Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Qupperneq 12
lf2'
Mg! jmaívpilö g
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986.
Neytendur________________________________________________________ dv
Hertar flokkunarreglur í lambakjötsmatinu:
Aðeins fitulvtið kjöt
á að vera á markaðinum
Forráöamenn úr rööum Sláturfélags Suöurlands gæöa sér á kjötsúpunni, Guöjón Guömundsson, Matthías Gíslason,
Guöni Þorgeirsson, Kaupmannasamtökunum, Sveinn Simonarson, verslunarstjóri Austurveri o.fl.
Rúm 9% af öllu sláturfé á landinu
fara í svokallaðan O-flokk eða offitu-
flokk. Hann er nú verðlagður 11,5%
lægra en 1. flokkur. Stjömuflokkur
kostar í heilum skrokkum 242,00 kr.
kg., 1. flokkur 235 kr. kg. og 2. verð-
flokkur, þar með talinn O-flokkurinn
213 kr. kg.
Þannig er ætlast til þess að neytend-
ur eigi ekki að tapa á því að kaupa
þetta feita kjöt heldur geti fituhreins-
að það áður en það er matreitt.
Nútímafólk vill ekki borða feitt kjöt
en hingað til hafa framleiðendur ekki
viljað viðurkenna þá staðreynd heldur
haldið áfram að framleiða mjög feitt
kjöt. Þótt hinn svokallaði O-flokkur
Sigurgeir Þorgeirsson ráöunautur
sýnir fundarmönnum hvemig fitan er
mæld meö nýja fitumælinum. Þetta
er miölungsskrokkur, öruggfega ekkí
feitur, sagði Sigurgeir. Hann mældist
11 cm frá miöjum hrygg með 6 mm
fitulagi. Sigurgeir sagði að skrokkar
sem væru „bláir“, eða meö engu eða
litlu fitulagi væru lakari til matreiðslu.
Kjötið af þeim þomar og er seigara
undir tönn.
hsifi verið til í dilkakjötsmati síðan
1977 hafa reglumar verið svo rúmar
að alltof feitt kjöt hefur komist hjá
þvi að lenda í þessum offituflokki og
hafa neytendur neyðst til þess að
kaupa þetta kjöt fullu verði sem 1.
flokks og jafnvel stjömuflokkskjöt.
Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að
lambakjötsneysla í landinu hefur
breyst. Almenningur borðar ekki
lambakjöt nema til hátíðabrigða.
Vegna mikillar fitu sem verður að
fleygja verður kjötið hreinlega of dýrt.
Nú skal verða breyting á. Upplýs-
ingaþjónusta landbúnaðarins boðaði
frammámenn í kjötvinnslu og sölu á
sinn fúnd á dögunum ásamt með
blaðamönnum.
Sigurgeir Þorgeirsson sýndi fundar-
mönnum nýtt fitumælingartæki sem
hannað er af Andrési Jóhannssyni
kjötmatsmanni. Þetta er lítið tæki sem
auðvelt er að mæla fituna með á auga-
bragði. Þannig er ætlunin að herða
mælinguna og flokkamatið þannig að
feita kjötið sé ekki í 1. flokki. Neytend-
ur geta því neitað að kaupa óhóflega
feitt kjöt í verslunum og eru í sínum
fúlla rétti. Hins vegar er álagning á
kjöti frjáls þannig að neytendur geta
ekki borið saman verð á milli verslana
nema í heilum og hálfum skrokkum.
Það eina sem þeir geta gert er að sam-
einast um að kaupa ekki þetta feita
kjöt!
Sigurgeir sagði frá því að nú hefðu
menn komist að þeirri niðurstöðu að
fitusöfnun í fé væri arfgengur eigin-
leiki. Sömuleiðis hafa ráðunautar nú
komist að raun um að þétt vöðvabygg-
ing er einnig arfgengur eiginleiki.
Velja menn nú hrúta markvisst til
undaneldis með þessa tvo eiginleika
að aðalmarkmiði. Rannsóknir þessar
hafa verið í gangi á rannsóknarstöð-
inni að Hesti í Borgarfirði sl. tíu ár.
Kjötsúpan góður haustmatur
Boðið var upp á kjötsúpu. Vel að
merkja var kjötið greinilega valið, því
þama voru ekki hálsbitar eða fituk-
irtlar eins og oftast eru í þeim
pakkningum af súpukjöti sem neyf>
endum er boðið upp á í verslunum.
Ingi Tryggvason, formaður Stéttar-
sambands bænda, sagði að kjötsúpan
ætti að vera meira á borðum lands-
manna heldur en hún er. Hefja ætti
kjötsúpuna til vegs og virðingar og
gera hana að sérstökum haustmat.
Ingi sagði að skyndiverðkönnun
hefði leitt í ljós að bestu kaupin væru
í skrokkkum sem væru 14-15 kg á
þyngd. Með því að kaupa kjötið þann-
ig sparar neytandinn 8-900 kr. frá því
að kaupa einstök stykki.
„Við erum kindakjötsneysluþjóð.
Við skilum góðu hráefni, stundum
óþarflega feitu. Við eigum mikið undir
þeim sem meðhöndla kjötið í hendur
neytenda. Með réttri meðferð á kinda-
kjötið að vera bæði hátíða- og hvers-
dagsmatur," sagði Ingi Tryggvason.
Þá upplýsti Ingi einnig að heimilað
hefði verið að veita afslátt af ófrosnu
kjöti nú í sláturtíðinni, 11,60 kr. á
hvert kg.
Þannig eiga neytendur að njóta þess
að frystikostnaður sparast.
-A.BJ.
Ólafur H. Torfason hefur nýlega tekiö
að sér forstöðu upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins
U pplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð j>ér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
flölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
] Heimili
[ Sími
] Fjöldi heimilisfólks
i Kostnaður í september 1986:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
Nýslátrað og ófryst
er lambið ódýrast
Tvö kjötverð eru í gangi á dilka-
kjöti í dag. Verð á nýslátruðu og
ófrystu kjöti er 11,60 kr. lægra hvert
kg en á frystu kjöti frá því í fyrra
(eða eldra).
Kjöt er flokkað í sex verðflokka
en aðeins þeir þrír efstu eru ætlaðir
fyrir almennan markað, þ.e.a.s. neyt-
endur eiga ekki að þurfa að eiga á
hættu að fá 3. verðflokk í verslunum,
en í þeim flokki eru skrokkar sem
eru „holdrýrir, fitulitlir, gallaðir eða
með mjög gula fitu“ eins og segir í
reglugerð um mat á sláturafurðum.
Annars eru flokkamir sem hér segir:
stjömuflokkur sem kostar 242,80
kr.kg., en af honum er lítið til á
markaðinum. 1. verðflokkur kostar
235 kr., 2. verðflokkur 213 kr.
í þeim flokki er þetta margfræga
kjöt sem flokkast hefúr í 0 flokk
vegna of mikillar fitu. I verðskrá
Framreiðsluráðs landbúnaðarins er
getið um 3. verðflokk 199,40 kr. kg.
Það kjöt á hins vegar ekki að vera
á boðstólum í kjötverslunum.
-A.BJ.
Skipt um lit á baðherbergis-
flísum og hreinlætistækjum
Á dögunum rákumst við á lakk sem
hægt er að lakka með postulínsflísar
og baðherbergistæki eins og baðker
og vaska. Þetta er ítalskt efni, fæst í
Litnum í Síðumúla og kostar pakkinn
1741 kr.
í pakkanum er auk málningarinnar
sandpappír, bakki, rúlla og pensill.
Málning í einum pakka passar á eitt
baðker.
„Það er hægt að skipta um lit á
baðherbergisflísunum með þvi að rúlla
yfir þær. Það eru margir sem sitja
uppi með alls konar flisar sem þeir eru
orðnir dauðleiðir á en það er bæði
mikil fyrirhöfn og dýrt að skipta um
flísar," sagði Ragnar Petersen, af-
greiðslumaður í Litnum, í samtali við
DV.
Flísa- og baðkersmálningin er til í
ýmsum litum: hvítu, beige, bláu og
bleiku, svo eitthvað sé nefiit. j -A.BJ.
Allt sem til þarf er I kassanum sem
kostar rúmlega 1700 kr.