Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 11
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
11
Utlönd
Rótgróinn áhugi
Sovéta á íslandi
Hugleiðingar fréttaskýranda um samband íslands og Sovétríkjanna
Tillaga Sovétmanna um Island sem
vettvang undirbúningsfundar Reag-
ans og Gorbatsjovs þann ellefta og
tólfta október næstkomandi kom
ekki eins mikið ó óvart ó meðal sér-
fræðinga í mólefnum Kremlverja og
annarra er fylgjast með alþjóða-
stjómmólum.
Haft er eftir sérfræðingum í mól-
efnum Kremlverja að óhugi Sovét-
manna ó íslandi sem fundarstað fyrir
Umsjón:
Hannes Heimisson
undirbúningsfund stórveldanna
grundvallist fyrst og fremst ó sér-
stöðu íslands innan Atlantshafs-
bandalagsins og rótgrónum óhuga
Sovétmanna ó sem nánustum sam-
skiptum við íslensk yfirvöld.
Með sérstöðu Islands innan Atl-
antshafsbandalagsins er ótt við
landfræðilegt hemaðarmikilvægi
landsins og þó staðreynd að hér býr
vopnlaus þjóð með engan herafla.
Vilja hafa áhrif á íslenska af-
stöðu
Er ennfremur haft eftir sömu sér-
fræðingum að sovésk yfirvöld hafi í
áraraðir reynt að viðhalda sem best-
um samskiptum við íslenskar ríkis-
stjómir í þeirri von sinni að
Islendingar tækju upp hlutlausari
afetöðu í utanríkismálum á vett-
vangi þátttöku sinnar í vamar-
bandalagi vestrænna þjóða, það er
Atlantshafebandalagsins.
Fréttaskýrandi Reuters fréttastof-
unnar, Robert Evans, gerir í gær
úttekt á samskiptum íslands og Sov-
étríkjanna ó undanfömum áratug-
um og á hvaða hótt þarlend yfirvöld
hafi reynt að efla og treysta sam-
skipti sín við íslensk stjómvöld.
Segir Evans áhuga Sovétmanna á
Islandi fyrst og fremst grundvallast
á hemaðarlegu mikilvægi landsins í
Norður-Atlantshafi, hemaðarmikil-
vægi er sannarlega hafi komið í ljós
á tímum tvísýnna birgðaflutninga
yfir Atlantshaf til Bretlands og Sov-
étríkjanna frá Norður-Ameríku á
tímum síðari heimsstyrjaldar.
Fyrsttil að viðurkenna lýð-
veldisstofnun
I grein sinni segir Evans meðal
annars að Sovétríkin hafi verið á
meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna
áform um lýðveldisstofhun Islend-
inga á dögum síðari heimsstyijaldar
og yfirlýsingu eyríkisins um sjálf-
stæði 1944. Sovétmenn eignuðust
líka marga trausta bandamenn á ís-
landi á umbyltingartímum þriðja
áratugarins, með stofhun kommúni-
staflokks er stjómað var frá
Moskvu.
Evans lýsir meðal annars sérstök-
um stuðningi Sovétmanna í þorska-
stríðum íslendinga við Breta og
Vestur-Þjóðveija. Á meðan íslenskir
fiskmarkaðir í Bretlandi vom lokað-
ir og Bretar hótuðu harðnandi
aðgerðum gegn íslenskum stjóm-
völdum fyrir útfærslu fiskveiðilög-
sögu sinnar, undirrituðu Sovétmenn
gagnkvæman viðskiptasamning við
íslendinga, þar sem meðal annars
opnuðust markaðir fyrir mest af
þeim fiskafurðum er Islendingum
var meinað að selja í Bretlandi.
Haft er eftir sérfræðingum um málefni Kremlverja að Sovétmenn hafi í áraraðir reynt að viðhalda traustum sam-
skiptum við íslensk yfirvöld í þeirri von sinni að íslendingar tækju upp hlutlausari afstöðu í utanríkismálum á
vettvangi aðildar sinnar að Atiantshafsbandalaginu. Á myndinni sjást bandarískir hermenn fylkja liði á Keflavíkur-
flugvelli skömmu eftir að íslensk yfirvöld undirrituðu varnarsamning við Bandaríkin árið 1951.
Evans hefur það eftir HEuinesi
Jónssyni sendiherra í bók hans um
þorskastríðin, er gefin var út 1982,
að viðskiptasamningar við Sovét-
menn á tímum þorskastríðsins hafi
reynst íslendingum afar mikilvægir
á tímum efhahagsþrenginga sökum
breskra refeiaðgerða í kjölfar land-
helgisútfærslunnar.
Bandarískar áhyggjur sökum
olíuviðskipta
I stað fiskafurðanna, er Sovétmenn
keyptu samkvæmt viðskiptasamn-
ingi ríkjanna, keyptu íslendingar
sovéskar iðnaðarvörur í auknum
mæli, þar á meðal olíur og bensín í
miklu magni. Á skömmum tíma urðu
Sovétmenn stærstu innflytjendur ol-
íuvara til íslands, viðskipti er þegar
voru orðin þymir í augum banda-
rískra stjómvalda. Segir Evans að
sovéskm- iðnvamingur á íslandi, þar
á meðal bifreiðir og vélbúnaður
ýmiss konar, hafi, frá því fyrsti við-
skiptasamningur ríkjanna var
undirritaður, haldið velli og jafnvel
aukið hlut sinn á markaðnum.
I grein sinni lýsir Evans auknum
áhuga Sovétmanna á Islandi á tím-
um vinstri ríkisstjóma hérlendis,
ekki síst er yfirlýst markmið þeirra
var að bandaríska vamarliðinu í
Keflavík skyldi vísað úr landi á kjör-
tímabilinu. Segir Evans það yfirlýsta
skoðun i Sovétríkjunum að ekkert
hafi orðið af brottvísun bandaríska
vamarliðsins sökum harðneskju
bandarískra stjómvalda er með
þiýstingi hafi neytt íslensk stjóm-
völd til að samþykkja áframhaldandi
vem herafla í Keflavík.
Sovésk sendiráðsumsvif
I lok greinar sinnar undirstrikar
Evans áhuga Sovéta á Islandi með
þvi að lýsa stærð og umfangi sovéska
sendiráðsins í Reykjavík á sama
tíma og telja megi starfelið íslenska
sendiráðsins í Moskvu á fingrum
annarrar handar.
Prófkjörsstofa
Ásgeirs Hannesar,
Templarasundi 3,
III. hæð.
Simar 28575 - 28644.
Lítum inn.
Hirsthmann
Loftnet og loftnetskerfi.
Það besta er aldrei of gott.
mimMÉS
Iloftnet eru
heimsþekkt gæðauara
loftnet,
betri mynd,
betri ending.
Heildsala,
sala.
Sendum i
póstkröfu.
Rcynsla sannar
gæðin.
Týsgötu 1 - simar 10450 og 20610.
PIERRE VANE3EL NÚ í REYKJAVÍK
Opið í öllum deildum
til kl. 19.30 í kvöld
og til kl. 20.00 á
morgun, föstudag.
Jll
KORT
ji=
rA A A. A A A
.. “ zj auijcr:
C .Jtjijuaj J
□ i
lUHrilÍHUUUIil
Jón Loftsson hf.
mmtm Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild, sími 28601
visa
NYJA
FRANSKA
LÍNAN
fyrir nýtísku
heimili