Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Fréttir ________________________________________________DV Enskir og íslenskir bankar: „Ekki sambærilegir - segir bankastjóri Búnaðarbankans „Þetta er alls ekki sambærilegt því hér er sérstakt kerfi íyrir utan banka- kerfið sem lánar það fé sem ætlað er til fasteignakaupa," sagði Stefán Páls- son, bankastjóri Búnaðarbankans, aðspurður um samanburð Fasteigna- matsins á fasteignalánum íslenskra banka og enskra. í fréttabréfi Fasteignamatsins kom fram að enskir bankar lána mun hærri upphæðir til fasteignakaupa en bank- ar hér og einnig til lengri tíma. Einnig eru engar ákveðnar reglur um veð- hæfhi og heldur ekki reglur um hvort taka eigi tillit til fjárhags lántakanda við lánveitingu. í Englandi eru hins vegar ákveðnar reglur um bæði þessi atriði. „Bankakerfið hér á landi hefur ekki þróast í sömu átt og viða erlendis. Ég tel að það myndi vel koma til greina að bankar hér lánuðu til fasteigna- kaupa en þá yrðu þeir líka að fá það fjármagn sem ætlað er til þeirra," sagði Stefán. Hann sagði að á meðan kerfið væri eins og það er nú væri ekki ástæða fyrir banka að hafa ákveðnar reglur um veðhæfni. Við lánveitingar væri að nokkru tekið tillit til efhahagsað- stæðna lántakenda því höfð væri hliðsjón af viðskiptum hans við bank- ann, sem ættu að endurspegla fjár- hagsstöðu þeirra. -APH Greiðlega gekk að siökkva eldinn sem olli þó töluverðu tjóni. DV-mynd S Talsvert tjón í eldsvoða Talsvert tjón varð bæði á húsnæði og vamingi í eldsvoða að Suðurgötu 3 í fyrrinótt. • Rétt fyrir tvö varð vart mikils reyks í versluninni Hænko sem selur út- búnað fyrir vélhjólafólk. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill reykur auk þess sem eldurinn hafði komist í áfastan geymsluskúr. Rífa þurfti gat á þak hússins til að auðvelda slökkvistarf en þrjá stundar- Qórðunga tók að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn. -JFJ Grænfrið- ungar . til Islands? „Ég vil ekkert segja um áætlanir okkar, þær eru leynilegar og ekki fyrir fólk utan samtakanna," sagði talsmaður Greenpeace þegar DV innti hann eftir þvi hvort skip þeirra, Moby Dick, væri væntan- legt að íslandsströndum. í norska dagblaðinu Aftenposten voru um daginn vangaveltur þess efhis og í gær var haft eftir Paul Watson, skipstjóra á Sea Shepherd, að hann vissi til þess að Greenpeace-menn ætluðu að senda skip hingað til lands. „Paul Watson má segja hvern andskotann sem honum sýnist, hann er ekki á vegum okk- ar samtaka,“ sagði talsmaðurinn þegar honum var sagt frá ummæl- um Watsons. Hann sagði að Moby Dick væri nú á leið frá Noregi til Hamborgar en þar myndi skipið liggja í slipp vegna smávægilegrar viðgerðar í nokkra daga. „Hvert við förum svo vil ég ekkert segja, það kemur í ljós nógu snemma. Hvað sem öllu lfður munum við berjast gegn hvalveiðum ykkar og annarra þjóða á hvaða vettvangi sem er og lítum á vísindahvalveið- ar ykkar sem fyrirslátt. Okkar baráttu lýkur ekki fyrr en hval- veiðar verða aflagðar alls staðar fyrir fullt og allt,“ sagði talsmaður- inn. JFJ Ævar hlaut gullmerki Brunabótafélagsins ustu og þetta er því í fyrsta skipti sem manni utan félagsins er sýndur þessi heiður. Ævar hlaut merkið vegna þess snarræðis sem hann sýndi við að slökkva eld er kviknaði í lítilli farþegavél sem brotlenti og skall á fokkerflugvél á Reykjavíkur- flugvelli fyrir skömmu. Hefðu bæði menn og tæki vart sloppið svo vel ef Ævars hefði ekki notið við. Að brunavamarátakinu stóðu auk Brunabótafélags íslands, Landssam- band slökkviliðsmanna, Brunamála- stofnun og Storebrand í Noregi. Megintilgangurinn með átakinu var að vekja fólk til umhugsunar um þýðingu brunavama á heimilum og í atvinnufyrirtækjum. Það var gert á þann hátt að undanfamar 6 vikur hefur slökkvibifreið með fullkomn- um búnaði ekið um 5500 km og heimsótti 66 staðir. Þar hefur verið efrit til æfinga, sýninga og fræðslu- funda sem hafa verið vel sóttir. Vonast aðstandendur átaksins til að það hafi gert fólk meðvitaðra um nauðsyn traustra brunavama. JFJ Brunavamarátaki '86 lauk á mið- gullmerki Brunabótafélags íslands. vikudaginn og við það tækifæri var Gullmerkið er venjulega veitt starfs- Ævari Bjömssyni flugvirkja veitt mönnum eftir áratuga langa þjón- Siguröur Reykjalín veitir Ævari Bjömssyni gullmerki Brunabótafélagsins. DV-mynd Bjamleifur DV á Bakkafirði: ..Kominn í land Jón G. Haukssan, DV, Akureyxi; „Ég hef verið til sjós alla mína starf- sævi og ég byrjaði þrettán ára á sjónum. Ég var tíu vertíðir fyrir sunn- an, í Höfhunum, en svo nennti ég ekki þessum flækingi," sagði Eyþór Áma- son sjómaður á áttræðisaldri á Bakkafirði. „Ég er kominn í land,“ sagði Eyþór sem nú sker af netateinum fyrir bróður sinn. „Ég varð fyrir veikindum um árið og hef ekki náð mér af þeim.“ Eyþór er fæddur og uppalinn á Bakkafirði. „Ég hef aðallega verið á bátum, átti trillu í mörg ár og rak jafn- framt með bræðrum mínum saltfisk- verkunarstöð." - Hvemig var fyrir sunnan, í Höfh- unum? „Það var ágætt, það vom fínir menn þar,“ sagði Eyþór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.