Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós * * j*. ■> Ólyginn sagði... Jóhannes Páll páfi II hefur fengið nýtt við- urnefni í bresku blöðunum. Englendingar þekkja hann flestir undir nafninu „John Paul" en nú nýlega hefur hann margoft verið kallaður „John-Paul-George- Ringo" eftir hinum einu sönnu Bítlum. Tilefni þess- arar nafngiftar er að páfinn, sem þykir mjög frjálsiyndur, hefur tekið upp hjá sér að fara á popptónleika. Þótti Bretum því tilvalið að gefa honum nafn sem hæfir sönnum poppáhugamanni. Edward prins sá yngsti af Bretaprinsunum, þykir háðfugl hinn mesti. Nýlega tók hann þátt í vínsmökkun í London. Að nokkrum tíma liðnum sló prinsinn í glasið sitt og gaf ótvírætt merki um að hann vildi halda smá tölu. Sljór til augnanna og með drafandi röddu hélt hann smá ræð- ustúf yfir hneykslaðri samkomunni. - Þetta er fyrsta vínsmökkun mín, sagði prinsinn og fór síðan að hlæja þegar hann sá svip- inn á fólkinu. Var Edward þá algérlega ódrukkinn og var einungis að látast. Sagð- ist hann hafa haft gaman af því að kanna viðbrögð fólks við ræðu sinni. Victoria Principal eða Pamela í Dallas, er svo hreinlát að mörgum finnst nóg um. i hvert skipti sem leikkonan gistir á hóteli bið- ur hún alltaf um að fá ryksugu og gólftusku senda upp á herbergið. Tekur hún sig síðan til og þrífur hótel- herbergin hátt og lágt. Þegar hreinsunardömurnar koma til að þrífa herbergið er hún yfirleitt til staðar og stjórnar hreingerningunni eins og herforingi. Segja menn að hreingerningaræði hennar sé yfirdrifið og samleikarar hennar séu orðnir æði lang- þreyttir á því. DV HEAVE-TO ALL FORMER WRENS , *"<' K'* ’ ***■*!' h**v*'t« «**Kttmá iw **«*>«» " v '> i' T &ii t&iHÍan m óást ansípfesorT Ivntwí ? r-'Vj* • • "'■íöíí ipwteh.nrmcH-wm tonmt >« m? ’má Hás ^mwám ••í,þfvífy asa-soMtsvM »ísriml fot mú fftMv W m ' Í,„?SÍÍ5S> fjuf ctvw&wamiíimiíx vi fta mi kmmuf%ftt< t • 'v' í ■ ■■ -v - ”>s'; >' aifmt '•'•"• 'v» f T < >'• .... <',-*}> - <■> , s ftif í}V>v/í<'?'. 'V.i'iim 1$ -> JWtetft ftkí, pf 'Jtft snt fttmft&ip ,_s, ■v"|'. OsítVífKráí, i Greinin í ipswich Mercury sem segir frá hinni íslensku innrás. inn- rás! í blaðinu Ipswich Mercury, sem gefið er út í bænum Ipswich á aust- urströnd Englands, segir frá ís- lenskri innrás. Sú innrás á sér þó einungis stað í ballettherbergjum bæjarins. Fyrir 16 árum var danskennari í Ipswich, Olga Wilmot, beðin um að taka í kennslu til sín ungan ís- lenskan ballettdansara, Sigurð Hákonarson. Olga var fús til þess en segist hafa búist við að fá esk- imóa í heimsókn en raunin hefði orðið önnur. í stað eskimóans hefði birst ósköp venjulegur maður, ágætur dansari sem á 7 vikum varð fúllgildur í hin ýmsu dansfélög í Englandi. Sigurður hefur, að sögn blaðsins, snúið aftur til Ipswich nokkrum sinnum og fljótlega farið að taka aðra nemendur með sér. Nú í sum- ar hafi hann birst með 3 pör og 3 kennara til frekari æfinga. Því eigi íslensk árás sér stað í Arlington Ballroom í bænum. Blaðið segir að þessir 10 gestir búi hjá fjölskyldum í bænum og leggi hart að sér við æfingar undir stjórn sonar Olgu, Steven Verrall, og annarra kennara Ipswich dans- skólans. Blaðið segir ennfremur að sumir dansaranna njóti styrkja frá Lista- og menningarstofnuninni i Kópavogi og aðrir fái styrki frá sveitarstjórnum á íslandi. í blaðinu kemur fram að Sigurður Hákonarson hafi um 12 ára skeið ferðast um bæi og þorp á íslandi og kennt. Nú eigi hann eigið dans- stúdíó á Islandi þar sem kenni 8 fastráðnir kennarar og nokkrir lausráðnir. Frétt þessi er á forsíðu blaðsins og ljóst er að þarlendum finnst mikið til þessarar heimsóknar koma og eru stoltir af því að til þeirra sé leitað. Virðast lslending- arnir vera vel kynntir i Ipswich og er alltaf gaman að lesa jákvæðar greinar um landann í erlendum blöðum. Hvað hræðast stj örnurnar ? Fritz Naschitz, aðalræðismaður íslands í ísrael og íslandsvinur, gróðurset- ur tré i Heiðmörk. Enn er gróðursett í Heiðmörk Hinn aldni Islandsvinur, og aðal- ræðismaður íslands í ísrael í tæp fjörutíu ár, hr. Fritz Naschitz frá Tel Aviv, kom hingað til lands fyrir skömmu sem gestur utanríkisráðu- neytisins á ræðismannaráðstefnu sem hér var haldin. Hann hefur kom- ið yfir þrjátíu sinnum til landsins og á hér marga og góða vini. Þrátt fyrir miklar annir og háan aldur gaf hann sér tíma til þess að gróðursetja tré í reit félagsins ísland-ísrael og var myndin tekin við það tækifæri. Hon- um til aðstoðar er Hjörtur Magni Jóhannsson guðfræðingur sem er í stjóm félagsins. Eins og marga grunar eru stjörn- urnar svokölluðu einungis mannleg- ar verur með sína kosti og galla. Eitt eiga sumar þeirra til að mynda sameiginlegt með fjölmörgum en það er að óttast eitthvað. Sumir eiga sinn sérstaka ótta, eitthvað sem þeir ótt- ast fremur öðru. Flughræðsla, köngulóahræðsla og tannlækna- skrekkur, allt eru þetta vel þekktir kvillar i okkar samfélagi. Þetta á líka við um stjöruurnar og hér segj- \im við frá því helsta sem nokkrar þeirra hræðast. Sade dvelur ekki stundinni iengur á jaröskjálftasvæöum. m sik- -æt. • fxgmmmsmmmismem Julian Lennon er sjúklega hræddur við tannlækna. Sade segir að kaldur sviti spretti út á bakinu á sér þegar hún er stödd á svæði þar sem mikil hætta er á jarð- skjálftum. Segist hún helst ekki heimsækja slíka staði og ef hún geri það sé hún öll á nálum og reyni að flýta sér að ljúka verki sínu af og komast í burt. Prince lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna en hann er logandi hræddur við allt sem oddhvasst er. Beitta hnífa og skæri sérstaklega. Þessi hræðsla gengur svo langt að þegar kappinn fer til rakara heimtar hann að þeir klippi sig með hálfónýtum skærum, er þetta skýringin á kauðs- legri klippingu stráksa. Kate Bush þorir varla að fljúga. Þetta er að vísu þekkt hræðsla og því svolítið púkó af frumlegri stjömu að vera en henni til málsbóta má benda á að hræðsla þessi er meiri en hjá hverjum meðalflughræðslupúka. Hún hefur hvað eftir annað aflýst tónleikum og heimsóknum af þessum orsökum. Ef hún á að fást upp í flugvél verða margir samverkandi þættir að vera til staðar. Julian Lennon er einnig haldinn ósköp venjulegri hræðslu. Hann er tannlæknahrædd- ur og það á háu stigi. Segir hann nokkur ár líða á milli heimsókna sinna á tannlæknastofu. Orsök þess- arar hræðslu rekur Julian til þess að eitt sinn á hans yngri árum var tekin úr honum tönn án þess að hann væri deyfður áður. Jennifer Rush er meinilla við samkvæmi. Það er nánast sama hve stórt samkvæmið er, ef þar er ekki einungis fólk sem Jennifer þekkir þá vill hún helst vera heima. Ástæðan fyrir þessu er sú að söngkonan er hræðilega feimin og hrædd við ókunnuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.