Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
Utlönd
* rr.nr.r.tiín'l
isIIHlSf
íi&uiSHi!
m fllM HM» l|,J
I New York Times í gær var fjallaö ítarlega um Island. Var þar meðal annars tekið fram að I þessu nútima
þjóðfélagi væru nær allir læsir og 5% þjóðarinnar tryðu á álfa. DV-mynd GVA
Bandarískir fjölmiðlar fjalla rtariega um ísland:
Fallegt
land
þar sem nær allir eru læsir
Ólafijr Amaraom, DV, New Yoric
í lok aðalfréttatíma ABC sjón-
varpsstöðvarinnar á þriðjudags
kvöldið sagði aðalþulur stöðvar-
innar að sennilega væri sú spum-
ing sem margir Bandaríkjamenn
spyrðu sig þessa stundina hvar fs-
land væri.
Sagði hann síðan í stuttu máli
frá legu landsins og sögu. Tók
hann fram að á íslandi væri elsta
þing í heimi. Þetta væri ákaflega
fallegt land og á íslandi kynnu nær
allir að lesa. Hann sagðist eitt sinn
hafa verið á Islandi og beðið leigu-
bílstjóra að fara með sig á áhuga-
verðasta staðinn í Reykjavík.
Hefði leigubílstjórinn farið með sig
á Þjóðminjasafiiið.
Aðspurður hvers vegna ísland
hefði orðið fyrir valinu, sagði Sé-
vardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, að Bandaríkin
hefðu þar stóra herstöð. „Við ætt-
um því að vera öruggir þar.“
Stríðsfyrirsagnir
Sagt var frá væntanlegum fundi
Reagans og Gorbatsjovs með
stríðsfyrirsögn á försíðu New York
Times í gær og var blaðið næstum
allt undirlagt af fréttum um fúnd-
inn. Á blaðsíðu 10 í aðalblaði New
York Times er grein um ísland
með mynd af Hótel Sögu í for-
grunni og tjöminni og Þjóðminja-
safni í bakgrunni.
í myndatexta er talað um að
nærri öll hótelherbergi í höfuð-
borginni séu að verða upppöntuð
fyrir blaðamenn. Með greininni er
einnig kort af íslandi ásamt hnatt-
korti þar sem lega landsins milli
Moskvu og Washington er sýnd.
ísviðsljósi
í greininni segir meðal annars:
fsland, sem nú er ýtt inn í al-
þjóðlegt sviðsljós sem vettvangur
fundar Reagans og Gorbatsjovs,
er meðal einangruðustu landa í
heimi og em íslendingar hreyknir
af því. Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti íslands, sem lagt hefúr áherslu
á vemdun sögu og tungu landsins,
hefúr látið hafa eftir sér: „Til allrar
hamingju vorum við gleymd um
aldir.“
Innan tveggja vikna mun þessi
einangrun verða rofin stutta stund,
er fylgdarlið leiðtoganna og að
minnsta kosti þúsund blaðamenn
koma til landsins. Er þessi leið-
togafúndur spennandi viðfangsefiii
sem reynir mjög á veitingahús,
hótel og aðrar þjónustugreinar í
Reykjavík. Bókanir hafa þegai far-
ið að berast í hundraðatali til
Flugleiða og hafa starfsmenn ekki
getað litið upp síðan fundurinn var
tilkynntur.
Á fundi þeirra Gorbatsjovs og
Reagans í Genf í nóvember síðast-
liðnum vom sjónvarps- og blaða-
menn yfir þrjú þúsund talsins.
Þrátt fyrir hugsanlega erfiðleika
lýsti ríkisstjóm fslands yfir ein-
lægum áhuga á þessu gestgjafa-
hlutverki.
Reykjavík var vettvangur ann-
ars konar fúndar milli austurs og
vesturs árið 1972 þegar bandaríski
skákmeistarinn Bobby Fischer
tefldi við og sigraði sovéska stór-
meistarann Boris Spassky. Árið
1973 hittust Richard Nixon, forseti
Bandaríkjanna, og Georges
Pompidou Frakklandsforseti í
Reykjavík til þess að ræða efna-
hags- og viðskiptamál.
Hin hijóstmga eldfjallaeyja ligg-
ur miðja vegu milli Moskvu og
Washington. Þó að ísland sé hlut-
laust landfræðilega séð er greini-
íegt að fsland er vestræn þjóð og
einn af stofnaðilum Norður-Atl-
anthafssáttmálans. Herstöð Atl-
antshafebandalagsins í Keflavík er
talm þýðingarmikil með tilliti til
eftirhts með ferðum sovéskra skipa
og kafbáta.
Herstöðin hefur verið viðkvæmt
pólitískt mál á stundum. Árið 1974
fyrirhugaði vinstri stjómin, sem
þá sat, að loka Keflavíkurstöðinni.
Undirskriftasöfnun til stuðnings
Atlantshafebandalaginu var sett í
gang og söfnuðust 55.000 undir-
skriftir og féll stjómin. f hennar
stað kom íhaldssamari stjóm og
síunþykkti Bandaríkjastjóm að
takmarka fjölda hermanna í her-
stöðinni í Keflavík við 2.900.
Herstöðin miðpunktur
Þrátt fyrir það hefúr herstöðin
verið miðpunktur umræðu um ut-
anríkismál á íslandi og hafa verið
þar mótmælaaðgerðir öðm hvom.
Árið 1979-1983 var landinu stjóm-
að af ríkisstjóm sem var frekar
vinstra megin við miðju en frá 1983
hefúr íslandi verið stjómað af rík-
isstjóm sem er frekar hægra megin
við miðju. „Þessi ríkisstjóm er
mun hlynntari vestrænni sam-
vinnu og Atlantshafebandalaginu
heldur en sú sem sem var á und-
an,“ sagði Sveinn Bjömsson,
íslenskur stjómEuerindreki í Lon-
don.
Á íslandi búa um 240.000 manns
og er það mjög einlitt þjóðfélag þar
sem flestir íslendingar em komnir
af Norðmönnum og Keltum.
Meðaltekjur em um 10.700 doll-
arar og er það því sambærilegt við
flest skandinavisk lönd og örlítið
hærri tekjur en í Japan. Eins og
velstöndugar einlitar þjóðir er
þjóðarauði íslendinga skipt á jafn-
an hátt og er þjóðfélagið ótrúlega
stéttlaust. Á Islandi er ólæsi nær
óþekkt og fjöldi bókaverslana. Em
bækur skyldugjafir á jólum.
Þótt fslendingar séu nútímaþjóð
em samt leifar af fomum venjum
og menningu enn sterkar. Jafnvel
í dag trúir fólk á álfa, anda og
hafmeyjar. Könnun, sem gerð var
á vegum Háskóla íslands, leiddi í
ljós að 5 prósent þjóðarinnar trúa
á álfa.