Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Mertning____________________________________________________________________dv Upptendraðir jassistar Nú á fimmtudagskvöldið 16. okt- óber heldur jasskvartett þeirra félaga George Adams og Dons Pull- en tónleika í Gamla bíói á , vegum jassvakningar. Það eru nú liðfn tæp- lega 7 ár síðan þessir merku jassleik- arar héldu hér tónleika í Austurbæjarbíói við gífurlegan fögnuð. Þeir tónleikar eru öllum þeim sem þar voru enn í fersku minni. Salurinn hreinlega upptendr- aðist við samleik þessara kappa og ánægjubros voru sem límd á andlit tónleikagestanna í lok tónleikanna. Fyrsttil íslands 79 í kvartettinum árið 1979 voru, auk Adams og Pullens, hinn stórkostlegi trommari, Danny Richmond, og bas- saleikarinn Cameron Brówn. Að þessu sinni kemst Brown ekki til Islands en i hans stað verður ungur efnispiltur með í ferðinni, Lonnie Plaxico að nafhi. Samningaviðræður standa nú yfir um að kvartettinn komi aftur hingað til lands í nóv- ember til að halda tónleika á Akureyri og jafnvel víðar og yrði Cameron Brown þá með í ferðinni. Liðsmenn Mingusar Kvartett sinn stofnuðu Adams og Pullen eftir að hafa starfað í hljóm- sveit bassameistarans Charles Mingusar um skeið. Fyrstu plötuna hljóðrituðu þeir félagar árið 1978 en þá var Mingus orðinn helsjúkur maður og beið aðeins dauðans. Átta mánuðum eflir dauða Mingusar var Dannie Richmond, gamli Mingust- rommarinn, kominn í kvartettinn að viðbættum Cameron Brown. A leið- inni til Evrópu stoppaði þessi merki kvartett hér á landi til tónleikahalds og skildi íslenska jassaðdáendur efl- ir ríka í anda að loknum frábærum hljómleikum. Síðan þá hefur þessum kvartetti vaxið heldur betur fiskur um hrygg og er í dag talinn vera ein besta smásveit jassins. Plötur kvart- ettsins eru orðnar 5 talsins og þykja æði góðar. Ýmsu vanir George Adams hefiir leikið ýmiss konar jasstónlist, blús og gospel, um ævina. Hann fæddist 1940, lærði fyrst í stað á píanó, en síðar á saxófón, flautu og klarínett. Að skólanámi loknu lék hann í blúshljómsveit og lék m.a. með Jimmy Red, Howling Wolf, Elmo James og Lightnin’ Hopkins sem liðsmaður í húsbandi blúsklúbbs í borginni Lathonia í Jass Jónatan Garðarsson Georgíu. Um tíma starfaði hann sið- an í hljómsveit söngvarans Sam Cooke. Upp úr 1968 tók George Ad- ams að leika eingöngu í jasssveitum og starfaði um skeið með Gil Evans og Art Blakey, þar til hann gekk til liðs við Charles Mingus árið 1973 og starfaði með honum til dauða- dags. Don Pullen er 4 árum yngri en Adams, kominn af mikilli tónlistar- fjölskyldu. Hann lærði ungur á píanó, en síðan undir handleiðslu Muhal Richard Adams og Guiseppi Logan. Um tíma starfaði hann með söngkonunni Ninu Simone, áður en hann sneri sér að jassspili með Art Blakey og síðar Charles Mingusi. Don Pullen er einn af merkustu jasspíanistum síðari ára. Hann er mjög fjölhæf'ur og leikur jöfhum höndum blús, bop og fijálsan spuna af þvílíkum krafti og innlifun að fólk verður uppnumið af þvi að hlýða á leik hans. George Adams er fyrir utan það að vera fantagóður saxisti harla lið- tækur blússöngvari eins og hann sýnir örugglega á tónleikunum á fimmtudaginn. Athyglisverður trommari Dannie Richmond ætlaði sér aldrei að verða trommari. Hann var fyrst og fremst saxófónleikari en fyrir hálfgert trommarahallæri tók hann að gutla á trommumar. Mingus réð hann síðan til að leika með hljóm- sveit sinni og eftir það varð ekki aftur snúið. Danni er mjög sérstakur trommari, það má jafiivel segja að hann spili á trommur eins og saxó- fónleikari, enda ekki nema von. Um tíma hætti hann með Mingusi því Mingus var ætíð mjög erfiður í um- gengni sökum skapgerðareiginleika sinna. Richmond tók þá að leika með þeim félögum, Mark og Almond, sem starfað höfðu um tíma með blúsleik- aranum breska, John Mayall. Stóð þetta samstarf í þrjú ár, en eftir það starfaði Richmond um skeið með Elton John og síðar með Joe Coc- ker. Árið 1974 sneri Dannie Rich- mond sér aftur að jassinum og tók upp samstarf við Mingus á nýjan leik. Hinn ungi bassaleikari Lonnie Plaxico er 25 árum yngri en Rich- mond, fæddur árið 1960. Hann hefiir meðal annars starfað með Art Bla- key, Junior Cook, Chet Baker og Sonny Stitt. Árið 1982 starfaði hann með Wynton Marsalis og ári síðar í hljómsveit Dexters Gordon og Hanka Mobley. Lonnie Plaxico þyk- ir mjög merkilegur og upprennandi bassaleikari. Aufúsugestir George Adams/Don Pullen kvart- ettinn kemur örugglega til með að gleðja jassþyrsta landsmenn nú að afloknum fundi þjóðarleiðtogaima Reagans og Gorbatsovs. Þeir ráða ef til vill litlu um heimsfriðinn en tónlist þeirra mun án efa stuðla að betra andrúmslofti og ylja sveiflu- hjörtunum með lækkandi sól. Þeir eru því sannkallaðir aufusugestir og vonandi láta jassgeggjarar og aðrir unnendur góðrar tónlistar þetta happ ekki úr hendi sleppa. George Adams saxófónleikari. Notar ^ þú Gold Sonne/RS WOLFF SYSTEM Það gera vandlátir. BENCO, (91)-2194fi^ Ursula Schmid og HróHur Vagnsson. Harmóníkutónieikar i Landholtskirkju 8. október. Flytjendur: Ursula Schmid og Hrólfur Vagrtsson. Á efnisskrá: verk eftir Domenico Scarlatti, Ole Scmídt, Franz Liszt, Isaac Albeniz, Wladislaw Zolotarjow, Johann Sebastian Bach, Sofija Gubajdulina og Torbjöm LundquisL Tæpast eru harmóníkutónleikar, al- varlegs eðlis, daglegt brauð í Reykja- vík. Þó er eins og allir vita öflugt harmóníkulíf í þeirri borg en löngum hafa harmóníkuleikarar fengist við heldur afmarkaðan geira tónlistar- sviðsins, sem betur fer mundu vist margir segja. Menn eru því kannski hissa þegar upp treður harmóníku- leikari vestan af fjörðum, sem í framhaldsnámi er við virtan tónlistar- háskóla í útlandinu, og það heldur tveir en einn. Skáldaði Scarlatti kannski _jtneð nikkuna í huga? Þau skiptu tónleikunum jafht á milli sín og Ursula Scmid lék fyrri helming- inn. Fannst mér það öllu viðkunnan- legra fyrirkomulag en ef skipst hefði verið á við hvert atriði á eíhis- skránni. Og strax á fyrstu tónum leyfði Ursula okkur að heyra hve ljómandi Scarlatti getur hljómað á nikkuna. Það er eins og karlinn hafi haft ein- hverja framtíðarsýn um þetta (þá) framtíðarinnar hljófæri. Eða kannski kompóneraði hann bara svona vel að verk hans þoli nánast hvað sem er. Svo lék hún líka stykki eftir danska harmóníkuklassikerinn Ole Scmidt og Isac Albeniz, eitt voðalegt hnoðverk eftir Wladislaw Zolotarjow og hikstaði nokkrum sinnum glæsilega á La Campanella Franz Liszts en lék hana að öðru leyti mjög skemmtilega. Urs- ula Schmid er greinilega alin upp í góðum músíkkúltúr og birtir hann í harmóníkuleik sínum. Ellegaardeon Seinni helminginn lék svo Hrólfur Vagnsson. Þeir sem með harmóníku- málefhum fylgjast hafa vitað af honum en að öðru leyti hefur hann að mestum hluta verið huldumaður í íslensku músíklífi, utan hvað hann lék Kjarv- Tóiílist Eyjólfur Melsted alsmúsík Hjálmars Helga Ragnars- sonar í sjónvarpsmynd. Hrólfur er, eins og Ursula, enn við nám við tón- listarháskólann í Hannover. Eina skyssu gerði Hrólfur og hana stóra, að ráðast í að leika Toccötu, Adagio og fúgu Johanns Sebastians Bachs. Hún er nú eitt sinn ein af þeim erfið- ari sem blessaður karlinn samdi og þykir torf að koma henni skikkanlega til skila á orgel, hvað þá heldur harm- óníku. Já harmóníku! Ég vona að ég blandist ekki inn í neinar sértrúar- og hreintrúardeilur dragspilsmafíunnar með því að brúka þetta orð. En nikk- umar sem þau léku á væru út af fyrir sig efhi í heila grein en í stuttu máli sagt léku þau á nikkur eins og Mog- ens Ellegaard lét útfæra og ég vildi bara kalla Ellegaardeon. Svo langt er þessi nýja nikka fram úr þeirri sem menn almennt þekkja þróuð. Harmóníkuleikurinn tekinn föstum tökum En fyrir utan Bach hafði Hrólfur ýmislegt annað og betur hæfandi nik- kunni á dagskrá. Scarlatti, að sjálf- sögðu, enda fór hann betur í meðförum þessara ágætu nikkuleikara en margra píanistanna sem hafa dundað sér við að ragsskella hann. Nafh Sofiju Gubajduliu hef ég aldrei heyrt fyrr en á þessum tónleikum en verk hennar De Profundis ljómar svo af einlægri harmóníkuást, þekkingu á möguleik- um hljóðfærisins og skemmtilegum hugmyndum að héðan í frá á hún ákveðinn kima i músíksálartötri mínu. Með heldur sundurlausri skáldun eftir Torbjöm Lundquist, sem nefnist Par- tita Piccola, sem ugglaust er meira gaman að glíma við á nikkuna en hlusta á, lauk þessu - þó ekki alveg því Hrólfur átti eftir að hrista Cavatín- una frægu úr Rakaranum í Sevilla fram úr belgnum, öllum til óblandinn- ar ánægju. Hrólfur er, eins og Ursula Scmid, ungur tónlistarmaður sem tek- ur harmóníkuleikinn föstum tökum og þótt enn sé í námi má greina í honum glettilega dúgmikinn harmón- ikuleikara sem vænta má að hefji nikkuna (eða ellegaardeonið) til fyrr- um óþekkts vegs og virðingar hér á landi. EM Nikkan upphafin 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.