Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
21
•Guðmundur Torfason: „Það er 100% öruggt að ég fer til Hannover á morgun.“
________________________________íþróttir
Amór skoraði og
fékk gula spjaldið
- þegar Anderiecht gerði jafntefli, 1-1, í Póllandi
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
„Islendingurinn Amór Guðjohnsen
er heldur betur í essinu sínu þessa
dagana, hann skorar og skorar," sagði
þulur belgíska sjónvarpsins þegar
hann lýsti leik Anderlecht og Gomik
Zabrze í Evrópukeppni meistaraliða
sem fór fram í Póllandi. Amór tryggði
Anderlecht jafritefli, 1-1, og em belg-
ísku meistaramir komnir í 16-liða
úrslitin.
Anderlecht byrjaði leikinn með
miklum látum og gerðu þeir Amór og
Lozano mikinn usla í vöm pólska liðs-
ins með hraða sínum og leikni.
Pólvcrjarnir sóttu í sig veðrið og kom-
ust yfir á 56. mínútu með marki Cyron.
Það varð til þess að leikmenn And-
erlecht vöknuðu aftur til lífsins og á
80. mínútu greiddi Amór Pólverjunum
rothöggið með því að skora af stuttu
færi eftir sendingu frá Vercauteren.
Þess má geta að Amór fékk að sjá
gula spjaldið í leiknum þegar hann
mótmælti því að dómarinn Holzemann
frá V-Þýskalandi dæmdi ekki á eirrn
Pólverjann sem braut á Amóri eftir
að hann var kominn einn inn fyrir
vöm Gomik.
30.000 áhorfendur sáu leikinn.
-sos
•Amór- skorar mark i nær hverj-
um leik.
Framarar í fangabúðum
„Þetta var mjög átakanlegt allt
saman og ónotalegt að sjá þetta
með berum augum,“ sagði Guð-
mundur Torfason í samtali við
Fram í gærkvöldi.
I gærdag fóru leikmenn í Aus-
witz fangabúðimar frægu en reynt
hefúr verið að halda þeim svo til
óbreyttum frá lokum striðsins.
Þegar Guðmundur var spurður að
því hvort þessi heimsókn kæmi til
með að hafa slæm áhrif á leikmenn
liðsins kvað hann svo ekki vera
þrátt fyrir að óhug hefði sett að
mönnum þegar þeir litu herleg-
heitin augum. -SK
ó!
l
c
Willie Reinke breytti skyndilega um ferðaáætlun í gærkvöldi:
Nú er það Hannover!
- „100% ömggt að ég fer til Hannover á morgun/‘ segir Guðmundur Torfason
„Það er alveg pottþétt og
100% öruggt að ég fer til
Hannover í Vestur-Þýska-
landi með Willie Reinke á
morgun og ég mun líta á að-
stæður hjá Hannover 96 sem
er sem stendur efst í 2. deild-
inni,“ sagði Guðmundur
Torfason, knattspyrnumaður
í Fram, í viðtali við DV í
gærkvöldi.
í gærkvöldi hringdi Willie Reinke
umboðsmaður í forráðamenn knatt-
spymudeildar Fram og tilkynnti
þeim breytta áætlun en eins og fram
kom í DV í gær var ferðinni heitið
til Sviss á fóstudaginn. Ekki fékkst
uppgefið í gær hvað olli þessari
skyndilegu brey-tingu hjá Reinke en
vitað var um áhuga forráðamanna
Hannover 96 á Guðmundi fyrir
nokkru eins og fram kom í blaðinu
í gær. Líklegt er að þeir. Guðmundur
og Reinke fari einnig til Sviss og
kanni aðstæður hjá svissnesku meist-
urunum Young Boys.
„Þýskaland og Sviss eru
draumalöndin“
„Eins og greinilega hefur komið
fram síðustu daga eru þessi mál laus
í reipunum eins og þessi skyndilega
breyting í gærkvöldi gefur til kynna.
Ég er þó nokkuð bjartsýnn á fram-
haldið og get ekki neitað því að
Þýskaland og Sviss eru draumalönd-
in hjá mér þegar atvinnumennskan
er höfð í huga,“ sagði Guðmundur í
gærkvöldi.
Ssimkvæmt heimildum DV verður
ekki flanað að neinu í þessu máli og
leitað verður gaumgæfilega eftir góð-
um tilboðum. Reinke hefur mikinn
áhuga á að koma Guðmundi að hjá
félagi erlendis og tryggja honum góð-
an samning enda hefur hann mikið
álit á honum sem knattspymumanni.
-SK
; Skagamenn
i fengu mesta
skellinn
í Evrópu
•James Bett.
Bett rekinn
af leikvelli
Skoski landsliðsmarkvörður-
inn Jim Leighton sló knöttinn í
eigið mark og landsliðsfélagi
hans, Jim Bett, var rekinn af
leikvelli í fyrri hálfleik þegar
fyrrverandi Evrópumeistarar
Aberdeen voru í gær slegnir út
í 1. umferð Evrópukeppni bikar-
hafa. Það var í Sion í Sviss og
heimaliðið sigraði, 3-0. Saman-
lagt 4-2 því Aberdeen sigraði,
2-1, í fyrri leik liðanna í Aberde-
en.
Það voru ekki liðnar nema
fimm mínútur af leiktímanum
þegar Leighton sló knöttinn i
eigið mark. Bouderbala skoraði
annað mark svissneska liðsins á
29. mín. Síðan var góðvinur okk-
ar íslendinga, Jim Bett, rekinn
af velli. Tveimur mín. fyrir leiks-
lok skoraði Brigger þriðja mark
Sion. Aberdeen sigraði í Ev-
rópukeppni bikarhafa 1984,
sigraði Real Madrid í úrslitum í
Gautaborg.
hsím
tópuðu samtals 0-15 fyrir Sporting Lissabon
„Við lékum betur hér i Lissabon
heldur en í Reykjavík en eins og
heima fengum við ódýr mörk á
okkur,“ sagði Skagamaðurinn
Sveinbjöm Hákonarson eftir að
Akranesliðið tapaði 0-6 fyrir
Sporting Lissabon í gærkvöldi.
Leikmenn Sporting gáfu ekkert
eftir þrátt fyrir að þeir höfðu unn-
ið stórsigur í Reykjavík. Þeir léku
á fúllu allan tímann. 35 þús. áhorf-
endur sáu Englendinginn Ralph
Meade skora fyrsta markið á 19.
mínútu og síðan bætti Zinho
tveimur mörkum við, á 23. og 43.
mínútu. Seinna markið skoraði
hann úr vítaspymu sem var dæmd
á Guðbjörn Tryggvason fyrir að
fella Mexíkanann Negrete.
McDonald skoraði flórða mark
Sporting á 71. mínútu og síðan
bætti Marion tveimur við, á 78. og
86. mínútu. „Við fengum þokkaleg
færi til að skora. Ámi Sveinsson
og Pétur Pétursson. Þá átti Ólafur
Þórðarson tvö langskot sem rétt
fóm fram hjá marki," sagði Svein-
bjöm.
Skagamenn töpuðu samtals 0-15,
sem er mesti Evrópuskellurinn til
þessa. Möltuliðið Rabat Ajax tap-
aði samtals 0-10 fyrir Porto frá
Portúgal. 0-9 í Portúgal en 0-1 á
Möltu í gærkvöldi. -SOS
• Willie Reinke breytti skyndilega um ákvörðun i gærkvöldi, hætti við ferðina
til Sviss og fer með Guðmund til Hannover á morgun.