Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 7 Atvinnumál Dragnótaveiðum á grunnslóð mótmælt - sjómenn frá Stokkseyri til Grindavíkur óánægðir Sjómenn á minni bátum, allt frá Stokkseyri til Grindavíkur, hafa sent sjávarútvegsráðherra undirskrifta- lista þar sem þeir mótmæla harðlega dragnótaveiðum báta stærri en 60 lesta á grunnslóð. Vilja þeir að stóru dragnótabátamir verði reknir út fyr- ir 3ja mílna mörkin. „Það hefur ekki borið á andstöðu gegji dragnótaveiðunum fyrr en nú og virðist svo sem sjómenn á minni bátunum vilji sitja einir að veiðum á þessu svæði. En þess ber að gætá að dragnótin er talin skila bestu hráefni allra veiðarfæra og hafa menn því í auknum mæli snúið sér að henni,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. Skipulag dragnótaveiðanna er breytilegt að sögn Jóns og þau leyfi til veiðanna, sem nú eru í gildi, renna út um næstu áramót. Hvað þá tekur við sagðist Jón ekki vita, en þetta erindi sunnlenskra sjómanna yrði að sjálfsögðu skoðað. -S.dór. Þessi myndin var tekin þegar verið var að landa ioðnu úr Gígjunni i Reykjavíkurhöfn, aflinn var ekki mikill þvi báturinn kom inn vegna bilunar. Landað er um allt land að kalla í þeirri aflahrotu sem nú stendur yfir en mest hefur borist til Bolungarvíkur og Siglufjarðar. DV-mynd GVA Síldarfiystingin: Allt í óvissu Það er með frystingu síldar eins og söltun að óvissa ríkir um fram- vindu mála. Ekki eru gerðir fyrir- framsamningar í sölu frystrar síldar eins og gerðir eru varðandi verkaða síld og því aldrei hægt að segja ná- kvæmlega til um hve mikið verður fryst. „Við höfum unnið mikið í mark- aðsmálunum undanfarið og virðist sem heldur sé þröngt um á markaðn- um. Enn er holdui' ekkert vitað um hráefnisverð og er nokkuð ljóst að það verður ekki ákveðið fyrr en samningar tun sölu saltsíldar til Sov- étríkjanna liggja fyrir. Ég hef ekki trú á þvi að frystihúsin fari út í síld- arfrystingu fyrr en verðið liggur fyrir og þvf er eiginlega ekkert hægt að segja um málið á þessari stundu," sagði Benedikt Guðmundsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í samtali við DV. Benedikt sagði að mest hefðu verið fi-ystar um 5 þúsund lestir af síldar- flökum og um 2 þúsund lestir af heilfrystri síld. Þetta magn næmi um 13-14 þúsund lestum upp úr sjó. Stærstu markáðir fyrir frysta síld eru í V-Þýskalandi, Frakklandi, Skotlandi og Japan. { fyrra voru seldar til Japans um 500 lestir af frystri síld. íslenska síldin erhrogna- laus og þvi stöndum við verr að vígi en Norðmenn sem geta boðið Japön- um hrognasíld en það eru einmitt hrognin sem Japanir sækjast eftir eins og við þekkjum frá loðnukaup- um þeirra hér á landi. Það er því alveg ljóst að lítið sem ekkert gerist i síldveiðimálunum í heild fyrr en samningar við Sovét- menn liggja fyrir og hregt að ákveða hráefnisverð út frá þeim. Sú síld sem veidd hefúr verið til þessa í haust hefiu- að mestu leyti verið fryst í beitu, enda mun vera skortur á beitusíld. -S.dór. Síldarsamningamir: Undirboð orsök erfiðra samninga „Undirboð Norðmanna, Kanada- manna og jafnvel Hollendinga á sölu saltaðrar sildar til Sovétríkjanna er svo hrikalegt að engu tali tekur. Norðmenn og Kanadamenn geta þetta í skjóli mikilla ríkisstyrkja og við þetta verðum við svo að keppa án allra slíkra styrkja. Það þarf þvi engan að undra þótt samningamir við Sovétmenn gangi stirðlega," sagði Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri síldarútvegsnefndar, í samtali við DV. Gunnar sagðist ekki geta sagt til um hvenær samningaviðræður við Sovétmenn hæfust aftur en þeim var frestað í síðustu viku. Þá höfðu Sov- étmenn lagt fram tilboð um kaup á 40 þúsund tunnum þótt í viðskipta- samningi landanna sé gert ráð fyrir kaupum á 200-250 þúsund tunnum af verkaðri síld árlega. „Það er staðreynd að einungis 5% veiddrar síldar í heiminum fer í sölt- un. Hjá Norðmönnum fer stærstur hlutinn í bræðslu, næstmest í fryst- ingu en langminnst í söltun. Hér hjá okkur er alltaf treyst á söltunina. Nú má veiða um það bil 70 þúsund lestir af síld hér við land. Jafnvel þótt við næðum samningum við Sov- étmenn um sölu á jafhmiklu magni og í fyrra, nemur það ekki nema um 30 þúsund lestum. Eftir standa þá 40 þúsund lestir og menn verða að gera sér grein fyrir því að frysting og eða önnur vinnsla verður að koma til í ríkari mæli en hingað til,“ sagði Gunnar Flóvenz. Loks benti Gunnar á að sala á 50 þúsund tunnum af saltsíld til Sví- þjóðar og Finnlands, sem nýverið hefur verið gengið frá, er mjög at- hyglisverður samningur. íslendingar eru með um 60% af finnska mark- aðnum og um 50% af þeim sænska. Þótt striðlega hefði gengið í samn- ingaviðræðunum við Sovétmenn í síðustu viku sagðist Gunnar bjrtsýnn þrátt fyrir allt. -S.dór. Vinnslan sjálf taki að sér fískmatið „Á ráðstefnunni, sem við héld- urn um þetta mál, kom fram eindreginn vilji hjá aðilum fisk- vinnslunnar að taka sjálfir yfir ferskfiskmatið og við erum nú að vinna að þvi þetta geti orðið. Til þess þarf að vísu lagabreyt- ingu en við búumst við að hún verði framkvæmd og við stefhum að því að breytingin geti átt sér stað í byrjun næsta árs þegar vetrarvertíð hefst." sagði Halld- ór Ámason. forstjóxn Rikismats sjávarafurða, í samtali við DV. Ekki er þar með sagt að ríkis- matið verði alveg lagt niður en þetta gæti þó leitt til þess að sögn Halldórs. Hann benti á að í þeim löndum, sem hafa náð lengst í gæðamálunum, svo sem eins og í Japan, væru fisk- vinnslufyrirtækin sjálf með fiskmatið. Ef gæðiistýringin er hjá fyrirtækjunum sjálfum fá þau svörun við málunum strax. En eins og ferskfiskmatið hefur ve- rið framkvæmt af ríkismatinu til þessa fær það ekki svörun frá fyrirtækjunmn fyrr en of seint. Öll gæðastýring verður því betri og auðveldari ef ferskfiskmatið er í höndmn fyrirtækjanna sjálfra, sagði Halldór Árnason. Það er ljóst að ef þessi breyting verður á ferskfiskmatinu leggst feikileg ábyrgð á fyrirtækin. Þau geta þá ekki skotið sér undan og vísað á ríkismatið ef eitthvað ber út af. Ef fyrirtækin vanda til matsins eru kostirnir augljóslega fleiri en gallamir að láta þau taka matið yfir, það er samdóma álit þeirra sem um þetta mál hafa fjallað. -S.dór. Reiknistofan: Fær stærstu tölvu landsins Reiknistofa bankanna mun í næsta mánuði taka í notkun stærstu tölvu landsins sem er af gerðinni IBM 30/90. Sem stendur er tölvan í skipi og bíður upp- skipunar. Að sögn Bjama G. Ólafssonar, fi-amkvæmdastjóra RB, mun nýja tölvan auk mjög afkasta- getu Reiknistofunnar auk þess að auka rekstraröryggið til muna. Frá því að uppsetning bein- línukerfisins í bönkunum hófst á síðasta ári hefur álagið á RB stöðugt aukist og nú er áfomiað að fara af stað með beinlínukerf- ið í banka á landsbyggðinni. Er hinni nýju 101^ ætlað. auk ann- ars, að koma til móts við þau áforra. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.