Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Útlönd Innbrot í vopnabúr danska hersins Haukur L. Hauksacm, DV, Kaupmhcfci; Stolið var um hundrað kílóuin af sprengihylkjum, þrjátíu kílóum af dínamíti og sex hundruð hvell- hettum auk skothylkja fyrir byssur frá danskri herstöð í Farum fyrir skömmu. Þjófnaðurinn uppgötvaðist fyrst um helgina þar eð enginn fastur vörður er um vopnageymsluna en svæðið er annars vaktað af vopn- uðum vörðum er aka um það þrisvar til fjórum sinnum á sólar- hring. Vegna fækkunar fólks í hemum hefur ekki verið hægt að vakta vopnageymslu danska hersins all- an sólarhringinn, og hefur það því verið léttur leikur að brjótast inn um þéttar jámdyr vopnageymsl- unnar, ekki síst þar sem ljóst er að þjófamir hafa vel verið búnir að kynna sér tímaáætlun varð- anna. Ef sprengiefhið lendir í höndum hryðjuverkamanna geta afleiðing- amar orðið alvarlegar. Þijátíu kíló af dínamíti nægja tO að gera yfir tíu öflugar bflsprengjur. Þvi hafa dönsk yfirvöld, með leyniþjónustuna í broddi fylkingar, nú sett allt í gang til að koma upp um þjófana. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vopnum er stolið úr vopnageymsl- um danska hersins, en þó einn stærsti þjófhaðurinn til þessa. Framleiðendur þjófavamatækja benda á að öruggar þjófavamir þurfi ekki að kosta herinn nein ósköp og að spamaður hersins á því sviði sé hlægilegur ef litið er á þjófiiaði sem þennan og þær hör- mungar er hann getur leitt af sér. Sameiginlegir ólympíuleikar Kóreuríkjanna? Hafter eftir Juan Samranch, for- seta alþjóða ólympíúnefiidarinnar í gær, að talsmenn ólympíunefhda Norður- og Suður-Kóreu hittist fyrir áramót til að ræða mögulei- kann á að skipta með sér að hluta ólympíuleikunum sem fyrirhugað- ir em í Suður-Kóreu árið 1988. Suður-Kóreumenn hafa þegar samþykkt að nágrannar þeirra í Norður-Kóreu fai að vera vett- vangur fjögurra íþróttagreina á leikunum en Norður-Kóreumönn- um finnst það ekki nóg, þeir vilja fa að halda átta íþróttagreinar. Aldursforseti fallinn í valinn Górillan Karólína, elsta górilla sem vitað er um í dýragarði, 47 ára að aldri, lést fyrir skömmu í dýra- garðinum í Bronx í New York. Haft er eftir talsmanni dýra- garðsins að Karólína hafi lifað mun lengur en gengur og gerist meðal villtra stallsystra hennar í frumskógum Afríku. _____________________________________DV Óttast áróðursbrellu Sovétmanna vegna Afganistan Reagan hét sovéskum andéfsmönnum stuðningi er tekið var á móti Orlov í Hvrta húsinu Ólafur Amaison, DV, New Yoric Nú er lokaundirbúningur fyrir leiðtogafundinn í Reykjavík um helgina hafinn hjá Bandaríkjafor- seta. Reagan forseti hefur kvartað undan því á undanfómum dögum að tillögur er nú liggja fyrir þinginu um hermál séu þess eðlis að Sovét> menn muni ekki semja við Banda- ríkjamenn, því Bandaríkjaþing sjálft sjái um að veita Sovétmönnum það er þeir sækjast eftir. Nú er talið líklegt að fallið verði frá hluta þessara tillagna um her- mál, eða málatilbúningur þeirra að minnsta kosti frystur fram yfir ára- mót. Bæði er það að demókratar eru hræddir við að það verði notað gegn þeim í kosningabaráttunni fyrir þingkosningamar í haust, að þeir hafi bundið hendur Bandaríkjafor- seta fyrirfram og komið í veg fyrir að forsetinn gæti haft góð spil á hendi á íslandi. Einnig er rætt um það að demó- kratar hafi verið fremur jákvæðari gagnvart leiðtogafúndinum á Islandi en ýmsir íhaldssamir repúblikanar. Áhrif á þingkosningar Annars er talið að niðurstöður Reykjavíkurfundarins geti haft vemleg áhrif, jafiivel úrslitaáhrif á bandarísku þingkosningamar er hér fára fram eftir tæpan mánuð. Ef Bandaríkjaforseti kemur heim með það er teljast kann „góður ár- angur“ frá viðræðum sínum við Sovétleiðtogann, telja menn líklegt að repúblikanar haldi meirihluta sinum í öldungadeildinni og bæti jafnvel hlut sirrn í fulltrúadeildinni. Gagnrýnismenn fundarins innan flokks repúblikana óttast það hins vegar að forsetinn komi tómhentur frá íslandi, og það geti orðið til þess að demókratar vinni á í kosningun- um og nái jafhvel að fella meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, en um slíkt mega repúblikanar ekki hugsa. Mikið hefúr verið rætt um það hér í Bandaríkjunum hver verði helstu umræðuefni leiðtoganna í Reykja- vík. Ljóst er að afvopnunarmál verða ofarlega á dagskránni og leggja Sov- étmenn mikla áherslu á að á því sviði náist raunverulegur árangur. Víst er að sá vilji er einnig fyrir hendi hjá Bandaríkjamönnum. Reagan hefúr þó lýst því yfir að hann muni leggja inikla áherslu á aðra þætti í samskiptum stórveld- anna, svo sem sovéskt herlið í Afganistan og mannróttindamál í Sovétríkjunum sjálfúm. Lofar andófsmönnum stuðningi I móttöku í Hvíta húsinu í gær, þar sem Reagan tók formlega á móti Yuri Orlov og konu hans, hét forset- inn því að hann myndi gera mál sovéskra andófsmanna og gyðinga að mikilvægu umræðuefiú á fúndin- um með Gorbatsjov. Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefúr einnig lýst því yfir að Sovétmenn búist við því að rætt verði um mannréttindamál, svo og Afganistanmálið og að þeir séu tilbúnir að ræða þessi mál. Hann hefúr einnig lýst því yfir að á næstunni megi búast við því að hluti liðs Sovétmanna í Afganistan verði kallað heim. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, lýsti í gær áhyggjum sínum yfir því að Sovétmenn hygðust um helgina tilkynna um heimköllun verulegs hluta sovéska herliðsins frá Afganistan, og nota það sem auglýs- ingabrellu til að létta á þrýstingi Bandaríkjamanna vegna Afganist- anmálsins. Bandarískir fréttaskýrendur telja nú ljóst að leiðtogafúndurinn í Reýkjavík verði alvöru leiðtoga- fundur, þar sem rætt verður um alvarleg mál, en ekki eingöngu dag- skrá væntanlegs síðari leiðtogafúnd- ar er miðað er að að haldinn verði í Bandaríkjunum fyrir árslok. Lokaundirbúningur Bandarikjaforseta fyrir Reykjavíkurfundinn stendur nú sem hæst. A þessari teikningu, er birtist í Svenska Dagbladet eftir helgina, kemur fram að Bandaríkjaforseti hefur að mörgu að hyggja fyrir Reykjavíkur- fundinn. Danir frysta fé til byggingarframkvæmda Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmhöfa Danska ríkisstjómin stöðvaði á föstudag allar byggingarfram- kvæmdir á vegum hins opinbera þar eð ofvöxtur þótti vera á mörgum stöðum og þar allverulega farið fram úr fjárlögum. Húsnæðis- og bygg- ingamálaráðherra Dana, Thor Petersen, segir stöðvimina verða eins skamma og möguleiki er á . A hún að fría ríki ög sveitarfélög frá bindandi samningum svo að byggingarframkvæmdir minnki um fimmtán prósent á næsta ári. Hefúr stöðvunin mætt mikilli and- stöðu aðila byggingariðnaðarins og talsmenn hans tala um karatehögg gegn honum. Leiðtogar stéttarfélaga sjá fram á aukið atvinnuleysi og kalla þetta paniklausn á léttvægu vandamáli. Aðilar byggingariðnaðarins benda á að stöðvunin sé vitlaust tímasett þar eð framkvæmdir séu hægt á nið- urleið nú þegar og komi stöðvunin til með að skapa aðgerðaleysi í vetur. Kókaínherferð í Karabíska hafínu Bandaríska strandgæslan með að- stoð sjóhersins hefur nú hafið um- fangsmikla herferð gegn eiturlyfja- smyglurum er fram að þessu hafa athafnað sig í Karabíska hafinu og undan ströndum Kólumbíu að því er fram kemur í fréttatíma bandarísku CBS sjónvarpsstöðvarinnar í gær- kvöldi. I fréttinni er fullyrt að nú sé ný uppskera kókaíns að flæða yfir Banda- ríkjamarkað og sé herferðinni ætlað að stemma stigu við innflutningi nýju uppskerunnar til Bandaríkjanna. Mexíkönsk yfirvöld neituðu Banda- ríkjastjóm um þátttöku í herferðinni og segir CBS að hætt sé við að slíkt kunni að grafa undan árangri eitur- lyfjaherferðarinnar. Bandarisk sfjómvöld skipuleggja nú mikla herferð gegn eifurlyfjasmyglurum í Karabíska hafinu, er beita nú öllum brögðum við að koma nýrri kókainupp- skem á markað i Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.