Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. Úúönd Stjómarkreppa í Belgíu vegna tungumáladeilu F'orsaetisráðherra Belgíu, Wilfri- ed Martens, afhenti í gær konungi landsins lausnarbeiðni fyrir stjóm sína. Var það vegna tungumáladeilu Vallóna Flæmingja sem ekki hefur tekist að leysa. Deilur milli þeirra hafa staðið í mörg ár en það sem heitast hefur verið deilt um undan- farið var uppsögn frönskumælandi bæjarstjóra nokkurs sem ekki var nógu vel að sér í flæmsku. Frönskumælandi og flæmsku- mælandi deila einnig um hverjir eigi að halda Evrópusöngvakeppn- ina en hún á að fara fram í Belgíu í vor. Sjónvarpsstöð frönskumæl- andi telja rétt að keppnin fari fram í Liege, heimaborg Söndm Kim. Það þarf þó 60 miljónir íslenskra króna til þess að koma húsnæði því er til greina kemur í viðunandi horf. Vilja flæmskumælandi að söngvakeppnin fari fram í Ant- werpen þar sem allt er til staðar en aðeins húsfymi fyrir 1000 manns. A meðan syngur Sandra Kim lagið „Vinur, vinur“ sem er á hraðri leið niður vinsældalistann í Belgíu. 14 kílóa rotta bett veiðimann Kriaján Bembuig, DV, lökaien; Er veiðimaður nokkur í Belgíu sat og drakk bjórinn sinn við bakka árinnar Maas réðst 14 kílóa rotta á hann. Hún beit í fótlegg hans svo að það þurfti að flytja hann á sjúkrahús til þess að gera að sárunum. Slökkviliðsmenn á staðnum voru kallaðir út til að leita uppi rott- una. Fundu þeir óargadvrið sem var á stærð við hund. Gullrán um hádegisbil Jóharma Rútadóttir, DV, Viru Glæsilegur óg miðaldra við- skiptavinur kom inn í skartgripa- verslun hér í Vín og haföi meðal annars á brott með sér 15 kíló af gulli. Atburðurinn átti sér.stað síó- astíiðinn föstudag um hádegisbil og voru aðeins tveir afgreiðslu- menn í versluninni. Ræninginn ógnaði þeim með af- sagaðri byssu og batt þá í stóla í herbergi inn af versluninnl Því næst gerði hann sér lítið fyrir, læsti versluninni og krækti sér í 15 kíló af gulli og 240.000 krónur. Veró- mæti gullsins mun vera um 9 milljónir króna. Flúði hann svo staðinn með feng sinn í poka. Maður nokkur. er hafði ætlað inn í verslunina meðan á ráninu stóð. gekk burt sannfærður um að lokað væri vegna hádegishlés. Ræningjans er nú leitað og auð- veldar það mjög leitina að hann huldi ekki andlit sitt fyrir af- greiðslumönnunum. Trausts- yfirtýsingu frestað í ísrael Deilur um valdaskiptin í ísrael urðu þess valdandi að ísraelska þingið frestaði afgreiðslu á trau- styíírlýsingu við Yitzhak Shamir sem forsætisráðherra. Átti hann að taka við embættinu af Peres samkvæmt samkomulagi sem gert var efitir síðustu kosning- ar. Shimon Peres átti að taka við embætti utanríkisráðherra ísraels í gær. Gagmýndi verkamanna- flokkurinn hægri flokkinn fyrir að hafa komið með óaðgengilegar hugmyndir um stöðuveitingar á síðustu stundu. Elie Wiesel hlýtur fríðaiverðlaun Nóbels lifði af útrýmingarherbúðir Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var hann aðeins 15 ára gamall. Síðan hefur hann helgað líf sitt því að halda lifandi minningunni um ógnir nasismans og von hans er sú að slík- ar hörmungar endurtaki sig. Elie Wiesel er búsettur í New York, hann hefur skrifað hátt í þrjá- tíu bækur og er stöðugt á ferðinni um allan heim til þess að þjóna málstaðnum. Um þessar mundir er Wiesel mest upptekinn af því að koma upp safhi í Bandaríkjunum til minningar um fómarlömb helfarar- innar. Hann tók sjálfúr fyrstur skóflustunguna að safhi þessu fyrir ári og lagði þar niður ösku frá út- rýmingarbúðum nasista. Gorbatsjov í ávarpi til sovésku þjóðarinnar í gærkvöldi: Gyðingurinn Elie Wiesel hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár og eiginkonan Marion óskar honum hér til hamingju. Wiesel er rithöfundur, búsettur í New York, og kom útnefningin ekki á óvart þar sem hann hefur oft komið til greina áöur. Björg Eva Eriendsdóttir, DV, OsQó: Það kemur ekki á óvart hér í Noregi að gyðingurinn Elie Wiesel er sá sem hlýtur firiðarverðlaun Nób- els í ár. Hann hefur oft áður komið til greina og einhvem tímann hlaut að koma að því að hlyti náð fyrir augum norsku nóbelsnefhdarinnar. Nefhdin hefur einungis hlotið hrós fyrir þessa útnefningu. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðhema og þingmenn úr ýmsum stjómmálaflokkum hafa opinberlega látið í ljós ánægju sína með að Wies- el fái friðarverðlaunin í ár. Wiesel er rithöfundur og heim- spekingur. Hann er einn þeirra sem Segir Bandaríkjamenn hafa eignað sér frumkvæðið í ávarpi til sovésku þjóðarinnar í gærkvöldi lýsti Gorbatsjov Sovétleið- togi leiðtogafundinum á íslandi sem mikilsverðu skrefi í átt til afvopnunar- samninga stórveldanna í framtíðinni, en gagnrýndi Bandaríkjastjóm harð- lega fyrir ósveigjanleika í áformum sínum um vamarkeríi í geimnum, svo- kallaða stjömustríðsáætlun. I ávarpi sínu kvað Gorbatsjov við- ræðumar á íslandi hafa verið gagnleg- ar en stjömustríðsáform Bandaríkja- manna væm enn sem fyrr helsti þröskuldur á vegi varanlegra afvopn- unarsamninga. Gorbatsjov ásakaði einnig banda- rísku samninganefhdina fyrir að segja vísvitandi ekki rétt frá þróun viðræðn- anna í Höfða og eigna sér mestallt frumkvæði í þeim tillöguflutningi er þar fór fram. Sagði Gorbatsjov að þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um eigið frumkvæði í viðræðunum væri sannleikurinn sá að á íslandi heföu allar mikilvægustu afvopnun- artillögumar átt uppmna sinn í sovésku sendinefhdinni, en í þeim hefði verið gert ráð fyrir útrýmingu kjamorkuvopna á næstu tíu árum. Sagði Gorbatsjov að slík samþykkt heföi leitt til sögulegra þáttaskila, til heilla fyrir mannkyn allt en á endan- um hefði óbilgimi Reaganstjómarinn- ar varðandi geimvamaáætlunina leitt til þess að ekkert varð úr samningum. Yfirskin Sovétmanna Richard Perle, aðstoðarvamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði aftur á móti á fundi með blaðamönnum í gær að tillaga um útrýmingu kjamaflauga á næsta áratug kæmi frá Reagan for- seta. Sagði bandaríski aðstoðarvam- armálaráðherrarm að viðræðumar í Reykjavík hefðu raunvemlega siglt í strand sökum andstöðu Sovétmanna við að þurfa að fóma langdrægum kjamaflaugum sínum í slíkum samn- ingi en ekki vegna andstöðu þeirra við bandarísku geimvamaáætlunina. Á blaðamannafundinum með Perle, er fram fór í gegnum sjónvarpskerfi upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, meðal annars með þátttöku íslenskra blaðamanna, lagði aðstoðarvamar- málaráðherrann áherslu á að umtals- verður árangur hefði náðst á íslandsfundinum þó óneitanlega hefðu það orðið vemleg vonbrigði að ekki heföi tekist að fastbinda betur drög að samkomulagi um afvopnunarmál. I svari við spumingu frá íslandi kvaðst Perle vilja nota tækifærið og undirstrika ánægju Bandaríkjastjóm- ar með hlut íslendinga að undirbún- ingi og framkvæmd fundarins er hann sagði að verið heföi sérlega glæsilegur. Shultz hittir Sévardnadse Haft var eftir Bandaríkjaforseta í gær- kvöldi að niðurstöður fundarins í Reykjavík útilokuðu alls ekki mögu- leika á því að annar fundur leiðtog- anna yrði senn haldinn og lýsti forsetinn Gorbatsjov sem manni er hægt væri að semja við af alvöru. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kvaðst í gær ætla að fúnda með sovéskum staarfsbróður sínum, Sévardnadse í Vínarborg í næsta mán- uði og á þeim fundi myndi Banda- ríkjastjóm leggja mikla áherslu á það við Sovétmenn að haldið yrði áfram viðræðum þeim um afvopnum er skrið- ur komst á í Reykjavík. Richard Perle, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á sjónvarpstundi með blaðamönnum i sjö evrópskum höfuðborgum i gær, þar á meðal Reykjavik. Kvað Perle Sovétmenn hafa guggnað í Reykjavik við tillögu Bar.darikja- manna um útrýmingu langdrægra kjarnaflauga i áföngum. DV-mynd Brynjar Gauti Sprengjutilræði í Barcelona Öflug sprengja sprakk í bíl fyrir utan lögreglustöð í hjarta Barcelona í gærkvöldi. Lögreglumaður lést af völdum sprengjunnar og tólf manns særðust, þar af tveir alvarlega. Að sögn lögreglunnar haföi bílnum verið stolið og var hann með falskt númer. Var hann fullur af sprengi- efiii, nöglum og málmbrotum sem settu göt á nærliggjandi bíla við sprenging- una. Sprengingin varð aðeins tveim dög- um áður en tilkynnt verður um hvar ólympíuleikamir sumarið 1992 verða haldnir en Barcelona hefur sótt um að fá að halda þá. Borgarstjórinn í Barcelona heldur þó að ekkert sam- band sé á milli sprengingarinnar og umsóknar Barcelona en aðskilnaðar- sinnar í Katalóníu hafa lýst því yfir að þeir séu mótfallnir ólympíuleikun- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.