Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . -j* Carl Lewis hefur það fram yfir aðra dauð- lega menn að geta forðað sér óvenjuhratt og örugglega við óþægilegar aðstæður. Hann er talinn heimsins besti hlaupari og hefur það meðal annars veitt honum tækifæri til að syngja inn á plötu - spyrjið ekki Sviðsljósið hvað er skylt með raddfegurð og skreflengd - og síðast en ekki sist er það kvikmynda- bransinn. Hlauparinn sést hér við leik í Hollívúddmyndinni Skítugur þvottur og virðist þar þara ekkert síðri en á hlaupa- brautinni - að sögn hörðustu aðdáenda. George Michael gerir það gott sem sólóisti þrátt fyrir að gamla Whamgengið sé fyrir bí í bili. Kappinn er því hinn ánægðasti og vill sem minnst um fortíðina ræða - það er hér og nú og á.morgun sem gildir. í fjarlægri fortíð var hann sumsé ekki alveg sami súpergæinn heldur fremur feitlaginn fir með gleraugu og kolómögulegt nafn - Yorgos Kiriakou Panayiotou. Með þetta á þakinu var ekki nokkur vegur að komast lengra en í næsta kirkjukór svo þessum þreytandi staðreyndum var hent út í hafsauga - og heimurinn féll að fótum hans. Ryan O'Neal var hársbreidd frá hörkuslags- málum á súperfínum veitinga- stað í Beverly Hills um daginn. Einn gestanna stóð upp, gekk að borði Ryans og spurði fullur áhuga hversu mörg afkvæmi hann ætlaði að eiga með Farrah áður en þau gengju upp að alt- arinu. Ryan kunni ekki að meta áhuga kappans á pappírsleysi þeirra hjónaleysanna og stóð því upp til þess að gefa spyrlin- um einn á snúðinn. En Farrah gekk á milli þannig að málið hefur ennþá marga lausa enda, giftingarleysið stöðugt óhrekj- anleg staðreynd og gesturinn jafnnær um fyrirætlanir Ryans í nánustu framtíð. Formaðurinn og varaformaðurinn sitja á rökstólum - Hrafnhildur Eyjólfsdóttir og Hörður Hermannsson. Félag íslenskra unglinga í Lúx var stofnað sunnudaginn 18. maí síðastliðinn klukkan tvö að ís- lenskum tíma. Kosið var í stjóm, formaður, varaformaður, peninga- kall, ritari og reddari, en síðan tekið 'til við að skipuleggja starf- semina. Fyrst á dagskrá var þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, sem haldinn var hátíðlegur aðeins síðar vegna skólagöngu barna og dreifðrar byggðar Islendinga í Lúx- emborg. Ungmennafélagið sá um hin fjöl- breyttu skemmtiatriði dagsins, íslendingar fengu skemmtigarðinn í Berdorf lánaðan og ekkert vant- aði nema íslenska fánann sem einhverra hluta vegna var ófáan- legur á staðnum. Grillaðar voru íslenskar pylsur, lambakótelettur og fleira, í eftirrétt kleinur, popp- korn og kaffi, og bömin fengu sælgætispoka að auki. í Islendingafélaginu í Lúx em nú eitt hundrað sextíu og þrír full- orðnir en í ungmennafélaginu rúmlega tuttugu unglingar. Lætur nærri að í allt séu íslenskir Lúxem- borgarar nærri fjögur hundruð manns og fjölgar stöðugt - því ís- lenskar fjölskyldur á staðnum eru talsvert duglegar við barneignirn- ar. Meðfylgjandi myndir og upplýs- ingar fengust hjá einum úr ungmennafélaginu nýstofnaða - Aldísi Guðrúnu Gunnarsdóttur í Ehnen í Lúxemborg. í stofunni heima með fööur sínum, Gerry O’Dowd, og bræðrunum David og Gerald. Núna er fjöl- skyldan i upplausn. Boy með ástinni sinni - Marilyn. Sagt er að kynni þeirra hafi leitt til þess harmleiks sem nú er að gerast því Marilyn hefur verið háð- ur eiturlyfjum árum saman. segir Boy George Samkvæmt síðustu fregnum er Boy George ekki hugað lengra líf en í hæsta lagi sjö vikur. Orsökin er ofnotkun heróíns sem hann hef- ur verið háður um nokkurt skeið. Fyrstu skrefin tók hann á Jamaica árið 1982 þar sem hann dvaldi í leyfí með Marilyn en þá þegar var sá síðamefndi háður fíkniefnum. Hann fékk síðan Boy til þess að reyna kókaín í ferðinni og smám saman þróaðist neyslan út í sterk- ari efni. Nú þarf Boy George heróín fyrir um sextíu þúsund íslenskar krónur dag hvem. Þræll eitursins „Ég er þræll eitursins," er haft eftir popparanum, „og það þarf ekki annað en líta á mig einu sinni til að sannfærast um að dauðinn er á næsta leiti.“ Fyrrum kærasta Boy - Jon Moss - segist hafa varað hann við um- gengni við Marilyn og vini hans en stjarnan kærði sig ekkert um að hlusta á það. Bróðir hans, David, hefur haft af þessu þungar áhyggjur og endaði með því að kæra til lögreglunnar. Því sitja bróðir þeirra beggja - Gerald - og kærastan Marilyn nú inni fyrir að hafa útvegað heróín handa Boy George og selt honum það síðan - og sjáfur er popparinn undir lækn- ishendi en undir ströngu eftirliti lögreglunnar. „Bróðir minn hefur lést um tutt- ugu og sex kíló á síðustu mánuðum og tennurnar em að losna ein af annarri. Það hreinlega varð að gera eitthvað. Auðvitað getur þetta orðið til þess að hann vilji aldrei við okkur tala framar en það geng- ur samt fyrir að reyna að bjarga lífi hans. Engin leið var að gera það á annan máta.“ Við þetta nýtur David stuðnings „Það þarf engan lækni til þess að sjá að ég er dauðans matur,“ seg- ir popparinn Boy George. Myndin var tekin af honum í London í síð- ustu viku og sýnir að poppgoðið búttaða hefur breytt verulega um lögun og útlit allt. Gerry, föður síns, og bróður sfns, Richards. „Þetta varð að gerast þótt það kosti fangelsisvist Geralds og Marilyn. Okkur var engin önnur leið fær - því miður.“ Verði endalokin þau að söngvar- inn dáði hressist eitthvað bíður hans hinn langi armur laganna - fangelsisvist og háar fjársektir verða ekki umflúnar eftir þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 161. tölublað (18.07.1986)
https://timarit.is/issue/190723

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

161. tölublað (18.07.1986)

Aðgerðir: