Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1986, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986.
Frjálst, óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Leiðtogar í Reykjavík
Það eru mikil og ánægjuleg tíðindi, að leiðtogar risa-
veldanna, Reagan og Gorbatsjov, ætli að halda fund í
Reykjavík helgina 11.-12. þessa mánaðar. Þetta ætti að
þýða, að betri horfur séu um framvindu heimsstjórn-
mála. Lengi í ár syrti í álinn. Leiðtogar risaveldanna
sendu kaldar kveðjur yfir haíið. Ágreiningsmálin voru
víða, og hvergi virtist glæta.
Fundurinn í Reykjavík á að vera undirbúningsfundur
undir stórfund leiðtoganna í Bandaríkjunum, væntan-
lega fyrir áramót. Þegar slíkir fundir eru haldnir, liggur
að baki mikil undirbúningsvinna. Margt hefur gerzt,
sem stefnir til bættrar sambúðar. Nú síðast funduðu
utanríkisráðherrar þessara ríkja, og Reykjavíkurfund-
urinn er niðurstaðan. Menn gera sér því fyrirfram
töluverðar vonir um árangur, bæði fundarins í Reykja-
vík og síðan fundarins í Bandaríkjunum. Menn eru
bjartsýnir í dag, hvað sem verður. Vonir standa til, að
eitthvert mikilvægt samkomulag náist.
Þetta gerist, eftir að menn voru lengi uggandi. Á
fundi leiðtoga þessara ríkja í Genf í fyrra lá fyrir, að
halda ætti annan fund þeirra í Bandaríkjunum í ár og
síðan fund í Sovétríkjunum á næsta ári. En síðan upp-
hófust miklar deilur. Sovétmenn settu það sem skilyrði
fyrir fækkun kjarnorkuvopna sinna, að Bandaríkja-
menn bökkuðu með geimvarnaáætlun sína. Hártoganir
voru iðkaðar beggja vegna, þegar fjallað var um tak-
mörkun langdrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Deilt
var um tilraunir með kjarnorkuvopn, sem Bandaríkja-
menn héldu áfram, þótt Sovétmenn stöðvuðu þær um
sinn.
Nýlega blossuðu enn upp deilumál um einstaklinga.
Bandaríski blaðamaðurinn Daniloff var handtekinn í
Moskvu, sakaður um njósnir. Bandaríkjamenn hand-
tóku Sovétmanninn Sakharov og sökuðu um njósnir.
Þessi mál voru efst á baugi í heimsfréttum og eitruðu
samskipti leiðtoga risaveldanna.
Nú hefur svo farið, að þessir menn mega fara frjálsir
ferða sinna. Auk þess fær þekktur sovézkur andófsmað-
ur, Orlov, að fara úr landi í Sovétríkjunum. Þetta
samkomulag er vonandi þáttur í stærra samkomulagi
’um bætt samskipti ríkjanna.
Heyrzt hefur, að samkomulag kunni að' nást um tak-
mörkun á fjölda meðaldrægra kjarnorkueldflauga í
Evrópu. Þáð væri mikilvægt. Það segir kannski enn
sögu um batnandi vonir, að Stokkhólmsráðstefnan end-
aði með samkomulagi fyrir skömmu, þótt í tiltölulega
litlu væri. Þar sömdu austur og vestur um gagnkvæmt
eftirlit, þegar meiri háttar heræfingar fara fram.
Menn skyldu þó fara með gát í bjartsýni. Mikil deilu-
mál eru uppi og verða áfram þrátt fyrir fundi leiðtoga,
hvort sem fundirnir eru í Reykjavík, Washington eða
Moskvu. Þessi deilumál munu áfram stofna heimsfriðn-
um í hættu.
íslendingum er gerður sérstakur heiður, með því að
fundurinn er haldinn hér. Leiðtogarnir telja ísland mjög
öruggan stað, nú á tímum tíðra hermdarverka. Þeir
vita, að allir Islendingar munu sjá sóma sinn í að búa
í haginn fyrir fundinn, þótt hann komi til með litlum
fyrirvara. Okkur var sómi að fundi Nixons Bandaríkja-
forseta og Pompidous Frakklandsforseta fyrir 13 árum.
Þessi fundur nú er að sjálfsögðu margfalt merkari.
Hann verður vonandi upphaf að bættu ástandi.
Haukur Helgason.
Með því að taka i útrétta sáttahönd okkar hafa þeir bandalagsmenn sýnt í verki að þeir meta meira framgang
sameiginlegra baráttumála en persónulega stundarhagsmuni.“
Að snúa
vörn í sókn
Alþýðuflokkurinn heldur fjöl-
mennasta flokksþing í 70 ára
sögu sinni að Hótel Ork í Hvera-
gerði um næstu helgi. Á þessu
þingi höldum við jafnaðarmenn
hátíðlegt 70 ára afmæli Alþýðu-
ílokksins og Alþýðusambands-
ins. Af því tilefni mun forseti
Alþýðusambandsins, Ásmundur
Steíansson, flytja þessum systur-
samtökum Alþýðusambandsins
ámaðaróskir.
Sögulegt flokksþing
Þetta þing verður ekki aðeins
fréttnæmt, heldur beinlínis sögulegt
af tveimur ástæðum:
1. Við þingsetninguna mun þeir
báðir flytja ávarp, Hannibal
Valdimarsson og Gylfi Þ.
Gíslason, tveir fyrrverandi for-
menn Alþýðuflokksins. Gylfi og
Hannibal hófu stjómmálaferil
sinn sem pólitískir fóstbræður.
Pólitísk vinslit þeirra urðu um
langt skeið vatn á myllu andstæð-
inga okkar. Það verður því stór
stund í sögu Alþýðuflokksins þeg-
ar þingfulltrúar rísa úr sætum og
hylla þessa mikilhæfu leiðtoga.
Handtak þeirra er staðfesting þess
að það hafa tekist sögulegar
sættir í Alþýðuflokknum.
2. 1 yfirlýsingu undirritaðs fyrir
formannskjör á seinasta flokks-
þingi 1984 sagði að „undir minni
forystu muni Alþýðuflokkurinn
leita samstarfs um að mynda for-
ystuafl jafnaðarmanna og
fijálslyndra afla vinstra megin
við miðju í íslenskum stjóm-
málum.“ í tvö ár hef ég staðfest-
lega leitað eftir sáttum og
samstarfi við Bandalag jafiiaðar-
manna. Þetta hefur nú tekist.
Með því að taka í útrétta sáttahönd
okkar hafa þeir bandalagsmenn sýnt
í verki að þeir meta meira framgang
sameiginlegra baráttumála en per-
sónulega stundarhagsmuni. Og em
menn að meiri.
Vörn í sókn
Hvað hefur breyst í íslenskum
stjómmálum á þeim tveimur árum
sem liðin em frá seinasta flokks-
þingi?
Fyrst og fremst það að Alþýðuflokk-
urinn hefur, skv. úrslitum sveitar-
stjómarkosninga og nýlegum
skoðanakönnunum, þrefaldað fylgi
sitt á þessum tveimur árum. Auk
þess hefúr flokkurinn styrkt mjög
málefiialega stöðu sína. Við höfúm
náð málefnalegu frumkvæði í stjóm-
málaumræðunni. Umræður and-
stæðinganna snúast nú fyrst og
fremst um það hvort þeir vilji sam-
starf við okkur eða með hverjum
Alþýðuflokkurinn sé reiðubúinn að
starfa við stjóm landsins.
Lítum stuttlega á fylgisþróun Al-
þýðuflokksins frá árinu 1978.
* 1978: 22% - 14 þm.
* 1979: 17,5% - 10 þm.
* 1983: 11,7% - 6 þm.
Skv. skoðanakönnun í nóv. 1984,
fáum vikum fyrir flokksþing var
Alþýðuflokknum spáð 6,2% fylgi og
3 þm. Þar af hefði Alþýðuflokk-
urinn orðið minnsti flokkurinn
af 6 á þingi. Líf flokksins virtist
vera að fjara út. Það var við þess-
ar aðstæður sem ég ákvað að
gefa kost á mér til þess að taka
við forystu flokksins. Ég mátti
ekki til þess hugsa að 70 ára starf
jafnaðarmannahreyfingarinnar í
islenskum stjómmálum yrði að
engu gert - vegna síendurtekinna
mistaka.
Kjallarinn
Jón Baldvin
Hannibalsson
formaður Alþýðuflokksins
Stefnufesta
Fyrir formannskjörið birti ég stefnu-
yfirlýsingu sem tók af öll tvímæli
um hvert skyldi haldið. Það er fróð-
legt að rifja hana upp nú. Þar segir
m.a.:
1. Alþýðuflokkurinn á að hasla sér
völl afdráttarlaust vinstra meg-
in við miðju í hinu íslenska
flokkakerfi.
2. Undir minni forystu mun Al-
þýðuflokkurinn taka af tvímæli
um að við erum ekki gamaldags
vinstri manna, þó ekki væri nema -
vegna hörmulegrar reynslu
þjóðarinnar af ríkisstjómarþátt-
töku þess flokks árum saman.
í viðtali við Alþýðublaðið daginn
sem flokksþingið kom saman 1984
segir: „Alþýðubandalagið er næst-
lengst til vinstri (í flokkakerfinu),
þ.e. hægra megin við Kvennalistann.
Það á hins vegar eftir að gliðna
í sundur á næstu árum: Róttækl-
ingahópar eiga eftir að hrökklast
út um vinstri dymar en verka-
lýðssinnar og raunsæismenn
munu um síðir koma til okkar.“
Nú tveimur árum síðar mega allir
sjá að þetta voru orð að sönnu.
Hvenær kemur að þvi að raunveru-
legum sósíaldemókrötum og verka-
lýðssinnum verður ekki lengur vært
í Alþýðubandalaginu?
Vinstra megin við miðju
Seinna í sama Alþýðublaðsviðtali
við undirritaðan segir:
„Vinstra megin við miðju: Það
er sóknarformúla jafnaðarmanna og
þýðir að lokum að Alþýðuflokkur-
inn, Bandalag jafnaðarmanna og
sósíaldemókratísk öfl úr Alþýðu-
bandalagi og Sjálfstæðisflokki
munu mynda eina fylkingu sem
verður ráðandi afl í ríkisstjórn
íslands á næstu áratugum."
Fyrstu skrefin á þessari leið hafa
þegar verið stigin. Alþýðuflokk-
urinn hefur þrefaldað fylgi sitt á
2 árum. Með breyttum stefnuá-
herslum - frá hefðbundinni
rikisforsjá og miðstýringu til
valddreifingar og virkara lýðræð-
is - höfum við skapað forsendur
fyrir sameiningu við Bandalag
jafnaðarmanna.
Málefnalegar forsendur fyrir
samstarfi við krataarm Alþýðu-
bandalagsins hafa ekki í annan
tíma verið traustari. Alþýðu-
flokkurinn er því vaxtarbroddur
íslenskra stjómmála í dag. Mikill
„Umræður andstæðinganna snúast nú
fyrst og fremst um það, hvort þeir vilji
samstarf við okkur eða með hverjum Al-
þýðuflokkurinn sé reiðubúinn að starfa við
stjóm landsins.“
kerfisflokkur heldur róttækur
umbótaflokkur sem vill breyta
þjóðfélaginu í átt til valddreifing-
ar og virkara lýðræðis gegn
miðstjómarvaldi og ríkisfor-
sjá.
3. Við eigum að vera íhaldssamir á
farsæla og ábyrga stefiiu í örygg-
is- og vamarmálum - stefnu
sem forystumenn flokksins frá
fyrri tíð áttu drjúgan hlut í að
móta og nýtur stuðnings yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinnar..
4. Undir minni forystu mun Al-
þýðuflokkurinn vísa á bug öllum
kenningum um Alþýðubandalag-
ið sem sameiningar- eða forystuafl
fjöldi mannvænlegs ungs fólks
gekk til liðs við flokkinn og til
starfa fyrir hann i sveitarstjóm-
arkosningunum.
Á næstunni munu nýir frambjóð-
endur, sem vekja munu þjóðarat-
hygli, kveðja sér hljóðs undir
merkjum jafnaðarstefnunnar.
Vonir vinnandi fólks um róttæk-
ar og löngu timabærar breyting-
ar á þessu þjóðfélagi em því
tengdar að Alþýðuflokkurinn
endurheimti pólitiskan fmm-
burðarrétt sinn sem sameining-
ar- og forystuafl - vinstra megin
við miðju íslenskra stjómmála.
Jón Baldvin