Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
Fréttir
Ef lög verða sett á Rainbow Navigation:
Líkur á gagnaðgerðum
af hálfú Bandaríkjanna
- segir lögfræðingur bandaríska skipafélagsins
Lögfræðingur bandaríska skipafé-
lagsins Rainbow Navigation, Frank
Costello, telur líklegt að Banda-
ríkjamenn muni grípa til gagnráð-
stafana ef íslendingar láta verða
alvöru úr að setja íslensk lög gegn
þeirra lögum um flutninga fyrir
bandarískar herstövar.
„Þetta mál er nokkuð flókið gagn-
vart bandarískum lögum. Banda-
ríkjamenn hafa hins vegar
möguleika að svara í sömu mynt ef
þessi lög verða sett,“ sagði Frank
Costello.
Hann sagði einnig að lagasetning
af hálfu íslendinga hefði komið til
tals á síðasta ári. Þá hefði Rainbow
Navigation þegar í stað byrjað að
ýta á bandarísk stjómvöld til að
koma með gagnráðstafanir. Ekkert
varð þó úr þessu vegna þess að Is-
lendingar gripu ekki til þessa ráðs
þá. Ljóst væri að farið yrði af stað
aftur með þann málflutning ef Is-
lendingar ætluðu sér að setja þessi
lög. Samkvæmt upplýsingum utan-
ríkisráðuneytisins er búist við svari
frá bandarískum stjómvöldum um
framvindu mála í sambandi við þetta
mál. Fjölmargar athugasemdir bár-
ust frá hlutaðeigandi aðilum vegna
þeirra breytinga sem stómvöld þar
hyggjast gera á fyrirkomulagi þess-
ara flutninga. Þessa stundina er
verið að fara yfir þessar athuga-
semdir.
-APH
Nýja sjónvarpsstöðin:
Mánaðaigjaldið innan
við eitft þúsund krónur
- auk þess þarf að kaupa sértakt tæki á tólf þúsund
Mánaðargjald fyrir að horfa á nýju
sjónvarpsstöðina, Stöð tvö, verður
undir eitt þúsund krónum. Til að ná
kvölddagskrá stöðvarinnar þurfa
menn enn fremur að kaupa sérstakt
tæki, afréttara, sem kosta mun um
tólf þúsund krónur. Gjöld þessi hafa
þó ekki verið endanlega ákveðin.
Dagskráin klukkan 21 til 1 eftir mið-
nætti verður send út brengluð. Afrétt-
arinn, af Philips-gerð, sem Heimilis-
tæki hf. selja, gerir myndina skýra.
Ætla Heimilistæki að bjóða góða
greiðsluskilmála, að sögn Rafns Jo-
hnson.
Til þess að afréttarinn virki þarf að
stimpla inn í hann sérstakt númer.
Þetta númer fá aðeins þeir sem greiða
afhotagjaldið.
Ekki dugar að fá númer nágrannans
því að engir tveir afréttarar munu
hafa sama númer. Ekki mun heldur
duga að nota númer fyrra mánaðar
því að númerunum verður breytt mán-
aðarlega. Kerfi þessu verður stjómað
úr móðurtölvu frá sjónvarpsstöðinni.
Fyrstu afréttaramir koma ekki til
landsins fyrr en undir mánaðamót,
rétt áður en útsendingar eiga að hefj-
ast. Má búast við að hörgull verði á
þessum tækjum til að byrja með.
-KMU
Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, og Sverrir Hermannsson, menntamálaráð-
herra, kynna Nordal-hátíðina í Þjóðleikhúsinu. DV-mynd: Brynjar
Stofnun Sigurðar Nordais:
„Engin pjattstofnun“
- segir menntamálaráðherra
„Þetta verður engin pjattstofiiun. I
fyrstunni mun menntamálaráðuneyti
sjá henni fyrir húsnæði og öðm en í
framtíðinni verður þetta sjálfstæð
stofnun og strax á næsta ári verður
varið til hennar fé á fjárlögum," sagði
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra þar sem hann kynnti stofhun
og rekstur fræðaseturs við Háskóla
íslands sem tengt verður nafiii Sigurð-
ar Nordals.
Stofhunin mun heita Stofhun Sig-
urðar Nordals og verður endanlegá frá
henni gengið á sunnudag þegar haldið
verður upp á aldarafmæli Sigurðar í
Þjóðleikhúsinu með sérstakri hátíð og
sýningu á bókum og handritum hans
í anddyri Landsbókasafnsins.
Sverrir sagði að húsnæðið, sem
ráðuneytið myndi setja undir stofnun-
ina, væri aðeins til bráðabirgða. Ekki
væri þó ákveðið hvar það yrði né um
framtíðarhúsnæði. Hann sagðist hafa
fengið leyfi fjármálayfirvalda til að
veita fé í stofhunina á þessu ári en
ekki væri ákveðið hversu mikið það
yrði né heldur hversu stór póstur þetta
yrði á fjárlögum. Sagðist ráðherrann
vera með frumvarp til laga í smíðum
um stofiiunina og þá kæmi þetta allt
í ljós.
Hann sagði einnig að til stæði að
ráða einn starfsmann í fullt starf við
stofnunina en ekki væri ákveðið hver
það yrði. Verið væri að útnefha menn
í stjóm þar sem yrðu þrír menn,
menntamálaráðherra skipaði einn,
heimspekideild annan og háskólaráð
þann þriðja. Sú stjóm myndi ráða í
fyrmefhda stöðu.
Þrír menn hafa unnið að undirbún-
ingi Stofnunar Sigurðar Nordals. Það
em Davíð Ólafsson, fyrrverandi seðla-
bankastjóri, Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður Stofnunar Áma
Magnússonar, og Páll Skúlason, for-
seti heimspekideildar.
Hátíðin í Þjóðleikhúsinu á sunnu-
dag hefst með ávarpi Sverris Her-
mannssonar en erindi um Sigurð flytur
Þórhallur Vilmundarson prófessor. Þá
mun Hamrahlíðarkórinn syngja lög
eftir Jón Sigurðsson Nordal tónskáld,
Páll Skúiason, forseti heimspekideild-
ar, mun flytja ávarp og leikarar flytja
efni úr bókum Sigurðar undir stjóm
Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra.
-KÞ
Ríkisútvarpið:
Ríkis-
stjómin
hafríar
hækkun
afnota-
gjalda
Rfkisstjómin hefur hafnað beiðní
Ríkisútvarpsins/sjónvarps um hækk-
un á afhotagjaldi stofhunarinnar eða
svokölluðu útvarpsgjaldi sem nær til
afhota af litsjónvarpstæki og hljóð-
varpi. Farið var fram á að gjaldið yrði
1525 krónur ársfjórðungslega sem er
hækkun um 260 krónur.
Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri
Ríkisútvarpsins, sagði í samtali við
DV að vegna þessa þyrftu þeir að
draga saman seglin. „Við verðum að
hagræða rekstri okkar í samræmi við
ráðstöfunarfé," sagði hann.
Hörður hafði ekki heyrt eða séð af-
greiðslu menntamálaráðherra á þessu
máh en benti á að afnotagjöldin hefðu
ekki hækkað frá áramótum.
„Við áttum von á að fá þessa hækk-
un, við teljum hana hógværa og eftir
sem áður yrðum við fyrir neðan áskrift
á dagblöðunum,“ sagði Hörður.
-FRI
Bandariski dómritarinn sem skráir það sem fram kemur í yfirheyrslunum.
DV-mynd GVA
Ekki dómþing heldur
skýrslutaka utan réttar
- segír Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður
„Það er fullyrt í frétt DV að þama
séu dómsyfirheyrslur fyrir bandarísk-
um rétti. Þama er ekki um bandarísk-
an rétt að ræða. Þetta er skýrslutaka
undir stjóm lögmanna aðilanna í sam-
einingu. Þetta em utanréttarstörf í
eðli sínu,“ sagði Gunnlaugur Claessen
ríkislögmaður um yfirheyrslur þær
sem undanfama daga hafa staðið yfir
í flugtuminum í Reykjavík.
„í öðm lagi er fullyrt í frétt að það
sé „líklega einstakt í sögu íslenska
lýðveldisins að dómþing erlends ríkis
sé háð á íslensku yfirráðasvæði“.
Þetta er ekki dómþing. Það hefur
hins vegar komið fyrir að dómþing
íslenskra dómstóla hafi verið háð á
erlendu yfirráðasvæði og þá eftir ís-
lenskum réttarreglum, til dæmis
dómþing í Skiptarétti Reykjavíkur,"
sagði Gunnlaugur.
Nefndi hann Hafekipsmálið. Dóm-
þing vegna þess hefði verið háð í
V estur-Þýskalandi, Danmörku og
Bandaríkjunum samkvæmt íslenskum
réttarfarsreglum og vitni sem þar eiga
búsetu og vamarþing yfirheyrð sam-
kvæmt íslenskum lögum.
„Þá var ekki farin sú leið sem pró-
fessorinn bendir á, það er að segja
íslenskir dómstólar snem sér ekki til
bandarískra og óskuðu eftir að vitni
yrðu yfirheyrð fyrir þarlendum dóm-
stól. Sá grundvallarmunur er þó hér á
að hér er ekki bandarískur dómstóll á
ferðinni andstætt því sem ég var að
nefiia um ferðir íslenskra dómstóla
erlendis og sem enginn hefur talið
óeðlilegt, hvorki prófessorar í laga-
deildinni né aðrir, svo mér sé kunnugt.
Þetta em ekki vitnaleiðslur fyrir
rétti. Þetta er skýrslutaka sem á sér
stað með samkomulagi beggja lög-
manna og er tekin gild sem vitna-
skýrsla fyrir bandarískum dómstóli.
Enginn dómari er til staðar en dómrit-
ari skráir það sem fram kemur,“ sagði
Gunnlaugur.
Tekið skal fram að sú skilgreining í
frétt á blaðsíðu 2 í DV í gær, að hér
væm á ferðinni dómsyfirheyrslur fyrir
bandarískum rétti, er blaðamannsins
en ekki Jónatans Þórmundssonar pró-
fessors.
Jónatan lýsti þessu hins vegar sem
bandarískum vitnaleiðslum. Þótti
honum mjög óeðlilegt að þær fæm
fram á íslandi. Taldi hann eðlilegra
að upplýsinga væri aflað eftir íslensk-
um réttarreglum.
-KMU