Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 9
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. 9 Útlönd Skotárás á Gandhi Rajiv Gandhi, forsœtisráðherra Indlands, varð fyrir skotárás óþekkts byssumanns við minningarathöfn er haldin var úti undir beru lofti í Nýju Delhí í morgun. Forsætisráðherrann slapp ómeidd- ur frá skotárásinni en haft er eftir sjónarvottum að skot tilræðis- mannsins hafi sært að minnsta kosti tvo í fylgdarliði Gandhis, þar á með- al einn lífvarða forsætisráðherrans. Árásin var gerð í þann mund er Gandhi yfirgaf skrúðgarðinn þar sem minningarathöfhin, er haldin var til minningar um Mahatma Gandhi, fór fram. Zail Singh, forseti Indlands, var einnig viðstaddur athöfiiina í garð- inum og slapp hann ómeiddur. í fréttum frá Indlandi í morgun Gandhi, forsæfisráðherra Indlands, slapp naumlega frá árás tilræðis- manns I morgun. segir ennfremur að öryggisvörðum forsætisráðherrans hafi tekist að handtaka tilrasðismanninn á flótta skammt frá þeim stað er árásin var gerð. Að sögn indversku lögreglunnar hafa enn engin kennsl verið borin á tilræðismanninn en talsmaður lög- reglunnar fullyrti f morgun að ekki væri talið að árásarmaðurinn til- heyrði samtökum hryðjuverka- ma.nna. Öfgasamtök sikka á Indlandi hafa hvað eftir annað hótað að taka Rajiv Gandhi af lífi en tveir heittrúaðir sikkar myrtu sem kunnugt er Indiru Gandhi, móður núverandi forsætis- ráðherra, fyrir utan heimili hennar f höfttðborginni þann 31. október 1984. Fiskur, víkingar, Nix- on og „huldofolk" Frásagnir bandarískra fjölmiðla af íslandi Óskar Magnússan, DV, Washingtan; „Mitt á milli Moskvu og Was- hington", „Vekur sjaldan alþjóðlega athygli", „Stolta einangraða ísland". Á þessa lund hljóðuðu fyrirsagnir bandarískra stórblaða í gærmorgun er fjallað var um leiðtogafundinn í Reykjavík. Allir fjölmiðlar hér gera málinu mjög ítarleg skil og flestir birta sérstakar fréttir um ísland, fólksfjölda, legu lands og nokkra sögulega fróðleiksmola. New York Times birtir burðuga frétt með mynd af Hótel Sögu. Þar eru getgátur um fundarstaði og auk þess er birt kort af íslandi. Vitnað er í ummæli forseta fslands, Vigdísar Finnbogadóttur, þegar hún þakkaði það hversu gleymd við hefðum verið um aldir svo að menning okkar hefði getað varðveist. Af þessu dregur blaðið svo fyrir- sögn sína „Stolta einangraða ís- land“. Álfa, tröll og „huldofolk“ Blöðin fjalla um að ólæsi sé nær óþekkt á Islandi og New York Times segir að bækur séu skyldugjafir á jólum. Orðið „huldofolk" kemur fyr- ir í einni frásögninni þar sem fjallað er um trú íslendinga á álfa, tröll og anda. í Washington Post er meðal ann- ars frá því skýrt að ísland liggi mitt á milli Moskvu og Washington. Landið sé mjög mikilvægt hemaðar- lega og sé aðili að Atlantshafsbanda- laginu. Víða má finna nokkuð hástemmd- ar lýsingar á náttúm landsins, jöklum, hverum og eldljöllum, sums staðar svo trúverðugar að jafnvel íslendingi dettur í hug að gaman væri að virða þessi undur fyrir sér. í Washington Post er drepið á sögu landsins, víkingana vænu, helstu útflutningsvöruna, fiskinn, Fischer og Spassky einvígið og Nixon og Pompidou, svo fátt eitt sé nefnt. „ísland er áningarstaður hagsýnna ferðalanga á leið yfir hafið," segir blaðið USA Today í frétt sinni um ísland. Og blaðið bætir því við að þar megi gera góð kaup í fríhöfn- inni. Minnst er á herstöðina og hemaðarleg tengsl við Bandaríkin, hreina loftið, heitu hverina og veðr- ið. Haft er eftir veðurfræðingi að ís- land sé eitthvert veðrasamasta land í heimi. Veðurfræðingurinn lýsir þeirri skoðun sirmi að sennilega verði leið- indaveður á leiðtogafundinum. P. SAMUELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120 Toyota Carina árg. ’81 GL, 5 gira, Mazda 626 2000 árg. ’80, blár, ekinn ekinn 79.000, beige. Verð 250.000.- 93.000. Verð 185.000.- Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söluskrá SALAN Jjffl Toyota Tercel 4x4 árg. ’85, ekinn 49.000, grár-sans, aukamælar. Verð 480.000.- Toyota HI-LUX bensin árg. ’86, ek- inn 10.000, hvitur. Plasthús, breið dekk og felgur. Verö 780.000.- Toyota Corolla árg. ’86, 4ra dyra, 5 gfra, ekinn 17.000, Ijósdrappl. met- allic. Verð 420.000.- Toyota Corolla árg. ’81, Liftback SE, 5 gíra, blár, ekinn 63.000. Verð 265.000.- ■ oyoia Camry GL árg. ’86, 5 gira, ekinn 7.000, Ijósgrænn-sans. (Raf- magnsrúður). Verð 570.000.- Honda Accord EX árg. ’80, grár- metallic, ekinn 68.000. Verð 220.000.- Toyota Land Cruiser dfsil ’83, ekinn 100.000, beige. Verð 840.000.- iToyota Camry GLi 2000 árg. ’85, sjálfsk., beige-metallic. Rafmrúður, álfelgur, digitalmælaborð. Verð 585.000- ■ M Toyota Corolla árg. ’86 Special Series, rauður, 4 gíra, ekinn 13.000. Verð 410.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.