Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 42
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
4I
dv__________________________________________í gærkvöldi
Ásdís Ingþóvsdóttir nemi:
Þá fer ég bara að
heimsækja sjónvarp
stöðvunum um þessar mundir. Til
dæmis alltaf í vinnunni. I gærdag
fannst mér til dæmis alveg íróbært
í þætti Péturs Steins þegar hlustend-
ur máttu hringja og syngja eitthvert
lag. Það var sniðugt að heyra lagið
af plötu strax á eftir hverjum söngv-
ara. Skemmtileg nýjung, það má
vera meira af svona léttmeti. Yíir-
leitt hlusta ég á vinsældalista rósar
2 og fylgist með gangi mála þar. Rás
2 hlusta ég líka talsvert á um helgar
og finnst hún alveg ágæt.
Rás 1 hlusta ég frekar sjaldan á.
Það eru þó helst fréttimar eða ein-
hver skemmtileg leikrit.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund
Ég horfði ekki á sjónvarpið í gær-
kvöldi fremur en mörg önnur kvöld
því það er ekkert sjónvarp heima
hjá mér og finnst mér það alveg
ógætt. Ef mig langar að sjó eitthvað
sérstakt þá fer ég bara að heimsækja
sjónvarp. Til dæmis vil ég helst ekki
missa af Fyrirmyndarföður því mér
finnst hann svo góður. Nú, og svo
ef það eru góðar bíómyndir reyni ég
að horfa á þær. Sumir fiæðsluþættir
eru skemmtilegir, eins og til dæmis
þáttaröðin Svitnar sól og tárast
tungl.
í gærkvöldi hlustaði ég á útvarpið
og reyndar eingöngu á Bylgjuna.
Ég hlusta mest á hana af útvarps
Andlát
Arndís Tómasdóttir, Kársnesbraut
16, Kópavogi, andaðist í Borgarspít-
alanum að kvöldi 29. september.
Vilborg Ingimundardóttir, áður til
himilis að Háagerði 37, lést 30. sept-
eiuber í Elliheimilinu Grund.
Karla Ingibjörg Helgadóttir, Ás-
bergi, Skagaströnd, er lést á Héraðs-
hælinu Blönduósi 28. september,
verður jarðsungin frá Hólanes-
kirkju, Skagaströnd, laugardaginn
4. október kl. 14.00.
Valgeir Hilmar Helgason lést á
dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, 29.
september.
Ágústa Jónsdóttir, húsfreyja á
Vatnsleysu, er látin. Útförin fer fram
frá Skálholti laugardaginn 4. októb-
er kl. 14.00. Jarðsett verður frá
Torfastöðum. Bílferð verður frá BSÍ
M. 12.15.
Halldóra Oddný Hallbjarnardótt-
ir, Amarhrauni 19, Hafnarfirði,
verður jarðsungin fró Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 3. október kl.
13.30.
Bergþóra Einarsdóttir, Hofteigi 6,
(áður Kleppsvegi 44), verður jarð-
sungin frá Laugameskirkju í dag,
fimmtudaginn 2. október, kl. 13.30.
Ólafur Guðmundsson frá Isafirði,
Ásvallagötu 61, verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. okt-
óber kl. 10.30.
■ Tapað - Fundið
Tt,V tapaðist í Mosfellssveit
Hún Pollý, sem er lítil ljósbrún tík tapað-
ist sl. laugardag í Mosfellssveit. Þeir sem
hafa orðið varir við hana eru vinsamleg-
ast beðnir að láta vita í síma 666481.
Ýmislegt
Myndakvöld Útivistar
fimmtudaginn 2. okt. kl. 20.30. Mætið
vel á fyrsta myndakvöld vetrarins í Fóst-
litijeðraheimilinu, Langholtsvegi 109.
Hörður Kristinsson sýnir góðar myndir
úr sumarleyfisferð Útivistar i Þjórsárver
frá í sumar. Þjórsárverin eru mjög áhuga-
verð sem göngusvæði. Eftir hlé verða
kynntar vetrarferðir Útivistar og einnig
sýndar haustlitamyndir þeirra Egils Pét-
urssonar og Lars Björk úr Þórsmörkinni
og víðar. Kvennanefnd Útivistar sér um
kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir,
jafnt félagar sem aðrir.
Helgarferðir 3.-5. okt.
Þórsmörk í haustlitum. Gist í skála Úti-
vistar í Básum. Gönguferðir. Síðasta
haustlitaferðin. Einnig verður síðasta
dagsferðin i Mörkina kl. 8 á sunnudaginn.
Haustferð að fjallabaki. Nú er fagurt á
fjöllum. Gist í Emstruhúsi. Gönguferðir
um Emstrusvæðið. Kerið, Markarfljóts-
gljúfur, fossar við Mýrdalsjökul o.fl.
skoðað. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni
1, síman 14606 og 23732. Ath. takmarkað
fyjáss í báðar ferðirnar. Sjáumst.
Kattavinafélagið með basar
Kattavinafélagið verður með basar, fióa-
markað og hlutaveltu í Gerðubergi
laugardaginn 4. október kl. 2. Allur ágóði
rennur til Húsbyggjendafélagsins
Vetrarfyrirlestrarskrá Geð-
hjálpar komin út
Geðhjálp, félag fólks með geðræn vanda-
mál, aðstandenda þeirra og velunnara
gengst einu sinni enn fyrir hinum vinsælu
fyrirlestrum í vetur. Fyrirlestramir verða
haldnir á geðdeild Landspítalans, i
kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða allir á
fimmtudögum og hefjast kl. 20.30. Fyrir-
lestramir eru opnir öllum. Aðgangur er
ókeypis. Fyrirspurnir, umræður. Kaffi
verður eftir fyrirlestrana.
Fyrirlestrarskrá Geðhjálpar veturinn
1986-1987
9. okt. 1986 Páll Eiríksson geðlæknir, Sorg
og sorgarviðbrögð.
30. okt. 1986 Gunnar Eyjólfsson leikari,
Sjálfstraust.
20. nóv. 1986 Ingólfur Sveinsson geðlækn-
ir, Starfsþreyta.
8. jan. 1987 Ævar Kvaran leikari, Andleg-
ur stuðningur.
5. febr. 1987 Elfa Björk Gunnarsd. fram-
kvæmdastjóri, Næring og vellíðan.
12. mars 1987 Sigfinnur Þorleifsson
sjúkrahúsprestur, Sálgæsla á sjúkrahús-
um.
9. apríl 1987 Grétar Sigurbergsson geð-
læknir, Raflækningar.
30. apríl 1987 Helgi Kristbjamarson geð-
læknir, Svefnleysi.
Æfingatafla Knattspyrnu-
deildar Fram innanhúss
1986/87
2. flokkur (f. 1968,1969 og 1970): Miðviku-
dagar kl. 20.30-22.00.
3. flokkur (f. 1971 og 1972): Laugardagar
kl. 13.00-14.15.
4. flokkur (f. 1973 og 1974): Sunnudagar
kl. 9.40-11.20.
5. flokkur A (f. 1975); Sunnudagar kl. 13.
50-15.00.
5. flokkur B óg 6. flokkur A (f. 1976 og
1977): Sunnudagar kl. 15.00-16.05.
6. flokkur (f. 1978 og 1979): Sunnudagar
kl. 16.05-17.10.
Séræfingar yngri flokka: Laugardagar kl.
14.15-15.30.
Kvennaflokkur: Laugardagar kl. 13.00-
14.40.
Æfmgar verða í íþróttahúsi Álftamýrar-
skóla hjá öllum flokkum nema kvennaflokki
en þær verða í íþróttahúsi Hlíðaskóla.
Æfmgataflan gildir frá 24. september.
Sýningu Jóns Þórs
í Gallerí Gangskör að Ijúka
Fimmtudaginn 2. október nk. lýkur sýn-
ingu á málverkum Jóns Þórs Gíslasonar
í Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1. Frá
því Jón Þór lauk námi frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1981 hefur hann
unnið sjálfstætt að listsköpun sinni og er
þetta'þriðja einkasýning hans. Sýningin
er opin frá kl. 12-16.
Vetrarstarf
Breiðfirðingafélagsins
hefst sunnudaginn 5. október kl. 14 með
félagsvist og kaffi i Risinu, Hveríisgötu
105, 4 hæð. Allir hvattir til að mæta og
taka með sér gesti.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Vetrarstarf félagsins hefst fimmtudaginn
2. október kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Dagskrá verður fjölbreytt, kaffi og
að lokum hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar
Lárusson flytur. Állar konur eru velkomn-
ar.
Eyfirðingar
Árlegur kaffidagur Eyfirðingafélagsins
verður á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag-
inn 5. október. Húsið opnað kl. 14. Verið
öll velkomin og takið með ykkur gesti.
Hafsteinn á grænni línu
Blómaklúbburinn sem starfar á vegum
Vöku - Helgafells, er nú að hefja nýja
þjónustu við félagsmenn sína - íslenskt
blómaáhugafólk. Samið hefur verið við
Hafstein Hafliðason, einn fremsta sérfræð-
ing á sviði blómaræktar á íslandi, um að
svara í hverri viku spumingum blóma-
ræktenda símleiðis um hin margbreytileg-
ustu vandamál sem koma upp við
blómaræktina.
Hafsteinn verður á „grænu línunni" hjá
Blómaklúbbnum á hveijum þriðjudegi
milli klukkan 18 og 20 í síma 688300. Ef
félagar Blómaklúbbsins eiga í einhverjum
vandræðum við blómaræktina eða vilja
leiðbeiningar og upplýsingar geta þeir náð
beinu sambandi við Hafstein hjá klúbb-
num á grænu línunni hvern þriðjudag á
næstunni. Ráðgjöfin verður félagsmönn-
um að kostnaðarlausu og til þess að fleiri
njóti hennar en þeir sem hringja verða
ýmsar spurningar og svör birt í Blóma-
blaðinu.
Blómaklúbburinn hefur nú starfað í
hátt á annað ár. Félagsmenn fá á 4-6 vikna
fresti pakka með handbókum um blóma-
rækt, vönduðum Blómablöðum, auk
ókeypis fræpoka, alls kyns tilboða með
ódýrum blómavörum og þá hefur klúbbur-
inn staðið fyrir skemmtilegum getraunum
með vönduðum og góðum vinningum.
Óhætt er að fullyrða að undirtektir
blómafólks hafa verið einstaklega góðar.
Skráðir félagsmenn í Blómaklúbbnum eru
á áttunda þúsund og fer þeim stöðugt fjölg-
andi.
„Græna línan" til Hafsteins og Blóma-
klúbbsins á ýæntanlega eftir að hjálpa
félögum enn frekar við ræktunina því að
með þessari nýju ráðgjöf ætti félagsmönn-
um að veitast enn auðveldara að Iáta
heimili sín blómstra.
Þing Neytendasamtakanna
er haldið annað hvert ár, Þá er kjörin
stjóm til tveggja ára, auk annarra aðal-
fundarstarfa. Næsta þing Neytendasam-
takanna verður haldið laugardaginn 18.
október nk. Gestur Neytendasamtakanna
á þessu þingi verður Laila Freivalds, for-
stöðumaður konsumentverket í Svíðþjóð.
Að loknum aðalfundarstörfum mun Laila
flytja erindi um neytendamál í Svíðþjóð.
Erindi hennar hefst kl. 14. Að erindinu
loknu geta þingfulltrúar borið fram fyrir-
spumir og tekið þátt í umræðum.
Sædýrasafnið
Opið alla daga kl. 10-17.
Landssamband íslenskra
frímerkjasafnara
Dagana 28. ágúst til 7. september síð-
astliðinn var haldin alþjóðafrí-
merkjasýning í Svíþjóð sem nefndist
STOCKHOLMIA 86.
Á degi æskunnar, 6. sept., fór fram
spurningakeppni meðal unglinga, 17
ára, og yngri um efnið: Alfreð Nób-
el, ævi hans og störf; Nóbelsverð-
launin og frímerkjaútgáfur í
sambandi við þau. Var keppnin á
vegum Sveriges frimárksungdom
sem eru samtök unglinga innan
Landssambands sænskra frímerkja-
safnara.
Fimm Norðurlandaþjóðir tóku þátt
í spumingakeppninni. Eitt félag inn-
an Landssambands íslenskra frí-
merkjasafnara, Félag frímerkjasafn-
ara, sendi unglingalið til
keppninnar. Vom í því Kristján M.
Bragason, Per Henje, Sigtryggur Kl.
Hjartar og Stefán J. Boulter. Liðs-
stjóri var Guðni F. Gunnarsson og
hafði hann allan veg og vanda af
undirbúningi undir keppnina og eins
af ferðinni til Stokkhólms en Svíar
kostuðu hana að öðru leyti.
Frammistaða íslensku ungmenn-
anna varð með miklum ógætum, og
urðu þeir í þriðja eða fjórða sæti
ásamt Finnum. Sænsku unglingamir
sigmðu og Norðmenn urðu í öðru
sæti. Danska liðið rak svo lestina.
Keppnin fór mjög vel fram og tókst
svo vel að ákveðið mun vera að end-
urtaka spumingakeppni um frí-
merkjaefni þegar tækifæri gefst næst
til.
Vonandi verður frammistaða ís-
lenska liðsins hvatning til ungra
íslenskra safnara að taka síðar þátt
í spumingakeppni um eitthvert efni
innan frímerkjasöfnunar, jafnt inn-
anlands sem utan.
Tilkynningar
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund að Hallveigarstöðum fímmtu-
daginn 2. október nk. kl. 20.30.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur sinn fyrsta fund á vetrinum mánu-
daginn 7. október kl. 20.00 í safnaðar-
heimilinu. Á fundinum verður rætt um
vetrarstarfið og væntanlega kaffisölu 12.
október, á eftir verður spilað bingó. Fé-
lagskonur, mætið vel og takið með ykkur
gesti, nýir félagar boðnir velkomnir.
Fundurinn er öllum opinn.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Fundur verður í Kirkjubæ á laugardaginn,
hinn 4. október, kl. 15.00. Rætt verður um
vetrarstarfið og kirkjubæinn.
Gigtarfélag íslands með fund
Fundurinn verður kl. 20.00 í kvöld á gigt-
lækningastöðinni, Ármúla 5. Verkefni
fundarins er vetrarstarfið.
Fundurinn verður á þriðjudaginn kl. 20.30
á lofti kirkjunnar. Benedikt Gunnarsson
listmálari verður á fundinum og talar um
nýju altaristöfluna sem þar verður til sýn-
is.
Skrifstofur Stjórnarráðsins
Starfsdagur í Stjómarráðinui færist aftur
í fyrra horf yfir vetrarmánuðina. Verða
því skrifstofur Stjórnarráðs íslands opnar
kl. 9 til kl.17 mánudaga til fostudaga frá
og með 1. október nk.
Afmæli
60 ára er í dag, 2. október, Einar
M. Kristjánsson, Markholti 13,
Mosfellssveit. Hann og kona hans
Guðbjörg Kristjónsdóttir taka á móti
gestum í félagsheimilinu Þrúðvangi
við Álafoss milli kl. 17 og 20 í dag.
75 ára er í dag, 2. október, frú ína
Jensen, Marklandi 6, Reykjavík, frá
Kúvíkum í Reykjafirði á Ströndum.
Eiginmaður hennar var Sigurður
heitinn Pétursson símstöðvarstjóri á
Djúpuvík. Þeim hjónum varð 10
barna auðið.
\ AUKIAf A E
■ \ ÞJÓNUSTA / Bbhí EUROCARD
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öllu í sama simtali.
Hámark kortaúttektar i síma er kr. 2.050,-
Hafið tilbúið:
/Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmer'
og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.
/ ÞVERHOLT111 \
Lb EUROCARD / SÍMI27022 \
«=