Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. 31 Iþróttir lokabarátta Fram og Vals um íslandsmeistaratitilinn: Þyrla verður til staðar - ef bikarinn verður afhentur uppi á Akranesi. Failslagur í Hafnarfirði Lokabaráttan um íslandsmeistara- titilinn verður á morgun. Þá lýkur einvígi Framara og Valsmanna, sem verða í sviðsljósinu á Laugardalsvell- inum og uppi á Akranesi. Hvar verður bikarinn afhentur? er spuming sem brennur á vörum knattspyrnuáhuga- manna - á Laugardalsvellinum eða uppi á Akranesi? KSÍ hefur tekið þyrlu Landhelgisgæslunnar á leigu á morg- un og verður hún til staðar, ef bikarinn verður afhentur uppi á Akranesi. Bik- arinn verður um borð í þyrlunni á Reykjavíkurflugvelli og verða menn frá KSÍ í stöðugu sambandi við Akra- nes og Laugardalsvöll. Margir möguleikar eru fyrir hendi. Framarar eru með tveggja stiga for- skot á Valsmenn og á þeim að duga jafntefli gegn KR til að tiyggja sér meistaratitilinn í fyrsta skipti í fjórtán ár. Valsmenn geta þó náð Fram að stigum en til að hljóta meistaratitilinn verða þeir þá að vinna Skagamenn með átta marka mun því að marka- hlutfall Framara er miklu betra. • Ef Framarar tapa fyrir KR og Valsmenn vinna sigur á Akranesi, eru Valsmenn meistarar. Ef Fram og Val- ur tapa bæði þá eru Framarar meistar- ar. Mikill hugur í herbúðum Fram Leikmenn Fram og Vals leika undir mikilli pressu. Pressan er meiri á leik- mönnum Fram þar sem þeir hafa tveggja marka forskot á Valsmenn sem hafa allt að vinna. Stuðningsmenn Fram eru orðnir langeygðir eftir meistaratitli. Félagið var síðast meist- ari 1972. Þeir munu fjölmenna á Laugardalsvöllinn á morgun og er reiknað með að um 3000 áhorfendur verði í Laugardalnum. Það veða örugglega hörkuleikir á báðum vígstöðvum. Framarar glíma við KR-inga, sem hafa verið í mikilli sókn, og Valsmenn eiga við Skaga- menn sem hafa ekki tapað leik síðan Pétur Pétursson byijaði að leika á ný með þeim. Framarar og Skagamenn eru að undirbúa sig fyrir Evrópuleiki í næstu viku og og eru leikimir þvi þýðingar- miklir fyrir þá upp á stemmningu fyrir Evrópuleikina að gera. FH-ingar á hættusvæði Það verður einnig spennandi keppni um fallið. FH-ingar og Breiðabliks- menn berjast um tilverurétt sinn í deildinni á Kaplakrikavellinum í Hafnarfirði. Blikamir verða að vinna FH-inga með þriggja marka mun til að forða sér frá falli. Það er ljóst að FH-ingar leika vamarleik. Ingi Bjöm Albertsson fer aftur í vömina eins og í leiknum gegn Fram og verður um- kringdur sterkum mönnum. Þá má fastlega reikna með að FH-ingar láti einn leikmann elta Jón Þóri Jónsson, hættulegasta sóknarleikmann Breiða- bliks. • Fimm leikir verða í 1. deild og hefjast þeir allir kl. 14.30. Akranes - Valur, KR - Fram, Víðir - Vest- mannaeyjar, FH - Breiðablik og Þór - Keflavik. •Víðir leikur án bræðranna Vil- hjálms og Daníels Einarssona sem em í leikbanni. -sos Vinnur Juventus sinn 23 titil? - keppni á Ítalíu hefst um helgina Nú um helgina hefst deildakeppnin í knattspymu á Ítalíu og sem fyrri daginn beinast athygli flestra að meisturum Juventus. Þeir em nú sem endranær taldir líklegastir til að hrejipa titilinn en Juventus hefur orð- ið Italíumeistari í 22 skipti. Nú hefur orðið sú breyting hjá liðinu að aðal- þjálfari þess síðustu 10 árin, Giovanni TVapattoni, er hættur hjá liðinu. Á ferli sínum með liðinu vann hann til allra hugsanlegra verðlauna. Nú hefúr Trapattoni tekið við Inter Mílanó og verður fróðlegt að fylgjast með því liði í vetur. Hann hefur keypt Daniel Passarella til liðsins en hann hefur leikið mörg ár hjá Fiorentina og staðið sig frábærlega þar. Hjá Mílanó hittir hann fyrir ekki ómerk- ari kappa en Karl-Heinz Rummenigge. „Það verður spennandi að sjá hvað við náum að gera í vetur,“ sagði Tra- pattoni. Það er Rino Marchesi sem tekur við þjálfun hjá Juventus núna en liðið hefur titilvöm sína gegn Udinese. Þetta verður erfiður vetur hjá Udinese en liðið byijar með 9 stig í mínus en liðið varð uppvíst að því að taka þátt í miklu mútuhneyksli í fyrra. 30 lið vom dæmd en Udinese var eina 1. deildar liðið sem flæktist í málið. Hvað gerir Maradona Napoli liðið er talið geta gert stóra hluti í vetur og á því er aðeins eins skýring - Diego Armando Maradona. Með hann innanborðs vonast Na- políbúar til að liðið vinni sinn fyrsta meistaratitil. Framkvæmdastjóri liðs- ins, Ottavio Bianchi, gerir sér þó grein fyrir að Maradona einn vinnur ekki titilinn. Hann hefúr því styrkt hópinn hjá sér með þvf að kaupa Femando de Napoli sem stóð sig einna best landsliðsmanna ítalfu f Mexíkó. •Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, sést hér skora mark gegn Viði. Hampar Guðmundur íslandsmeistarabikamum á morgun? DV-mynd Brynjar Gauti Fer Ekström til Ítalíu? Johnny Ekström, sem skoraði sigur- mark Svía á móti Englendingum á miðvikudagskvöldið, mun að öllum líkindum leika á Ítalíu í vetur. Em- poli, sem kom upp úr 2. deild, hefur mikinn hug á því að fá kappann til sín en hann hefur verið mjög iðinn við að skora með landsliðinu og Gautaborgarliðinu. Samningaviðræður eru nú á loka- stigi og hefúr verið nefnt að Empoli hafi boðið Gautaborgarliðinu 40 millj- ónir króna fyrir Ekström. „Við erum fátækt félag en allt er mögulegt í knattspymu," sagði talsmaður Empoli þegar hann var spurður um þessa upp- hæð. -SMJ „Útlendingarnir“ að hverfa? „Erlendir leikmenn eru ekki lengur í tísku,“ sagði frægur ítalskur íþrótta- fréttamaður en það hefur vakið athygli að erlendum leikmönnum hef- ur fækkað á Ítalíu. Fyrir tveim árum voru þeir 39 í tveim efetu deildunum en nú eru þeir komnir niður í 30. Að vísu er innflutningsbann á erlenda leikmenn núna en eigi að síður greina menn minnkandi áhuga á því að fá þá til Ítalíu. Þar spilar inn í að menn óttast afleiðingar þess fyrir ítalska knattspymu og er slakt gengi lands- liðsins síðan 1982 talið skýrt dæmi um þessa öfugþróun. Þá er talið næsta víst að tillaga Juventus og fleiri stór- liða um að leyfa þrjá útlendinga í liði verði felld. Það eru aðeins þau lið sem komust upp í 1. deild sem geta keypt útlend- inga til sín. Brescia, Ascoli og Empoli komust upp og það var aðeins Brescia sem notaði tækifærið og keypti brasil- íska vamarmanninn Claudio Branco. Ascoli lét sér nægja að fá Liam Brady til liðs við sig en írinn hefur nú verið sex ár á Ítalíu, nú síðast hjá Inter Mílanó. -SMJ •Diego Armando Maradona. DV-lið 17. um- férðar: • Þorsteinn Gunnarsson • Gunnar Gíslason (2) (2) markvörðiu-, Vest- varnarmaður, KR mannaeyjum • Ágúst Már Jónsson (7) • Loftur Ólafsson (4) vam- # Kristinn jónsson mið- vamarmaður, KR armaður, KR vallarleikmaður, Fram • Rognvaldur Rognvalds- # Sveinbjöm Hákonarson # Ómar Jóhannesson miö- «>n miðvallarleikmaður, (3) miðvallarleikmaður, vallarleikmaður, Vest- Breiðabliki Akranesi mannaeyj um • Hókon Gunnarsson mið- vallarleikmaöur, Breiða- bliki • Guðmundur Steinsson (2) sóknarmaður, Fram • Guðmundur Torfason (9) sóknarmaður, Fram • Tommy Docherty. „Davenport og Gibson ómögulegir“ Tommy Docherty, fyrrverandi framkvæmdastjóri Manchester United og reyndar fjölmargra ann- arra liða, er frægur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Hann er þekktur fyrir skrautlegar vfirlýs- ingar og hefúr oft komist skemmti- lega að orði og er vinsæll hjá fjölmiðlum fyrir vikið. Hann hefur ekki mikla trú á nýjasta sóknartríói Manchester United, þeim Peter Davenport og Terry Gibson: „Davenport er eins og skegglaus Gar>’ Birtles. Það væri hægt að láta hann hafa 12 skot til að taka einhvem af lífi og sá hinn sami þyrfti ekki einu sinni á plástri að halda eftir það. Og Gibson er svo lítill að ef þeir slá ekki grasið daglega á Old Trafford myndi hann týnast þar.“ Þetta eru stór orð en flestir virðast hafa af því nokkra ánægju þessa dagana að gefa út yfirlýsingar í kjölfar hörmulegs gengis Manchester United. -SMJ HættirZico vegna meiðsla? „Þar sem linjámeiðsli mín há mér mjög verð ég að fara i upp- skurð. Og ef það reynist eins og ég óttast og liðböndin séu mikið sködduð neyðist ég líklega til að leggja skóna á hilluna. Það er best að hætta áður en maður verður alger aumingi,“ sagði brasilíski knattspymusnillingurinn Zico við blaðamenn nýlega. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að striða í rúmt ár og komu þessu meiðsli meðal annars í veg fyrir að hann gæti leikið af fullum krafti i Mexíkó. Það vekur athygli að þetta er í fyrsta skipt sem Zico nefnir þann möguleika að hann verði að hætta knattspymuiðkun. Hann er nú 33 ára. -SMJ Úrslitin verða í Vín tírslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða um Evrópubikarinn fer líklega fram á Prater leikvang- inum í Vín en leikurinn verður háður 27. maí. Þá keppa Amster- dam og Rotterdam um að sjá um úrslitaleikinn í Evrópukeppni bik- arhafa en sá leikur verður háður 13. maí. Enn hefúr ekki verið tekinn end- anleg ákvörðun um hvort leikimir fara fram á þessum stöðum en ör- yggiskröfur sem UEFA gerir eru orðnar gríðarlegar. „í kjölfar auk- ins ofbeldis meðal áhorfenda og umsvifa alþjóðlegra hryðjuverka- samtaka eru öryggisráðstafanir orðnar okkar aðalmál,1' sagði Jacques Georges, forseti UEFA. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.