Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Andlát Þórir Baldvinsson arkitekt er lát- inn. Hann fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóvember 1901, sonur Baldvins Baldvinssonar og Kristínar Jónsdóttur. Eftir gagnfræðapróf frá Akureyri liélt hann til Vesturheims að læra húsagerðarlist og lauk prófi í arkitektúr frá háskóla í San Franc- isco en árið 1930 tók hann til starfa á Teiknistofu landbúnaðarins í Reykjavík þar sem hann starfaði í tæpa íjóra áratugi, til ársins 1969 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann var forstöðumaður teikni- stofunnar frá 1937. Eftirlifandi eiginkona hans er Borghildur Jóns- dóttir. Þeim varð þriggja barna auóið. Utför Þóris verður ferð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Nanna Helgadóttir Ohlsson lést i Kaupmannahöfn 10. október sl. og verður jarðsungin þar á morgun, 16. október. Sólrún Jónasdóttir, Álfhólsvegi 53, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala 11. október sl. Charles Bjarnason, Aðalstræti 22, Isafirði, lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á ísafirði mánudaginn 13. október. Gunnar Eysteinsson, Hólmgarði 46, lést í Landakotsspítala mánudag- inn 13. október. Kristín Vigfúsdóttir, Kirkjuteigi 11, Reykjavík, andaðist 10. október sl. Útförin fer fram frá Laugames- kirkju mánudaginn 20. október kl. 13.30. Laufey Guðjónsdóttir, Safamýri 34, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. októberkl. 15. Útför Jóhönnu Methúsalemsdótt- ur, Þangbakka 10, Reykjavík, sem lést í Vífilsstaðaspítala 8. október, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 17. október kl. 15. Útför Ásmundar Kr. Ásgeirsson- ar, fyrrverandi skákmeistara, Há- teigsvegi 4, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Dr. Björn Þorsteinsson, Hjalla- brekku 19, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Jóhann J.E. Kúld, er andaðist 7. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. október kl. 15. Sumarlín Gestsdóttir frá Raufar- höfn, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsett á Raufarhöfn laugardaginn 18. október kl. 14. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu fimmtu- daginn 16. október kl. 15. Birgir Halldórsson, Þórshöfn, Langanesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. okt- óber kl. 16.30. Arndís Tómasdóttir lést 29. sept- ember sl. Hún fæddist og ólst upp í Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangár- vallasýslu, dóttir hjónanna Tómasar Halldórssonar og Vigdísar Vigfús- dóttur. Arndís giftist Gunnari Ólafs- syni en hann lést fyrr á þessu ári. Þeim varð tveggja sona auðið. Fyrir hjónaband hafði Arndís eignast son sem lést á öðru ári. Útför Arndísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Afmæli 90 ára afmæli á í dag, 15. október, Ingólfur Guðmundsson sjómaður, Hlíðartúni 7, Höfn, Hornafirði. Nauðungaruppboð á fasteigninni Goóheimum 8, 2. haeð, þingl. eigandi Gísli Björnsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. ___________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð á fasteigninni Bugðulæk 17, 2. hæð, þingl. eigandi Pálína Lórenzdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Steingrímur Þormóðsson hdl. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Karfavogi 44, aðalhæð, þingl. eigandi Ingólf- ur Guðnason, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Rofabæ 43, 2.f.m., þingl. eigandi Elísabet Gísladóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 15.15. Uppboðs- beiðendur eru Þorvaldur Lúðvíksson hrl. og Veðdeild Landsbanka Islands. __________________Borgarfógetaembættið I Reykjavik Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Arahólum 4, íb. 2 E, þingl. eigendur Nína Sigurjónsd. og Hjalti Kjartansson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Steingrímsson hrl., Veðdeild Landsbanka islands, Ásgeir Thoroddsen hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón Halldórsson hrl., Tryggingastofnun ríkisins, Kópavogskaupstaður, Ólafur Ax- elsson hrl., Róbert Arni Hreiðarsson hdl„ Landsbanki Islands, Þorvaldur Lúðvíksson hrl. og Bæjarfógetinn í Kópavogi. _______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík Nauðungaruppboð á fasteigninni Fiskakvísl 9, 2. t.v., þingl. eigandi Hörður Harðarson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. okt. 1986 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik Útvarp - Sjónvarp Felix Bergsson söngvari: Venjuleg amerísk menntaskólamynd I gærkvöldi horfði ég fremur lítið á sjónvarp. Þó horfði ég á þáttinn í fullu fjöri, þeir þættir eru mjög skemmtilegir. Því miður missti ég af Vitni deyr en ég hef hingað til fylgst með þeim þáttum. Það er áber- andi í sjónvarpinu hve breskir þættir eru miklu betri en þeir bandarísku. Það eina sem ég horfði á á Stöð 2 var myndin 16 kerti sem var venju- leg amerísk menntaskólamynd sem gengur út á nærbuxur og sex. Reyndar líst mér ekki alveg nógu vel á Stöð 2 það sem af er. Það er svo til eingöngu amerískt efni á boðstólum þar, alla vega ennþá. Finnst mér að leggja verði miklu meira upp úr íslenskri dagskrárgerð og verður það vonandi svo í framtíð- inni. Þegar ég hlusta á útvarp verður rás 2 yfirleitt fynr valinu. Hún og Bylgjan eru mjög góðar rásir. Páll Þorsteinsson og Vilborg Halldórs- dóttir á Bylgjunni eru fínir útvarps- menn. Jónatan Garðarsson og Ragnheiður Davíðsdóttir voru bæði með skemmtilega þætti í gærdag á rás 2. Því miður missi ég svo til allt- af af morgunþætti rásar 2 því þá er ég í skólanum. Svæðisútvarpið finnst mér að ætti að leggja niður. Ég held að það sé ekki grundvöllur fyrir því að reka það miðað við þá hlustun sem það virðist fá. Ég er mjög ánægður með þá sam- keppni sem myndast hefur í útvarps- og sjónvarpsmálum og held að hún verði til góðs. Það má strax sjá breytingu á RÚV sjónvarpinu en mikill fjörkippur hefúr komið í það undanfamar vikur. Tilkyriiúngar 50 ár frá gerð glermuna eftir Alvar Aalto lönnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði hinn fræga Aalto-vasa í samkeppni um hönnun glermuna, sem efnt var til af gler- verksmiðjunni Karhula-littala árið 1936. Glermunir Aaltos voru sýndir í fyrsta skipti á heimssýningunni í París 1937. Á þessu ári á vasinn, sem nefndur hefur verið frægasti nútímavasi í heimi, 50 ára afmæli. Það, sem Aalto lagði af mörkum til keppninnar, voru fjórir uppdrættir, hver með sínu móti. iittala glerverksmiðjurnar hafa framleitt tvær mismunandi gerðir vasa eftir uppdráttunum. 1 keppnisgögnum Aaltos voru líka nokkrar grunnar skálar Hjálparsveitirnar fá farsíma Á sunnudaginn sl. færði Landssamband hjálparsveita skáta hverri aðildarsveit sinni farsíma að gjöf. Tilefni þessarar rausnarlegu gjafar er 15 ára starfsafmæli Landssambandsins og góð rekstrarafkoma þess á árinu. Margar af hjálparsveitunum tóku þátt í öryggisgælsu vegna leiðtoga- fundarins og var tækifærið notað er henni lauk síðdegis á sunnudag og farsímarnir Námskeið fyrir sjómenn Slysavarnarskóli sjómanna mun efna til almenns námskeiðs fyrir sjómenn dagana 21. 24. okt. nk. Fjallað verður um helstu þætti öryggismála, svo sem endurlífgun og skyndihjálp, flutning slasaðra og ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður, með- ferð ýmissa björgunartækja um borð í skipum og höfnum. Björgun með þyrlum. Lög og reglur um búnað skipa svo og brunavamir og slökkvistörf. sem framleiddar voru fram til 1960. Frá ársbyrjun 1986 ákvað Iittala að hefja aftur framleiðslu á áðurnefndum skálum, sem nota má, að sögn Aaltos, sem bakka, ávaxtafot, og hvers vegna ekki undir kakt- usa. Á afmælisárinu framleiðir littala einnig Aalto-vasa í sægrænum lit, sem var einn af upphaflegu litunum á glermunum Aalt- os á heimssýningunni í París. littala glerverksmiðjurnar framleiða vasann núna einnig glæran, ópalhvítan og kóbolt- bláan. Umræddir glermunir Aaltos eru fagurt dæmi um mikilvægustu markmið Alvars Aalto: að skapa samhljóm í lífi mannsins með því að láta byggingar, hluti og um- hverfi mynda innbyrðis samspil. afhentir við formlega athöfn við Höfða. Fyrir valinu urðu Dancall farsímar en þeir eru mest seldu farsímar á fslandi. Það er fyrirtækið Radíómiðun hf. sem flytur inn símana og við þetta tækifæri færði Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar, LHS einn farsíma að gjöf. LHS og aðildarsveitirnar 21 eru því enn betur en áður í stakk búnar að takast á hendur margþætt björgunar- og þjónustu- störf. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða frá Slysavarnafélagi Islands, Landssambandi slökkviliðsmanna, Landhelgisgæslunni, Siglingamálastofnun og Líffræðistofnun Háskólans. Þess má geta að fyrri námskeið um ör- yggismál sjómanna, sem SVFÍ hefur gengist fyrir, hafa verið fjölsótt og færri komist að en vildu. Upplýsingar varðandi námskeiðin verða gefnar á skrifstofu SVFÍ. Dansnámskeiö íþróttafélags fatlaðra Danstímar fyrir fullorðna hefjast fimmtu- daginn 16. október kl. 20.30. Hjólastólafólk boðið sérstaklega velkomið. Kennsla fyrir börn og unglinga hefst laugardaginn 18. október kl. 16. Kennsla fer fram í félags- heimili ÍFR, Hátúni 12. Kennari Dagný Björk Pétursdóttir. Nánari upplýsingar í síma 688686 og 46635. 15. október - alþjóðlegur dag- ur hvíta stafsins Hvíti stafurinn er aðalhjálpartæki blindra við að komast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan. Hann er jafnframt for- gangsmerki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestum notum. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kenni- leiti. Mikilvægt er að hlusta eftir um- hverfishljóðum, t.d. eru fjölfarnar umferðargötur gott kennileiti. Þegar blindur maður þarf að komast yfir götu heldur hann stafnum skáhallt fyrir framan sig Okumenn og aðrir vegfarendur taka í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafinn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafs- ins eru kyrrstæðir bílar á gagnstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, sérstak- Iega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafur- inn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann fyrr en hann rekst sjálf- ur á hann. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðvunarmerki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjón- skertum fyllstu tillitssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir. Félag makalausra Félagsfundur í Mjölnisholti nk. fimmtu- dag, 16. október, kl. 21. Rætt verður um vetrarstarfið. Hallgrímskirkja - starf aldraðra Á morgun, fimmtudag, verður farið í Norr- æna húsið og skoðuð málverkasýning eftir Munk. Að því loknu verður ekið að Kjarv- alsstöðum og skoðuð málverkasýning Eyjólfs Eyfells, þá drukkið kaffi ef vill. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.30. Nánari upplýsingar gefur Dóm- hildur Jónsdóttir í síma 39965. Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtudaginn 16. október kl. 20.30 í félagsheimilinu. Gestur fundarins verður Sigríður Halldórsdóttir og mun hún tala um kljásteinavefstað. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Vetrarstarfið er hafið. Sýnikennsla verður í félagsheimilinu að Baldurs- götu 9 í kvöld, 15. október, kl. 20. Kristín Gestsdóttir kennari mun annast kennslu á nýjum og spenn- andi réttum úr innmat. Sýnikennslan er öllum opin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.