Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. 11 Silungasvæðið í Vatnsdalsá; Fullt af laxi „Þetta er meiriháttar gaman og við veiddum vel, fengum í allt, Islendingar og Frakkar, 12 laxa, 18 bleikjur og 5 urriða, þá stærstu 5 pund,“ sagði Pétur Pétursson veiðikló en hann var að koma af silungasvæðinu í Vatnsdalsá. Veiðivon Gunnar Bender „Það er alveg hellingur af laxi á svæð- inu og kannski þess vegna sem bleikjuveiðin er minni, svo mikið af laxi. Það voru franskir vinir mínir að veiða á undan okkur fyrst og þeir fengu 3 laxa og töluvert af bleikju, veiddu 3 urriða líka, svo komum við og veiddum 9 laxa og 12 bleikjur." - Þú misstir þann stóra? „Já, niður á brú og glímdi við lax í 45 mínútur og þá slapp hann, fór inn í sef og losaði sig af þar. Þetta var gífurlega spennandi og laxinn tók í fyrsta kasti og hann fór uppeftir og svo náði ég honum niðureftir aftur og hann vár farinn að sýna á sér kviðinn en svo fór hann í sefið og þar sat öng- ullinn eftir og fiskurinn fór. Þetta eru mestu átök sem ég hef lent i í veiði. Fiskurinn hefur liklega verið um 30 pund ef ekki stærri." - Fengu ekki einhverjir í túmum maríulaxinn? „Jú, þrír veiddu maríulaxinn og þar á meðal Marteinn Geirsson, fótbolta- kappi og landsliðsmaður úr Fram, en hann gat ekki bitið veiðiuggann af honum, fiskurinn var veiðiuggaklippt- ur.“ Laxveiðin á silungasvæðinu hefúr gengið vel og munu vera komnir um 150 laxar á land og mikið af bleikju, mjög gott það. Eitthvað var af nýjum laxi að ganga og svo sáu veiðimenn- imir og fengu sjóbirtinga. Gljúfrin opnuð í Leirvogsá „Það hafa veiðst 290 laxar og veiðin hefur verið heldur treg en þó kom skot tvo daga, veiddust þá 4 og 5 laxar hvom daginn,“sagði Skúli Skarphéð- insson, veiðivörður við Leirvogsá. „Þetta vom nýgengnir laxar sem veiddust þessa tvo daga og niðri í ós sást nýr lax stökkva svo það er von í nýjum laxi. Gljúfrin hafa verið opnuð fyrir veiði í september en þau hafa alltaf verið lokuð frá 1. september. Það er reytingur af laxi víða í þeim eins og í Rauðabergi." G. Bender. DV-mynd G. Bender Vatnasvæði Lýsu hefur gefið vel í sumar og margir veiðimenn lagt þangað leið sina, gaman er að kasta flugu fyrir bleikjurnar þar og sjá þær koma upp i vatnsskorpuna til að ná í fluguna. Laxafjöldinn er líklega um 200 laxar. „Getum ekki haldið uppi eðlilegri starfsemi“ - segir hjúkrunarforstjórí bamadeilda Hringsins „Það hefúr lítið ræst úr okkar málum og við munum ekki geta haldið uppi eðlilegri starfsemi á Hringnum nú á haustmánuðum," sagði Herta Jónsdóttir, hjúkmna- rforstjóri á bamadeildum Hringsins, í samtali við DV en nú hefur verið opnuð þar deildin sem lokuð var i sumar vegna sumarleyfa og skorts á Maurice Zam píanóleikari frá Hollywood h’rttir íslenskan nemanda sinn 194344. Kennir hann nú við tónlistar- skólann í Ámessýslu. Báðir em þeir nú komnir á efri ár, Maurice Sam er orðinn 81 árs en ótrú- lega hress. Hann er vel þekktur i Bandaríkjunum, bæði sem kennari margra þekktra tónlistarmanna en auk þess er hann einn af frumkvöðlum tónlistarlækningar (Music Therapy). Hann hefur margofit haldið tónleika í hinum fræga Hollywood Bowl tón- leikasal og er tónlistargagnrýnandi sem hefur m.a. skrifað um Liberace og Bemstein, auk margvíslegra ann- arra skrifa um tónlist. „Það er auðvitað ótrúlegt að við skyldum hittast hér aftur eftir allan þennan tíma, manni datt ekki í hug að hann ætti nokkum tíma eftir að koma til íslands," sagði Einar. Zam mun dvelja hér á tslandi um nokkurt skeið og m.a. kynna sér ís- lenskt tónlistarlíf en ólíklegt taldi hann þó að hann héldi tónleika meðan á dvölinni stæði. Síðan er för hans heitið til Þýskalands í tónleikaferð og mun hann kenna þar í nokkra mánuði áður en hann heldur til Ameríku á ný. -BTH „Jú, hann hefúr breyst dálítið en svei mér ef honum hefur ekki farið fram í píanóleiknum," sagði banda- ríski píanóleikarinn Maurice Zam, sem nú er staddur hér á landi, um gamlan nemanda sinn, Einar Mark- ússon píanóleikara eftir að þeir sáust nú aftur í fyrsta skipti i 42 ár. Einar Markússon naut leiðsagnar Maurice Zam þegar hann stundaði nám í píanóleik í Kalifomíu, nánar tiltekið í Hollywood, á árunum Kennari og nemandi „í tima“ aftur eftir 42 ár. Einar Markússon tekur sina útsetningu af „Blessuð sértu sumarsól" fyrir kennarann, Maurice Zam. DV-mynd BJ „Hefiir batnað á 42 árum“ Greiflnn í glæsileg húsakynni við Hringbraut Nýlega flutti Eiríkur Þorsteinsson hárgreiðslumeistari sig um set með rakarastofu sína, Greifann, sem áður var í Garðastrætinu. Stofan er nú við hliðina á JL-húsinu við Hringbraut, stór og glæsileg húsa- kynni, og er þar boðið upp á rakstur, klippingu og hvers konar hársnyrt- ingu fyrir konur sem karla. . <c starfsfólki. Eins og kunnugt er af fréttum í DV í sumar ríkti nánast neyðar- ástand á Hringnum vegna skorts á starfsfólki i sumar, einkum hjúkr- unarfræðingum og sjúkraliðum. Enn skortir mikið af þessum starfskröft- um og ekki líkur á að úr því rætist á næstunni. I máli Hertu kom fram að vegna þessa em fyrirhugaðar breytingar á starfsemi barnadeildanna en hún sagði að ekki væri tímabært að ræða þær breytingar nánar nú þar sem þær hefðu ekki verið kynntar starfe- fólki. -FRI Þeir Bjöm Lárusson og Sigurður Guðmundsson, varaformaður og formaður Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, með plakat það sem Guð- bergur Auðunsson hefur hannað vegna samkeppninnar. Hönnuðum boðið til samkeppni: Öllum heimil þátttaka „Meginmarkmið samkeppninnar er að laða fram nýjar og frumlegar hug- myndir sem gætu orðið að framleiðslu- og söluhæfum vörum. Jafnframt von- umst við til þess að samkeppnin geti orðið til þess að efla samskipti hönn- uða og framleiðenda og stuðla að þvi að starfskraftar hönnuða nýtist inn- lendum húsgagnaiðnaði og styrki markaðsstöðu hans.“ Þannig mæltist Sigurði Guðmunds- syni, formanni Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda, á fundi sem haldinn var til að kynna samkeppni félagsins um íslensk húsgögn. Þessi samkeppni fer fram í tveimur þrepum. Fyrst fer fram almenn keppni og er öllum heimil þátttaka i henni, nema dómnefnd og öðrum þeim sem tengjast framkvæmd samkeppninnar. f þessari almennu keppni eiga þátttak- endur að skila teikningum fyrir þann 12. desember næstkomandi. Dómnefnd, sem skipuð er þeim Vald- imar Harðarsyni arkitekt, Eyjólfi Axelssyni framkvæmdastjóra og Gunnari H. Guðmundssyni húæægna- arkitekt velur því næst 5-15 tHlögur til frekari úrvinnslu. Hönnuðir og framleiðendur vinna síðan saman að því að útfæra tillögumar og smíða sýningareintök eftir þeim. Loks verða fjórar tillögur valdar til verðlauna. Verðlaunafé er samtals 500 þúsund og verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 200 þúsund. Samkeppninni lýkur síðan með verðlaunaveitingunni og opinberri sýningu á lokatillögunum. Sigmður ítrekaði að þessi sam- keppni gæti haft mikla þýðingu fyrir húsgagnaiðnaðinn í landinu og að ekki hefði verið hægt að efiia til henn- ar ef Iðnlánasjóður og Iðnþróunar- sjóður hefðu ekki hlaupið undir bagga. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.