Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Síða 5
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
5
Fréttir
Sjö manna lyfta Blönduvirkjunar:
Lyftan verður
238 metrar
Kristinn Sigtryggsson, hinn nýi
framkvæmdastjóri Arnarflugs.
Ráðinn firam-
kvæmdastjóri
Amarflugs
„Flugrekstur er hlutur sem ég þarf
að kynna mér,“ sagði Kristinn Sig-
tryggsson sem í gær var ráðinn
framkvæmdastjóri Amarflugs frá
næstu áramótum. Agnar Friðriksson
gegnir starfinu til þess tíma meðan
Kristinn kynnir sér rekstur félagsins.
„Þetta var fyrst nefiit við mig fyrir
um það bil hálfum mánuði,“ sagði
Kristinn, sem er löggiltur endurskoð-
andi. Frá árinu 1963 hefur hann
starfað hjá Endurskoðendum N.
Manscher, sem nú heitir Endurskoð-
unarmiðstöðin hf. N. Manscher. Frá
1970 hefur hann verið meðeigandi og
framkvæmdastjóri þess fyrirtækis.
„Þetta leggst svona ágætlega í mig.
En það er alveg ljóst að þetta er erfitt
starf. Framundan er mikið endurreisn-
arstarf," sagði Kristinn. -KMU
Kartöflur fluttar
út til Danmerkur
Fyrir skömmu voru flutt út til Dan-
merkur 25 tonn af kartöflum. Þetta
er þó ekki upphafið að kartöfluút-
flutningi því tilgangurinn er að prófa
vinnslu íslenskra kartaflna í vélum
sem hugsanlega verða keyptar hingað
til landsins.
Það er kartöfluverksmiðjan Kjör-
land hf., sem áður var eigu Kaupfélags
Svalbarðseyrar, sem stendur fyrir
þessum útflutningi. Ágæti hf. hafði
milligöngu í þessu máli.
„Þetta er fyrst og fremst rannsókn-
arverkefni. Við höfum ekki verið
ánægðir neð gæði kartaflnanna að
norðan. Við ætlum því að gera prufu
með að láta framleiða kartöflur í Dan-
mörku og prófa vélar sem við kaupum
væntanlega. Þessi leið var valin í stað
þess að kaupa dýrar vélar strax,“ sagði
Gestur Einarsson, framkvæmdastjóri
Ágætis, er hann var spurður um þenn-
an útflutning.
Gestur sagði að íslenskar kartöflur
væru mjög bragðgóðar. Hins vegar
væri þurrefiiisinnihald þeirra lágt og
ljóst væri að þær þyrftu meiri þurrkun
og ef til vill meiri suðu. Verið væri
að kanna vélar sem uppfylltu þessar
þarfir.
Kartöflumar verða síðan fluttar í
neyutendaumbúðum hingað til lands-
ins. Sá böggull fylgir skammrifi að þá
verða íslensku framleiðendumir að
greiða svokallað kartöflugjald sem
sett var á til að vemda innlenda fram-
leiðslu. -APH
Vommarkaðurinn:
Eigendaskipti
um næstu helgi
Vörumarkaðurinn á Seltjamamesi
skiptir um eigendur um næstu helgi.
Nýtt hlutafélag Sláturfélags Suður-
lands og heildverslunarinnar Sund
tekur þá við rekstrinum og Ebenezer
Þ. Ásgeirsson, stofriandi Vörumarkað-
arins, dregur sig í hlé.
Kaupverðið er leyndarmál en sam-
kvæmt heimildum DV var Vörumark-
aðurinn ódýrari en Víðir í Mjóddinni
er KRON festi kaup á fyrir tæpar 300
milljónir fyrir skemmstu. -EIR
Búið er að bjóða út smíði sjö manna
fólkslyftu fyrir Blönduvirkjun. Þetta
verður langhæsta lyfta á Islandi og
með lengstu lyftum í heiminum. Frá
gólfi í vélasal neðanjarðar upp í
stjómhús ofanjarðar eru 238 metrar.
Til samanburðar er að Hallgríms-
kirkjutum mælist 76 metra hár.
Búið er að bora göng fyrir lyftuna.
Þau em 3,80 metrar í þvermál. Þar
verða einnig rafetrengir og hring-
stigi. Sex vikur tók að bora göngin
í fyrravetur. Fyrst var bomð 25
sentímetra hola frá yfirborði og nið-
ur úr. Þá var boröxull látinn síga
niður og á hann hengdur borskjöld-
ur með mörgum tannhjólakrónum.
Síðan var skjöldurinn togaður upp
og þannig spændi hann 6 metra af
fullvíðum göngum á sólarhring.
Grjótsallinn féll niður og var fjar-
lægður jafrióðum.
Frestur til þess að bjóða í lyftu-
smíðina er út þennan mánuð en
lyftan á að verða fullbúin 1. ágúst
Í989. Ferðin í lyftunni mun taka
mínútu. HERB
g SAMSUNG
MYND
Tilvalinn í sumarbústaðinn,
• Hraðspólun. bátinn, langferðabílinn
: Bakspóiun. og sem aukatæki
• Sjálfvlrk endurtekning. ^ hCÍmÍlÍllU
220 volt. Einnig hægt að tengja
viö 12 volta rafgeymír. AðeíriS
24.900
stgr.
VELDU SAMSUIMG - ÞAD ER ÖRUGGARA
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 6-22-0-25.
LONDON
■ Helgar- og
vikuferðir
Yfir 55 hótel víðs vegar
um London og íbúðir
af öllum stærðum,
m.a.
Helgi Vika
Queensborough 13.203 18.735
Royal Scott 14.223 21.115
Imperial 14.328 21.360
Mount Royal 14.523 21.815
Bloomsbury 14.523 21.815
Kensington Close 14.688 22.200
White House 14.643 22.095
Forum 15.348 23.740
Kenilworth 15.558 24.230
Grafton 14.733 22.305
Vanderbilt 14.328 21.360
Clifton Ford 15.648 24.440
Straford Court 17.088 27.800
Cumberland 17.508 28.780
Ypsilon 14.598 21.990
Berners 16.983 27.555
Selfridge 18.123 30.215
DruryLane 16.983 27.555
St. George 18.528 31.160
Park Lane 19.353 33.085
Waldorf 18.603 31.335
RoyalGarden 19.548 33.540
Mariott 19.068 32.420
StJamesCourt 20.778 36.410
Britannia 22.428 40.260
Grosvenor House 23.448 42.640
Portman 24.063 44.075
Holidaylnn 17.856 29.592
Ritz 24.273 44.565
Ibúðir í Earls Court, Covent Garden,
South Kensington, Bakersstreet, May-
fair. Verð á viku frá kr. 19.000 miðað
við fjölda farþega og gæði ibúða.
Verð er miðað við gengi 15.09. Tveggja
manna herbergi með baði, wc, sjón-
varpi, sima og ýmsum öðrum þæging-
um. Verð gildir frá 1. nóv.-31. mars
en er eilitið hærra tram að þeim tima
og eftir.
Við útvegum leikhús-, bíó- og knatt-
spyrnumiða og ýmislegt annað.
Leitið upplýsinga hjá okkur og dragið
ekki að panta.
o
Ferðaskrifstofa
Kjartans
Helgasonar hf.,
GnoAarvogi 44. Simi 686255.
LONDON