Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Er ekki nóg komið? Heimild: Hagtölur mánaðarins júli 1986, útg. Seðlabanki íslands. Næstu helgi verður þing Æsku- lýðsfylkingarinnar haldið í Ölfus- borgum. Þangað munu koma ungir vinstri menn alls staðar af landinu. Yfirskrift þingsins verður „Er ekki nóg komið?“ í þeirri yfirskrift biðjum við einstaklinga að spyija sjálfa sig þessarar spumingar. Hér eru nokkur dæmi um spumingar og svör til að hjálpa mönnum af stað? Er ekki nóg komið af lélegu kaupi? Þegar sú ríkisstjóm sem nú situr tók við völdum var hennar fyrsta verk að banna vísitölubætur á laun. Þetta varð til þess að launataxtar í byrjun þessa árs hjá verslunar- og skrifstofufólki vom 66,62% af því sem þeir vom að meðaltali 1980 (heimild: fréttabréf kjararannsókn- amefndar 1. ársfj. 1986). Þetta er eina aðgerðin sem ríkisstjómin hef- ur framkvæmt til að draga úr verðbólgu. Þannig hefur verkafólk eitt greitt niður verðbólguna. Þetta kom að sjálfsögðu þeim verst sem lægst höfðu launin og vom á stríp- uðum töxtum. Afleiðingamar hafa heldur ekki látið á sér standa. Nauð- ungamppboð, landflótti, aukin ásókn til félagsmálastofnana og svo mætti áffarn telja. Einu raunhæfu aðgerðimar gegn verðbólgu, án þess að launafólk þvTÍti að þola meiri hnekki vom ákveðnar utan þingsins af allt öðrum aðilum. Með því sýndi ríkisstjómin ráðleysi sitt og átti auð- vitað að fara frá. Er ekki nóg komið af niðurlægingunni? En auðvitað fór hún ekki frá. Hún átti ýmislegt eftir að gera. Ríkis- stjómin hefur unnið að því í sumar að kaupa verkfallsréttinn af ýmsum lykilhópum í þjóðfélaginu. Aðferðin Kjallaririn „ Sölvi Ólafsson kennari, framkvæmdaráðsmaður ÆFAB er að skammta mönnum fyrst smán- arlaun og koma heimilunum á vonarvöl. Síðan em boðnar launa- hækkanir gegn yfirlýsingum lun afhám verkfallsréttar. í miðju kjaft- æðinu um auraleysi stjómvalda em skyndilega til fjármunir til að kaupa réttindi af fólki. Svona mun hún halda áfram að reka fleyga í raðir launafólks. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að hafa í huga að sam- einuð getum við margt en sundmð ekki neitt. Er ekki nóg komið af ffamkomu ríkisstjómarinnar gagnvart nýja húsnæðiskerfinu? Eitt af því sem stjómarflokkamir lofuðu fyrir kosningar var að koma vemlega til móts við húsnæðiskaup- endur. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði m.a. 80% lánum til þeirra sem vom að kaupa í fyrsta sinn. Ekkert af þessum loforðum hefur verið efnt. Eina raunhæfa tilraunin til að koma húsnæðismálunum í viðunandi ástand var hins vegar gerð í síðustu samningum en jafnvel þar hafa ráð- herrar reynt að bregða fyrir fæti með formann Sjálfstæðisflokksins ffemstan í flokki. Þeim væri nær þessum herrum að huga að framlagi frá ríkisstjóminni svo að húsnæðis- kerfið, sem er í landinu, valdi ekki meiri ógæfu og þrældómi en orðið er. Er ekki nóg komið af skuldasöfh- un? Þrátt fyrir að þessum herrum hafi tekist að skerða laun og að hlutur kvenna hafi aukist á vinnumarkaðn- um og heimili þess utan bætt við sig meiri vinnu hefur ríkisstjóm tekist að auka svo erlendar lántökur að þess þekkjast ekki dæmi. Strax á árinu 1983 fóm erlend lán upp fyrir 50% af vergri þjóðarframleiðslu og nálgast nú óðfluga 60% (sjá töflu). Við í Æskulýðsfylkingunni teljum að auka eigi innlendan spamað og auka hagræðingu á þjóðarheimilinu. Það sjá allir að þjóðfélag með 240.000 manns hefur ekki efni á þeirri yfir- byggingu sem líðst; olíufélögin, bankamir, tiyggingafélögin og svo mætti lengi telja. Er ekki nóg komið af víg- búnaöarhættunni? Það er ljóst að til em í heiminum vopn sem geta eytt öllu lífi mörgum sinnum. Sérfræðingar deila að vísu um hve oft en það getur nú varla talist skipta máli ef hægt er að eyða þvi einu sinni. Umræðumar minna helst á riffildi tveggja mamna sem standa hvor í sínum bensínpollinum og rífast um í hvorum pollinum séu fleiri lítrar. Þeir rífast jafhvel um hvor eigi fleiri eldspýtur. Allir vita þó að ein eldspýta er of mikið. Þegar kveikt verður á henni lýkur rifrild- inu. Fólk um allan heim sér enga ffamtíð. Það er fullt af vonleysi sem kemur harkalega niður á ungu fólki sem reynir að flýja þennan raun- veruleika á ýmsan hátt. Er ekki nóg komið? Ríkisstjómin segir sjálfsagt að hún sé búin að fá okkur nóg en við spyrj- um: Hvað hafið þið gert í húsnæðis- málum? Hafa félagsleg réttindi verið auk- in? Hafið þið bætt lífskjörin hjá al- menningi í landinu? Sölvi Ólafsson „í miðju kjaftæðinu um auraleysi stjóm- valda eru skyndilega til íjármunir til að kaupa réttindi af fólki. Svona mun hún halda áfram að reka fleyga í raðir launa- fólks.“ Hættum að hræsna „Svindlið og prettirnir halda áfram og alltaf er það almenningur sem borg- ar brúsann með því að sætta sig við lúsarlaun og langan vinnudag, slitandi húsnæðisafborganir o.fl.“ Á dögum frönsku byltingarinnar var ekki óalgengt að slúðurkerling- amar mættu með pijónana sína til að horfa á aftökur. Þetta var víst með vinsælli fjöldaskemmtunum þess tíma. Á eftir hafa áhorfendur sennilega snúið heim með tilfinn- ingu um að réttlætinú hafi verið fullnægt. „Fyrirmyndir“ Flestir em sammála um að hér á þessu annars vinalega litla landi sé alls konar svindl og prettir stundað- ir af ekki minni elju en fótbolti og fleiri íþróttir. Svindl og prettir em orðnir eins konar þjóðaríþrótt. Þeir em svo bestir sem geta svindlað á og prettað fólkið mest án þess að upp um þá komist. Það er gjaman bent á þessa menn sem fyrirmyndir. „Hann er nú duglegur að koma sér áfram,“ segir fólk gjaman hvert við annað í aðdáunartón en hugsar oft á sama tíma: „Annars er alveg merkilegt hvað hann getur leyft sér, hann borgar litla sem enga skatta." Flestir em sér nefhilega innst inni meðvitandi um að það er verið að plata þá og margir finna fyrir því að vera ranglæti beittir en gera ekk- ert í málinu. Réttlætinu „fulinægt“ Svo kemur hneykslismál fram í dagsljósið eins og t.d. Hafskipsmálið. Mikið fjaðrafok upphefst í fjölmiðl- um. Forráðamenn koma fram fyrir alþjóð, úttútnaðir af ábyrgðartil- finningu og hneykslan, og lýsa því yfir að málið sé í ömggum höndum. Þetta verði allt rannsakað og leið- rétt, hinir seku munu hljóta sín maklegu málagjöld. Síðan hefjast rómversku leikamir í nútíma útfærslu.- Einstaka menn em leiddir fram í fjölmiðlaljósið. Þama em sökudólgamir lifandi fundnir. Það er aukaatriði hvort sakbomingar em dæmdir eða ekki. Það sem mikilvægast er að fólkið í Kjallaiinn Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir landinu hefiir á tilfinningunni að réttlætinu hafi verið fullnægt, svipað og frönsku prjónakonumar. Reyndin er hins vegar sú að svikin og prettimir em stundaðir af engu minna kappi eftir sem áður, lika af þeim forráðamönnum sem mættu fyrir firaman alþjóð fullir vandlæt- ingar hræsnarans. Hver er ábyrgur? Hver ber ábyrgðina á þessu ástandi? spyija eflaust margir sjálfan sig. Svörin em eflaust mörg og mi- sjöfri og fara sennilega mest eftir því hver svarar. Kjósendur segja að þetta sé stjóm- málamönnunum að kenna, þeir séu bara eiginhagsmunapotarar. Innan fjórflokksins bendir hver á annan . eins og lítil böm gera á róluvelli og segja allir í einum kór „þetta er hon- um að kenna“. B.J. segir að það séu embættismennimir og kerfið sem beri ábyrgðina og Kvennalistinn segir bara stutt og laggott: „Þetta er körlum að kenna“. Það er leitað að sökudólgum frekar en lausnum. Það er svo miklu fljótlegra, en það bara virkar ekki. Það þarf að leita að lausnum og lausnimar þarf að framkvæma. Aðgerðaleysið heldur ástandinu við. Staðreyndin er nefhilega sú að það erum við öll sem berum ábyrgðina, ég og þú. Sumir með því að taka sjálfir þátt í svindlinu, aðrir með aðgerðaleysi sínu. Svindlið heldur áfram Réttlætinu hefur ekki verið full- nægt. Svikamyllan er í fullum gangi. Það em sennilega fleiri verkalýðs- leiðtogar en Guðmundur J. sem þiggja sínar mútur á beinan og óbeinan hátt, ef svo væri ekki væri árangur af starfi verkalýðsbarát- tunnar annar en hann er í dag. Það em trúiega líka fleiri alþingismenn og bankaráðsmenn heldur en Albert sem spreða fé almennings út á óábyrgan hátt í eiginhagsmunaskini til þess að auðgast eða afla sér at- kvæða og vinsælda. Og Björgúlfur er áreiðanlega langt frá því að vera eini fjárglæframaðurinn sem kemst í aðstöðu til að fá óeðlilegar fyrir- greiðslur frá kerfinu og valsa með fé almennings. Svindlið og prettimir halda áfram og alltaf er það almenningur sem borgar brúsann með því að sætta sig við lúsarlaun og langan vinnudag og slítandi húsnæðisafborganir. Hættum að láta gabba okkur Hvaðan haldið þið að peningamir komi til að redda Útvegsbankanum eftir Hafskipsmálið, hvort sem Ot- vegsbankinn verður sameinaður öðrum banka eða ekki? Hveijir haldið þið að græði á lágu launun- um? Og hverra hag er verið að passa með því að bjóða ekki húsnæði á hagstæðum kjörum, húsnæði sem myndi mögulega lækka fasteigna- verð? Það er ekki nóg að finna til rang- lætis vegna lágra launa og sligandi húsnæðisafborgana. Það er mál til komið að við hættum að láta gabba okkur. Við þurfum að hætta að líta á hneykslismál eins og Hafskipsmál- ið sem afmarkað mál. Fjársvikamál- in tengjast láglaunastefnunni og húsnæðisvandanum og allri þinni efhalegu afkomu, lesandi góður. Það er ekki nóg að hneykslast þegar einstökum mönnum, sem hafa verið svo óheppnir að það komst upp um þá, er stillt upp sem sökudólgum. Við þurfum að sýna í verki að við viljum ekki hafa ástandið áfram eins og það er. Það er ekki nóg að fella stóradóm yfir einstökum mönnum. Ábyrgðin er okkar Hættu að hræsna. Ekki segja að þú viljir breytingar, hærri laun og betri lífskjör, ef þú vilt ekkert gera til að breyta ástandinu. Ekki segja að þú viljir ekki láta svíkja þig og plata, ef þú fylgir ekki orðunum eft- ir með gjörðum. Með aðgerðaleysinu styður þú við svindlið og prettina. Ef þú vilt raunverulegar breyting- ar, taktu þá þátt með okkur í Flokki mannsins við að byggja upp lifandi stjómmálaEifl. Stjómmálaafl sem byggir á þátttöku og ábyrgð ein- staklingsins. Ábyrgðin er okkar, þín og mín. Sigrún Þorsteinsdóttir. „Það eru sennilega fleiri verkalýðsleið- togar en Guðmundur J. sem þiggja sínar mútur á beinan og óbeinan hátt, ef svo væri ekki væri árangur af starfi verkalýðs- baráttunnar annar en hann er í dag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.