Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
Stjómmál
Hvað geríst í næstu
alþingiskosningum?
- úrslit síðustu þingkosninga í Ijósi nýrra kosningalaga
Miðað við úrslit síðustu alþingis-
kosninga myndi Sjálfstæðisflokkur-
inn bæta við sig flestum þingsætum
samkvæmt nýju kosningalögunum.
Eftir þeim verður kosið í fyrsta sinn
í komandi kosningum. Reyndar er
enn deilt um hvemig beri að reikna
út þingsætin og viðbúið er að fjallað
verði ítarlega um það á Alþingi í ár.
Samkvæmt nýju kosningalögun-
um verðru- þingmönnum gölgað úr
60 í 63. Eins og áður skiptast þessi
þingsæti milli átta kjördæma. !
stuttu máli er 54 þingsætum skipt
eftir ákveðnum reglum milli þessara
kjördæma. Síðan koma til skiptanna
átta þingsæti og að lokum eitt sem
fer til þess flokks sem mest hefur
fylgið. Þessi skipting miðast við tölu
kjósenda á kjörskrá í næstu kosn-
ingum á undan. Nú er því ljóst
hversu mörg þingsæti fara til hvers
kjördæmis. í Reykjavík verða þau
18, í Reykjaneskjördæmi 11, á Vest-
urlandi 5, á Vestfjörðum 5, á
Norðurlandi vestra 5, á Norðurlandi
Kosningaúrslit (þingmannaskipting) ef kosið hefði verið eftir nýju kosninga-
lögunum í síðustu Alþingiskosningum.
eystra 7, á Austurlandi 5 og á Suð-
urlandi 7. Samtals eru þetta 63
þingsæti.
Úrslit
Ef við miðum við að í næstu kosn-
ingum verði fylgi flokkanna það
sama og í síðustu kosningum verða
mestar breytingar hjá Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki. Fram-
sóknarflokkur myndi tapa tveimur
þingsætum. Hann myndi tapa einu
þingsæti á Vesturlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi eystra en bæta við
sig sæti á Reykjanesi. Þar hefúr
flokkurinn ekkert þingsæti núna.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta
við sig þremur þingsætum. Tveimur
í Reykjavík, einu á Reykjanesi og
Fréttaljós
Arnar Páll Hauksson
einu á Norðurlandi eystra. Á móti
myndi hann tapa þingsæti á Austur-
landi.
Hjá Alþýðubandalagi yrði staðan
óbreytt nema að flokkurinn myndi
endurheimta þingsæti sitt á Vest-
fjörðum.
í heild myndi Alþýðuflokkur bæta
við sig einu þingsæti. Hann myndi
tapa einu þingsæti á Reykjanesi og
endurheimta eitt þingsæti bæði á
Suðurlandi og Norðurlandi eystra.
Hann fengi hins vegar ekkert þing-
sæti á Austfjörðum svo Jón Baldvin
verður að vera iðinn við kolann ef
hann ætlar í framboð þar.
Hjá Kvennalistanum yrði ástandið
óbreytt. Hann bauð aðeins fram í
tveimur kjördæmum í síðustu kosn-
ingum. Hins vegar ber að hafa í
huga að hann hefúr aukið fylgi í
skoðanakönnunum og er til alls lík-
legur.
Bandalag jafhaðarmanna fengi
áfram fjóra þingmenn kjöma. Þar
myndi bætast við eitt þingsæti á
Reykjanesi en á hinn bóginn myndi
það tapa þingsæti sínu á Norður-
landi eystra. -APH
Kosningaúrslit ef kosið hefði verið eftir nýju kosningalögunum í siðustu Alþingiskosningum.
Innan sviga eru raunverulegar niðurstöður.
RVK RN VL VF NV NE AL SL Alls
Alþýöuflokkur 2(2) 1(2) 1(1) 1(1) 0(0) 1(0) 0(0) 1(0) 7( 6)
Framsóknarflokkur 1(1) 1(0) 1(2) 1(2) 2(2) 2(3) 2(2) 2(2) 12(14)
Bandalag jafnaðarmanna 2(2) 2(1) 0(0) 0(0) 0(0) 0(D 0(0) 0(0) 4( 4)
Sjálfstæðisflokkur 8(6) 5(4) 2(2) 2(2) 2(2) 3(2) 1(2) 3(3) 26(23)
Alþýðubandaiag 3(3) 1(1) 1(1) 1(0) 1(1) KD 2(2) 1(1) 11(10)
Kvennalisti 2(2) 1(1) 3( 3)
63(60)
„Ætla ekki
fram“
- segir Sigurfojöm Magnússon
„Ég ætla ekki í framboð enda er ég
framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og sem slíkur gét ég
ekki boðið mig fram,“ sagði Sigurbjöm
Magnússon í samtali við DV.
Hann sagði að ungir menn í flokkn-
um ættu erfitt með að komast inn í
ömggt sæti og þvi reyndu þeir frekar
að sameinast um einn heldur en að
fara allir fram. -KÞ
„Mikið við
mig talað“
- segir Davíð Scheving
„Eins og staðan er nú ætla ég ekki
fram. Hins vegar hefúr mikið verið
talað við mig en ég hef hingað til bo-
rið gæfu til þess að láta ekki undan
þeim þrýstingi," sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson, forstjóri Sólar hf., í
samtali við DV.
Davíð hefur talsvert verið orðaður
við framboðslista sjálfstæðismanna á
Reykjanesi og ekki talið fráleitt að
hann muni gefa kost á sér í prófkjörs-
slaginn þar.
„Nei, ég held ekki að ég láti undan.
Ég hef nóg að gera í mínu fyrirtæki,"
sagði Davíð Scheving. -KÞ
Víglundur Þorsteinsson:
„Ekki í praf kjóvs-
hugleiðingum“
„Ég er ekki í neinum prófkjörs-
hugleiðingum enda er ég í ágætis
vinnu,“ sagði Víglundur Þorsteinsson,
forstjóri BM Vallár, í samtali við DV.
Hann sagði að þetta hefði verið orð-
að við sig og menn væm að velta
ýmsu fyrir sér en hann væri alveg
ákveðinn í því að fara ekki fram.
-KÞ
EyjóHur Konráð hress á svip í þingsölum ásamt Guðmundi Einarssyni,
Eyjólfur Konráð
fram í Reykjavík
Eyjólfur Konráð Jónsson mun hafa nyrðra, sem verður á sunnudag, en þar
ákveðiðaðfaraekkiafturframíNorð- mun hann gera opinbera þessa ák-
urlandi vestra heldur taka þátt í vörðun sína. Aðspurður vildi hann þó
prófkjörsslagnum í Reykjavík. DV hvorki játa né neita þessu.
hefur þetta eftir ömggum heimildum Ástæða þessara breytinga hjá Ey-
að norðan. jólfi er sögð sú að honum þyki sýnt
I samtali við DV sagðist Eyjólfur að hann muni missa þingsæti sitt ef
ekki vilja ræða þessi mál við fjölmiðla hann fari fram nyðra vegna nýrra
fyrr en eftir kjördæmisráðsfúnd kosningalaga. -KÞ
Vilhjálmur Egilsson:
„Ætla að ná
öraggu sæti“
„Það er allt komið á fulla ferð hjá
mér, enda ætla ég að ná öraggu sæti,“
sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræð-
ingur Vinnuveitendasambands ís-
lands, í samtali við DV.
Vilhjálmur hefur þegar lýst þvi yfir
að hann ætli að taka þátt í prófkjöri
Sjálfetæðisflokksins. Hefúr hann opn-
að skrifetofu í vesturbænum í Reykja-
vík og þegar ráðið kosningastjóra. Sá
heitir Ingimar F. Jóhannsson og er
gjaldkeri Heimdallar, félags ungra
sjálfetæðismanna í Reykjavík.
-KÞ
Guðmundur H. Garðaisson:
„Ætla ■ próf-
kjörsslaginn"
„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér Guðmundur var í áttunda sæti
í prófkjörið," sagði Guðmundur H. flokksins í Reykjavík í síðustu al-
Garðarsson, varaþingmaður Sjálf- þingiskosningum.
stæðisflokksins, í samtali við DV. -KÞ