Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986.
11
Fréttir
Þorsteinn Geirsson og Strober innsigla samkomulag sitt i dómsmálaráðuneyt-
inu í gær. DV-mynd GVA
Gyðingamir koma
og staldra við í
sex klukkustundir
- engin beiðni frá Israel
„Það hefur verið komist að sam-
komulagi í þessu máli. Hingað koma
á föstudagsmorgun átta til tíu gyðing-
ar á einkaþotu. Þeir ætla að halda
blaðamannafund undir hádegi þann
dag og halda svo heim á ný um klukk-
an 15 þennan sama dag,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra í samtali við DV.
Eins og kunnugt er af fréttum var
haft eftir Jerry Strober, fulltrúa sam-
takanna „The National council for
Soviet Jewry“, sem beijast fyrir rétti
gyðinga í Sovétríkjunum, að dóms-
málaráðuneytið hefði neitað leigu-
flugvél með hópi gyðinga um borð um
lendingarleyfi næsta föstudag. Ætluðu
mn 50 málsmetandi gyðingar að koma
hingað til lands vegna leiðtogafundar-
ins til að vekja athygli á málstað
gyðinga í Sovétríkjunum. Steingrímur
svaraði því hins vegar til að hertum
lendingarreglum væri ekki beint gegn
gyðingum sérstaklega. Þessar hertu
reglur væru aðhald.
- Nú hefur heyrst að hópur gyðinga
frá ísrael sé einnig væntanlegur hing-
að til lands?
„Ég hef óskað eftir því að vera látinn
vita um allt sem er að gerast í þessum
málum. Það hefur engin beiðni um
neitt slíkt komið frá ísrael. Ég get al-
veg fullyrt það því ef svo væri vissi
ég það,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son. -KÞ
Sfldaisölusamningar:
Engin bjartsýni
„Það eina sem ég get sagt er að
samningaviðræðurnar hefjast í dag,
við vitum nákvæmlega ekkert meira,“
sagði Gunnar Flóvenz, fi-amkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefhdar, í samtali
við DV, aðspurður um síldarsölu-
samninga við Sovétmenn sem hefjast
hér á landi í dag. Þessi fundahöld áttu
að hefast í september en var þá frestað
I gær var mikið um fúndahöld hjá
síldarsaltendum og sömuleiðis í stjóm
Síldarútvegsnefndar. Þeir síldarsalt-
endur sem DV héfur rætt við em allt
annað en bjartsýnir á þær samninga-
viðræður sem nú em að hefjast.
Sovétmenn hafa fyrir nokkm sett fram
kröfúr um síldarpakkningar sem engin
leið er að verða við vegna þess að slík-
ar pakkningar em ekki lengur fram-
leiddar.
Það sem þó mun verða erfiðast að
eiga við í samningunum við Sovét-
menn er hið lága síldarverð sem
Kanadamenn bjóða þeim. Þar að auki
munu Kanadamenn hafa gefið í skyn
að kaupi Sovétmenn ekki síld af þeim
muni þeir missa leyfi til fiskveiða í
kanadískri landhelgi en slík fríðindi
hafa Sovétmenn nú.
íslenskir síldarsaltendur telja sig
líka verða að fá hærra síldarverð en
þeir fengu í fyrra en þá varð tap á síld-
arsöltun hér á landi. Þá munu sjómenn
og útgerðarmenn ekki una óbreyttu
verði hvað þá lægra en var í fyrra.
Það er því hætt við að Gunnar Fló-
venz verði að taka á öllu sínu til að
ná samningum nú en hann er talinn
afar snjall samningamaður þegar um
síldarsölu er að ræða. -S.dór.
Eskifjörður:
Fyrsta sfldin á land
Emil Thorarensen, DV, Eskifiiöi;
Fyrsta síldin á þessari vertíð barst
til Eskifjarðar í gærmorgun. Það var
Snæfari RE 76 sem kom með 26 tonn
af vænni síld sem fór til frystingar í
beitu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar
hf. og Síldarvinnslunni i Neskaupstað.
Hin kunna aflakló, Ingvi Rafn, er
skipstjóri á Snæfara og sagði hann í
samtali við DV að hann hefði fengið
þessa síld i einu kasti í Mjóafirði um
miðnætti í fyrrinótt. Ingvi sagðist ekki
hafa orðið var við miklar lóðningar f
Reyðarfirðinum eða Fáskrúðsfirði.
Enn sem komið er liggur verð ekki
fyrir, hvorki á síld til frystingar eða
söltunar. Síldarsaltendur hefja ekki
söltun á síld fyrr en gengið hefur ve-
rið frá sölu hennar. Sex söltunarstöðv-
ar eru á Eskifirði.
Varðskip verður úti fyrir Höfða
íslenskt varðskip mun verða á sjón-
um úti fyrir Höfða meðan á leiðtoga-
fundinum stendur um helgina, að sögn
Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra i
Reykjavík.
Skip þetta mun fylgjast með öllum
skipa- og bátaferðum á svæðinu. 1 fjör-
unni verða svo lögreglumenn og sjá
um gæsluna frá sjávarmáli og i kring-
um Höfða. -KÞ
NUNAERRETTITIMINN!
Fazer píanó frá Finnlandi
Verð frá kr. 98.800,
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
Frakkastíg 16. Simi 17692.
Slappaðu af!
Þú veist hvernig það er.
Stífur háls eftir margra tíma
akstur í bíl. Strengur í baki
eða bólgnir fætur eftir erfiðan
vinnudag
Clairol nuddkoddinn getur
hjápað þér, þú lætur hann
einfaldlega gæla við hálsinn,
hrygginn og fæturna reglulega
yfir daginn, þannig að vöðvar
haldist mjúkir og blóðstreymið
sé eðlilegra.
Þeir sem nota Clairol
nuddkoddann koma síður
þreyttir heim úr vinnunni.
Clairol nuddkoddann þarf
ekki að tengja við rafmagn,
því hann er knúinn af 2
rafhlöðum sem endast í 150
skipti miðað við 10 mín.
notkun í hvert sinn.
Clairol nuddkoddinn
alltaf við hendina.
VIÐTÖKUMVELÁMÓTIÞÉR
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800