Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 26
38
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
Menning
Wolfgang Plagge, rómantíkervið píanóið
Tónleikar Wotfgarvgs Plagge á vegum Tón-
listarfélags Kristskirkju 7. september.
tfnisskrá: Johann Sebastian Bach: Toccata
i e-moll BWV 912; Ludwig van Beethoven:
Sónata i C-dúr op 53, (Waldstein); Domenico
Scarlafti: Sónata í D-dúr; Wolfgang Plagge:
Sónata nr. 5 op 23.
Þrátt fyrir góðan ásetning og heiðar-
lega tilraun fór þó svo að ekki komst
undirritaður á fyrri tónleika norska
píanóleikarans Wolfgangs Plagge sem
hann hélt í Norræna húsinu. Mátti
raunar þakka fyrir að sleppa nokkum
veginn með heilli há. En svo vel bar
þó í veiði að hann hélt aðra tónleika
á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju
dagirvn eftir og þangað skrölti mús-
íkskríbentinn til að missa ekki alfarið
af kappanum. Tónleikamir i Safhað-
arheimili Kristskirkju fengu skamm-
arlega litla kynningu, hverju sem um
er að kenna, og vom þar af leiðandi
verr sóttir en efni stóðu til.
Stóðst prófið með prýði
Það má gjaman hafa fyrir prófstein
á karakterstyrk listamanna hvort þeir
standa sig þótt aðeins fáeinir mæti á
tónleika þeirra. Og þetta próf má segja
að Wolfgang Plagge hafi staðist með
prýði. A þessum tónleikum spilaði
hann ekki verk landa sinna, Griegs
og Sevemds, sem vom á tónleikunum
í Norræna húsinu, en að öðm leyti
var efnisskráin lík. Hann hóf leikinn
með einni af síðustu tokkötum Bachs
sem hann samdi fyrir frumgerð píanós-
ins og sem er því fyllilega réttlætanlegt
að leiknar séu á píanó, þar sem þær
em ekki sembalmúsík sem verið er að
færa yfir á milli hljóðfæra af seinni
tíðar mönnum. Það er svo aftur annað
mál hvort maður er yfirbragði og stíl
flytjandans sammála. Wolfgang
Plagge ræður bara yfir svo mikilli
fæmi sem píanisti að þó maður sé
kannski annarrar meiningar um stíl
þá er ekki annað hægt en að dást að
leik hans.
Að skipta á íhugun og færni
Sama máli gegndi um Waldsteinsó-
nötuna. Ég hefði gjaman viljað skipta
á svolitlu af fæminni og fiminni, sem
á mig verkaði yfirborðskennd, og meiri
íhugun, þá jafhvel á kostnað þeirrar
fljúgandi tækni sem Plagge ræður yfir.
En þetta var óneitanlega stórglæsileg
spilamennska þótt hún félli ekki alveg
að mínum hugmyndum um túlkun
verkanna. Merkilegt nokk, þá virtist
þenslustíll Plagges eiga vel við Scarl-
attisónötuna sem hann lék, en hún
mim hafa númer einhvers staðar rétt
ofan við miðju af þeim á sjötta hundr-
að sem hann samdi fyrir píanó.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Alla þá tæknilegu þætti sem
einn stórpíanisti þarf á að halda
Að síðustu lék Wolfgang Plagge
nýja sónötu eftir sjálfan sig sem ber
númerið fimm og opusnúmer tuttugu
og þrjú. Skráningin samkvæmt góðri
Wolfgang Plagge.
hefð og dyggðum segir kannski svolít-
ið til um innihaldið. Wolfgang Plagge
er greinilega nýrómantíker. Þá skil-
greiningu er náttúrlega svo oft búið
að nota með misjafhri meiningu, allt
eftir því hvenær menn hafa verið
staðnir að því að bera á borð rómant-
ík í verkum sínum. En einhvem
veginn held ég að við verðum að láta
poppfræðingum eftir að tala um ný-
bylgjurómantík og þass háttar sem
við, þessir miðaldalegu, kunnum hal-
lærislega lítil skil á. Gott og vel, ef
Wolfgang Plagge væri ekki svo feim-
inn við að láta melódískar tilhneiging-
ar ná of sterkum tökum á sér myndi
maður einfaldlega kalla hann ró-
mantíker. En sónatan var afar píanist-
isk og sérlega vel upp byggð. Hún er
bæði eymagaman og stykki sem pían-
istanum þætti eflaust gaman að glíma
við. Og varla þcirf að geta þess sér-
staklega að Wolfgang Plagge var
aldeilis í essinu sínu við leik eigin
verks og lét alla sína fljúgandi fimi
bruna óhefta um þær hvítu og svörtu,
áheyrendum til óblandinnar ánægju.
Hann hefur á valdi sínu alla þá tækni-
legu þætti sem einn stórpíanisti þarf
á að halda, og mikið held ég að verði
gaman að fylgjast með því hvemig
huglæga hliðin þróast hjá honum í
tímans rás. EM.
Austræna og vestræna
í Hlaðvarpanum fer nú fram sýn-
ing sem sjálfsagt kemur mörgum
aðkomumönnum í opna skjöldu.
Verkin em eftir kínverskan lista-
mann, Wu Shan Zuan, og em þau
hingað komin í farteski Kára nokk-
urs Schram, ungs heimshomaflakk-
ara úr Reykjavík.
Annað eins hefur að vísu gerst.
En það sem gerir þessa sýningu sér-
staka er að hún ber þess ekki merki
nema að takmörkuðu leyti að lista-
maðurinn er austan úr Kína.
Myndmál hans sver sig nefhilega
mest í ætt við vestræna myndlistar-
Kári Schram hengir upp verk eftir Wu Shan Zuan.
tísku hin síðari ár, gengur út á
ýmisleg myndhvörf, aðallega sam-
setningar á mótífum úr mannheim-
um og dýraríki.
Og þá hugsar maður með sér: Þetta
hlýtur að vera vestrænn Kínverji á
borð við Walasse Ting. Öekki. Á fjöl-
rituðu blaði, sem fylgir sýningunni,
skýrir Kári Schram frá því að Zuan
sé fæddur árið 1960 á lítilli eyju aust-
ur pf Kína og hafi hann unnið við
fiskverkun í sjö ár áður en hann
gekk i listaskóla í Chejang.
Sýningunni fylgir einnig stutt
myndband, tekið af Kára, þar sem
Zuan ræðir verk sín á ágætri ensku.
Við verðum að gera ráð fyrir að allt
sé með felldu varðandi þessa kynn-
ingu og hljótum því að álykta að
Zuan hafi til að bera meira en venju-
legar eðlisgáfur og frumleika. Haldi
hann rétt á hvoru tveggja, penslum
og spilum, hefur hann alla burði til
að verða stórstjama í kínverskri
nútímalist.
Nánari skoðun leiðir í ljós að það
er í raun hin kínverska myndlistar-
arfleifð sem gerir Zuan kleift að
brjótast út úr einangrun sinni og
leggja í hugarflug.
Hinn breiði pentskúfur og gljúpi
pappír, sem áður þjónuðu myndletr-
inu, verða í höndum Zuans miðlar
kröftugrar túlkunar sem er enn
dramatískari en ella fyrir sparlega
litbeitingu listamannsins, markvissa
notkun hans á svörtu, hvítu og grá-
tónum. Spánski listamaðurinn
Antonio Saura kemur upp í hugann,
sömuleiðis blekteikningar Kristjáns
Davíðssonar. Ekki leiðum að líkjast.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
En Zuan forsómar ekki alveg
myndlistararfleifð sína. Á nokkrum
örkum dregur hann upp voldugar
útsetningar á kínversku myndletri
sem jafhframt virka sem formrænar
uppistöður á úlfgráum myndfleti.
Þar sem myndverkin eru nafnlaus
og engin skrá fylgir sýningunni er
torvelt að tilgreina einstök verk.
En það er fengur að þessari sýn-
ingu hins dularfulla Kínverja í
Hlaðvarpanum.
-ai
Að sjá Kvar maður er staddur
- Einar Jóhannesson klarinettuleikari á nýni plötu
Einar?
Lengst af hefur útgáfa hljóm-
platna með alvarlegri tónlist verið
fátíð á Islandi. Slíkt færist nú í auk-
ana, þótt svo sé komið að plötuút-
gáfe svari sjaldnast kostnaði, í
peningum mælt. Umrædd tónlist er
þó ekki gefin út til einnar helgar.
Hvað sem útreikningar sýna er gildi
hljómplatna með alvarlegri tónlist
ómælanlegt. Við eigum að kapp-
kosta að leggja með þeim varanlegt
slitlag á bestu tónlist og leik bestu
hljóðfæraleikara okkcir. Mikilvægi
þess mun koma í ljós með árunum.
Svo gerist það að erlent úgáfufyrir-
tæki fær áhuga á íslenskum hljóð-
færaleikara. Getur ekki maðurinn
fyllt Háskólabíó fagnandi fjölda?
Selst platan ekki upp á íslandi?
Einar Jóhannesson klarinettuleik-
ari er þegar kunnur þeim sem fylgj-
ast með tónlistarlífi landsins. Það
er altalað hvað hann spilar vel.
Enska fyrirtækið Merlin Records
bauð honum að taka upp plötu á
þess vegum. Nú er platan bráðum
orðin og útkomin. Og hvað segir
Ein íslensk hlið
„Þetta er fyrirtæki sem hefúr nær
eingöngu unga tónlistarmenn á sín-
um snærum. Þeir höfðu samband við
mig í vetur og buðu mér þetta. Þeir
eru hins vegar ekki mjög fjársterkir
og ég hlýt að taka á mig ákveðinn
kostnað. Upplagið verður 1000 ein-
tök fyrst um sinn, en helmingi þess
verður dreift í Bretlandi. Helming
tek ég sjálfur og dreifi hérlendis.
Vonum bara að vel gangi.“
- Er þetta einleiksplata?
„Nei, öll verkin eru fyrir klarinettu
og píanó. Philip Jenkins leikur á
píanóið. Hann hefur kennt hérlendis
en er nú prófessor við Konunglegu
tónlistarakademíuna í London. Við
æfðum saman í sumar, en í byrjun
september tókum við upp í BBC 3
útvarpið og síðan plötuna."
- Og verkin?
„Við leikum fjögur íslensk þjóðlög
í útsetningu Þorkels Sigurbjöms-
sonar. Eftir hann leikum við og nýtt
verk, Rek. Svo er sónata Jóns Þórar-
inssonar; þá er komin ein hlið með
íslensku efrii. Hinum megin eru
Fantasía eftir Carl Nielsen, þessar
þrjár frægu eftir Schumann og són-
ata eftir Norbert Burgmuller.
Burgmuller lést árið 1836, aðeins
tuttugu og sex ára. Þeir sem kynnt-
ust honum og tónlist hans, meðal
annarra Schumann, bundu miklar
vonir við hann. Hann var stórefhi-
legur, það ber tónlistin líka með sér.“
- Hefurðu þurft að standa sjálfur
undir utanferðum og vafstri sem út-
gáfunni fylgir?
„Sem betur fer hafa góðir menn
létt mikið undir með mér. Ég hef
verið styrktur bæði af Landsbankan-
um, Seðlabankanum og Armanns-
felli. Ferðaskrifstofan Otsýn greiddi
götuna og starfsmannafélag Sin-
fóníunnar hefur sýnt mér mikinn
skilning. Mér er skylt að þakka þeim
öllurn."
Sendiherra
- En hvaða gildi hefur plötuuppt-
akan fyrir þig?
(Þögn í stofunni, svo:) „Maður rétt
tyllir sér niður til að sjá hvar maður
er staddur. Að vissu leyti er skelfi-
legt að festa eitthvað svona í
varanlegt form, en það er líka lær-
dómsríkt. Hljómplata krefet full-
komnunarinnar, hún tekur ekki
hálfúnnu verki. Maður verður að
gera eins vel og maður getur.
Svo er þetta búið. Maður horfir
fram á veginn og heldur áffam.“
- Hvað er framundan að sjá?
„Það er fjölmargt framundan, öll
tækifærin sem maður fær búandi hér
heima. Maður gerist öðru hvoru eins
konar tónlistarlegur sendiherra. Á
næsta ári reikna ég með ferð til Kína
í apríl, Leipzig um sumarið og í nóv-
ember spila ég á Scandinavia today
í Japan.
Slík tækifæri er ekki víst að ég
hefði fengið, til dæmis ef ég hefði
sest að úti í London.
- En þú heldur áffarn í Sinfó-
níunni?
„Já, það er mjög gott að hafa þann-
ig fastan punkt í tilverunni. Eins og
ég sagði hefur starfsmannafélagið
og líka stjómin sýnt því mikinn
skilning þegar fleira er á döfinni hjá
mér. Það þarf kannski oft að sveigja
til áætlanir, en alltaf gengur þetta
einhvem veginn."
- Þú ert þá ánægður með apparat-
ið?
„Það em miklar hræringar í ffam-
faraátt hjá Sinfóníuhljómsveitinni.
Hún hefur fengið á sig gagnrýni sem
orðið hefur til góðs. Eins og margur
annar rekstur í landinu er hún orðin
mun meira „prófessjónaT en hún
var.“
- Nokkuð að lokum?
„Nei, ég held ekki.“
Hér hefði Einar átt að segja tón-
listarunnendum að kaupa plötuna
sem um var rætt. Þegar við ræddum
við hann var hann ekki búinn að
ákveða hvemig staðið yrði að dreif-
ingu hennar, en átti von á að umsjón
með henni yrði í hans höndum. Þeir
em ófáir sem vildu gjaman hlusta á
leik Einars heima í stofu. Nú verður
það hægt. Atli Ingólfsson