Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 7 Maðkurinn gaf lax, ekki flugan Veiðivon Gunnar Bender Við heyrðum af hörðum flugu- veiðimanni sem var að veiða vestur á fjörðum nýlega, bleikju, og það var sama hvað hann skipti oft um flugu, fiskurinn tók alls ekki. Hann var búinn að renna í gegnum fluguboxið fimm sinnum, ef ekki oftar, og engin beikja vildi taka hjá honum. Vinur hans var með honum og veiddi á maðk, hann hafði fengið 10 bleikjur. Fluguveiðimanninum var oft boðið að renna maðkinum og var hann greinilega að gefa sig. Tekur hann maðkastöngina hjá vininum og nær að kasta góðu kasti, maðkurinn lendir í hylnum neðarlega og fiskur er á. En það var ekki bleikja heldur lax og var það eini laxinn sem veiðst hefúr í ánni í sumar. En maðkaveiði- maðurinn fékk ekki stöngina sína meir og varð að kasta flugunni það sem eftir var dagsins, maðkastöngin var ekki á lausu. Svona geta menn breyst á minútu. Ætli þetta sé ekki svipað og ungi veiðimaðurinn sem veiddi fyrsta flugulaxinn sinn 9 ára og eftir það sá hann ekki annað en fluguveiði enda hnýtti hann flugumar sjálfur. Veiðin heldur áfram og veiðisög- umar em á hverju strái og veiði- menn virðast vera hressir með sumarið. Veiðin hefúr verið einmuna góð og menn hafa sumir mokað upp laxinum eins og gerðist eftir útlend- inga í Miðfirðinum þar sem allt varð vitlaust. Laxinn tók um leið og ag- nið (maðkurinn, bufifið, sá slímugi) kom út í ána. Maðkurinn hefur feng- ið ýmis nöfn enda víst margir reynt hann í fyrsta sinn í sumar. Veiðimenn ræða mikið þessa dag- ana um myndina Stella í orlofi og við látum myndina duga af veiði- manninum og Stellu núna. Norðurá í Borgarfirði hefur gefið sitt í sumar og veiðin oft verið góð, sama hvar veiðimenn renna. Marga veiðimenn langar til að renna fyrir fisk í Litluá i Kelduhverfi en færri komast að en vilja svo þeir verða að láta myndina duga. Ekki koma nær, Ijósmyndari, annars fer í verra fyrir þér og það þýðir... Hann og pabbi hans voru við veiðar í Langá einhverju sinni og flugu- veiðimaðurinn kastaði flugunni en pabbi hans maðkinum. Þetta var snemma veiðitímans og maðkurinn betri, en þegar faðirinn rétti þeim unga maðkastöngina hristi hann alltaf hausinn og veiddi með flug- unni. Fyrsti flugulaxinn gerði þetta að verkum, bara fluguveiði hjá vini okkar. G. Bender Veiðivonin gaf vel Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur ve- rið góð í sumar og margir veiðimenn veitt vel, hvort sem þeir hafa spún, maðk eða flugu. Þó hefur veiðin dottið niður við og við þegar laxinn fæst ekki til að taka neitt. Þórður Pétursson er sérfræðingur við Laxá í Aðaldal og hefúr oft búið til flugur sem laxinn hefur tekið grimmt. Laxá blá er gott dæmi. Um daginn gerðist það að veiðin var treg í Laxá og laxinn vildi ekki neina flugu sem hnýtt hafði verið. Þórður var því beðinn að koma með eina nýja til að fá laxinn til að taka og vinurinn settist niður og ný fluga var búin til, fékk hún nafiiið VEfÐIVON. Var nú Veiðivonin prófuð og viti menn, það fengust 15 laxar á þessa flugu, annað eins hafði ekki æst laxinn í langan tíma. Ámi Gunnarsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, var við veiðar þama þegar þessi fluga varð til og var hann í Mjósundi og laxinn var tregur mjög. Kemur þá Þórður til hans og segir honum að prófa Veiði- vonina og gerir Ámi það. Skipt er um flugu og í fjórða kasti tekur 15 punda lax Veiðivonina hans Þórðar. Þótti þetta ótrúlegt því veiðin hafði verið einmuna treg. Húsavíkurhollið Fyrst við erum að tala um Laxá í Aðaldal er ekki úr vegi að minnast á veiðihollin sem mæta til veiða þama og veiða vel Eitt af þessum hollum er Húsavíkurhollið sem veið- ir yfirleitt einmuna vel og stóra laxa í þokkabót. Fékk núna um daginn þrjá 22 punda laxa og þeir félagar fengu í það heila um 100 laxa. Þó var veiðin víst treg í ánni. Maðkurinn bannaður Margt er skrítið í heimi veiðinnar, til dæmis er maðkur bannaður í Hofsá í Vopnafirði og aðeins veitt á flugu og spún. Þetta hefur staðið síðan Bretar mættu til veiða í ánni fyrst og verður víst ekki breytt í bráð, höfúm við heyrt. Veiðimaður einn, sem mikið veiðir í Vopnafirði, og þá mest í Hofeá, vonar að spúnn- inn verði bannaður líka. Það verður kannski bannað að veiða í ánni? Verslunarhúsnæði Til leigu ca 200 m2 verslunarhúsnæði við Laugaveg. Laust strax. Áhugasamir leggi nafn og síma inn á auglýsingadeild DV merkt „Laugavegur 1234“. LAUS STAÐA ÍÞRÓTTAKENNARA við Grunnskóla Patreksfjarðar Viljum ráða íþróttakennara í fullt starf strax. Góð vinna á góðum stað. Upplýsingar í síma 94-1337 eða 94- 1222. Skólanefndin. MATREIÐSLU NÁMSKEIÐ Þú fœrð nú matreiðslunámskeið að láni, á VHSeðaBeta myndbandi, með Husqvarna örbylgjuofni. ©HUSQVARNA ÓRBYLCJUOFNINN Micronett orbylyjuofninn er þrisvar sinnum betri: • Helmingi rýmra ofnhólf (40 lítra) • Brúnar matinn • Sjálfvirk hitamæling S|ón er sögu rikari! Ath. Góð greiðslukjör HUSQVARNA ER HEJMILISPRÝÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.