Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. HÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum eftir að taka á leigu strax. 4ja-5 herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu fyrir einn af starfsmönnum okk- ar. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 687076. íslenska sjónvarpsfélagið. AUGLYSING um endurgreiðslu á gjaldi af kjarnfóðri sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981. I framhaldi af dómi hæstaréttar 23. desember 1985 verður gjald af kjarnfóðri, sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981, endurgreitt. Þeir aðilar, sem telja sig eiga endurgreiðslurétt, skulu fram- vísa kröfum sínum til fjármálaráðuneytis eða land- búnaðarráðuneytis eigi síðar en 15. nóvember 1986. Með kröfunum skulu fylgja gögn sem sýna það kjarn- fóðurgjald sem kröfuhafi telur sig hafa greitt á umræddu tímabili. Fullnægjandi gögn teljast: frumrit af sölunótum eða afrit af sölunótum sem löggiltur endurskoðandi fóðursala hefur staðfest. Þar sem kjarnfóðurgjald er ekki sérgreint í verði fóðurs á sölu- nótu verður kröfuhafi að afla staðfestingar fóðursala um þátt kjarnfóðurgjalds í verði einstakra fóðurteg- unda og fóðurblandna sem krafisterendurgreiðslu á. Reykjavík, 30. september 1986. ítilefniopnunar: Kaupstaðar veisla, V\Ö höfum opnað Kaupstað, - nýjaverslun í Mjódd þar sem verslunín Víðir var áður til húsa. í tilefni þessara tímamóta höfum við útbúið Ijúffenga villikryddaða lambasteik sem þú matreiðir á örfáum mínútum ■ og heldur þér óvænta veislu ávirkum degi! Lambakjöt afnýslátruðu kr. 298.- pr.kg. Þú velur læný hrygg eða bóg af nýslátruðu fjallalambi, villikryddað og tilbúið beint í ofninn. Villisósa fráTORO, grænmeti frá SÓL hf. o.fl. meðlæti á tilboðsverði. Þú færð Kaupstaðarsteik með öllu á þessu frábæra tilboðsverði fram á laugardag. Láttusjá þig! 3 KAUPSTAÐUR IMJODD Menning Söngflokkurinn Hljómeyki. Norrænir tónlistardagar: Loksins urðu Færeyingar líka svanir Norrænir tónlistardagar. Tónleikar i Norræna húsinu 29. september. Rytjendur: Marit Mordal, Bjami Restorff, Amþór Jónsson, Bernharður Wilkinson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmunds- son og Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar. Efnisskrá: Pauli i Sandgerði: Fimm söng- lög; Sunleif Rasmussen: Lognbrá og Trio Zabesu; Bent Lorentzen; GrafRtti. Oft hættir okkur til þess að gleyma því að svanimir norrænu em fleiri en fimm.’Líkast til fylltumst við svo miklum hoftnóði þegar andamnginn, sem elti svanina íjóra, var tekinn í svanatölu að við útilokuðum aðra andarunga þaðan i frá. En nú er Norðurlandaráð meira að segja búið að viðurkenna hina sem svani og því er eins gott að haga sér eftir því. Þau heillamerki sjást nú fyrst í norrænu tónlistarsamstarfi að Fær- eyingar, frændur okkar, fá að vera með. Reyndar er það nú ekki í al- fyrsta sinn og má minna á þátttöku þeirra í starfi sambands norræna tónlistarkennara og þess að þeir verða næstir til að halda mót þess. í hugum flestra íslendinga menningarlegur útkjálki Ég held að ég ljúgi ekki upp á þjóð mína þegar ég fúllyrði að þekking íslensks almennings á færeyskri tón- list nái í hæsta lagi til nokkurra laga Vágsteins og svo afreka Simma, Faroeboys og nokkurra vísnasöngv- ara. Færeyjar em í hugum flestra íslendinga menningarlegur útkjálki og mátti meira að segja finna þess vott á þessum tónleikum þar sem Færeyingar komu þó í fyrsta sinn fram á Norrænum tónlistardögum. Það var ekki fyrir því haft einu sinni að geta höfunda ljóðanna við ljóð- söngva Paula í Sandgerði og Sunleifs Rasmussen hvað þá heldur að prenta þessar perlur svo að áheyrendur (að minnsta kosti þeir íslensku) gætu betur fylgst með. Því tel ég mig knú- inn til að telja þó að minnsta kosti skáldin upp. Tóiílist Eyjóffur Melsted Ekki til neinna aukvisa sótt Fyrstu tvö lög Paula í Sandgerði vom við kvæði Regins Dahl, Vísa og Flýgur tú lógv (=lóa). Síðan kom hið þekkta ljóð Williams Heinesen, Træið, ein tíu erindi að mig minnir og María Magdalena við ljóð Sig- munds Paulsen og Fjærligt Hvesti, sem aðeins getur verið eftir Christ- ian Matras, starfs- og skáldbróður Jóns Helgasonar á sinni tíð við Hafharháskóla. Það var sko ekki verið að sækja til neinna aukvisa í ljóðagerð á þessum vettvangi. Ljóð- söngvar Paula í Sandgerði geisla svo sem ekki af neinum modemisma, en þetta em þekkileg og haglega gerð lög og vel fallin til að skapa ljúfa stemmningu. Þau vom þar að auki ljómandi vel flutt. Sungin af ungri og athyglisverðri norskri söngkonu, sem sest hefúr að í Færeyjum, Marit Mordal. Framburður hennar var dulítið íslendingslegur og það vant- aði þennan sérstaka blíðuhreim sem einkennir færeyskar kvenraddir. En hún söng þetta vel og naut ágæts stuðnings píanóleikarans Bjama Restorff, sem er af kunnum músík- mannaættum, og Amþórs Jónssonar sellóleikara. „Betri seint enn aldri“ Lognbrá eftir Sunleif Rasmussen er samið við kvæði sem Karl Johann Jensen orti til Heðins Brú á 85 ára afinæli hans. Undurfallegt kvæði, og mér fannst Sunleif koma inntaki þess vel til skila í lagi sínu. Svo léku ljúflingamir þrír úr Blásarakvintett Reykjavíkur Trio Zabesu - aldeilis frábær flutningur það. Nú og svo var líka einn af blásurunum hálfur Fær- eyingur. Og hér væri svo rétt að bæta því við sem enginn sagði í Norræna húsinu - Verið vælkomnir Föroyngar at syngja og spæla við öðrum Norðurlandatjóðum. Vit hava mátt bíða leingi ettir tykkum, men betri seint enn aldri. Að syngja veggjakrotið Um Graffitti Bents Lorentzen er það eitt að segja að hugmyndin er bráðsnjöll og ljómandi vel útfærð. Að taka veggjakrot upp sem söng- texta getur verið bæði frumlegt og smellið. Hljómeykið hafði allgóð tök á dönskunni og músíkalska íneð- ferðin var nánast í toppi. Það vantaði kannski helst á að klúryrðin væm nógu krassandi sungin. Mér fannst tón- og taktvísir Lorentzens alveg geta tilefrii til þess. En þetta var á köflum drepfyndið og skemmti fólki vel. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.