Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Leiðtogafundurinn: Þrír neyðarbílar á sólarhringsvöktum I tengslum við komu leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna verða þrír neyðarbílar á vakt allan sólarhringinn á Borgarsjúkrahús- inu. Til landsins er nýkominn nýr neyðarbíll sem ætlað er að þjónusta Gorbatsjov, af Keflavíkurílugvelli kemur annar bíll fyrir Reagan og almenningur í borginni hefúr svo gamla neyðarbílinn. Sá neyðarbíll, sem ætlaður er al- menningi, er nú orðinn þriggja ára gamall og var hann í „klössurí* er leiðtogafundurinn var ákveðinn en var kippt úr henni í framhaldi af fundinum. í framtíðinni er honum síðan ætlað að vera varabíll. Slíkt hefur skort hingað til og með til- komu hans eykst til muna öryggið í þessari þjónustu spítalans. -FRI » Læknir ekki á neyðarbílnum um nætur og helgar: í um þriðjungi tilfella skiptir læknir miklu máli Eins og fram hefur komið í fréttum ..tmunu verða til taks þrír neyðarbílar á Borgarsjúkrahúsinu í tengslum við leiðtogafundinn, einn fyrir hvom leið- togann og einn fyrir almenning. Sú þjónusta sem neyðarbíllinn veitir dags daglega hefúr verið gagnrýnd vegna þess að í honum er ekki læknir um nætur, helgar og á helgidögum. Lengi hefúr verið barist fyrir því að fá þessu breytt en málið er stopp ein- hvers staðar í kerfinu sökum þess að ekki hefur fúndist leið til fjármögnun- ar á þeim aukna kostnaði sem þetta ^hefði í för með sér. „Viðvera læknis skiptir miklu máli í þjónustu neyðarbílsins. I um þriðj- ungi tilfella er nauðsynlegt að læknir sé til staðar og í 10% tilfella er slíkt lífsbjargandi," sagði Öskar Einarsson, læknir á lyflækningadeild Borgarspít- alans, í samtali við DV er hann var spurður um þetta mál en hann hefúr haft umsjón með daglegum rekstri neyðarbílsins. „Við höfúm lengi bent á nauðsyn þess að læknir sé til staðar allan sólar- hringinn og um helgar því alvarleg slys eiga sér ekki síður stað þá en á öðrum tímum og hin hefðbundna bæj- arvakt nær ekki alltaf að anna álag- inu,“ sagði Óskar. Nýjasti neyðarbill Reykjavikurdeildar Rauða krossins. „í þau þrjú ár sem við höfúm veitt þessa þjónustu höfum við orðið varir við að almenningur tekur þessu vel og vill ekki að þetta leggist af. Hvað fjármögnun á sólarhringsvakt læknis á neyðarbíl varðar erum við að tala um smápeninga miðað við þá fjármuni sem eytt er í þjónustu innan spítal- ans.“ f máli Óskars kom ennfremur fram að þegar læknir er ekki á vakt í bíln- um eru á honum tveir menn frá slökkviliðinu sem sótt hafa sérstök námskeið. „Við höfum þjálfað upp hóp manna hjá slökkviliðinu en þeir geta aldrei komið í stað læknis, til dæmis í þeim tilfellum þegar taka þarf afstöðu til lyfjameðferðar," sagði Óskar. -FRI Hinir fimmtán ára gömlu krakkar, Ljósbrá, Margrét og Arnaldur, aðstoða jap- anska fréttamenn. DV-mynd KAE. Gott kaup í fréttamiðstöðinni í Hagaskola: 15árakrakkarfá 400 krónur á klst „Okkur var sagt að við ættum að fa 400 krónur á tímann," sögðu krakk- amir sem DV hitti í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla í gær. Sex fimmtán ára skólakrökkum, sem flest eru í fríi frá Hagaskóla, hefur verið heitið 400 krónum í kaup á tím- ann fyrir starf sitt í fréttamiðstöðinni. „Við erum kallaðir sendlar en við erum í alls konar stússi," sögðu þau Ljósbrá, Margrét og Amaldur sem DV spjallaði við. „Mamma vinkonu okkar er f ein- hverri nefnd. Hún bað vinkonu okkar að finna einhverja krakka og hún valdi okkur.“ -KMU Kvikmynduðu íslendinga að skemmta sér Erlendu fréttamennimir, sem stadd- ur em hérlendis þessa dagana, hafa reynt að kynna sér hin ólíkustu mál, meðal annars drykkjusiði íslendinga og hvemig þeir láta þegar þeir skemmta sér. Kvikmyndatökumenn frá fjórum stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkj- anna heimsóttu veitingahúsið Broad- way á laugardagskvöld. Gáfu þeir sér góðan tíma til að mynda gestina og Sumargleðina sem þar skemmti. Má búast við að umheimurinn fái nú líka að kynnast þessari hlið mann- lífsins hérlendis. -KMU Slökkviliðið með sama viðbúnað og um áramót - ekkert rætt við liðið af yfírstjóm „Það hefur ekkert verið rætt við okkur um leiðtogafundinn af hálfu yfirstjómar enda vita allir að þetta er gott slökkvilið," sagði Rúnar Bjama- son slökkviliðsstjóri í samtali við DV en allir sjúkrabílar borgarinnar og neyðarbíll eru í umsjá slökkviliðsins. Rúnar sagði að þeir hefðu fundað sjálfir um þetta mál og ákveðið á þeim fundi að hafa sama viðbúnað hjá sér og er um hver áramót en þá þarf á öllu liðinu að halda. „Þó við gerum þetta að eigin frum- kvæði búumst við í sjálfu sér ekki við að þurfa á neinum sérstökum við- búnaði að halda,“ sagði Rúnar. -FRI » -t Gæti þurft að flytja bóm milli félagsmiðstöðva „Foreldrar hafa hringt mikið hingað og spurst fyrir um hvað við bjóðum upp á hér og hvenær sé opið. Þeir virðast ekki vita um þessa aðstöðu enn sem komið er,“ sagði Markús H. Guðmundsson, umsjónarmaður starfceminnar í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli fyr- ir bömin úr Melaskóla. í Frostaskjóli er hægt að taka á móti 50 bömum og ef fleiri koma verður að flytja þau í aðrar félags- miðstöðvar í bænum. I gær komu níu böm fyrir hádegi og þegar DV var þar eftir hádegi í gær voru aðeins 24 böm mætt. „Hér fer ekki fram kennsla heldur má segja að við séum méð sumarstarf hér að vetrarlagi, við förum í leiki og ger- um ýmislegt skemmtilegt," sagði Markús. SJ Verið var að lesa ævintýri fyrir krakkana í Frostaskjóli þegar DV leit þar inn i gær. Krökkunum fannst fint að vera í frii frá skólanum og sögðu flest að bæði mamma þeirra og pabbi væru úti að vinna. „Pabbi er alltaf að vinna,“ sagði einn strákurinn. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.