Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hverfisgötu 78, 3. haeð, tal. eigandi Forni- prent sf„ fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan I Reykjavfk. ___________________Borgarfógetaembaettið i Reykjavik. Nauðungaruppboð á fasteigninni Tunguvegi 90, þingl. eigandi Jón Hallgrímsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 13.45. Uppboðsbeiðend- ur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík, Hafsteinn Sigurðsson hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Utvegsbanki Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Bjarni Ásgeirsson hdl., Guðjón Aimann Jónsson hdl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Ræsting - baðvarsla Starfsfólk óskast við baðvörslu og ræstingu í íþrótta- húsi Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogi. Uppl. í símum 74925 og 74907. íþróttafélagið Gerpla. 'Mkfo FRÁ 101 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Vegna forfalla vantar þroskaþjálfa og uppeldisfulltrúa að blindradeild Álftamýrarskóla í Reykjavík. Upplýsingar um störfin eru veittar í skólanum í síma 686588. HÖFN í HORNAFIRÐI Enskukennara vantar að Heppuskóla (7.-9. bekkur), ýmis hlunnindi í boði. Kannaðu málið. Upplýsingar í síma 97-8321 eða 97-8348. VOLVO 740 GL STATI0N ÁRG. 1986. Gullfallegur bfll, rikulega útbúinn: sjálfskiptur, litað gler, útvarp/ segulband, dráttarbeisli, snjódekk á felgum, ekinn 20.000 km. Verð kr. 950.000. Skipti á minni nýlegum bíl eða jeppa koma til greina. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SfMI 621033 ENSKUSKÓLINN * Innritun alla daga, lika um helgina! kl. 10-7 jk Kvöldnámskeið hefjast1.og2. sept. * Sanngjarnt verð if Enskuskólinn 7 vikna námskeið ★ Evrópuskólinn Spænska, þýska, íslenska, ítalska og franska. 7 vikna námskeið 1 Æskuskólinn Börn 8-12 ára kl. 16-18 ★ Viðskiptaskólinn Enska fyrir viðskiptalífið ★ Öll námsgögn if Erlendir kennarar innifalin Ný tungumálamiðstöð í hjarta Reykjavíkur Gregory Davis leggur einum nemanda sinum lifsregiumar áður en farið er i vatnið. vdtn íheimi - segir sport- kafarinn GregDavis Sportköfun er vinsæl tóm- stundaiðj a hér á landi sem annars staðar. Sportköfun hefur hins vegar ekki sem best orð á sér hér, sem kannski er engin furða þar sem lítið hefur verið fjallað um köfun í fjölmiðlum, nema þá til að segja fréttir af slysum og dauðsföllum kafara. Og slys eru óhugnanlega tíð meðal íslenskra kafara, algeng- ari en í flestum nágrannalöndum okkar. Ástæðuna segj a kunnugir fyrst og fremst vera skort á fullnægj- andi kennslu í köfun. Gegnum tíðina hafa kafarar hér á landi sjálfinenntað sig, lært af sínum mistökum og annarra, sem er dýr kennsla. Fyrst til að öðlast alþjóðleg réttindi Engar reglur eru til hér á landi varðandi köfun. Hver sem er get- ur farið, keypt sér búning og hent sér í sjóinn. 1 flestum ná- grannalöndum okkar er þessum málum hins vegar þannig háttað að til þess að geta keypt sér bún- ing eða loft á kútinn sinn verða menn að sýna staðfestingu frá viðurkenndum kafarasamtökum um að hafa sótt og staðist nám- skeið í köfun. Og nú vilja íslenskir sportkaf- arar fara að koma á svipuðum reglum hér. Spor í þá áttina var námskeið sem haldið var nýlega á vegum Sportkafarafélags Is- lands. Kennarinn á því nám- skeiði var Bandaríkj amaður, Gregory Davis að nafiii. Greg, eins og hann er oftast kallaður, er með kennararéttindi frá NAUI (National Association of Under- water Instructors), sem eru meðal útbreiddustu og virtustu kafarasamtaka í heimi. Með skír- teini frá NAUI upp á vasann geta íslenskir kafarar kafað hvar sem er í heiminum. Hópurinn, sem sótti námskeiðið hjá Greg, alls þrettán manns, er fyrstu ís- lensku kafaramir til að öðlast viðurkenningu af þessu tagi. Sportkafarafélagið komst í samband við Greg mest fyrir til- viljun. Félagana langaði til að fara af stað með námskeið og einhverjum datt í hug að hugsan- lega fyndist einhver réttinda- maður uppi á Keflavíkurflug- velli, enda Kaninn í fremstu röð á þessu sviði. Eftir dálitla leit höfðu þeir upp á Greg, sem vann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.