Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 32
44
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
Sviðsljós
w
r
n
-V
Olyginn
sagði...
er að gera alla óða sem eiga
að vinna með honum í ný-
justu kvikmyndinni, Over
theTop. Leikstjórinn upplifir
hreinræktaða martröð við að
reyna að stýra Stallone sem
hlustar ekkert á ráðleggingar
og kemur og fer þegar hon-
um þóknast. Nú er svo
komið að Golan gerir lítið
annað á staðnum en svara í
símann meðan vöðvafjallið
stjórnar öllu eftir eigin geð-
þótta og leikararnir flýja
unnvörpum í önnur störf
víðs fjarri upptökustaðnum.
Stefanía
prinsessa
berst ennþá fyrir rétti sínum
til að velja lífsstarf að eigin
geðþótta þrátt fyrir með-
fæddan aðalstitil. Nýjasta
röksemdin er að benda á að
raunverulega hafi hún að-
eins fetað í fótspor móður
sinnar en eins og flestir vita
var Grace heimsþekkt leik-
kona á yngri árum. Eitthvað
vilja menn nú telja rökin
langteygð þegar poppsöng-
urinn ertekinn inn í myndina
en Stebba gefur sig ekki
fremur en áður og er nú með
nýja plötu í undirbúningi.
Warren
Beatty
varð fyrir því að ræningja-
flokkur braust inn í hús hans
í Bel Air og henti húsgögn-
um og smáhlutum út um
næstu glugga af mikilli elju.
Þetta vildi Beatty síður á sín-
um heimavígstöðvum og
réð því til sín vörð sem gæta
skyldi eignanna og hans
sjálfs nótt sem nýtan dag. I
fyrstunni var sá vopnaði
hafður inni í húsinu en var
svo fluttur í bifreið í inn-
keyrslunni því leikarinn vildi
fá frið fyrir vökulum augum
á eigin heimili. Að lokum
varð honum Ijóst að með
vaktinni tapaði hann því dýr-
mætasta - réttinum á eigin
einkalífi - og rak því vörðinn
úr vistinni ákveðinn í að
fylgjast sjálfur með húsmun-
unum í framtíðinni.
Úffif,
þessi hátíðahöld
Það var annar í afmæli, farið aö kvölda og talsverö þreytumörk að sjá á
sumum sem samviskusamlega skemmtu sér timunum saman. Þessir strák-
ar sóttu styrk til landnámsmannsins og biðu þess að rokkhljómleikarnir
tækju enda eða klukkan yrði svo óguðlega margt að hæfilegt þætti að
halda heim aftur.
DV-mynd Óskar Örn
Unglingurinn
Úrsúla
Við frumsýningu kvikmyndarinnar Mona Lisa stal hinn hálfrar aldar gamli
unglingur Úrsúla Andress senunni fullkomlega frá öllum aðalhetjunum -
þar með talið leikurum - þegar hún mætti í þröngum míníkjól og röndóttum
jakka. Hin hressa kvensa skildi þó kornungt viðhaldið eftir heima í Róma-
borg, sagði hann hálfslappan þessa dagana. Tannhvassir höfðu á orði að
líklega væri greyið með hitavellu samfara tanntökunni en hinir frjálslyndari
í gestaliðinu dáðust að unglegu yfirbragði stórstjörnunnar. Leyndardómur-
inn við aö halda í eilífa æsku er reglulegt kynlíf og jákvætt hugarfar svaraði
Ijóskan aðspurð og glotti hressilega að þétthrukkóttum og samankrumpuð-
um jafnöldrum sínum.
Um borð í hinni konunglegu snekkju Britanniu gerist ýmislegt sem ekki er ætlað augum almennings.
Stundum er betra að fara varlega
í að skipta um starfslið og það
fengu Díana og Karl Bretaprins
svo sannarlega að reyna þegar
einkaþjónninn var rekinn úr vist-
inni. Díana fékk grænar bólur við
tilhugsunina um að sitja uppi með
fyrinn í framtíðinni og því verður
nú Stephen Barry að leita nýrrar
atvinnu. Og hann var ekki lengi
að hugsa sig um - endurminningar
úr höllu Karls renna út eins og
heitar lummur.
Aðalorsökin fyrir því að Díönu
leiddist karlinn var að hann leitað-
ist við að vera nákvæmlega eins
og prinsinn, var farinn að tala eins,
klæðast eins og hafði áhuga á ná-
kvæmlega sömu tónlist - svo
eitthvað sé upp talið. Líklega finnst
prinsessunni nóg að hafa eitt ein-
tak af eiginmanninum fyrir
augunum sólarhringum saman þótt
ekki vafri á eftir hliðarútgáfa líka.
Vinsælustu fréttimar eru af líf-
inu á hinni konunglegu snekkju -
Britanniu. Þar segir Barry að El-
ísabet drottning og Philip sýni
þjónunum yfirleitt hina mestu
virðingu og gæti þess að missa
aldrei stjóm á skapi sínu. Þó hafi
það komið fyrir gæðahjónin að æpa
á starfsliðið en drottningin hafi þá
döngun í sér til að koma og biðja
viðkomandi afsökunar á eftir.
Margrét er eftirlæti allra um borð
og reynir starfsliðið að draga úr
ofdrykkju prinsessunnar með sára-
litlum árangri. Við borðhaldið er
reynt að fá hana til þess að drekka
borðvín í hófi með öðrum gestum
- án árangurs. Viskíglasinu sleppir
hún ekki hvað sem á dynur og það
sker í augun innan um hin vínglös-
in eins og skítugur sveppur. Og við
rúmstokkinn hennar verður ævin-
lega að fyrirfinnast nægilegt magn
drykkjarfanga - viskí og gin. Þá
er Margrét alsæl með þjónustuna.
Oft hefur legið við slysum vegna
Einkaþjónninn var farinn að tala
eins og Kalli, klæðast sömu fötum
og hlusta á sígilda tónllst.
drykkjuvandamálsins og eitt sinn
hrapaði prinsessan kófdmkkin
niður stiga. Henni var hjálpað á
fætur og það eina sem hún bað um
var tvöfaldur viskíi til þess að jafna
sig eftir fallið. Þjónustufólkið hef-
ur áhyggjur af heilsu Margrétar
en segir að hún sé ótrúlega ljúf og
góð í viðskiptum þannig að hún á
hug og hjarta allra á staðnum.
Díana fær ekki góðar einkunnir
hjá þjóninum þótt hann segi að hún
hafi yfirleitt látið hann afskipta-
lausan. Eitthvað kvartar Barry yfir
meðferð prinsessunnar á fatnaði,
svo sem nýstroknum pífukjól sem
hann lagði þriggja tíma vinnu í að
gera nothæfan. Hún henti honum
yfir stólbak að notkun lokinni og
fékk því afhent strokjárn í hend-
urnar næst þegar þurfti að lagfæra
klæðnað. Hins vegar er hún manna
best í sjálfsbjargartækninni innan
fjölskyldunnar og leysti strokvinn-
una óaðfinnanlega af hendi á
svipstundu. Og Díana gerir lítið að
því að kalla á þjónustuliðið heldur
bjargar hlutunum sjálf í flestum
tilvikum.
Þessar endurminningar þjónsins
fara illilega fyrir brjóstið á kónga-
liðinu en sagt er að hann hafi engu
að tapa. Eftir brottreksturinn var
þjónninn Stephen Barry ekki til í
augum konungsfjölskyldunnar og
á einhverju verða fyrmm einka-
þjónar að lifa.