Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Fréttir Forsætisráðhena: Útilokar ekki vetrarkosningar - ef verðbólgan fér úr böndunum „Ef ljóst er að ekki nást samningar um kaup og kjör og ekki verði unnt að grípa til neinna aðgerða, sem sæmileg samstaða er um, til að koma í veg fyrir að verðbólgan fari úr böndunum þá lít ég svo á að hverri ríkisstjóm, sem situr, beri skylda til að taka á því af hörku og þá sé rétt að kjósa,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, í samtab við DV. Hann sagðist alls ekki vera að gera því skóna að það ætti að kjósa. Honum fyndist verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur ábyrgir í afstöðu sinni og trúði því að það yrði áfram. „Mín skoðun er sú að ríkisstjómin eigi að setja metnað sinn í að sýna að hún stendur við þá samninga sem gerðir voru í febrúar. Bæði að verð- lag nái því sem stefnt var að og að kaupmáttur aukist eins og um var talað þá. Ég tel að í haust eigi fljótlega að fara að ræða um framhaldið og ef í ljós kemur að hlutimir ætla að fara úr böndunum þá getur vel verið rétt að efha til kosninga. Mér finnst ekki skipta öllu hvort það verður um haust,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að frétt Þjóðviljans í gær, um að stefnt væri að kosningum í mars og þingrofi fyrir jól, væri tilhæfulaus. „Þetta er eins nýtt fyrir mér og fyrir alla aðra.“ -APH Kaupendur höfhuðu frjálsu loðnuverði Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í gær náðist ekki samkomulag um loðnuverðið. Verðlagsákvörðun hefur því verið vísað til yfimefndar. „Á þessum fundi kom fram að kaup- endur treystu sér ekki til að sam- þykkja frjálst verð á loðnunni. Sá draumur er því úti,“ sagði Óskar Vig- fússon, fulltrúi sjómanna í verðlagsr- áði, í samtali við DV. Jónas Jónsson, fulltrúi kaupenda, sagði að í ljós hefði komið að loðnu- verksmiðjumar hefðu ekki viljað gefa verðið fijálst. Loðnuvertíðin hefst á sunnudaginn. Óskar Vigfússon sagðist búast við að þessi afstaða kaupenda myndi hafa þau áhrif að lítil hreyfing yrði á flotun- um í byijun vertíðar. -APH Ósjátfbjarga á báti og blöðru „Mennimir vom ekki í neinni siglingaleið og algerlega ósjálf- bjarga. Það var mikið lán að við skyldum eiga leið þama um,“ sagði Björgvin Hermannsson í samtali við DV. Björgvin lagði upp á bát sínum úr Elliðavogi í fyirakvöld. Hélt hann ásamt fimm samferðamönn- um sínum í átt til Kjalamess. Þegar þeir fóm hjá laxeldisgirð- ingu sem þar er stóð maður á gúmmíblöðru við eina baujuna. „Við urðum vitaskuld undrandi að sjá manninn standa þama al- einan. En hann veifaði okkur bara að halda áfram. Eftir nokkra stund sáum við svo h'tinn bát sem rak stjómlaust. í honum var 16 ára Þjóðveiji og hafði hann verið með þessum sem stóð á blöðrunni. Við tókum bátinn í tog og náðum svo í hinn. Hann varð himinlifandi að sjá okkur aftur. Sagðist hann ekki hafa getað gert sig almennilega skiljanlegan þegar við fórum fram- hjá fyrst. Hann var búinn að standa þama eins og línudansari, rennblautur og hás, í tæpa sex tíma.“ Björgvin færði tvímenningana til hafhar í Elliðavogi. Þeim varð ekki meint af hrakningunum. „Þetta hefði getað orðið þeim dýr- keypt. Það var lán í óláni að ég skyldi eiga leið þama um. Ég hef ekki komist út á bátinn í nokkum tíma vegna meiðsla á fæti, en á- Björgvin Hermannsson. Bjargaði tveim mönnum skammt utan við Kjalar- kvað að drífa mig þetta kvöld.“ nes. DV-mynd GVA -ÞJV Farmgjold: „Lækkunin þegar orðin töluverð“ „Þessi oh'uverðslækkun hefur þegar haft sín áhrif á farmgjöldin, við semj- um nú um töluvert meiri afslátt á farmgjöldum nú heldur en um síðustu áramót. Ég hef þó engar tölur borð- liggjandi, það er erfitt að sjá hve lækkunin. er mikil yfir svo stuttan tíma. Ég get þó sagt að hún er tölu- verð,“ sagði Valtýr Hákonarson, fi-amkvæmdastjóri Eimskips, í samtali viðDV. „í heildina má þó segja að farm- gjaldalækkanir séu mestar í heil- farmaflutnmgum þar sem samið er um verð við einn aðila um meira magn heldur en í gámaflutningum. Afslátt- urinn frá hámarkstaxta Verðlags- stofnunar á farmgjöldum er samningsatriði hveiju sinni. Ég vil ekkert segja um hvað hann getur mest orðið. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að Verðlagsstofnun hefðu ekki borist tölur fi-á skipafélögunum um hve mik- inn afslátt væri að ræða frá hámarkst- öxtum farmgjalda eftir þessa miklu olíulækkun. „Skipafélögin geta auðvitað boðið upp á hagstæðari farmgjöld við þær aðstæður að rekstarkostnaður ski- panna lækki,“sagði Georg. „Spuming- in er hvort þau gera það og þá hvað mikið. Samningsaðstaða viðskipta- vina við skipafélög er missterk, hún hefur mikið að segja um hve mikill afsláttur næst. I reynd er það meira og minna fijálst hvaða farmgjöld nást við þessar aðstæður. Nú er Eimskip mjög ráðandi skipafélag hérlendis. Ég tel þó að það sé ósanngjamt að ásaka þá um of hátt verð á flutningum, það hefur breyst mikið til og frá undan- farið. Verðlagsstofriun fylgist með hvaða stefriu þessi mál taka,“ sagði Georg. -BTH | Samningsréttur til háskóla- manna Tillaga fjármálíiráðherra um að hefja undirbúning á breytingum á kjaraákvörðun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna var samþykkt á rík- isstjómarfundi í gær. Fjármálaráðherra hefúr lýst því yfir að hann vilji að þessir ríkisstarfsmenn fái samningsrétt. Til þess að það geti orðið þarf lagabreytingu. Samkvæmt upplýsingum DV er stefht að því þessi lagabreyting eigi sér stað áður en kjarasamningar BHMR renna út um áramótin og að frumvarp verði strax lagt fram í þingbyijun. í BHMR „Ég vil fá að vita meira um þessar hugmyndir. Við viljum fá fúllan samn- ingsrétt en ég óttast að af hálfu fjármálaráðherra sé verið að tala um mjög takmarkaðan samningsrétt," sagði Þorsteinn A. Jónsson, formaður launamálaráðs BHMR, í viðtali við DV. Hann sagði jafnframt að í dag myndu forystumenn BHMR eiga fúnd með fjármálaráðherra. Ráðherra verð- ur þá afhent uppsögn á samningum og væntanlega fá ríkisstarfsmenn nán- ari skýringar á hugmyndum ráðher- rans um samningsrétt. -APH Fangi kveikti í rúmfatnaði Fangi í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg kveikti í rúmfatnaði sínum í fyrrinótt. Kallað var á slökkviliðið en þegar það bar að garði hafði fanga- vörðum tekist að slökkva eldinn. Fanginn var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru óveruleg. JFJ Vegagerö: Efhiskostnaður helmingi lægri - áhrif olíulækkunar „Olíulækkunin hefúr heldur bet> ur komið Vegagenðinni tO góða. Asfalt, sem við notum í lagningu bundins slitlags, hefúr lækkað um helming, 200 dollarar á tonn í fyrra, 100 dollarar í ár. Hefði þessi verðlækkun ekki komið til hefði Vegagerðin ekki getað lagt eins mikið bundið slitlag í ár og raunin verður, það er alveg ljóst,“ sagði Helgi Hallgrímsson, forstjóri tæknideildar hjá Vegagerð ríkis- ins, í samtali við DV. „Ég reikna þó ekki með að farið verði langt fram yfir vegalagn- ingaáætlun í ár sem gerð var á sínum tíma, olíulækkunin var þá þegar komin í ljós að nokkru leyti og farið að sjá fyrir hver þróunin yrði. Þótt minni fjárveiting hafi verið lögð í vegagerðina á ár, held- ur en í fyrra, er fyrirsjáanlegt að lagning bundins slitlags í kíló- metrafjölda verður síst minni nú.' Það má rekja beint til olíuverðs- lækkunarinnar. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.