Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. íþróttir Víð homfánann Nýjungar hjá Valsmönnum Valsmenn eru þekktir fyrir að fara ótroðnar leiðir til að fá áhorf- endur til að koma á Evrópuleiki sína í knattspymu. Ég hef frétt að þeir hafi verið að hringja í ýmsa mæta menn að undanfömu og bjóða þeim miða í heiðursstúku á leik Valsmanna gegn Juventus. Miðaverðir er nokkuð hátt eða kr. 7000. Innifalið í því em tveir mið- ar, ljúfur drykkur fyrir leikinn og matur og enn ljúfari drykkur í hálfleik. Það verður því gleðskap- ur í Laugardalnum um miðjan dag því að leikurinn fer fram 1. októb- er og hefst um kl. fjögur. Gordon Lee áfram hjá KR KR -liðinu hefur gengið vel að undanfömu. Ungir efiiilegir strák- ar hafa fengið að spreyta sig og er ekki annað að sjá en þeir lofi góðu. Um tíma benti allt til að Gordon Lee, þjálfari KR, vrði ekki endurráðinn. Ég hef frétt að KR- ingar séu nú búnir að skipta um skoðun hafi hug á að endurráða Lee. Þeir hafa séð fram á að engan góðan þjálfara er að fá hér á landi og þeir em ekki tilbúnir að fá ann- an erlendan þjálfara sem ekkert þekkir til íslenskrar knattspymu. Þulurinn gafet fyrstur upp KR-ingar veittu Valsmönnum harða mótspymu á Hiíðarenda- vellinum og lögðu þá að velli, 8-0. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi ekki þolað mótlætið. Fyrstur tii að gefast upp var þuiur leiksins sem hefur haft það hlutverk að til- kynna í hátalarakerfi hvaða leikmenn skora mörkin. Þegar staðan var 2-0 fyrir KR sást þuiur- inn yfirgefa bílinn. KR-ingar skomðu sitt þriðja mark á 37. mín- útu. Frá því var sagt í hátaiara- kerfið í leikhléi. Siglfírðingar ánægðir með Gústaf Gústaf Bjömsson hefúr náð mjög góðum árangri með Siglfirðinga í 2. deildar keppninni. Mikill hugur er í mönnum á Siglufirði og vilja þeir endurráða Gústaf. Það er sagt að hann hafi sýnt Siglfirðingum hvemig á að leika knattspymu og út á hvað hún gengur - þ.e.a.s. samspii leikmanna. Ahorfendur á Siglufirði höfðu áður aðeins séð langspymur og hlaup þegar þeir fóm á völlinn. Nýr heimur opnað- ist fyrir þeim þegar Gústaf tók við stjóminni. FH-ingar búnir aðfagna Það getur svo farið að leikmenn FH-liðsins í knattspymu þurfi að endurtaka „fagnaðarveislu*1 sína sem þeir héldu á dögunum. Eftir jafnteflisleik sinn gegn Fram, 2-2, og tap Breiðabliks gegn Skaga- raönnum héldu þeir mikinn gleð- skap. Ólyginn Hafhfirðingur sagði mér að þeir hefðu þá fagnað því að þeir héldu 1. deildar sæti sínu. En fljótt hafa veður skipast í lofti. FH-ingar em nú komnir í fall- hættu. Ef þeir tapa með' þriggja marka mun fyrir Breiðabliki í síð- asta ieik sínum í deildinni falla þeir. Ef ekki þá geta þeir fagnað á nýjan leik. Já, þeir em margir Hafharfjarðarbrandaramir. Guðmundur leikmaður ársins? Félag 1. deildar leikmanna held- ur lokahóf sitt á sunnudagskvöld- ið. Þá verður leikmaður 1. deildar útnefhdur. Það bendir allt til að Guðmundur Torfason, marka- kóngur úr Fram, hljóti útnefhing- una. Hann jafiiaði átta ára markamet Péturs Péturssonar á dögunum. Efhilegasti leikmaður- inn er valinn úr hópi þeirra ieikmanna sem leika með 21 árs landsliðinu. Tveir leikmenn koma sterklega til greina. Það em Fram- aramir Jón Sveinsson og Gauti Laxdal. Ingi Bjöm til Vals? Miklar líkur em á því að Ian Ross, þjálfari Valsmanna, verði ekki áfram með þá næsta keppnis- tímabil. Ingi Bjöm Albertsson, fyrrum leikmaður Vals og þjálfari FH, hefur verið orðaður sem eftir- maður hans. Þá hefur nafri Jóhannesar Atlasonar einnig verið nefnt. Það er nokkuð ljóst að hræring- ar verða hjá þjáifurum. FH-ingar hafa áhuga á að fá Hólmbert Frið- jónsson, þjálfara Keflavíkurliðs- ins, og þá em þær fréttir á lofti á Húsavík að Völsungar hafi mikinn hug á að fá leikandi þjálfara til að stjóma félaginu í 1. deild næsta sumar. Hefur Njáll Eiðsson, þjálf- ari Einherja, verðið nefhdur í því sambandi. Muggur MUGGUR Ég mæti í stúkuna í leik Vals og Juventus. Það má fastlega reikna með því að heiðursstúkan verði „þétt“ í fyrri hálfleik og jafhvel „fuir í seinni hálfleik eftir hinar ljúfu veitingar. • Kári Elíson, til hægri, og Flosi Jónsson skömmu áður en þeir héldu til Finnlands. DV-mynd GVA Kári NL-meistari fjórða árið í röð? - Hæfílega bjartsýnn, segir Kári Elíson „Staðan er þannig í dag að ég á best- an árangur keppenda í mínum flokki en ég er hæfilega bjartsýnn á að mér takist að verja titilinn," sagði kraftlyftinga- maðurinn Kári Elíson frá Akureyri í samtali við DV en um helgina keppir harrn á Norðurlandamótinu í kraftlyft- ingum sem fram fer í Finnlandi. Takist Kára að verða Norðurlanda- meistari vinnur hann einstakt afrek þar sem hann verður þá meistari fjórða árið í röð. Finnskur keppandi mun ömgglega veita Kára mesta keppni. Á síðasta Ev- rópumeistaramóti vann Kári Finnann naumlega, lyfti 2,5 kg meira en hann. Kári varð sem kunnugt er i þriðja sæti á mótinu en Finninn hafnaði í fjórða sæti. Kári er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og á dögunum setti hann glæsilegt íslandsmet í bekkpressu á Bárðarbungu, öðm hæstaíjalli landsins. Aðstoðarmaður Kára á mótinu í Finn- landi verður félagi hans, Flosi Jónsson. -SK Frakkar geta ekki verið án Platini - er niðurstaðan í Frakklandi eftir jafnteflið gegn íslandi „Þessi leikur þróaðist ósköp svipað því sem ég átti von á. I raun er ekki hægt að segja fyrir víst hvort við unnum eða töpuðum stigi í Reykjavík," sagði Henri Michel þegar hann kom til Parísar í gær. Jafntefli fslendinga og Frakka hefur vakið sterk viðbrögð víðast hvar og geta íslendinga komið mjög á óvart. Auðvitað hefur þetta vakið hvað mesta athygli í Frakklandi og em menn þar ekki ánægð- ir með árangur Evrópumeistaranna. Litla fsland hefði ekki átt að vera slíku liði hindrun. Til að réttlæta þetta hafa Frakk- ar gripið til einnar höfúðskýringar - nefhilega þeirrar að Michel Platini hafi ekki verið með. Hann verði að spila með franska liðinu ef mögulegt á að vera að verja Evrópumeistaratitillinn. Það er ömggt að eftir leikinn verður lagt enn harðar að Platini að leika með liðinu. Sá leikmaður sem átti að koma í staðinn fyrir Platini var Philippe Vercm- ysse. Hann þótti engan veginn standa undir því: „Philippe hefur mikla hæfileika en það á eftir að koma í ljós hvort hann verður góður leikstjómandi. Hann þarf að bæta sig á mörgum sviðum en umfran allt megum við ekki bera hann saman vic Platini. Á fslandi náðum við aldrei ac leika okkar leik vegna baráttuglaðrc heimamanna. Á þetta litlum leikvell hefðum við átt að beita einfaldari leikkerf um. Platini hefúr sagt að hann muni leikí með franska liðinu ef það sé nauðsynlegt Það er gott að hafa leikmann eins o{ hann með, þó ekki væri nema fyrir þac hversu mikið hann eykur sjálfetraustic meðal yngri leikmannanna," sagði Mic hel. -SM,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.