Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. \V 39 Merming Hallgrímur Helgason ásamt nokkrum verka sinna. Tímabundnar eftirhermur Hinn módemíski myndlistarmað- ur, arftaki þeirrar myndlistarhefðar sem hófst einhvem tímann rétt fyrir síðustu aldamót, leit á stíl eða steíhu í myndlistum sem nokkurs konar rannsóknarsvið. Hann gekkst tiltek- inni stefnu á hönd, segjum kúbisma eða futúrisma, vegna þess að hann vildi taka þátt í þeim myndlistarlegu rannsóknum sem hún leiddi af sér og vinna þannig að því að víkka tjáningarsvið myndlistannnar í heild sinni. í dag ganga menn ekki með svona hugsjónir í maganum. Við lifum á tímum gegndarlauss upplýsinga- flæðis þar sem hugmyndir em orðnar úreltar um leið og þær birt- ast. Hver viU fá dagblöð dagsins í gær? sungu Rolling Stones forðum. Póst-módemisminn er afeprengi þessa kaldranalega tíðaranda. Hann gengur út á það að vera fljótur að nýta hugmyndir og jafnfljótur að gleyma þeim. Þessar hugmyndir mega ekki vera of flóknar, annars geta þær tafið úrvinnsluna. Póst- móderískir myndlistarmenn vitna aðeins í hið þekkta, þvi hið óþekkta getur tafið neyslu á myndverkum þeirra. Kokkteill Þeir taka til handargagns stíl- brigði klassískrar listar án þess að láta sig varða hugmyndafræði henn- ar, blanda þeim saman við rómantí- skan stíl en hafa engan áhuga á þeirri lifun sem hann er byggður á og hrista þessu saman í kokkteil með örlitlu af yfirborðskenndum kúb- isma. Ot úr þessu kemur stíll um stíl, en ekki myndlist grundvölluð á sannfæringu og upplifun. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Ég hef áður haft svipuð orð um myndlist Hallgríms Helgasonar, sem nú sýnir íjölda lítilla myndverka í Galleríi Hallgerði við Bókhlöðustíl, og sé ekki ástæðu til að endurskoða þau í ljósi þessarar nýju sýningar hans. Hann hefur komið sér upp hald- góðri tækni sem gerir hann færan í flestan sjó, myndlistarlega séð. Hins vegar virðist honum ekki koma til hugar að nota alla þessa tækni nema til þess að flögra á milli stílbrigða, gljápússa þau eða búa til eftirhermur þeirra. Kaldhamraðar fígúrur í þetta sinn tekur Hallgrímur til við að stæla nýja bylgju afstrakt- listamanna sem aftur hafa innleitt beínar línur og hreina fleti, en þeir eru svo að stæla góðu, gömlu geó- metrísku afetraktlistina sem er orðin nógu gamaldags til að komast í tísku. Þessi afetraktlist setur einnig mark sitt á þær kaldhömruðu fígúrur sem listamaðurinn hefur fengist við að mála þannig að nú eru þær teygð- ar og glúpnar uns þær missa þann snefil af mannsbrag sem einu sinni var á þeim. En alveg óvart verða sumar þess- ara hálf-fígúratífu mynda til að miðla kenndum sem virðast allt að því einlægar. Undirritaður virðir fyrir sér þær innilokuðu mannverur sem listamaðurinn dregur upp af næstum fanatískri nákvæmni, stjar- far fyrir framan sjónvarp, agndofa fyrir framan náttúruöfl, og langar til að trúa því að H.H. sé að segja eitthvað um firringu og einmana- kennd nútímamannsins. En ætli það sé ekki bara óskhyggja í mér. Á þessari sýningu Hallgríms í Hallgerði eru 37 verk, gerð með olíu á striga eða strigapappa. Galleríið er lítið og nett, á mörkunum að það rúmi þennan ijölda. Sennilega hent- ar það betur undir sýningar á grafík. -ai BÚÐARHAKKAVÉL óskast keypt. Upplýsingar í síma 82852 hjá Sigurborgu. KO&fíA - snjóbræðslurör KOB1ZA-PLAST HF. Sigtún 3-105 Reykjavík. Sími 91-28900. TIL SÖLU OFFSETPRENTVÉL Ryobi offsetprentvél KR-430, hámarks prentstærð A-3, til greina kemur að taka bíl upp í eða á móti. Hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022. H-3000 LAUS STAÐA Staða yfirfangavarðar við Vinnuhælið á Litla-Hrauni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 10. október nk. 3. september 1986. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS FYRIRSÆTUR (karlar og konur) óskast til starfa í vetur. Upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Skipholti 1, sími 19821. SENDLAR ÓSKAST STRAX Upplýsingar á afgreiðslu DV í síma 27022. AUGLÝSING ENDURSKOÐUN LAGA NR. 109/1984, UM HOLLUSTUHÆTTI OG HEILBRIGÐISEFTIRLIT Vakin er athygli á því að hafin er á vegum stjórnskip- aðrar nefndar endurskoðun laga nr. 109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Þeir sem kynnu að vilja koma á framfæri skriflegum athugasemdum eða breytingartillögum sendi þær for- manni nefndarinnar, Ingimar Sigurðssyni lögfræðingi, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, |150 Reykjavík, fyrir 15. október nk., merkt: Endurskoðunarnefnd laga nr. 109/1984, um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit. 10. september 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.