Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. NYJAR IÁNAREGLUR HINN 1. SEPTEMBER 1986 TÓKU GILDI NÝ LÖG UM HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS OG REGLUGERÐ UM LÁNVEITINGAR STOFNUNARINNAR ÚR BYGGINGARSJÓÐI RÍKISINS. Hinar nýju reglur varöa þessi lán: Lán til aö byggja eöa kaupa nýjar íbúðir í smíðum. Lán til að kaupa notaðar íbúðir. Lán til meiri háttar viðbygginga, endur- bóta og endurnýjunar á notuðu íbúðar- húsnæði. Lán til orkusparandi breytinga á (búð- arhúsnæði. Framkvæmd þessara nýju reglna er skýrð hér á eftir. Fræðslurit um hina nýju tilhögun liggur frammi hjá stofnuninni, á skrifstofum Félagsmálaráðuneytisins, sveitarfélaga og hjá Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. SÓTTUM LÁN OG BEÐIÐ EFTIR LÁNSLOFORÐI Ef þú hyggst sækja um húsnæðislán til Húsnæðisstofnunar ríkisins er grundvallar- atriði að gera það og bíða síðan eftir skriflegu lánsloforði áður en kaup eru gerð eða bygging hafin. Það er afar óhyggilegt að gera kaup- samning eða ráðast í byggingu áður en staðfest, skriflegt lánsloforð stofnunarinnar liggur fyrir, eins og augljóst er. Jafn óvarlegt er að selja íbúð nema fyrir liggi, að kaupandinn hafi skriflegt lánsloforö Húsnæðisstofnunar- innar í höndum, hyggist hann greiöa hluta kaupverðsins með láni frá stofnuninni. SKRIFLEGT LÁNSLOFORÐ Skriflegt lánsloforð Húsnæðisstofnunarinn- ar færðu innan 8 vikna frá umsóknardegi, haf- irðu verið úrskurðaður lánshæfur þar. I því er fjárhæð lánsins tilgreind og hvenær það verð- ur borgað út. Lánsloforð er að sjálfsögðu því aðeins unnt að gefa, að tilskilin gögn hafi verið lögð fram með umsókninni og í tæka tíð. MIKLU MÁLI SKIPTIR Miklu máli skiptir fyrir þig og þína, hvort heldur þú ert seljandi eða kaupandi íbúðar, að þú bíðir með allar skuldbindingar og endan- legar ákvarðanir þar til skriflegt lánsloforð stofnunarinnar hefur borist væntanlegum kaupanda. Ella geta salan/kaupin orðið öllum aðilum fjötur um fót og baggi um ókomin ár. Það er grundvallaratriði að gera hlutina í réttri röð og byrja ekki á öfugum enda. Séu málin vel undirbúin og byrjað á því, sem á að gera fyrst, má ætla, að þeim Ijúki á farsælan hátt. Sé hins vegar reynt að fara í málin í öfugri röð og jafnvel tekin áhætta varðandi há lán, m.a. varðandi útborgunartíma þeirra frá stofnun- inni, bjóða kaupandi og seljandi íbúðar hætt- unni heim. Það er augljóst, að enginn getur skuldbundið sig í kaupsamningi til að greiða fé, sem hann ætlar að fá að láni, fyrr en hann hefur skriflega staðfestingu fyrir því hvenær það á að koma til greiðslu. ÁBYRGÐ FASTEIGNASALA [ þessu sambandi er áriðandi að minnast þess, að fasteignasali sá, sem hefur milli- göngu um viðskipti kaupanda og seljanda, er þar að kemur, ber mikla ábyrgð á því að vel takist tii og ekki komi til vandræða, sem koma HÚSNÆÐISSTO síðan öðrum hvorum eða báðum aðilum í koll. Kaupsamningurinn á að vera svo vel undirbú- inn og unninn, að seljandi og kaupandi íbúðar geti treyst því til fulls að sérhver liður hans standist til hlítar. i því sambandi skipta greiðslur og greiðslutími almennt mjög miklu máli. Um þá hnúta verður að búa eins vel og frekast er mögulegt. (því efni má enga áhættu taka, ef vel á að vera. Verið þess vegna kröfu- hörð um vandaðan undirbúning og nákvæm vinnubrögð. LÁNSLOFORÐ ER JAFN MIKILVÆGT FYRIR BÁÐA AÐILA Væntanlegir íbúðakaupendur ættu að minnast þess, að skriflegt, skuldbindandi láns- loforð Húsnæðisstofnunarinnar í höndum þeirra gerir samningsstöðu þeirra á allan hátt miklu öruggari og betri en ef þeir hafa það ekki í höndum. Með sama hætti er það mjög mikil- vægt fyrir seljendur íbúða, að væntanlegir kaupendur hafi slík loforð í höndum. Það er eitt hið fyrsta sem þeir ættu að kynna sér er samningaviðræður hefjast, Seljandi hlýtur fyrst og fremst að telja þann kaupanda traustan, sem m.a. hefur skriflegt lánsloforð Húsnæðisstofnunarinnar upp á vasann, ætli hann á annað borö að sækja um húsnæðislán. ( þessu sambandi eru allar setningar óæskilegar, þar sem talað er um „Ef, vonandi, kannski, einhvern tíma“. Þess vegna er það grundvallaratriði fyrir báða aðila, að skriflegt lánsloforð Húsnæðisstofnunarinn- ar liggi fyrir þegar kaupsamningur er undirbú- inn eða ráðist í byggingaframkvæmdir. ÞÚ ÞARFT AÐ VITA HVAÐ ÞÚ HUGSAR ÞÉR Þegar þú sækir um húsnæðislán þarftu sem sagt ekki að hafa fengið augastað á sérstakri íbúð eða lóð og því síður gert út um það mál. Hins vegar þarftu að vita nokkurn veginn í hve stór kaup eða framkvæmd þú ætlar að ráðast. Fyrstu drög að kostnaðar- og greiðsluáætlun þurfa að fylgja umsókninni; einnig vottorð líf- eyrissjóðs/lífeyrissjóða um iðgjaldagreiðslur þínar (og ykkar beggja, ef um hjúskap eða sambýli er að ræða); og loks vottorð skatt- stjóra um íbúðareign (hafi hún verið fyrir hendi) og árstekjur sl. ár. Ella telst umsóknin ekki fullgild. AFGREIÐSLURÖÐ Umsókn þín færist í afgreiðsluröð jafnskjótt og hún berst Húsnæðisstofnun. Sé lánsum- sókn póstsend stofnuninni er hún færð í af- greiðsluröð í samræmi við póstsetningardag. Lán verða afgreidd í sömu röð og umsóknir berast og/eða íbúðir verða veðhæfar, skv. þar að lútandi reglum. Lánveiting til þeirra, sem ekki hafa átt íbúð á sl. 3 árum gengur fyrir veit- ingu lána til hinna, sem hafa átt og/eða eiga íbúðir á þeim tíma. Er í því sambandi farið eft- ir fyrrnefndu vottoröi skattstjóra. Sama einstaklingi er að jafnaði ekki veitt húsnæðislán oftar en á 5 ára fresti. ENDANLEG GÖGN VEGNA ÚTBORGUNAR LÁNS Endanleg kostnaðar- og greiðsluáætlun umsækjanda, sem og önnur umbeðin gögn, verða að liggja fyrir (stofnuninni a.m.k. 3 mán- uðum áður en lánveiting stofnunarinnar á að koma til greiðslu. Hafi fullgild gögn ekki borist verður útborgun lánsins frestað um 3 mánuði. Hafi gögn þá ekki borist fellur umsóknin og lánveitingin úr gildi. HVERJIR TELJAST LÁNSHÆFIR? Þaö er grundvallarbreyting frá fyrri reglum, að lánsréttur er nú, í flestum tilfellum, háður því, að: Umsækjandi sé og hafi verið virkur fé- lagi í lífeyrissjóði sl. 24 mánuði, samfleytt. Sá lífeyrissjóður hafi keypt eða skuld- bundið sig til að kaupa skuldabréf af Húsnæð- isstofnun ríkisins fyrir a.m.k. 20% af ráðstöf- unarfé sínu. Virkur félagi í lífeyrissjóði telst hver sá, sem hefur sannanlega greitt iðgjöld af atvinnutekj- um sínum eða námslánum samfleytt sl. 24 mánuði áður en hann sækir um lánið - og hver sá, sem nýtur lífeyris úr sjóðnum. Til að lífeyrissjóðsmenn geti notið hámarks- lánsréttar hjá stofnuninni verður viðkomandi lífeyrissjóður að hafa keypt eða skuldbundið sig til að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofn- un fyrir 55% af árlegu ráðstöfunarfé sínu. Nemi kaupin lægra hlutfalli skerðist lánsréttur sjóðsfélaga í samræmi við það. HVERJIR AÐRIR? Til eru undantekningar frá þeirri meginreglu, að væntanlegur lántakandi verði að vera virk- ur félagi í lífeyrissjóði, svo hann fái lán hjá Húsnæðisstofnun. Þær eru þessar helstar: HEIMILISSTÖRF Það fólk, sem hefur haft heimilisstörf að aðalstarfi og jafnframt launuð störf utan heim- ilis, þó ekki meiri en nemur fjórðungi ársverks eða hærri árslaun en 75 þús. krónur, miðað við kauplag árið 1985 á hámarks-lánsrétt hjá stofnuninni, svo fremi það sé ekki í hjúskap eða sambúð. Annars á það sama lánsrétt og hitt hjónanna eða hin sambýlismanneskjan. Hluti lánsréttar getur áunnist á skemmri tíma. ÖRORKA, ELLI, FÖTLUN Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem greitt hafa til lífeyrissjóðs í 24 mánuði samtals, þótt á mun lengri tíma sé, eiga sama lánsrétt og þeir einstaklingar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð síðustu 24 mánuði, samfleytt. Fái lífeyrisþegi lífeyri frá fleirum en einum lífeyrissjóði miðast lánsréttur hans við skuldabréfakaup þess sjóðs, sem greiðir honum mestan lífeyri þegar hann sækir um lánið. Þeir lífeyrisþegar, sem ekki búa við þessa aðstöðu, eiga hámarks- lánsrétt. Sama máli gegnir um þá, sem ekki hafa stundað launuð störf sakir fötlunar eða elli, þótt þeir séu ekki lífeyrisþegar. ÁRSTÍÐABUNDIN STÖRF OG TÍMABUNDIN VEIKINDI Lánsréttur manna skerðist ekki þótt þeir hafi misst úr vinnu vegna árstíðabundinnar at- vinnu eða vegna veikinda. HVERERU LANSKJÖRIN? Lán til að byggja eða kaupa íbúðarhúsnæði er til allt að 40 ára. Það má að sjálfsögðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.