Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
Spumingin
Lesendur
Hvað finnst þér um
teikninguna að nýja
Alþingishúsinu?
Guðjón Björnsson kennari: Mér líst
vel á hana, það er líka alveg nauð-
synlegt fyrir Alþingi að fá betri
aðstöðu.
Bflnúmera-
safnari
frá Sviss
J.J. Potylo Glanzmann skrifar:
Halló, allir íslendingar!
Ég er Svisslendingur og hef það fyr-
ir tómstundaiðju að safoa bílnúmera-
skiltum alls staðar að úr heiminum.
Nú á ég orðið 3024 skilti en mig lang-
ar til þess að fullkomna safoið mitt
og eignast eitt frá íslandi.
Getið þið mögulega hjálpað mér?
Mér er mikið í mun að eignast þetta,
sérstaklega þar sem sýning er í vænd-
um hjá mér innan fárra mánaða. Ég
vil taka það fram að það skiptir engu
máli þótt skiltin séu eldgömul.
Ég vonast til að heyra frá ykkur
fljótlega og að þið hneykslist ekki á
þessu undarlega áhugamáli mínu.
Pósthólf mitt er:
P.O. Box 591
CH - 8401 Winterchur - Zurich
Switzerland.
Á myndinni sést Glanzmann ásamt einu skilta sinna. Hann hefur mikinn áhuga
á að bæta einu íslensku í safnið sitt.
Hulda Guðráðsdóttir skrifstofumað-
ur: Mér líst vel á hana, hún er
afskaplega jákvæð.
Rögnvaldur Sigurðsson verkamaður:
Ég hef nú ekki séð hana, en ég tel
vera þörf á nýju Alþingishúsi.
Jóhann Jóhannsson sendill: Mér líst
vel á þetta og líka að það eigi að
vera í miðbænum.
Lúsinda Grímsdóttir einkaritari:
Mér líst bara vel á hana, það er kom-
inn tími til að fá nýtt Alþingishús.
Steinar Almarsson nemi: Ég er alveg
sáttur við hana.
Bréfritari er ánægður með hvernig staðið var að afmæli Reykjavíkurborgar.
„Hef aldrei
lifað slíkan dag“
Reykvíkingur skrifar:
Ég vil koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra sem stóðu að afrnæli
Reykjavíkurborgar. Þetta hefúr allt
verið svo vel skipulagt að mig hrein-
lega undrar. Svo virðist sem hvert
einasta atriði hafi gengið upp.
Ég verð nú bara að segja að mánu-
dagurinn 18. ágúst var hreint frábær,
ég hef aldrei lifað slíkan dag. Sá sam-
hugur og gleði sem ríkti þennan dag
eru ólýsanleg, allir virtust leggja sig
fram um að hlutimir gengu vel fyrir
sig.
Ég veit að mörgum finnst fullmiklu
hafa verið eytt í þetta afinæli. Það
getur vel verið að mikill peningur
hafi farið í þetta en skiptir það nokkru
máli, við nutum öll góðs af. Staðreynd-
in er nú einu sinni sú að lítið er hægt
að framkvæma án þess að kosta ein-
hveiju til og hverjum dettur í hug að
halda því fram að afmælisveisla fyrir
áttatíu þúsund manns geti orðið annað
en dýr?
„Útþynnt kaffi, engin mjólk“
Starfsfélagar skrifa:
Sá atburður varð um daginn að
ónefodur kaupmaður í Reykjavík ák-
vað að bæta rekstur fyrirtækis síns.
Fannst honum nóg að hann sæi „lág-
launaþrælum" fyrir ókeypis kaffi, og
þar með hætti hann að kaupa mjólk
út í kaffið.
f tilefai af þessu samdi einn starfe-
krafturinn vísu sem hittir „naglann"
á höfúðið.
Einar grimmi ergir fólk
olli rýmun kjara,
útþynnt kaffi, engin mjólk
alltaf þarf að spara.
Ekki gefið fn'
hjá Vamariiðinu
Spældir starfsmenn skrifa:
Fjölmargir íslenskir starfemenn
Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli
voru mjög vonsviknir og nánast
draugfúlir yfir þvi að þeim var ekki
gefið frí frá vinnu eftir hádegi þann
átjánda ágúst, í tilefai 200 ára afmælis
Reykjavíkur.
Varla er hægt að finna svo aumt
fyrirtæki á suðvesturhluta landsins,
að það gæfi starfsfólki sínu ekki frí.
Vamarliðið virðist ekki hafa haft efai
eða skilning á því.
Óbrigð-
ult ráð
gegn
kattar-
hlands-
lykt
Kona í gamla miðbænum
hringdi:
Vegna fyrirspumar sem birtist
í DV ekki alls fyrir löngu þá
langar mig til þess að benda á
óbrigðult ráð til þess að losna
við kattarhlandslykt.
Hellið óblönduðu ediki á blett-
inn þar sem kötturinn meig, þá
fer lyktin strax. Edikið gufar upp
og skilur engin merki eftir sig.
Þetta ráð fékk ég frá gamalli
sveitakonu.
Annars langar mig til þess að
spyrja í leiðirmi, hvemig er hægt
að losna við hlandlykt frá mann-
skepnunni sjálfri, það er of
algengt að karlar spræni upp um
veggi og hurðir f húsasundum
og víðar.
HRINGIÐ
MILLI
KL. 13 og 15
EÐA
SKRIFIÐ