Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Spuniingin Óttast þú kjarnorkustríð? Bára Björnsdóttir nemi: Já, frekar, það eru al'lir komnir með þessi kjam- orkuvopn. Guðbjörg Jónsdóttir skrifstofustúlka: Ég veit það ekki, jú, kannski er ég svolítið hrædd. Guðmundur Stefánsson læknir: Nei, það geri ég ekki en kannski yrði ég hræddur ef Gaddafi kæmist yfir kjamorkusprengju. Dagbjört Hjaltadóttir húsmóðir: Nei, ætli það, ja, kannski er aðeins uggur í manni. Jóna Haraldsdóttir húsmóðir: Nei, það er alls engin hræðsla í mér varð- andi kjamorkustríð. Bjarai Einarsson sölumaður: Já, það geri ég því það er mikill óróleiki í heiminum í dag og svo em ansi marg- ir sem eiga kjamorkuvopn. Lesendur Fundið fjallalamb Ketkrókur skrifar: Á síðustu útmánuðum var fyrir séð að hátt og bústið dilkakjötsfjall mundi hlaðast upp og var megin- orsökin sú að kjötið var svo dýrt að fólk gat ekki keypt það. Rétt er að taka fram, áður en lengra er haldið, að fé gengur á þrenns konar haglendi, sumt er rek- ið á fjall en annað gengur á heima- högum, á mýrum eða valllendi. Þegar neyðin í kjötsölumálunum var orðin stærst var hjálpin næst. Þá komu fram á sjónarsviðið meist- arar fjallalambsins. Þeir virðast hafa farið í geymslur frystihúsanna og tínt úr stæðum skrokka af lömbum sem í lifanda lífi gengu á fjöll en Bréfritara finnst einkennilegt að auglýst séu nýslátruö fjallalömb þar sem fé er enn ókomið af fjalii. skilið eftir mýrardása og valllendis- kúða. Og svo fóru meistaramir að matreiða og jafnframt upphófst mik- il auglýsingaherferð. Það olh sjón- varpsglápendum vonhrigðum að meistaramir skyldu ekki koma fram í auglýsingum og syngja lagstúf með viðeigandi texta, til dæmis: Blessuð sértu sauðkind mín... og/eða: Fagra, dýra fjallalamb... Ekki virtist „handtéring" meistaranna auka söl- una eða lækka verðið á kjötinu. Og svo var kjötið allt í einu sett á útsölu upp á gamla móðinn og þá fyrst fór það að seljast enda gátu nú fleiri en ráðherrar og verkalýðsfor- ingjar veitt sér þann munað. Af meisturunum fara litlar sögur síðan útsalan hófet en þakka ber forsjón- inni að meistaramir fengu gott ferðaveður á þessu blessaða sumri. Þann 27. ágúst heyrði ég auglýst í útvarpinu að fólki gæfist kostur á að kaupa kjöt af nýslátmðu fjalla- lambi. Mér kom þetta á óvart því göngur em enn ekki hafnar og fé ókomið af íjalli. Ég klóraði mér í hausnum, hallaði undir flatt og taut- aði: Vegir fjallalambsins em órann- sakanlegir. Gamalt máltæki hljóðar svo: „Vér ephn, sögðu hrossatöðin." Væri ekki ærið tilefrii að hagræða þessu mál- tæki, sem sagt: „Vér fjöllin, sögðu þúfúmar í mýrinni." „Það ætti að banna alla útihljómleika“ Haraldur Jónsson skrifar: Ég legg það ekki í vana minn að skrifa í blöðin en-nú get ég ekki orða bundist. Þessir unglingar nútímans hafa nú gengið of langt með því að láta ráða- menn borgarinnar stjana við sig og kaupa hljómflutningstæki fyrir marg- ar milljónir til að æra okkur eldra fólkið úr hávaðalátum. Og þessi hljómsveit, Greifamir, æstu upp lýð- inn uns heyrðist til Hafnarfjarðar. Ég segi það og ég er viss um að margir em mér sammála um að það ætti að banna alla útihljómleika á ís- landi. tll || .' ifj iij iíi iii hiji* Baiia 1« 11 1* lit^ini mmmm.\ ■ Stórholt Brautarholt Skipholt 1-40 Háaleitisbraut 52 - út Hverfisgötu 1-65 ■ ■ffijvXvXv-:-:-: : Garðabæ Laufás Lækjarfit Melás Lyngás Löngufit Baldursgötu Bragagötu ' Ingólfsstræti Þingholtsstræti Bjargarstíg Frjálst.óháð dagblaö Afgreiðslan, Þverholti 11, sími 27022. Stórhuga ráðherrar H.M. skrifar: Alveg fellur maður í stafi af að- dáun yfir því hvað sumir ráðherr- amir em ráðagóðir þegar vantar peninga í kassann. Þeir falla ekki í þá giyfju að láta stóra manninn í þjóðfélaginu borga, þennan sem borgar hið margfræga vinnukonuútsvar eða er jafhvel svo fátækur að hann borgar enga skatta. Nei, ráðherr- amir vita að það er miklu betra að hætta að kenna bömum úti á landsbyggðinni, þau þurfa alls ekki að fara í skóla, einhver á heimilinu getur kennt þeim að lesa og skrifa. Þeir vilja heldur ekki vera að styrkja dagheimili, við hengjum bara lykilinn um hálsinn á þessum rollingum okkar og setj- um þau svo á guð og gaddinn. Eða þá að vera að ausa lyfjum í gamal- menni, þau geta bara haft sína gikt og kvilla, það þarf ekkert að draga úr vanlíðan þeirra og vesöld. Já, svona ráðherra þurfúm við að hafa, sem þora að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur. Þama næst spamaðurinn auð- veldlega og hann má nota til ýmissa hluta, til dæmis að halda upp á afinæli borga og svo þurfa ráðherrar auðvitað að flakka um heiminn. Það á alls ekki að spara þegar um er að ræða hvalamál eða sams konar stórmál. Já, það er sko alltaf litli maður- inn í þjóðfélaginu sem er látinn blæða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.