Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 39
FIMMTUDAGUR 2. OKTÖBER 1986. 39 Slökkviliðsmaðuránn Mörg böm dreymir um að verða slökkviliðsmenn þegar þau era orðin stór. Með tímanum gleymist þessi draumur hjá þeim flestum og aðrir verða til. Hjá okkur Reykvíkingum stendur nú yfir kynning á starfsemi slökkviliðsins í tilefni 200 ára afinælis borgarinnar. Af þessu tilefni var ákveðið að gefa 9 ára bömum kost á að heimsækja slökkvistöðina. Þau þeirra sem leysa ákveðin heimaverk- efhi fá viðurkenningarskjal þar sem þau eru útnefhd branaverðir heimil- anna. Brunavörður er einmitt stöðu- heiti slökkviliðsmanna í Reykjavík. Draumurinn um að verða slökkviliðs- maður rætist að vissu marki. Til að verða brunavörður þegar maður er orðinn stór þarf hins vegar að uppfylla nokkuð strangari kröfur en hinir 9 ára gömlu vinir okkar gerðu. Fyrir utan þetta venjulega um andlegt og líkamlegt heilbrigði, þarf að upp- fylla lágmarkskröfur um menntun, þrek o.fl. Þeir sem hafa hug á að ger- ast branaverðir þurfa fyrst að starfa sem sumarafleysingamenn þar sem þeir starfa undir eftirliti reyndra manna eftir að hafa setið grunn- námskeið. Til að fá ráðningu í starf branavarð- ar þarf viðkomandi að hafa lokið iðnnámi í iðn sem nýtist í starfinu eða þá að hafa menntun og reynslu sem sambærileg getur talist. Með þessum kröfum er gert ráð fyrir að umsækj- andi hafi góða þekkingu á einhverju' því sem slökkvilið þarf að vita um, eins og húsum, raflögnum, biireiðum, vélum o.fl. Að auki era gerðar kröfur um meirapróf bifreiðarstjóra, lág- marksþrek, umsækjandi sé ekki haldinn lofthræðslu o.fl. Hafi umsækj- andi uppfyllt þessi skilyrði gefst honum kostur á að sækja námskeið branavarða sem haldið er í slökkvi- stöðinni, því lýkur með prófi. Or hópi þeirra sem stóðust prófið era síðan ráðnir menn í lausar stöður með þeim formerkjum þó að þeir standist }>róf af sjúkraflutninganámskeiði RKI og Borgarspítala. Framhaldsnám í sjúkraflutningum, þar sem fjallað er fyrst og fremst um neyðartilvik, hefur nýlega bæst við, því lýkur með prófi. Mikill áhugi er fyrir öryggismálum um þessar mundir. Sá áhugi beinist meðal annars að því að tryggja slökkviliðs- og sjúkraflutningamönn- um þá þekkingu sem nauðsynleg er í starfi þeirra. Verður það væntanlega gert með reglugerðum sem byggðar verða á lögum um þessi mál. En hvers vegna þessar kröfur? Ef við lítum á störf branavarða í Reykjavík þá era þau aðallega þessi: 1. Slökkvistörf a) Reykköfun b) Öku- og tækjamenn c) Sfinavarsla 2. Sjúkra- og neyðarflutningar a) Almennir sjúkraflutningar b) Neyðarflutningar 3. Almannavamir Slökkviliðið er 1. útkallslið al- mannavama Reykjavíkur 4. Eldvamaeftirlit Eldvamaeftirlitsmenn era ráðnir úr röðum varðliðsmanna sem mikla reynslu hafa af slökkvi- og eldvam- arstörfum Það hefur verið stefna stjómenda slökkviliðsins að þjálfa varðliðsmenn þannig að þeir geti hver og einn unn- ið öll þau störf sem slökkvilið og sjúkraflutningar útheimta. Þessi „Sumir eru þeirrar skoðunar að brunaverðir eigi ekki aö annast sjúkraflutninga í Reykjavík og nágrenni þvi um sé að ræöa óskyld störf. Þeir sem hins vegar þekkja vel til þessara starfa eru flestir annarrar skoðunar." PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. stefiia hefur verið sú eina rétta, að mínu mati, því þannig er hægt að koma í veg fyrir mistök, þar sem allir kunna skil á því sem hinir era að gera. Sumir era þeirrar skoðunar að bruna- verðir eigi ekki að annast sjúkraflutn- inga í Reykjavík og nágrenni því um sé að ræða óskyld störf. Þeir sem hins vegar þekkja vel til þessara starfa era flestir annarrar skoðunar. í fyrsta lagi yrði kostnaður mikill ef stofha ætti sérstaka sjúkraflutninga- þjónustu. í öðra lagi yrði erfitt að finna menn sem þyldu til lengdar það álag sem stöðugur burður hefur í för með sér. í þriðja lagi hefur slökkvilið- ið á að skipa áhugasömum mönnum. Til merkis um það er nám í neyðartil- vikum, þar sem tvö 12 manna nám- skeið hafa verið haldin í tengslum við neyðarbifreið. Færri hafa komist að en vildu svo þriðja námskeiðið mun nú vera í uppsiglingu. Branaverðir gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem neyðarbifreið og viðvera á Borg- arspítala býður upp á varðandi aukna fræðslu og þjálfun. Skilningur borgaryfirvalda á málefn- um slökkviliðsins er fyrir hendi sem sést best með þvi að líta hina glæsi- legu slökkvistöð og fullkomnu tæki sem hún hýsir. Allt er þetta gert til að reyna að koma i veg fyrir slys og/ eða manntjón af völdum eldsvoða eða annarra óhappa. í fjölmiðlum er oftsinnis rætt um elds- voða, er þá yfirleitt fjallað um eldsupp- tök og skemmdir af völdum eldsins og vegna slökkvistarfa. Oft era nefndar tölur um tjón en sjaldan metin þau verðmæti sem náðst hefur að bjarga. Lesandi góður, hugsaðu um þetta næst þegar þú lest eða heyrir um elds- voða. Baldur S. Baldursson'. brunavörður í Reykjavík Frábær sumarauki 5 daga helgarferð til MALLORKA Hin eldhressa hljómsveit Ingimars Eydals verður með í ferðinni og heldur uppi stanslausu stuði. Við leggjum af stað 29. október og verðið er frá 12.800 kr. fyrir manninn. íslenskir fararstjórar verða á staðnum. Gist verður á lúxusíbúðarhótelunum Royal Playa De Palma og Royal Jardin Del Mar. Gerið ykkur dagamun og komið með til Mallorka. Tilvalin ferð fyrir vinnufélaga, spilafélaga, saumaklúbba o.fl. ðTKMrtK HALLVEIGARSTIG 1. SIMAR 28388 - 28580 Umboö a Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.