsmanna og við-
skiptaráðherra, sem um áraraðir
hafa staðið fyrir rekstri, sem þjónar
ekki bankalegum hagsmunum og um
leið almennings.
Þjóðin á heimtingu á, að þetta mál
verði víti til vamaðar í stað þess að
verða fyrst hliðstæðra mála. Til að
fyrirbyggja, að svo verði leggur
Bandalag jafiiaðarmanna til, að rík-
isbankamir veiði seldir og gerðir að
almenningshlutafélögum.
Kolbrún Jónsdóttir.
„Meðal þingskjala síðasta vetrar er hroll-
vekja, sem er skýrsla um afskipti bankaeft-
irlitsins af Útvegsbankanum síðastliðin 10
íí