Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 44
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. 44 -O Svidsljós Ólyginn sagði . . . Susan Sullivan hin þekkta stjarna úr framhalds- myndaflokknum Falcon Crest er alls ekki á þeim buxunum að ganga í það heilaga. Hún segir að það séu alltof fáir spennandi menn á sínum aldri. Auk þess segir hún að maður verði svo gagnrýninn er aldurinn færist yfir. Maggie, kona Chase, sem Susan leikur i Falcon Crest, er einnig hálfóánægð með karl- peninginn, samkvæmt nýjustu fréttum af atburðarásinni I fram- haldsmyndaflokknum. Það er ekki fögur lýsing sem gefin er af Frank Sínatra í nýútkominni bók um ævi hans og ástarmál. Höfundur bókarinnar er Kitty Kelley. Rokkstjarnan Prince , er mjög varkár náungi. Hann meimtar ætíð að lífverðir hans smakki allan mat áður en hann sjálfur leggur sér hann til munns. Uppáhaldsréttur Prince er svínalæri og baunír, réttur sem lífverðirnir hata. Allison Moyet poppstjarnan fræga geislaði af vánægju á Heathrow-flugvelli í London á dögunum. Ástæðan var sú að hún sá litla son sinn Joe, sem nú er 15 mánaða, koma hlaupandi á móti sér. Mamman hafði dvalið eina viku i Kaliforníu. Og stórstjörnur geta saknað barna sinna. Eða því heldur Allison Moyet fram. Ef Frank Sinatra hefði haft það á „sinn hátt“ (His way) hefði bókin um hann eftir Kitty Kelley, sem ber sama heiti, aldrei komið út. Nú, þegar bók- in er komin út, er ljóst hvers vegna Sinatra hafði slíkar áhyggjur af henni, sem ekki var unnin í sam- vinnu við hann. í bókinni er mjög opinskátt fjallað um ástarmál Sinatra og þar á meðal sambönd hans við ýmsar aðrar konur en viðkomandi eiginkonu í það og það skiptið. Þar á meðal er fjallað um ástarsam- band hans við 16 ára gamla skóla- stelpu. Það er sagt frá sjálfsmorðstil- raunum Sinatra og ógeðfelldum aðferðum sem móðir hans notaði til fóstul-eyðinga. Stærsti hluti bókarinnar er helgað- ur þvi hvernig söngvarinn fór með sumar af fallegustu konum Holly- wood. Samkvæmt bók Kelley fór kappinn mjög illa með Judy Garland og hrinti henni frá sér á ruddalegan hátt þegar hún minntist á giftingu. Og Elizabeth Taylor „fékk sömu meðhöndlun... þegar hún uppgötvaði að hún var barnshafandi eftir söngvarann og vildi giftast honum. Hann fór fram á fóstureyðingu og vildi ekki sjá hana meir“, eins og segir í bókinni. Konan, sem ekki hvarf úr hugskoti Sinatra, var eiginkona hans í sex ár Ava Gardner og Liz Taylor fóru illa út úr samskiptum við Sinatra. Ást þeirra á söngvaranum breyttist í hatur. eða Ava Gardner. Ástæðan er sú, að mati höfundar, að hún lét söngv- arann ekki ráða yfir sér. Kelley segir einnig frá því að Ava Gardner hafi sjálf farið í fóstureyðingu. „Ég hataði Sinatra svo mikið að ég ákvað að barnið skyldi ekki fæð- ast í þennan heim,“ er haft eftir Gardner. Sinatra hefur verið gjörsamlega ófáanlegur til þessa að segja álit sitt á bókinni. Hins vegar virtist hann ekki í alltof góðu jafnvægi á dögun- um er hann kom fram við enduropn- un Chicago leikhússins. Þar virtist Sinatra staðfesta þá ímynd sem gefin er af honum í bókinni. I máli sínu vitnaði hann til fortíðarinnar eða nánar tiltekið til Liz Taylor og Eddie Fisher. „Þið getið spurt Eddie Fish- er. Hann mun segja ykkur alla fjandans söguna. Hún fór frá honum. En þá var hún orðin svo feit að það skipti ekki máli.“ Marilyn Monroe er upptekin af Einari Sæmundssyni, fyrrum formanni Knattspyrnufélags Reykjavíkur, á herrakvöldi sem handknattleiksdeild KR efndi til á dögunum. Einar virðist kunna athygli þokkadísarinnar vel og bíöur spenntur eftir... 4’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.