Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
9
Útlönd
Heimsókn Thatcher til Noregs:
Verstu óeirðir um árabil
Margaret Thatcher fékk óblíðar mót-
tökur í Noregi.
Mengunarvandamál voru efst á baugi
í viðræðum Gro Harlem Brundtland
við Thatcher.
Ef ekki verður dregið úr loftmengun í Evrópu er hætta á að það hafi alvarleg-
ar afleiðingar fyrir timburmarkaðinn.
ukógar Evrópu deyja vegna mengunar:
Tlmburskortur vofir yfir
Sjö milljónir hektara skógar í Ev-
rópu hafa skemmst vegna loftmengun-
ar.
Þessa hefiir enn ekki orðið vart ó
timburmarkaðinum en ef ekki verður
gripið í taumana innan tíðar munu
áhrifin ekki láta á sér standa .
í fyrsta lagi er óttast að á vissum
stöðum verði oflramleiðsla til skamms
tíma vegna þess að þurft hefur að
höggva skóginn. Getur það haft áhrif
á verðlagið.
f öðru lagi er hætta á timburskorti
til langs tíma vegna þess að þurft hef-
ur að höggva skemmd tré og tré sem
ekki hafa náð fullum þroska.
Vandamálið er að jafnvel þótt strax
væru gerðar ráðstafanir til þess að
minnka loftmengun þá tæki það tíma
þar til það hefði jákvæð áhrif fyrir
skógræktina. Vöxturinn mundi halda
áfram að hægja á sér og skógarhögg
yrði meira heldur en skógurinn gefur
af sér.
Skemmdimar leiða til þess að
höggva þarf niður skóginn til að halda
gæðunum og verjast ágangi skordýra.
Það er að vísu hægt að nota skemmd
tré i timburiðnaðinum en það er mikil-
vægt að þau standi ekki í skóginum
eða þomi upp.
Að nota skemmt timbur getur þó
leitt til þess að gæðin minnki og breyt-
inga sé þörf í sögunarverksmiðjum og
húsgagnaiðnaði.
Erfitt er að spá um framtíð skógarins
í Evrópu en skemmdur skógur er 5
sinnum meiri en timbumotkrm nemur
á ári hverju.
Ef veður verður kaldara í nokkur
ár samfara loftmengun er hætta á að
það geti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir timburmarkaðinn.
PóHand:
Pólitískir fangar látnir lausir
Pólsk yfirvöld tilkynntu í gær að
þau mundu sleppa öllum pólitískum
föngum úr haldi fyrir mánudaginn.
Meðal þeirra 225 fanga, sem sleppt
verður, em Zbigniew Bujak, Tadeusz
Jedynak og Bogdan Bomsewicz, leið-
togar Samstöðu. Áttu þeir allir réttar-
höld yfir höfði sér. Bujak, sem
handtekinn var í maí, hafði farið huldu
höfði frá því í desember 1981.
Handtaka pólitískra fanga í Póllandi
hefur valdið slæmum samskiptum við
Bandaríkin sem hafa beitt Pólland
efnahagslegum refsiaðgerðum frá því
að herlögin tóku gildi. Telja stjóm-
málasérfræðingar að fyrir utan það
að skapa einingu innan þjóðarinnar
hafi þessi ákörðun verið tekin til að
bæta samskiptin við Vesturlönd.
I gær áttu sér einnig stað fjöldayfir-
heyrslur þar sem reynt var að fá fólk
til að lofa þvi skriflega að taka ekki
þátt í starfsemi gegn stjóminni.
Síðast var pólitískum föngum sleppt
árið 1984 en fangelsin fylltust fljótt
aftur.
Ein milljón íverkfalli í Brasilíu
Tæplega ein milljón bankastarfe- starfemannafélaganna en ekki var til-
manna í Brasilíu hófu verkfall í gær kynnt um nein átök.
til að leggja áherslu á launakröfur sín- Auk bankastarfemannanna, sem em
ar en þeir krefjast 26,5 prósent launa- um 750.000, tóku kennarar og starfe-
hækkunar. Að minnsta kosti 50 manns menn í opinberum þjónustustörfum
voru handteknir að sögn talsmanna þátt í verkfallinu.
Verstu óeirðir í Noregi í mörg ár
urðu í gær þegar Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, kom
þangað í heimsókn í til fundar við Gro
Harlem Brundtland, forsætisráðherra
Noregs.
Um 500 mótmælendur mddust inn
fyrir virkisveggi Akershus-kastala þar
sem opinber kvöldverður norsku ríkis-
stjómarinnar var haldinn og vildu
þeir hindra veislugesti í að komast
leiðar sinnar. Fleiri þúsund andstæð-
ingar Thatcher stóðu utan virkisins
með fjölbreytt slagorð á spjöldum.
Lögregla beitti kylfum, hundum og
táragasi til þess að dreifa mannfjöld-
anum og gestir á leið í veisluna fengu
slæma hóstakviðu. Tafðist kvöldverð-
urinn af þessum sökum um 45 mínútur.
Að sögn vitna vom aðeins örfáir
lögregluþjónar á verði við kastalann
og lögreglan játaði að óeirðimar hefðu
komið sér á óvart þó svo að hún hafi
verið vömð við.
Thatcher hóf heimsókn sína i Noregi
með því að fara til Tromsö þar sem
henni var kynntur vamarviðbúnaður-
inn í Norður-Noregi. kynntur vamar-
viðbúnaðurinn í Norður-Noregi.
Hópm- manna hafði safnast saman til
að mótmæla komu Thatchers. Beind-
ust mótmælin aðallega að linkind
hennar gagnvart Suður-Afríku og
stefhu hennar gagnvart Norður-írl-
andi.
Efet á baugi í viðræðum Thatcher
og Bmndtland em olíumálin og meng-
unarvandamál en mengun frá bre-
skum verksmiðjum berst með regni til
Skandinavíu og er því mikill skað-
valdur.
RÝMINGARSALA
VEGNA FLUTNINGA IFATALAND
Nviar vörur.
Barnagallabuxur^ kr
^ 690,-
Herragallabuxur 5 990,.
Dömugallabuxur
He-man trimm-
gallar
Trimmgallar
barna
herrapeysur dömutrimmgallar
° ' 690,'
drengjapeysur
19 í ^ö'd’
°P'ð "VL
\augaída9
Smiðjuvegi 4e, c-götu, á horni Skemmuvegar.
Simar 79866 og 79494. ,
Reykás GARÐABÆR: Lindargötu
Malarás Mávanes Klapparstíg
Lækjaras Blikanes Baldursgötu
Vesturas Þrastarnes Braaaaötu
********************* ******************** KÓPAVOGUR‘
Sóleyiargöt- Ármúla15-út Lyngheiöi
Fiolugotu Síðumúla „_.f ...
Gaukshólar Suðurlandsbraut Á,fhó|sveg 46_9!
Hrafnhólar ******************** Digranesveg 67-
Kríuhólar Barðaströnd Kársnesbraut 4(
Hafið samband við afgreiðsluna og skrifið ykkur á biðlista
IMl
, i
J
L
■L-.v.v.v.v.v.v.y.v
■;
Frjálst.óháð dagblað
Afgreiðslan,
Þverholti 11,
sími 27022.