Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 19
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. 19 Nonænir tónlistardagar Sóngur þriggja góðra kóra Merming Norrænir tónlistardagar. Tónleikar i Langholtskirkju 29. september. Rytjendur Kór Langholtskirkju, stjómandi Jón Stetánsson; Hljómeyki; Hamrahlíöar- kórinn, stjómandi Þorgeröur Ingólfsdóttir. Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson. Efnisskrá: Lars Johan Werle: Trees; Rolf Enström: Directions; Jón Nordal: Alda- söngur; Thomas Jennefelt Warning to the Rich. skrattinn úr sauðarleggnum innan um kórmúsókina. Ég held að það hafi nefhilega skemmt heldur fyrir, því verkið er ágætt, en féll hér bara ekki inni mynstrið. Tónlist Eyjólfur Melsted Áhrifamikil verk Það var ekki ónýtt að fá að heyra Aldasöng Jóns Nordals eina ferðina enn, því harla gott er verkið. En um það hefur svo nýlega verið fiallað að ekki verður farið að endurtaka hér - aðeins að það hugnast enn betur við ítrekaða hlustun og að Hljómeyki gerði þvi ágæt skil sem fyrr. Kemur nú eitt hvíslverkið enn, hugsaði ég þegar Hamrahlíðarkór- inn hóf upp raustina í Waming to the Rich eftir Thomas Jennefelt. En ekki var látið sitja við hvíslið eitt og raunar hef ég aldrei heyrt Hamra- hliðarkórinn taka eins hressilega á og í þessu verki. Það er í raun og veru voðalegt að fá svona áhrifamik- il verk yfir sig, því þá fer maður samstundis að trúa því að það sé hræðilega ljótt að vera ríkur, en þeir geta sagt til um það sem eru það. A þessum tónleikum fengum við ótviræða sönnun um styrk íslenskra kóra með söng þriggja góðra kóra sem spreyttu sig með góðum árangri á vandsungnum verkum og gerðu vel. EM. Kórtónlist er allfyrirferðarmikil á dagskrá Norrænu tónlistardaganna að þessu sinni. Það á sér þær eðli- legu orsakir að víða á Norðurlönd- um eru góðir kórar og margir þeirra alls óhræddir að takast á við nýja músík. Þeir panta gjaman verk og ég held að að minnsta kosti hér á landi séu kórar yfirleitt dugmeiri við að flytja nýrri norræna tónlist en hljóðfærahópar, þess heldur sem þeir verða stærri. Ekkert skrýtið þegar til kom Fyrstur reið Kór Langholtskirkju á vaðið á þessum tónleikum og söng verkið Trees eftir Lars Johan Werle. Trees er samið við eitt af skrýtnum ljóðum e.e. cummings. Ég man þá tíð að menntaskólaskáld stældu cummings. Hann þótti heljar frum- legur gaur, en að manni dytti í hug að nokkur maður semdi kórverk við þau, það var af og frá - í hæsta lagi einsöngsverk fyrir sköllótta söng- konu. Svo reyndist þetta nú ósköp lítið skrýtið, að minnsta kosti í tón- setningu Lars Johans Werle. En Kór Langholtskirkju á æfingu. stykkið bauð upp á að einsöngvar- inn, Kristinn Sigmundsson, og Kór Langholtskirkju sýndu sínar góðu hliðar, þéttleika og góða samsvömn raddanna, hreinan söng og lifandi styrkleikabrigði. Eins og skrattinn úr sauðar- leggnum Og um leið og Kór Langholts- kirkju hafði sungið siðasta tóninn, glumdu Directions eftir Rolf Enström við úr hátölurum. Directi- ons urðu útundan á raftónleikunum á laugardag þar sem bandið náði ekki til landsins í tæka tíð. Líklega hefði nú verið betra að skella þeim inn á dagskrá fyrri tónleika þessa dags, því hér komu þær eins og í kross Lokaðar samkeppnir um opinber verk em algengari meðal arkitekta en myndlistarmanna, a.m.k. á Islandi. Oftast nær em slíkar samkeppnir öll- um opnar eða þá að einn listamaður er fenginn til tiltekins verks. Sér- Benedikt Gunnarsson ásamt verðlaunatillögu sinni. hverri þessara aðferða fylgja kostir og sennilega einnig gallar. Lokaða sam- keppnin hefur það þó fram yfir þá galopnu að nokkrir útvaldir listamenn em á launum við að keppa um fyrstu verðlaun og renna því ekki blint í sjó- inn með tillögur sínar. Þegar Háteigskirkju vantaði altari- stöflu var bmgðið á það ráð að bjóða þremur valinkunnum listamönnum, Benedikt Gunnarssyni, Björgu Þor- steinsdóttur og Þorbjörgu Höskulds- dóttur, að gera tillögur að töflunni. Dómnefhd valdi síðan lausn Benedikts til sérstakra verðlauna og verður hún sett upp í kirkjunni í fyllingu tímans. Allar tillögumar em nú til sýnis i Listasafrú ASÍ og getur almenningur nú gert upp hug sinn gagnvart þeim. Frá upphafi var gert ráð fyrir að nýta sjáífan vegginn fyrir aftan altarið undir mósaíkmynd, enda fordæmi fyrir því (sjá mynd Nínu Tryggvadóttur i Skálholti) en þar sem þessi veggur er hvelfdur og að hluta til í skugga, stóðu listamennimir frammi fyrir sérstökum vandamálum. Sniöin fyrir rýmið Það verður að segjast eins og er að Benedikt Gunnarsson er sá eini þre- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson menninganna sem mætir þessum vandamálum af einurð og útsjónar- semi enda þaulreyndur að fást við veggmyndir í alls kyns byggingum. Hann byggir vönduð módel af kirkj- unni, leggur fram tvær megintillögur, útlistar tákngerð sína skýrt og skil- merkilega í máli og myndum, lætur meira að segja fylgja með sýnishom af þeim mósaíksteinum sem hann hyggst nota. Sjálf formgerð Benedikts er að vísu fremur einföld og skrautleg fyrir minn smekk, en mestu máli skiptir að tillaga hans er eins og sniðin fynr rýmið og endurspeglar helstu gmnnform kirkj- unnar með sannfærandi hætti. Tillögur Bjargar Þorsteinsdóttur ganga út á táknræn frumform eins og hringinn sem endurtekin em með ýmsum tilbrigðum og stærðum en hins vegar virðist hún taka afar takmarkað tillit til rýmisins í kirkjunni. Þorbjörg Höskuldsdóttir er hér einnig alllangt frá sínu besta. Hún nálgast hvelfdan kirkjuvegginn sem væri hann marflatur og dregur upp hefðbundna biblíusögumynd af báts- ferð Jesú og lærisveinanna. Ekki verður þess heldur vart að hún hafi gaumgæft arkitektúr kirkjunnar. En sýningin er fróðleg og getur orð- ið til þess að opna augu þeirra sem ábvrgir em fyrir kirkjuskreytingum hérlendis. -ai Styrkið og fegrið iíkamann DÖMUR OG HERRAR! Ný 5 vikna námskeið hefjast 6. október. Hinir vinsælu herratímar i hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sórtímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjóst af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Á 'f 90 Innritun og upplýsingar alla virka daga Mrmuia jz. kL 13_22 \ Síma 83295.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.