Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. Uflönd Peres og Mubarak hittust í gær í Alexandríu Það er mikilvægt fyrir Shimon Peres að hafa átt fund með forseta Egypta- lands áður en hann lætur af völdum. Hosni Mubarak hefur hagsmuna að gæta gagnvart Bandaríkjamönnum. Forsætisráðherra ísraels, Shimon Peres, kom til Alexandríu í Egypta- landi í gær til fundar við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. Er það fyrsti toppfundur þessara ríkja í fimm ár. Fyrir ferð sína sagðist Peres vonast til þess að þessi fundur gæti bundið enda á það ósamkomulag sem ríkt hefur milli landanna. Egyptaland kall- aði heim sendiherra sinn í Israel eftir innrás ísraelsmanna í Líbanon árið 1982. Á ráðuneytisfundi sem haldinn var á síðustu stundu fyrir brottfor Peres fullvissaði hann ráðherra sína um að hann mundi ekki ljá máls á neinum sjálfsákvörðunarrétti fyrir Palestínu- araba. Haiin kvaðst ekki heldur mundu samþykkja að PLO fengi að taka þátt í friðarviðræðum sem kunna að verða. Skiptar skoðanir hafa verið um væntanlegan árangur þessa fundar en nokkrir eru þó sammála um að fund- urinn í sjálfu sér sé mikilvægur þar sem viðræður ísraela og araba séu eina lausnin til að leysa vandamálin. Mubarak og Peres hafa báðir viljað að af fundinum yrði. Shimon Peres, sem lætur af embætti sem forsætisráðherra í ísrael í októb- er, hefur viljað enda feril sinn með fundi með forseta Egyptalands. Hefur hann álitið það mikilvægt að litið verði á hann sem manninn sem þorði að tala við arabana. Mubarak hefur aftur á móti viljað halda fundinn þar sem hann hefur ástæðu til að halda að Bandaríkja- mönnum falli það vel i geð. Hann hefur hagsmuna að gæta þar sem Egyptar á þessu ári hafa fengið 2,7 miljarða doll- ara styrk frá Bandaríkjunum. Þessi fundur er þó ekki alveg hættulaus fyr- ir Mubarak að því er varðar stjómmál, bæði heima fyrir og í öðrum löndum araba. Bandaríkin hafa reynt að sannfæra báða aðila um mikilvægi þessa fundar og hefur aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Richard Murphy, þo- tið síðustu viku á milli Jerúsalem, Amman, Kairó og Damaskus til þess að miðla málum. Þykir það ekki ólík- legt að Bandaríkin vilji þar með sýna að þau taki virkan þátt í stjómmálum þessara ríkja og ekki síst friðarumleit- irnum milli ísraela og Palestínuaraba. Síðasta laugardagskynning vakti mikla athygli og margir komu til að fræðast, forvitnast og gera hagstæð kaup á kynningartilboðum. Áfram verður haldið. Laugardaginn 13. september n.k. verður kynningu háttað sem hér segir: JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 13. septemberkl. 10-16. HITASTILLAR OG BLÖNDUNARTÆKIFRÁ DANFOSS. OFNAR. Sérfræðingar á staðnum. JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 13. septemberkl. 10-16. GRÓHE BLÖNDUNARTÆKI O.FL. Sérfræðingur á staðnum. - KYNNINGARAFSLÁTTUR - Komið, skoðið, fræðist BYGGINGAVÖRUR 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600 Kúrdar bak við morðið á Palme? Gunnlaugur Jónsaon, DV, Lundt Vom það hryðjuverkasamtök Kúrda sem stóðu á bak við morðið á Olof Palme? Expressen, mest selda dagblað Svíþjóðar, fullyrðir í forsíðufrétt í gær að aðalvinnukenning Hans Holmers lögreglustjóra og samstarfsmanna hans sé sú að það séu kúrdisku hryðju- verkasamtökin PKK sem standi á bak við morðið á Palme. Blaðið segir ennfremur að lögreglan hafi vitneskju um hvaða hvatir hafi legið að baki morðinu og hveijir það séu sem em í umræddum hryðjuverka- samtökum. Opinberir talsmenn lögreglunnar hafa eðlilega ekki viljað staðfesta þessa frétt Expressen sem blaðið segir komna frá traustum heimildum innan lögreglunnar. Leif Hallberg, talsmaður lögregl- unnar, hefúr áður lýst því yfir að lögreglan vinni eftir einni aðalvinnu- kenningu og að hún telji sig vita um ástæðu morðsins. Þrátt fyrir það hefur Hallberg svo og Holmer lögreglustjóri jafhan ítrekað að enn sé mikil vinna eftir áður en morðið verður upplýst að fullu. I frétt Expressen í gær segir einnig að símahleranir lögreglunnar hafi veitt mikilvægar upplýsingar við rannsókn Palmemorðsins og þá i sam- bandi við umrædd kúrdisk hryðju- verkasamtök. Talsmaður PKK í Svíþjóð segir að grunsemdimar gagnvart samtökum hans séu hlægilegar: „Við höfúm aldr- ei haft og munum aldrei hafa áform um slík tilrasði við Svíþjóð," segir hann. Handtaka í Islamabad vegna flugránsins Lögreglan í Pakistan hefur hand- tekið arabískumælandi mann á flug- vellinum i Islamabad vegna flugráns- ins í síðustu viku í Karachi og leitar nú annars, að því er heimildir innan lögreglunnar í Karachi herma. Maðurinn, sem var handtekinn, tjáði lögreglunni að hann væri atvinnulaus flóttamaður frá Palestínu. Að sögn lögreglunnar flaug hann sjö sinnum milli Islamabad og Karachi síðustu tíu dagana fyrir flugránið. Annar arabí- skumælandi maður flúði frá flugvell- inum og talið er að hann leynist í höfúðborginni í skjóli einhverra sendi- fulltrúa. Yfirvöld í Karachi yfirheyra núna flugræningjana fjóra með aðstoð sér- fræðinga frá. Bandaríkjunum. Láta flugræningjamir ekkert uppi og hefur verið leitað aðstoðar sálfræðinga. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum i Karachi til þess að hafa upp á vitorðsmönnum flugræningjanna og að minnsta kosti átta arabískumæl- andi stúdentar hafa verið teknir til yfirheyrslu. Að minnsta kosti 22 alvarlega særð- ir farþegar Pan Am flugvélarinnar liggja enn á sjúkrahúsum í Karachi. 100 létust í fellibyl Rúmlega 100 manns létu lifið og 1000 særðust er fellibylurinn Wayne fór yfir Víetnam í síðustu viku. Hefur fellibylurinn verið yfir Suður- Kínahafi síðastliðnar þijár vikur og hefur fjöldi manna beðið bana á Filippseyjum, á Taiwan og í Kína. Miklar skenundir hafa einnig orðið á mannvirkjum á þessum stöðum. Hrísgijón af þúsundum hektara skoluðust burt í Víetnam og er það annað árið í röð sem uppskeran fer forgörðum vegna storma. Gin- og klaufaveiki á Italíu Yfirvöld í Júgóslavíu hafa bannað Efiiahagsbandalagið tilkynnti í síð- innflutning á kjötafurðum og búfénaði ustu viku um bann á innflutningi frá Ítalíu af ótta við gin- og klaufa- lifandi dýra og vissra kjötafurða frá veiki. Ekki hefur orðið vart veikinnar Ítalíu en mestallur útflutningur ítala í Júgóslavíu en farið er að bólusetja á kjötafurðum er til meðlima Efria- dýr nálægt landamærunum. hagsbandalagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.