Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 13 Látum verkin tala í hjálparstaifi „...þetta fólk þarf ekki á vestrænum forsjárkenningum að halda heldur ein- lægri samvinnu á grundvelli gagnkvæmis og skilníngs." Það er óafsakanlegt hneyksli að jafnmargir íbúar jarðar líði skort og fátækt eins og raun ber vitni. Sér- fræðingar eru á hverju strái með kraftaverkakenningar um það hvemig þessu fólki megi koma til hjálpar. Bækur eru skrifaðar, ráð- stefnur haldnar, langar ræður fluttar og menn karpa af kappi um skoðan- ir og kenningar í þróunarmálum. Á hverjum degi em margir fundir og ráðstefnur haldnar þar sem fátæktin í þriðja heiminum er leyst í orði. Oft vill brenna við að kenningin sé eitt en fólkið allt annað. Stundum verða fræðin að markmiði í sjálfu sér. Tilefhið, fólkið sem þjáist, verður aukaatriði. Þegar þú skyndilega stendur síðan mitt á meðal þessa fólks, skynjar lífsbaráttu þess, við- horf og tilfinningar ei eins og allar kenningar, ræðumar og bækumar verði að engu en við blasir þessi sársaukafulli vemleiki, fólkið sjálft, líf þess og kjör. Neyðarhjálp eða langtímahjálp Frá skrifborði fjarlægðarinnar virðist ansi einfalt að álykta hvað fátækum er fyrir bestu. I spjaili yfir kaífibolla á þægilegum stað er gott að láta gamminn geisa, hella úr bmnni þekkingarinnar um þróunar- málefnin og hafa allt á hreinu um hvemig fátæku fólki þriðja heimsins eigi að hjálpa. En svo skyndilega þegar ég stend frammi fyrir þessu fólki, augliti til auglitis, skynja áþreifanlega lífsaðstæður þess, heyri fólkið tala, finn lyktina, sé með eigin augum fótmál þess og handbragð, búsetuskilyrðin, lífsafkomumögu- leikana, hin djúpstæðu vandamál, sem þetta fátæka en elskulega fólk á við að stríða, þá verður eitt ljóst: þetta fólk þarf ekki á vestrænum forsjárkenningum að halda heldur einlægri samvinnu á grunvelli gagn- kvæmis og skilnings. Við verðum að þekkja þetta fólk áður en við getum sagt hvað því sé fyrir bestu. Eg tek því með nokkrum fyrirvara öllum umræðum um skilin á milli neyðar- og langtímaaðstoðar í hjálp- arstarfi. Oft vill sú umræða einkenn- ast af óskhyggju og draumsýn sem slitin er úr tengslum við fólkið sjálft sem hjálpa á en miðast fremur við KjaUariim Gunnlaugur Stefánsson guðfræðingur okkar eigin aðstæður hér á Islandi. I raun eru engin hrein skil á milli neyðar- og langtímaaðstoðar. Bæði hugtökin tjá aðeins eitt, þróunars- amvinnu, samstarf á milli veitenda aðstoðarinnar og þiggjenda, sam- starf sem nær til fjölmargra sviða mannlífsins. Fatagjöf, matvælagjöf, heilsugæsluþjónusta, þetta sem jafn- an er talið til neyðarhjálpar, þessi aðstoð hlýtur að vera forsenda frek- ari aðstoðar. Einnig er fyrir hendi mismunandi notkun á matvælum í hjálparstarfi. Vinna fyrir mat, mat- vælaúthlutun einu sinni í mánuði er nemur ákveðnum hluta matvæla- þarfar fjölskyldunnar, fólk borgar táknræna upphæð fyrir fót og af- raksturinn er nýttur til að bora eftir hreinu vatni í þorpinu. Hér eru dæmi nefnd sem sýna hversu skilin á milli neyðar- og langtímahjálpar eru óljós. Stóra spumingin er hvernig staðið er að framkvæmd hjálparinnar og hvort samvinnan að baki henni er gagnkvæm og einlæg. Þá má nefha enn eitt dæmið um þessi skil. Fiskveiðiverkefnið í Massava í Eþíópíu, sem Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur m.a. staðið að og íslenskir skipstjórar hafa starf- að við, þjónar hvort tveggja þeim tilgangi að miðla þekkingu og reynslu í fiskveiðum, sem um leið eykur fiskaflann, en sá afli geti einn- ig nýtst í hjálparstarfi með matvæla- dreifingu. Líklega er mesta neyð hins daglega lífs í þróunarlöndunum skortur á hreinu vatni og langar vegalengdir frá heimilum fólksins til vatnsins. Það vekur strax athygli á ferðalagi um sveitir þróunarlanda þessi straumur gangandi fólks með vatns- ílátin á höfðinu og þar ber fyrst og fremst á konum og bömum. Víða ganga konur og böm svo klukku- stundum skiptir á hverjum degi eftir vatni, vatni sem er óhreint og meng- að, helsti valdur sjúkdóma og dauða ungbama. Að tryggja fólki aðgang að hreinu vatni við bæjardymar er ekki einungis lífskjarabylting heldui- virk neyðaraðstoð því slík fram- kvæmd bjargar lífi í orðsins fyllstu' merkingu. Hjálparstofnun kirkjunn- ar stóð að slíkum framkvæmdum í S-Súdan og á Filippseyjum og em á meðal árangursríkustu neyðarráð- stafana sem stofhunin hefur staðið að. Nýlega fylgdist ég með hjálpar- starfi á meðal flóttafólks á landa- mærum Súdan og Eþíópíu. Þar dvelja um 850 þúsund flóttamenn frá Eþíópiu þar sem yfir 30 þúsund manns dvelja í hverjum hjálparbúð- um fyrir sig. Meirihluti þessa fólks hefur flúið á sl. tveimur árum vegna þurrka og stríðsátaka í Eþíópíu. Á flóttamannasvæðunum er annar hver maður flóttamaður. Fyrir í Súd- an er mikil fátækt, þar hafa þurrkar einnig herjað með uppskerubresti og matvælaskorti, mikið atvinnuleysi ríkir og almennur skortur á öllum sviðum. Súdanskt samfélag getur ekki tekið við svo mörgum flótta- mönnum án utanaðkomandi hjálpar fremur en við íslendingar ef fyrir okkur lægi að veita viðtöku 120 þús- und flóttamönnum og eru þjóðai’- tekjur okkar 27 sinnum hærri en í Súdan. Enn er þessu fólki haldið á lífi með matvælagjöfum. Það sér hver maður að ekki verður skapað heilt þjóðfélag fyrir 850 þús. manns með atvinnustarfsemi, skólum, sjúkrahúsum og annarri nauðsyn- legri uppbyggingu á einu ári. Það skortir fjármagn, tækni, markaði, tæki, allt sem nauðsynlegt er til slíkrar uppbyggingar. Lífsbaráttan mitt á meðal starfsfólks hjálpar- starfsins og flóttafólksins fjallar um brauð og vatn á morgun. En þetta fólk þráir líf og framtíð eins og ég og við öll. En sjálfsbjargarviðleitnin er sterk. I kringum hrörleg flótta- mannatjöldin sérð þú fólkið rækta grænmeti í grýttri jörð af mikilli umhyggju og dugnaði. En þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi er eitt sem stendur upp úr og kemur svo mikið á óvart, það er bros þessa fólks, vin- gjamleiki og hlýjan I handtaki þess. Það bauð mér að deila með sér brauði sínu í flóttamannatjaldinu. Það er stórkostlegasta og eftirminni- legasta veisla sem mér hefur nokkru sinni verið boðið til. Að skilja fremur en að fordæma Oft erum við uppfull af fordómum í garð þróunarlandanna. Fordóm- amir stuðla að því að viðhalda bilinu á milli okkar og fátækra í þriðja heiminum. Við fullyrðum oft að fólk- ið nenni ekki að hjálpa sér sjálft. stjómvöld séu spillt, aðstoðin komist aldrei til skila, hjálparstarf viðhaldi fátækt, svo dæmi séu nefnd. Sjaldn- ast standa einhver rök að baki slíkum sleggjudómum. Því eru hér fremur á ferðinni stemar í varnami- úr um okkar eigin samvisku. En hitt er jafnljóst að vandi þróunarlanda verður aldrei leystur frá skrifborði Vesturlanda. Vonin um líf fólksins í þróunarlöndunum er m.a. fólgin í að við reynum að skilja lífsaðstæður þess og sýnum vilja í verki um gagn- kvæmt samstarf án fordóma. Ef sá er gmndvöllur hjálparstarfs þá skiptir engu hvort slíkt starf er neftit neyðar- eða langtímaaðstoð. Það er málstaðurinn sem helgar tilganginn. Gunnlaugur Stefánsson „Líklega er mesta neyð hins daglega lífs í þróunarlöndunum skortur á hreinu vatni og langar vegalengdir frá heimilum fólks- ins til vatnsins.“ Minnisvarði um friðarvilja Um áraraðir hefur hugarfar ríkt í „vamarmálum", sem líkja mætti við eyðimörk; hugarfar tilgangsleysis, sóunar og dauða. Sá merki viðburð- ur að leiðtogar stórveldanna leiði á ný saman hesta sína til þess að ræða afvopnunarmál, gefur okkur von um að ekki sé alveg útséð um að takast muni að sa fræjum velvildar og frið- ar í þessari hugarfarseyðimörk. Því langar mig til að fara þess á leit við ráðamenn risaveldanna tveggja að gefa okkur jai’ðarbúum minnisvarða mn friðarviljann sem nú virðist ríkja. Raunar hef ég alveg ákveðinn minnisvarða í huga, lík- lega þann stærsta, sem gerður hefur verið, ef af yrði. Gerð hans verður ekki auðveld, en þó tæpast ofviða risaveldum á við Bandaríkin og Sov- étríkin. Uppgræðsla Sahara Hér er átt við uppgræðslu stærstu eyðimerkur jarðar, hvorki meira né minna. Hugmyndin um að rækta upp eyðimörkina Sahara, er auðvitað ekki ný. Meðal annars birtist hún í bókinni „The 2024 Report“ eftir Nor- man Macrae. Að sjálfsögðu er forsenda að viðkomandi ríki séu hugmyndinni hlynnt, en þar sem mörg þeirra eiga í hatrammri bar- áttu við hina sístækkandi eyðimörk, er ólíklegt að hjálp verði ekki fús- lega þegin. Það að uppgræða Sahara myndi birtast okkur í formi minnisvarða um friðarvilja og það frá risaveldun- KjaUaiinn Sveinn Baldursson nemi HÍ um tveimur, sem að margra mati stunda einkum hagsmunapot hér í heimi, yrði áreiðanlega talið nýstár- legt og afar jákvætt. Ekki er verið að tala um að uppgræðslan eigi sér stað í einu vetfangi, heldur mætti hugsa sé ræktun afmarkaðra gróð- urvinja vítt og breitt um eyðimörk- ina. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði mætti meira að segja hugsa sér að gróðurvinjunum yrði raðað í mynst- ur eða form þannig að minnisvarð- inn sæist utan úr geimnum. Það yrði þá sá fyrsti, sem slíkt gildir um eftir því sem ég best veit. Hvers vegna? Nú langar mig til að telja upp nokkrar ástæður þess að hugmyndin er spennandi í mínum huga: 1. Ekki aðeins sáttmálamerki milli austurs og vesturs heldur einnig milli norðurs og suðurs. 2. Mun valda byltingu hvað varðar fæðuöflun á hungursvæðum Afr- iku. íbúar þar munu ekki verða eins háðir iðnríkjunum og áður. 3. Samstarfshópum Sovétmanna og Bandaríkjamanna gefst enn betur kostur á að kynnast innbyrðis og efla vináttutengsl og skilning milli þjóðanna tveggja. 4. Stórar gróðurvinjar á afmörkuð- um svæðum gefa hlutaðeigandi þjóðum kost á því að veita kúguð- um þjóðarbrotum griðland og minnka þannig spennu og hryðju- verk í heiminum. 5. Stórkostleg nýting áður ónýtts landsvæðis, ekki einungis land- búnaðarlega séð, heldur einnig frá mannvistarsjónarmiði. 6. Síðast, en ekki síst, mun uppræt- ing eyðimerkurinnar vera ákaf- lega sterkt tákn þeirra uppræt- ingar vígbúnaðarhyggju eða eyðimerkurhyggju, sem eiga þarf sér stað, eigi varanlegt örj’ggi gagnvart gereyðingu að nást í heiminum. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að hugmynd þessi virkar æði draumórakennd, en það þótti líka hugmyndin um geimferðir, hvað þá mannaðar ferðir til tunglsins á sín- um tíma. Einnig má minna á að ef fyrir svo sem tveimur vikum hefði einhver Islendingur gerst svo djarfur að varpa fram hugmyndinni um fund leiðtoganna hér í Reykjavík, hefði verið hlegið að honum. Ef þið Gorbatsjov og Reagan verið í skapi til þess að gefa okkur jarðar- búum óvæntan „pakka“, þá er allavéga ein hugmynd komin fram. Því ekki að slá til? Sveinn Baldursson „Það að uppgræðsla Sahara myndi birtast okkur i formi minnisvarða um friðarvilja og það frá risaveldunum tveimur, sem að margra mati stunda einkum hagsmunapot hér i heimi, yrði áreiðaniega talið nýstárlegt og afar jákvætt." „Hér er átt við uppgræðslu stærstu eyði- merkur jarðar, hvorki meira né minna. Hugmyndin um að rækta upp eyðimörkina Sahara er auðvitað ekki ný.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.