Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Stjómmál Kröfu um afsögn BJ- þingmanna vísað frá „Ekki eru rök fyrir því að leggja þetta mál undir úrskurð Alþingis, enda engin fordæmi fyrir slíku,“ sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, um erindi aðila úr landsnefnd og framkvæmdanefnd Bandalags jafnaðarmanna. Þar vru- þess farið á leit að Alþingi skæri úr því hvort þingmenn Banda- lagsins hefðu misst kjörgengi við það að ganga til liðs við aðra flokka. Var sú skoðun látin í ljós að með því hefðu þeir glatað kjörgengi sínu og vara- þingmönnum bæri réttur til þingsetu. Þorvaldur Garðar vísaði til 48. greinar stjómarskrárinnar en þar seg- ir: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sín- um.“ „Þetta ákvæði vemdar rétt þing- manns til að taka afstöðu til málefna eftir því sem sannfæring hans býður, þar á meðal í hvaða flokk hann kýs að skipa sér. Geta hvorki einstakir kjósendur né stjómmálaflokkar aftur- kallað þingmennskuumboð þótt óánægðir séu með afstöðu eða at- hafriir þingmanns," sagði Þorvaldur Garðar. -KMU Fjárlagafrumvarpið: 1250 þúsund í Hafskipsrannsókn í fjárlagafrumvarpinu, sem nú hef- ur verið lagt fram, er að finna þrjár fjárveitingar á aukafjárveitingum til viðskiptaráðuneytisins sem flokkað- ar eru sem „Hafskipsmál, rannsókn'* og nema þær samtals 1250 þúsund krónum. Hér er um að ræða fjárveitingar vegna þriggja manna rannsóknar- nef'ndar sem ráðuneytið kom á fót um síðustu áramót. Formaður nefhdarinnar er Jón Þorsteinsson hrl. en hlutverk hennar er að rann- saka hvort um óeðlilega viðskipta- hætti hafi verið að ræða í samskiptum Hafskips og Útvegs- banka íslands annars vegar og Hafskips og annarra aðila hins veg- ar. Nefndinni er ekki ætlað að rann- saka sömu mál og aðrir rannsóknar- aðilar hafa þegar gert heldur Iíta á þetta út frá stjómsýslulegum sjónar- miðum. Nefndin hefur starfað allt þetta ár en hefúr ekki skilað endan- legri skýrslu til ráðherra. -FRI Sóluskattur stærsta tekjulind ríkissjóðs Tekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 40 milljarðar króna. Er það 8,1 prósent hækkun frá því sem talið er að verði í ár. Uangstærsti tekjuliður ríkisins eru óbeinir skattar, eða 31,3 milljarðar króna. Þar af gefur söluskatturinn ríkissjóði 15,5 milljarða króna. Tollar, vörugjöld og aðflutnings- gjöld eiga að gefa ríkinu 7,7 millj- arða króna í tekjur á ntesta ári. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er ætlað að skaffa 2,5 milljarða króna til samneyslunnar. Skattar af launagreiðslum eru áætlaðir um 2,9 milljarðar króna. Þar 'af gefur launaskatturinn 1,5 milljarða og lífeyristryggingagjald atvinnurekenda 1,1 milljarð króna. Beinu skattamir, eignarskattur og tekjuskattur, vega lítið miðað við óbeinu skattana. Tekjuskatturinn á að skila ríkinu 4,7 milljörðum króna og eignarskatturinn 1,1 milljarði króna. Fjármunatekjur, það er vaxtatekj- ur og aðrar tekjur af lánum, eiga að gefa ríkissjóði 2,1 milljarð króna á næsta ári. -KMU Heilbrigðis- og tvygg- ingamál taka 40% útgjalda ríkissjóðs Gjöld ríkissjóðs em áætluð 41,6 milljarðar króna á næsta ári. Er það 6,1 prósent hækkun firá áætlaðri út- komu þessa árs. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu er ætlað að eyða langstærst- um hluta fjármuna ríkisins, 40 prósentum, eða 16,9 milljörðum króna. Þar af fara 10,3 milljaröar króna til tryggingamála og 6,6 millj- arðar króna til heilbrigðismála. Menntamálaráðuneytið fær næst- mest, eða 6,7 milljarða króna. Þar af fara 6 milljarðar króna til fræðslu- mála. Þriðja stærsta útgjaldaráðuneytið er reyndar ekki ráðuneyti heldur Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Hún þarf 3,5 milljarða króna til að greiða vexti og afborganir af lánum ríkis- sjóðs. Samgönguráðuneytið er næst í röðinni með 3,2 milljarða króna. Þar af á að setja 2,1 milljarð króna í vegamál. Landbúnaðargeirínn kostar þjóð- ina 2,5 milljarða króna á næsta ári. Þar af fara 720 miíljónir króna í út- flutningsbætur og 1,1 milljarður króna í niðurgreiðslur, sem reyndar eru skráðar undir viðákiptaráðu- neyti. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tekur til sín 2,1 milljarð úr okkar sameiginlega sjóði. Þar af fara 1,9 milljarðar til dómgæslu og lögreglu. -KMU Selja Áivakur og kaupa dýpkunarskip Fjármálaráðherra óskar í fjár- lagafrumvarpinu eftir heimild þipgsins til að selja vitaskipið Ár- vakur og verja andvirðinu að hluta til kaupa á krana og tækjabúnaði til vitaþjónustu. Ennfremur óskar fjármálaráð- heira eftir heimild til að veita ríkis- ábyrgð að lánum sem kunni að verða tekin til kaupa á dýpkunarskipi, enda liggi fyrir áœtlanir samgöngu- ráðuneytisins um líkleg verkefni fyrir slíkt skip, svo og áætlanir um rekstur þess. -KMU Þingfulltrúar risu úr sætum og fögnuðu ákvörðun forsætisráðherra. Steingrímur Hermannsson tilkynnti framboð sitt í Reykjaneskjördæmi Ég verð að láta skyldu mína sem fórmanns ráða „Það sem ég mun nú segja hefur verið einhver sú erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið og reyndar valdið mér meiri andvöku, þó sef ég nú vanalega eins og steinn, heldur en jafnvel leiðtogafundurinn," sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi í gærkvöldi. „Ég fór í framboð í Vestfjarðakjör- dæmi og mér var ákaflega vel tekið þar. Ég eignaðist þar mikinn fjölda góðra vina. Persónulega mundi ég kjósa að vera mína þingmannstíð þingmaður Vestfirðinga og Stranda- manna. Hins vegar get ég ekki neitað því að ég hef miklar áhyggjur af því að fylgi flokksins hefur minnkað veru- lega í þéttbýlinu. Ég hef sagt það hvað eftir annað að í næstu kosningum kunna að ráðast örlög þessa flokks, hvort hon- um tekst að byggja sig upp á ný í þéttbýli og verða aftur sá alhliða sterki flokkur dreifbýlis og þéttbýlis sem hann var eða hvort hann verður tiltölulega lítill dreifbýlisflokkur. Og það er í raun og veru þetta tvennt sem hefur barist um í huga mér, annars vegar, ég bið ykkur um að skilja það, mínar óskir sem ein- staklings, að starfa áfram fyrir það fólk sem tók mér svona vel, og hins vegar skyldur mínar sem formanns flokksins. Þegar ég segi þetta vil ég taka fram að mitt samstarf við ykkur hér í Reykjaneskjördæmi hefur ætíð verið mér til mikillar ánægju. Og svo sannarlega væri mér ánægja að starfa fyrir Reyknesinga. Reyndar hef ég verið búsettur hér í 20 ár. Og ég á reyndar líklega fleiri frændur hér í þessu kjördæmi heldur en í nokkru öðru og er oft minntur á það þegar ég kem suður á Suður- nes. Steingrímur tilkynnir framboð í Reykjaneskjördæmi. DV-mynd KAE Ég lagðist því undir feld, og ég heyrði það í útvarpinu áðan að ég hefði meira að segja gert það í kvöld- matartímanum, og það er eiginlega rétt, og niðurstaða mín varð sú að ég yrði að láta persónufegar tilfinn- ingar mínar víkja og skyldu mína sem formanns flokksins ráða. Ég hef því ákveðið, ef þið óskið, að gefa kost á mér til framboðs í þessu kjördæmi “ Við þessi orð Steingríms braust út dynjandi lófatak. Þingfulltrúar, sem fylltu fundarsal íþróttahússins í Hafharfirði, risu úr sætum sínum og fögnuðu ákaflega ákvörðun forsæt- isráðherra. „Fjölmargir í Vestfjarðakjördæmi hafa reyndar sagt við mig að þeir skilji það að eftir að ég, sem formað- ur flokksins, hef sagt aftur og aftur að við verðum að eflast í þéttbýlinu þá á ég ákaflega erfítt með að segja nei þegar ég er beðinn að sýna og sanna að ég meini það sem ég hef sagt. I raun og veru er það þetta sem réði því undir feldinum að ég ákvað að gefa kost á mér,“ sagði Steingrím- ur. Eftir yfirlýsingu hans stigu þrír fundarmenn í pontu og lýstu yfir framboði, þau Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi alþingismaður, Níels Ámi Lund ritstjórí og Inga Þyrí Kjartansdóttir, í stjóm Landssam- bands framsóknarkvenna. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.