Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINÁRSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Uppgjöf Þrír þingmenn Bandalags jafnaðarmanna hafa gefizt upp og gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. Fleiri voru ekki í þingflokki Bandalagsins, eftir að Kristín S. Kvar- an hafði áður gengið úr honum. Þingmennirnir yfirgefa sökkvandi skip. Engu að síður er nokkur sjónarsviptir að þessu tiltæki. Vilmundur heitinn Gylfason stofnaði Bandalag jafn- aðarmanna fyrir kosningarnar 1983 eins og kunnugt er. Þetta bandalag var meira en klofningsbrot frá Alþýðu- flokknum. Margir nýir komu þar til. Vilmundur stefndi að því, að þessi nýi flokkur, eða grasrótarsamtök, yrðu stærri en Alþýðuflokkurinn og því meginafl íslenzkra jafnaðarmanna. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu mikið fylgi nýja flokksins. Forystumenn hans gátu vonað á þeim grundvelli, að takmarkið næðist. En flestir studdu sína gömlu flokka, þegar til kosninganna kom. Banda- lag jafnaðarmanna fékk fjóra þingmenn, Alþýðuflokk- urinn sex. Eftir fráfall Vilmundar Gylfasonar bar flokkurinn ekki sitt barr. Hann hafði aðeins helming kosningafylg- isins í skoðanakönnun í október 1983. Þannig gekk til lengi. En þingmenn flokksins gáfust ekki upp á því stigi. Þeir létu til skarar skríða í ræðu og riti, og loks tókst þeim að laga stöðuna. Það vill gleymast nú, að Bandalag jafnaðarmanna naut 6-8 próent fylgis á tíma- bili, frá október 1984 til september 1985. Síðan hefur fylgi flokksins hrapað að nýju. Svo var komið í skoðanakönnun DV fyrir rúmri viku, að Banda- lag jafnaðarmanna fékk aðeins eitt prósent fylgi meðal þeirra, sem tóku afstöðu. Flokkurinn hafði gleymzt. Þingmönnunum og öðrum talsmönnum flokksins hafði mistekizt að skapa honum þá sérstöðu, að almenningur myndi eftir flokknum í skoðanakönnun. Þá varð degin- um ljósara, að nær vonlaust yrði að halda flokknum gangandi, þannig að hann fengi þingsæti. Annað var uppi á teningnum, meðan flokkurinn hafði 6-8 prósent fylgi. Þá hafði töluvert borið á Kristófer Má Kristinssyni, varaþingmanni, og Valgerði Bjarna- dóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Þingmennirnir Guðmundur Einarsson og Stefán Benediktsson fylgdu með. Þetta fólk lét í sér heyra, ræður og greinar voru töluvert í frjálshyggjuátt. Eftir þessu var tekið. Almenn- ingur skildi, að þarna gæti verið á ferð flokkur, sem ætti skilið að vera til og markaði sérstöðu sem samtök, er ekki tilheyrðu kerfisflokkunum. Þetta var fyrir bí, þegar opinn klofningur varð í flokknum. Þau Valgerður og Kristófer undu ekki stefnu þingmannanna. Með því var flokkurinn brátt allur. Þingmönnunum hefur síðan ekki tekizt að fá almenn- ing til að trúa, að eitthvað svo sérstakt væri við Bandalag jafnaðarmanna, að það verðskuldaði stuðn- ing. Því hafa þingmennirnir nú hætt að skamma kerfis- flokkana og sameinazt einum slíkum. Þetta þykir mörgum mikil uppgjöf með tilliti til allra upphrópana þessara sömu þingmanna um fjórflokkinn, sem þeir kölluðu svo, Sjálfstæðisflokk, Framsóknar- flokk, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk. Þennan fjór- flokk töldu þessir menn viðhalda kerfinu, svo bölvað sem það væri. Þessu kerfi vildu þingmennirnir breyta. Spuming er, hversu mjög menn geta treyst mönnum, sem taka slíkum sinnaskiptum. Haukur Helgason. Blinda á Seltjarnarnesi Það gerist ekki oft að forsetar lýð- kjörinna valdastofnana verði sér til skammar og geri sig að fíílum opin- berlega, sérstaklega ekki fyrir að níðast á fötluðu fólki. Þess vegna vakti það að vonum þjóðarathygli þegar forseti bæjarstjómar á Selt- jamamesi vísaði fötluðum manni út af opnum bæjarstjómarfúndi fyrir að nota hjálpartæki við að fylgjast með umræðum á fundinum. Það gildir einu þó einhverjar regl- ur kunni að vera til, þær hljóta að víkja fyrir þeim grundvallarmann- réttindum að fötluðum sé gert kleift að taka virkan þátt í þjóðfélaginu. Jafíirétti þeirra hlýtur að felast í því að taka tillit til fötlunar þeirra og gera þeim kleift að nota þau hjálpar- tæki sem til kunna að vera á hveij- um tíma, svo þátttaka þeirra til jaihs •>/ið aðra sé möguleg. Mannréttindi af þessu lagi em vemduð í stjómar- skrá og lögum og þó svo væri ekki er það siðblinda af versta tagi að virða ekki slíkan rétt. Hitt vekur ekki síður furðu þeirra sem til þekkja að kurteis og dagfars- lega prbður maður eins og Guðmar Magnússon, forseti bæjarstjómar á Seltjamamesi, fer allt í einu að hegða sér eins og fantur og fúlmenni og níðast á fötluðu fólki. A því eiga bæjarbúar á Seltjamamesi rétt á skýringu. Nokkrar staðreyndir Á fundi bæjarstjómar Seltjamar- ness 24. sept. sl. var m.a. til umræðu tillaga bæjarstjóra um 20% hækkun dagvistargjalda á dagvistarstofnun- um bæjarins. Á Seltjamamesi em tvær dagvist- arstoíhanir. Á hinni stærri þeirra eiga að vera 10 fóstmr auk tveggja yfirmanna. Undanfarið hafa einung- is unnið þar fóstrur í einni og hálfri stöðu. Ennfremur hafa mannaskipti ófaglærðs fólks verið mjög ör. Þetta þýðir auðvitað að þessar stofhanir bjóða uppá þjónustu sem er langt frá því sem gert er ráð fyrir og ætlast verður til. Ástæður þessa em m.a. þær að kjör fóstra em á Seltjamar- nesi ein þau lökustu á landinu. Hækkunartillaga bæjarstjóra er byggð m.a. á talnaleik þar sem sýnt er fram á meiri hlutdeild bæjarins í rekstrarkostnaði dagvistarstofhana en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Hins vegar hafði félagsmálaráð KjaUaiinn Gunnlaugur Ástgeirsson menntaskólakennari á Seltjamamesi dregið stórlega í efa útreikningsaðferð bæjarstjórans og þó einkum forsendumar sem hann gekk úr frá. Ekki síst hafði þó félagsmálaráð gert í fundargerð alvarlegar athuga- semdir við aðferðir bæjarstjóra við að knýja fram þessa hækkun án þess að til þess kjömir aðilar fengju tæki- færi til þess að fjalla um málið. Gerræðisvinnubrögð þessa bæjar- stjóra hafa hvað eftir annað vakið athygli og m.a. leitt til þess áður en þetta mál kom upp að bænum hefur haldist mjög illa á starfsfólki. Sigur- geir Sigurðsson hefúr nefhilega i aldarfjórðung verið kóngur í sínu ríki og skilur alls ekki þær leikregl- ‘ur lýðræðis að nefndir og ráð bæjarins séu til þess að fjalla um ákvarðanir í málefnum bæjarins. Allra síst líður hann að hans eigin flokksmenn séu honum ósammála. Þess vegna beitir hann allri sinni hörku til þess að knýja fram ákvarð- anir, sem orka tvímælis, framhjá nefíidum og ráðum. Barnaskattar í raun er 20% hækkun dagvistar- gjalda ekkert annað en aukaskatt- lagning á þá sem eiga böm, því fyrir vom á Seltjamamesi ein hæstu dag- vistargjöld á landinu þrátt fyrir að þjónustan sé eins og að framan greinir. Örlítið lægri útsvarspró- sentu á Seltjamamesi er nefhilega mætt m.a. með skattlagningu bama- fólks umfram það sem annars staðar tíðkast. Blinda í þessu ljósi verður að skoða þá atburði sem gerðust á bæjarstjómar- fúndinum 24. sept. Forseti bæjar- stjómar var að verja vondan málstað, knúinn til þess af bæjar- stjóra. Hluti félagsmálaráðs fylgdist með fundinum og því von að forset- inn væri taugaveiklaður. Það er hins vegar engin afsökun fyrir þeirri sið- blindu hans að reka Amþór Helga- son út af fundinum fyrir að nota segulband vegna sjónblindu sinnar. Og enn furðulegri em yfirlýsingar forsetans í blöðunum, t.d. í Morgun- blaðinu á sunnudag þar sem hann segir: „Um leið verða menn að skilja að Amþór er ekki venjulegur blind- ur maður, hann tekur þátt í stjóm- málum og gerðir hans verða að skoðast í því ljósi.“ Það vissu margir að Amþór er fremur óvenjulegur maður, en hitt er illskiljanlegt hvemig notkun hans á hjálpartækjum ber að skoða í pólit- ísku ljósi. Það vill nú svo einfaldlega til að blinda Amþórs er ekki pólit- ísk, hvað svo sem um hans skoðanir má segja. Hitt virðist vera að koma æ betur í ljós að forsetinn og bæjar- stjórinn em slegnir pólitískri blindu sem leiðir af sér siðblindar aðgerðir, og því miður fást engin hjálpartæki við slíku. Gunnlaugur Ástgeirsson „Forseti bæjarstjómar var að verja vond- an málstað, knúinn til þess af bæjarstjóra. Hluti félagsmálaráðs fylgdist með fundin- um og því von að forsetinn væri tauga- veiklaðurA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.