Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. 45 Sviðsljós Er Díana ólétt? Eftir að hafa verið stöðugt um- kringd blaðamönnum og ljósmynd- urum gátu ríkiserfðahjónin, Karl prins af Wales og Diana prinsessa af Wales, tekið sér frí. Kastljósið hafði beinst frá þeim um stund á meðan Andrew og Sarah voru aðal- umræðuefni blaða og það hlé tóku þau hjónakornin fegins hendi. Sigldu þau hjónin á lúxussnekkju úti fyrir ströndum Spánar og dvöldust meðal annars á Mallorca sem margir Is- lendingar þekkja svo vel. í þægilegu og rólegu umhverfi slöppuðu þau af, nutu náttúrufegurðarinnar og skemmtu sér. Díana, sem var gamall dýfinga- meistari i skóla, sýndi að hún hafði engu gleymt af gömlu töktunum en Karl átti í meiri vandræðum með að Kalli átti í erfiðleikum með að halda sér á seglbrettinu og tók nokkrar konunglegar kollsteypur, aefingin skapar meistarann. standa á seglbrettinu og tók nokkrar konunglegar kollsteypur beint í sjó- inn. 5 börn Um skeið höfðu fjölmiðlar og hinir ýmsu sérfræðingar þeirra hinar mestu áhyggjur af heilsu Díönu. Þótti hún hafa grennst of mikið og ef til vill borða of lítið. Myndirnar frá Mallorca sýna þó að slíkar áhyggjur heyra fortíðinni til því Díana hefur greinilega þyngst og er komin í sömu hold og hún var þegar hún gerðist prinsessa. Greinargóðir menn telja að hún hafi þyngst um tæp 4 kíló og benda á að sú viðbót hafi safhast saman umhverfis prins- essuna miðja eins og gerist venjulega um vanfærar konur. Aðrir benda á að Díana sé gífurlega samviskusöm um línurnar og ef þetta væri „venju- leg þynging" hefði hún þegar gripið til megrunaraðgerða Annað sem vekur grunsemdir manna er það að prinsessan skyldi hætta við að sigla um borð í snekkj- unni til Skotlands en skyldi fljúga í staðinn. Er talið að það hafi hún gert vegna hinna sterku strauma sem eru umhverfis Skotland. Einnig hef- ur heyrst að Díana þjáist af ógleði á morgnanna. Talsmenn krúnunnar hafa sagt að öll umræða um að prinsessan sé ólétt séu „einungis hreinar vangaveltur". Vinir hennar, sem rætt hefur verið við, segjast ekki telja líklegt að hún sé á leiðinni að bæta 3. barninu við. Þeir segja hana hafa fitnað vegna þess að henni hafi verið ráðlegt að borða meira en geta ekki skýrt hvað veldur ógleði hennar. Hvað er satt í þessu máli mun þó brátt koma í ljós en þangað til verða menn að dæma sjálfir af myndunum. Það skyldi þó aldrei vera að spádóm- ur gamallar spænskrar völvu skyldi rætast; að Díana eignist 5 börn. Sólbrún og ástfangin - loksins fengu Kalli og Diana frí frá amstrinu. Díana stingur sér með glæsilegum tilþrifum og sýnir að gleymt. hún hefur engu Hinn raunverulegi fyrirmyndarfaðir Bill Cosby heitir maður einn sem birtist íslenskum sjónvarpsáhorf- endum á hverjum laugardegi og elur upp börn sín í þeirra augsýn. Þættir þessir eru feikivinsælir og hafa yfirleitt gert mikla lukku þar sem þeir hafa verið sýndir. Sérstak- lega þykja þeir fyrirtak í Banda- ríkjunum. Þar í landi segjast menn hafa lært mest um uppeldi barna af Cosby-þáttunum og sjálfur Bill Cosby hefur í hyggju að skrifa bók um uppeldisfræði. Eru þegar farnar að streyma pantanir til bókaútg- áfufyrirtækisins sem ætlar að gefa þá bók út. Nýlega birti ljósmyndarinn Bob Lucas fjölskyldumyndir sem hann hafði tekið fyrir 19 árum. Þær voru af Cosby fjölskyldunni og viti menn, auðvitað sá fólk strax margt líkt með þessum fjölskyldumyndum og svo þeim sem berast út úr im- banum vikulega. Bill Cosby, sem á myndinni er ásamt konu sinni, Camille, og dætrum þeirra, Eriku og Erinn, var 29 ára gamalj þegar myndirnar voru teknar. I þá daga fór hann með hlutverk í þáttum sem nefnd- ust „I spy“. „Cosby Qölskyldan lifði þá og hefur lifað alveg eins og sú sem leikin er í Fyrirmyndarföður," sagði Lucas ljósmyndari sem er fjölskylduvinur. Lucas bætir því við að Bill hafi verið besti faðir í heimi, hafi alltaf gefið sér nægan tíma til að sinna börnum sínum og leika við þau. „Ég hef aldrei vitað mann sem er jafnhamingjusamur yfir því að vera faðir. Þær myndir sem við sjáum af honum eru alveg sannar því þótt þetta séu ekki hans börn í sjónvarpsþáttunum þá geisl- ar elskulegheitin og umhyggjan frá Cosby. Hann hefur ekki breyst neitt,“ sagði Lucas. Börn geta verið harkaleg i hita leiksins. Hér hefur Erinn gefið pabba högg á nefið. Bill Cosby bregður á leik við dóttur sina, Erinn. Cosby gaf sér tíma til aö sinna börnunum og segir hér Eriku sögu. Ólyginn sagði... Joan Collins var nýlega á leið frá Los Angeles til London. Slíkt er kannski ekki í frásögur fær- andi ef frúin hefði ekki haft um 60 ferðatöskur með sér. Þrátt fyrir þennan ógnar- fjölda af töskum þótti leik- konunni hin mesta óhæfa hve tollskoðunin tók langan tíma og kvartaði hástöfum yfir því. Var henni kurteis- lega sagt að það þyrfti að leita hjá henni eins og hjá öðrum og eftir þvi sem tö- skurnar væru fleiri þeim mun lengri tima tæki leitin. - Annars hefur Collins nú ný- lega fengið hlutverk sem njósnari í seinni heimsstyrj- öld í nýjum sjónvarps- myndaflokki sem ber nafnið „Monte Carlo". Tony Curtis hefur verið þekktur fyrir að vera heldur léttúðugur afi. Hann var nýlega, ásamt ungri og glæsilegri konu staddur í heldur fjörlegu Pla- yboy samkvæmi. Mikið fjör var í sundlauginni og þegar Curtis var staddur þar að fá sér sundsprett sá hann hvar Playboykanína synti á bak- inu og rakst á sundlaugar vegginn. Stúlkugreyið rotaðist og hefði sennilega dáið drottni sínum ef Curtis hefði ekki verið að fylgjast með henni. Curtis sótti hana niður í djúpin og færði hana upp á sundlaugarbarminn og reyndi að lífga hana við. Þegar hvorki gekk né rak tók leikarinn á sig rögg og beitti munn við munn aðferðinni. Þegar stúlkan rankaði við sér kallaði Curtis til gestanna og bað um að einhver næði í sjúkrabíl. Þá fyrst skynjuðu hinir gestirnir að eitthvað var að. Fram að þessu höfðu þeir haldið að Curtis og stúlkan væru að skemmta sér saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.