Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 45
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Aa'-' Sviðsljós Er Karólúia á dauðalista máuimar? Ennþá eru margir í Frakklandi sem trúa því og halda því fram að mafían hafi staðið að baki dauða móður Karólínu, furstafrúarinnar Grace Kelly. Eins og mörgum er eflaust í fersku minni, þá gerðist það fyrir fjórum árum að Grace Kelly ók út af veginum skammt frá heimili sínu, með þeim afleiðingum að hún dó og Stefanía dóttir hennar slasaðist. Hef- ur það verið fullyrt að Grace hafi verið þvinguð til þess að aka út af. Þvinguð út af á sama stað Nú gerðist það í ágúst að Karólína var á leið frá höllinni í Mónakó og að staðnum þar sem pabbi hennar, Rainier fursti heldur til, þegar hún, á vegi sem henni var mjög kunnur, ók út af. Þetta var á mjög svipuðum stað og móðir hennar lét lífið. Karólína var ein á ferð, börnin voru í fóstri og Stefano eiginmaður hennar í London. Allt í einu kemur bíll akandi á móti henni með háu ljósin á og þvingar hana til þess að keyra út af. En hinn bíllinn stoppaði ekki. Mafían vill spilavítin í mörg ár hefur mafían verið að reyna að ná undir sig spilavítunum í Mónakó og nota þau til þess hvít- þvo peninga sem hún fær fyrir eiturlyfjasölu og aðra glæpi. Grace furstafrú barðist fyrir því, þrátt fyrir óteljandi hótanir, að skipulagðir glæpir næðu ekki fót- festu í Mónakó. Eftir dauða móður sinnar hefur Karólína haldið mál- stað móður sinnar á lofti og hindrað það að mafían næði undirtökunumm í þessu litla lýðveldi. Af þessum ástæðum er það sagt bak við tjöldin að mafían hafi skipulagt slysið, sem Karólína lenti í, til að sýna henni fram á hversu auðvelt væri að drepa hana, myndi hún spila með. Ökumaðurinn á hinum bíln- um? Rainier fursti, sem vissi að mafían hafði áður hótað Karólínu, varð hvítur af hræðslu þegar hann frétti af slysinu. Hann brotnaði næstum saman. Hann heimtaði itarlega rannsókn á slysinu. Aðeins 5 mánuð- um áður en slysið varð sprakk milljón dollara hraðbátur Karólínu í loft upp. Til allrar lukku var hvorki prinsessan né Stefano um borð. Lögreglan í Mónakó leitar nú log- andi ljósum að ökumanni bílsins með háu ljósin sem þvingaði Karólínu út af. Margir eru ennþá þeirrar trúar að barátta Grace Kelly gegn glæpastarf- semi hafi lagt hana í kistuna. .. .kossi og honum varð að ósk sinni. Marilyn kyssti Einar Sæmundsson vel og lengi og jafnvel svo að Halldór E. Sigurösson, fyrrum ráðherra, var orðinn óþolinmóður að bíöa eftir aö röðin kæmi að sér. Bjarni i Brauðbæ reynir að greiða götu Halldórs og fá konuna frá Einari. Sveini Jónssyni, núverandi formanni KR, sem stendur fyrir aftan þá kappa, líst ekkert á blikuna. Marilyn mun hafa komið að heimsækja strákana fyrir milligöngu veit- ingastaðarins Upp og niður. Takið eftir peningaseðlunum í barmi gyöjunnar. Maiilyn Monroe á herrakvöldi KR Ólyginn sagði . . Dolly Parton stendur klár á því að margar konur eiga sér þann draum að líkjast henni. Þess vegna hefur „kántrý" drottningin komið á fót stórri verksmiðju við heimili sitt, „Dollybúgarðinum", þar sem framleiddar verða alveg nýjar snyrtivörur sem munu þera hei- tið „Andlit Dollyar". Bill Cosby fyrirmyndarfaðirinn var a dög- unum staddur í gæludýraversl- un. i búðinni var staddur lítill fimm ára strákur sem grét há- stöfum. Ástæðan var sú að foreldrar snáðans höfðu ekki efni á að kaupa handa honum rándýran cocker-spaniel hvolp. En Bill reddaði málinu, skrifaði ávísun og drengurinn fékk hvolpinn. Hann tók hins vegar^A, af foreldrunum loforð um að þau myndu segja fólki að strák- urinn hefði fundið hvolpinn. Þetta átti ekki að verða ódýr auglýsing fyrir Bill... Paul McCartney 1 talar skýrt og skorinort þegar ~ hann vinnur að uppeldi þriggja dætra sinna sem nú eru 21,17 og 15 ára. Hann setur bókstaf- lega i gang herferðir á háu nótunum er hann berst fyrir því að stelpurnar haldi sig frá eitur- lyfjum, brennivíni og lauslæti. Með öðrum orðum stúlkur: Gerðu eins og pabbi segir. .,,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.