Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Page 33
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986.
45
Framsóknarmenn fyrir utan kirkjuna að Hólum í Hjaltadal.
Jón Helgason
í biskupsstól
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii:
Jón Helgason kirkjumálaráðherra
brá sér í biskupsstól þegar þingmenn
Framsóknarflokksins tóku sér frí frá
þingflokksfundi á Sauðárkróki á
dögunum og skoðuðu kirkjuna á
Hólum í Hjaltadal.
Þingmenn hlýddu þar á tal Hjartar
Jónssonar, prófasts Skagfirðinga, og
tylltu sér inn í kórbygginguna. Inni
við kórgaflinn eru 2 biskupsstólar,
hvor sínum megin við altaristöfluna.
Helgur maður Jón Helgason, að
sjálfsögðu settist hann í annan bisk-
upsstólinn.
Jón Helgason kirkjumálaráðherra brá sér I biskupsstólinn á Hólum og þar
fór vel um hann. DV-myndir JGH
Islendingar vita að Sigurbjörn biskup er fjölhæfur liðsmaður kirkjunnar.
Hér slær hann smiðshögg við byggingu þjóðarhelgidómsins þar sem hann
kom fyrst til starfa árið 1940.
Sjálfboðaliðar
Líflegt hefur verío undanfamar
vikur á Skólavörðuhæðinni um-
hverfis Hallgrímskirkju þar sem
sjálfboðaliðar á aldrinum 5 til 89 ára
hafa hjálpast að við að naglhreinsa
og raða vinnupallatimbrinu innan
úr kirkjunni. Timbur þetta er sett á
boðstóla og selt til að fjármagna
kostnað við að gera Hallgrímskirkju
vígsluhæfa sunnudaginn 26. október
næstkomandi. Þessi vinna sjálfboða-
liðanna er verðmæt og flýtir fyrir að
takmarkinu verði náð.
Timburvinnan er um það bil hálfn-
uð svo enn verður verk að vinna
næstu vikurnar fyrir alla þá sem
leggja vilja hönd á plóginn og kom-
ast þannig í hóp „kirkjusmiðanna“
en þannig leit fimm ára pollinn á
málið. Hann suðaði í mömmu sinni,
pabba og systur og hætti ekki fyrr
en þau komu honum í timburhreins-
unina hvert sitt kvöldið. „Ef æskan
vill rétta þér örvandi hönd......“.
Þarna á hæðinni við kirkju allra ís-
lendinga hefur sannast að undan-
förnu að margar hendur vinna létt
verk. Það er bara að koma og gefa
sig fram þá finnst verk handa öllum.
Kalli prins fékk gestgjafa sina aldeilis til að svitna.
Sögur Ka]la prins
vékja óhug
Karl Bretaprins svipti hulunni af
konunglegri þjóðsögu um daginn og
vakti mikinn óhug meðal ítalskra
gestgjafa sinna. Gestgjafamir urðu
hreinlega furðu lostnir yfir þeirri
stefnu sem borðsamræðumar tóku
þegar nýveiddur fiskur var fram-
reiddur. Þetta var hvorki meira né
minna en „Lake Garda silungur",
það fínasta fína. Kalli skammtaði sér
á diskinn og sagði: „Þetta lítur svo
vel út að ég ætla að borða vel þrútt
fyrir þjóðsöguna um að konungur
muni deyja á þann hátt að hann
muni kafna að völdum fiskbeins."
Að svo mæltu hóf Kalli að gera
matnum góð skil en hinir gestimir
litu hver á annan og máttu vart
mæla af undrun. Þetta átti sér stað
á fimmtudagskvöldi hjá Punta San
Vigimo nærri Verona en þar var
Karl í fríi. Gestgjafar hans voru
greifahjónin af Guarienti og höfðu
þau pantað fiskinn sem alveg sér-
stakan hátíðarmat.
Þessi gómsæti fiskur, sem allir
hrósuðu eftir á, var með fjölda beina
eins og títt er um fisk og leitaði
Kalli víst vel að beinum áður en
hann setti upp í sig bita. Amma hans
hefur tvisvar komist í hann krappan
af völdum fiskbeina og í bæði skiptin
verið farið með hana á sjúkrahús.
Vakti þessi yfirlýsing Karls áhyggjur
meðal fjölmargra sem borið hafa fisk
á borð fyrir breska kóngafólkið eða
á von ú því í heimsókn. Er allt í lagi
að bjóða því upp á fisk eftir allt?
Viðbrögðin í Buckinghamhöll vom
á einn veg við þessum uppljóstrunum
Karls. Talsmaður hallarbúa sagði að
ekki væri vitað um neina þjóðsögu
sem tengdist fiskbeinum. Eru nú
flestir sögu- og þjóðsagnagrúskarar
komnir af stað og leita dyrum og
dyngjum að sögu um breskan kon-
ung og fiskmáltíð.
Svidsljós
Ólyginn
sagði . .
Shari Belafonte
dóttir söngvarans með sykur-
röddina og Hotel-leikari hafði
heldur óvenjulegt starf með
höndum hér einu sinni. Áður
en hún hóf leiklistarferilinn sat
hún nefnilega inni á skrifstofu
og svaraði öllum bréfum sem
bárust til teiknimyndapersón-
unnar Fred Flintstone. Sagðist
Shari hafa þótt starfið hið
skemmtilegasta og ekki hefði
verið erfitt að setja sig inn í
hugsanagang steinaldarmanns-
ins. Þó fannst henni vinnan vera
orðin heldur einhæf undir það
síðasta og getur ekki hugsað sér
að byrja á því að verða „ritari"
Fred Flintstone aftur.
Tina Turner
konan með kálfana og hressasta
amma rokksins (enda 47 ára)
er nú í hljóðveri. Er söngkonan
að hljóðrita nýjustu LP plötu
sína sem hefur fengið nafnið
„Break Every Rule" til bráða-
birgða. Nýtur þessi eldhressa
söngkona aðstoðar fjölda lista-
manna við gerð plötunnar og
meðal þeirra eru þeir David
Bowie, Bryan Adams og Mark
Knopfler. Er ekki annars að
vænta en aðdáendur söng-
konunnar bíði nú óþreyjufullir
eftir því að platan komi út því
hún ku vera nokkuð góð ef
marka má það sem poppsér-
fræðingar erlendis hafa heyrt.
Katharine
Hepburn
hin aldna leikkona hefur verið
þekkt fyrir að vera hinn mesti
orðhákur. Nýlega var hún I
stórsamkvæmi í New York og
fatahönnuður nokkur sveif á
hana. Gerði sá hinn sami sig
nokkuð breiðan í samtali þeirra
um föt og fór síðan að hrósa
hönnuninni á samkvæmiskjól
stjörnunnar. „Hugmyndarikt og
einstaklega smekkleg hönnun,"
sagði hönnuðurinn hugfanginn.
Og Hepburn svaraði að bragði:
„Já, finnst þér það ekki og það
besta að hann var keyptur á
flóamarkaði," reyndist verðið
nema um 100 krónum.