Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
5
Fréttir
Forseti islands, Vigdís Finnbogadóttir, við komuna til Egilsstaða i gær. Á móti
Vigdísi tóku m.a. Bogi Nilsson, bæjarfógeti á Eskifirði, og Hrafnkell A. Jónsson
bæjarstjóri sem hér sjást í fylgd með henni. DV-mynd Anna/ Egilsstöðum
Andstaða við flutning hreindýra til Reykjanesskagans:
Myndu hreindýrin
deyja þar út
vegna hagleysis?
Forsetinn á afmælis-
hátíð á Eskifirði
Flestir umsagnaraðilar, sem hafa svarað, vilja ekki hreindýrin suður.
Emfl Thoraiensen, DV, Eskifiröi:
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, kom í opinbera heimsókn til
Eskifjarðar í gær í tilefhi af 200 ára
afinæli kaupstaðarins sem haldið er
hátíðlegt þessa dagana.
Vigdís kom á Egilsstaðaflugvöll kl.
10 í gærmorgun. Þar tóku á móti henni
Bogi Nilsson, bæjarfógeti á Eskifirði,
Hrafnkell A. Jónsson bæjarstjóri, Að-
alsteinn Valdimarsson, formaður
hátíðamefndar, og Bjami Stefánsson
sýslufulltrúi. Frá Egilsstöðum var ekið
til Eskifjarðar. Þangað kom forsetinn,
ásamt föruneyti, klukkan ellefu.
Eftir hádegið, klukkan tvö, heim-
sótti forsetinn sýningar sem settar
hafa verið upp í tilefni afinælishátíðar-
innar. Þar var fyrir fjölmenni sem
fagnaði Vigdísi vel. Siðan var haldið
til bamaheimilisins Melbæjar. Loks
skoðaði forsetinn gömlu rafstöðina,
á elstu sinnar tegundar hér á landi.
ár em raunar liðin 75 ár síðan hún
var tekin í notkun.
I gærkvöld sat Vigdís kvöldverð í
hátíðarsal grunnskólans. Að þvi búnu
var haldið á kvöldvöku í félagsheimil-
inu Valhöll.
Hátíðardagskráin í dag hófst með
helgistund í Eskifjarðarkirkju kl. tíu
í morgun. Að því loknu ætlaði forset-
inn að skoða steinasafn Sigurborgar
og Sörens. Heimsókninni lýkur svo
síðdegis í dag.
„Við erum andvígir þeirri hug-
mynd að hreindýr verði flutt á
Reykjanesskagann á þeirri forsendu
fyrst og fremst að hér vom einu sinni
hreindýr sem dóu út og það er ekk-
ert sem bendir til þess að hið sama
myndi ekki endurtaka sig. Reykja-
nesskaginn er illa farinn og hagar
orðnir litlir. Sú hugmynd er mun
sennilegri að girt verði fyrir alla
beit á þessu landssvæði í nokkra
áratugi," sagði Eyþór Einarsson,
formaður Náttúruvemdarráðs.
Sendar vom umsagnarbeiðnir til
um 20 aðila vegna þessa máls og svo
virðist sem áhugamenn um endur-
komu hreindýranna séu þar í
minnihluta. Sýslunefnd Ámessýslu
fjallaði um málið í vor og var þar
samdóma álit nefndarmanna að ekki
kæmi til greina af gróðurfarslegum
ástæðum að flytja hreindýr á fólk-
vanginn. Kópavogsbær hefur einig
lagst gegn þessu og byggir þar með-
al annars á áliti stjómar Reykjanes-
fólkvangs. „Menn em lítið hrifnir
af sauðkindinni hvað þá að það sé
áhugi á að bæta við áganginn á
landið,“ sagði Bjöm Þórðarson, bæj-
arrritari Kópavogs.
Hugmyndin hefur einnig komið til
umræðu hjá Búnaðarfélaginu og
vom umsagnir þar einnig neikvæð-
ar, en enn hafa ekki borist svör fi"á
nokkrum aðilum, meðal annars
Rey kj avíkurborg.
Það lítur því ekki út fyrir að hrein-
dýr muni ganga um Reykjanesið á
næstunni og þykir nú nokkuð ein-
sýnt að aðdáendur þeirra vrrði
áfram að leita austur á land til að
beija þau augum. -S.Konn.
ewk*. SÍ’íiEv»'Æ°íoömw
FÁLKINN
Laugavegi 24.
S. 18670.
FÁLKINN
Suóurlandsbraut 8.
S. 84670.
FÁLKINN
Póstkrðfur.
S 685149.
REYKJAVÍKUR
FLUGU
Um útsetningar sá
Gunnar Þórðarson
eins og honum er
einum lagið. Á seinni
plötunni eru lög úr
kvikmyndinni
„Reykjavik, Reykja-
vik“ Hrafns Gunn-
laugssonar og
tónlistin er eftir
Gunnar, sem sýnirá
sér nýja hlið við gerð
hennar.
Verð
999,-
TIL HAMINGJU, REYKJAVÍK
Við erum stoltir af að geta fært þér tvöfalda plötu með tónlist
sem tileinkuð er þér. Hér koma eingöngu við sögu færustu
listamenn á sínu sviði, með gömul og ný dægurlög, um okk-
ar ástkæru höfuðöorg.
HLIÐ1
1. F0RLEIKUR2 00
Gunnar Þórðarson
2. AUSTURSTRÆTI3 39
Sigfús Halldórsson • Tómas Guðmundsson
Söngur: Jóhann Helgason
3. i REYKJAVÍKURBORG 3 37
Jóhann Helgason
Söngur: Erna Gunnarsdóttir
4. BRAGGABLÚS 3 45
Magnús Eiríksson
Söngur: Bubbi Morthens
5. HERRA REYKJAVlK 305
Sigurður Bjóla • Valgeir Guðjónsson
Söngur: RíóTrió
6. FYRIR SUNNAN FRÍKIRKJUNA4 oo
Sigfús Halldórsson • Tómas Guömundsson
Söngur: RíóTríó
HLIÐ3
1. HÚSIN IBÆNUM 3 24
Gunnar Þórðarson • Tómas Guðmundsson
Söngur: Egill Ölafsson
2. VIÐ SUNDIN BLÁ1 30
Gunnar Þórðarson
3. TILBRIGÐI UM FEGURÐ 6 45
Gunnar Þórðarson
4. JÚLASTEMMNING 3 15
Gunnar Þórðarson
HLIÐ2
1. 0 B0RG MlN B0RG 4 04
Haukur Morthens • Vilhjálmurfrá Skáholti
Söngur Ellen Kristjánsdóttir
2. FRÖKEN REYKJAVÍK 3 52
Jón Múli Árnason JónasÁrnason
Söngur: RlóTríó
3. HAGAVAGNINN 3 20
Jónas Jónasson • Ragnar Jóhannsson
Söngur: Jóhann Helgason
4. SlÐASTI VAGNINN IS0GAMÝRI3 39
Erlent lag. Textahöfundur ókunnur.
Söngur: Ragnar Bjarnason
5. VERSTAFÖLLU2 40
Erlent lag. Jónas Friðrik
Söngur: RióTrló
6. V0RKVÚLDI REYKJAVÍK3 35
Erlent lag. Sigurður Þórarinsson
Söngur: Ragnar Bjarnason • Erna Gunnarsd.
HLIÐ4
1. REYKJAVlK 5 oo
Gunnar Þórðarson • Einar Benediktsson
Söngur: Ragnhildur Gísladóttir
2. AÐFLUG4 04
Gunnar Þórðarson
3. MYNDIR ÚR B0RG 1 26
Gunnar Þórðarson
4. BLAÐBURÐARSÖNGUR o 50
Gunnar Þórðarson • Hrafn Gunnlaugsson
Söngur: Pálín Dögg Helgadóttir
5. FJALAKÖTTUR 2 36
Gunnar Þórðarson Hrafn Gunnlaugsson
Söngur: Egill Ólafsson
6. KVEÐJUSTUND 1 04
Gunnar Þórðarson