Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 11 Neytendur Vikubaksturinn á þrem tímum Með góðri skipulagningu er mögu- legt að baka á skömmum tíma allt það brauðmeti sem nota þarf á einni viku heima við. Það er auðvitað misjafnt hve mikið brajð fólk borðar en þessi listi, sem við rákumst í norskri matreiðslubók, er nokkuð tæmandi. Á þessum lista er: ein skúífukaka, 30 stk. eplabollur, 30 stk. gróf rúnn- stykki, tvö gróf brauð, tekökur og ein rúlluterta. Ekki er nokkur vafi á að það er mun ódýrara að baka sjálfúr heimafyrir. Hráefniskostnað- urinn í allan baksturinn reiknast okkur til að vera nálægt 500 kr. Við áætluðum hvað þessi bakstur kost- aði allur ef hann væri keyptur í bakaríi og komumst að þeirri niður- stöðu að hann fengist aldrei fyrir lægri upphæð en 1500 kr. Þannig er beinn spamaður 1000 kr. Sennilega er hann mun meiri í peningum. Hins vegar er alveg ljóst að á mörgum heimilum myndi allt þetta kaffibrauð ekki vera keypt - þó er aldrei að vita. I öllu falli myndi þetta lífga upp á kost heimilismanna og allir yrðu mjög ánægðir. Hvað þarf í baksturinn ? Til þess að möguleiki sé á að baka þetta allt þarf að undirbúa bakstur- inn mjög vel. Fyrst af öllu þarf að athuga hvað þarf af hráefhi: 1,2 1 mjólk 400 g smjörlíki 1Vi dl olía 5 egg 150 g ger minnst 2/4 kg hveiti 7 dl rúgmjöl 3 dl heilhveiti 1 dl hveitilklíð 1 dl hveitikím Þar að auki þarf lyftiduft, salt, kan- il, kardimommur, hakk, möndlur, perlusykur, eplamauk og sultu. Við þurfum einnig að nota: Tvö brauðform (1 14 1), eina ofnskúfíú, fjórar bökunarplötur,( hægt að notast við tvær, en þá verður brauðið að hefast á bökunar- pappír og flytjast á milli), bökunar- pappír og ýmiss konar bökunará- höld. Vinnutilhögun Búið til formbrauðsdeigið. Það þarf að lyfta sér í 20-30 mín. Smyrjið formin og búið til deigið fyrir formkökuna. Það á að bíða í kæliskápnum þar til tími er til þess að baka hana. Ljúkið við brauðdeigið og látið það í formin. Það á að láta brauðin í kaldan ofn. Búið til eitt grunndeig. Það á að lyfta sér í 15 mín. Búið til skúffukökudeigið. Það þarf að lyfta sér í 15 mín. Búið til eplabolludeigið. Það á að lyfta sér á plötunni í ca 30 mín. Rúlluterta er mjög auðveld i tilbúningi þegar maður veit hvernig á að fara að. Það er sniðugt að eiga rúllutertu í frysti. Nota má ýmislegt annað en sultu sem fyllingu. Einnig t.d. ávexti i þeyttum rjóma, en þá verður að biða með að vefja henni saman þar til hún er orðin vel köld. Þá kemur stundum fyrir að hún vill brotna á ytra borðinu en því má bjarga með því að smyrja hana að utan með þeyttum rjóma og skreyta með ávöxtum. Bakið brauðið í steikaraskúffunni. Það tekur 20 mín. Búið til grófu rúnnstykkin. IAtið þau lyfta sér. Penslið eplabollumar og látið í ofii- inn. Búið til aflangar rúllur úr tebrauðs- deiginu og látið á bökunarpappír. Bakið rúnnstykkin. Það tekur um 15 mín. fyrir hveija plötu. Undirbúið rúllutertuna. Úr grunndeigi úr einum litra af vökva og 100 g af geri má fá eina stóra skúffuköku, ca 30 eplabollur og 30 grófar bollur. Bakið tebrauðslengjumar í ca 15 mín. Búið til rúllutertudeigið og bakið tertuna í 5-8 mín. Skerið tebrauðs- lengjuna í bita og látið á bökunar- pappír. Smyrjið sultunni á rúllutertuna og vefjið henni saman. Látið tebrauðin þurrkast. Reikna má með að allur þessi bakstur taki þijá klukkutíma. Það getur þó verið breytilegt eftir ýmsum ytri aðstæðum. T.d. skiptir miklu máli hve hlýtt er í eldhúsinu eða þar sem gerdeigið er látið lyfta sér. Það er lengur að lyfta sér á köldum stað en vel hlýjum. Eins skiptir máli hvort bakað er í blástursofni eða venjulegum. í blástursofni þarf að hafa lægri hita en hægt að hafa meira inni í ofninum í einu, þótt ekki sé óhætt að hafa eins mikið og getið er í auglýsingum um slíka ofna. Formbrauðin 50 g (1 pakki) ger 6 dl volgt vatn 1 dl olía 2 tsk. vatn 1 dl hveitikím 7 dl gróft rúgmjöl ca 8 dl hveiti Hrærið gerið út í litlu af vatninu. I/átið olíu, salt og krydd, ef það er notað, út í afganginn af því. Blandið hveitikíminu og rúgmjöli út í. Hnoð- ið hveitinu upp í deigið þar til það verður stinnt. Stráið svolitlu hveiti yfir. Breiðið hreint stykki yfir og látið bíða í 20-30 mín. Hnoðið deigið síðan upp á ný. Smyijið formin. Skiptið deiginu í tvennt og búið til tvö brauð. Látið í formin og látið á neðstu rim í köld- um ofni. Stillið á 100°C og hækkið hitann í 225°C eftir 20-25 mín. Bakið brauðin í 40 mín. Takið þau þá úr formunum og látið aftur á ristina i ofhinum í 10 mín. til viðbótar. Kælið brauðin á kökurist. Skiptið brauð- unum í tvennt eða skerið í sneiðar og frystið. Þá er ferskt brauð til alla vikuna. dl af sykri og 3 tsk. af kardimomm- um. Hnoðið þetta upp í annan helming deigsins með 2 dl af hveiti. Skiptið deiginu í tvo álíka stóra hluta. Smyrjið steikaraskúffu, ca 25x35 cm stóra. Látið annan deighelming- inn í skúfíúna. Breiðið hreint stykki yfir og látið lyfta sér í ca 30 mín. Penslið vel með bræddu smjörlíki eða smjöri og stráið perslusykri og Gróf rúnnstykki Helmingurinn af grunndeiginu 14 dl olía 14-1 tsk. salt 3 dl heilhveiti 1 dl hveitiklíð Hnoðið olíu, salti, heilhveiti og hveitiklíði í deighelminginn. Búið til sverar aflangar pylsur og skerið í sneiðar. Veltið stykkjunum upp úr heilhveiti og látið á plötu, og látið lyfta sér á volgum stað í ca 20 mín. Bakist í miðjum ofhi í ca 15 mín. við 225-250°C. Ór þessu eiga að verða um 30 stk. Gott er að frysta hluta af þessum grófu smábrauðum. Ef feitin í deiginu er aukin geymast brauðin lengur í fiystinum. Rúlluterta 3 l'h dl l‘/2 dl 14 tsk. Fylling: 1-2 dl egg sykur hveiti lyftiduft sulta Grunndeig 150 g 1 1 100 g 2 tsk. 14 dl ca 214 1 smjörlíki mjólk ger salt sykur hveiti Bræðið smjörlíkið í potti með mjólk- inni. Hitið í 37°C. Takið frá smávegis og leysið upp gerið. í afganginn af mjólkinni er bætt salti og sykri. Hnoðið þá deigið upp með smjöri og germjólkurblöndu þar til það er orðið glansandi. Það er nauðsynlegt að hnoða það mjög vel. Stráið örlitlu hveiti á deigið og látið það lyfta sér undir hreinu stykki í minnst 15 mín. Skiptið nú deiginu í tvennt. Annar helmingurinn verður að skúfíúköku og eplabollum. Hinn að grófum rúnnstykkjum eða smábrauðum. Hrærið saman 150 g smjörlíki, 2 Það er gott að eiga tekökur og rúll- utertu með kaffinu heima fyrir. söxuðum möndlum yfir. Bakið kök- ima á neðstu rim í ofhinum í ca 20 min. við 225°C. Kælið kökuna og skerið hana svo í hæfilega stór stykki og frystið hluta af henni þannig að kakan haldist fersk. Eplabollumar eru búnar til úr hin- um helmingi deigsins. Það er flatt út. Eplamauki smurt yfir, örlítilli kanilblöndu stráð á og deiginu síðan vafið saman eins og í rúllutertu. Síð- an er rúllan skorin í sneiðar sem látnar eru í pappirsform eða smurð muffmsform. Látið þær lyfta sér ca 30 mín. og penslið þær síðan með þeyttu eggi. Bakist í miðjum ofhi við 225-250°C . Kælið bollumar á rist, gjaman undir hreinu stykki. Tilvalið að frysta hluta af eplabollunum. Ofninn á að vera 225°C heitur. Þeytið egg og sykur mjög vel. Bland- ið lyftiduftinu saman við hveitið og síðan varlega út í eggjahræruna. Smyijið rúllutertuformið vel og látið deigið jafnt í formið. Kakan er bökuð í miðjum ofni í 6-8 mín. Stráið sykri á smjörpappír og hvolfið kökunni þar á. Smyijið sultunni á kökuna. Gætið þess að sultan sé ekki ísköld, gott að velgja hana aðeins upp áður en henni er smurt á rúllutertuna. Tertunni er síðan rúllað saman langsum. Látið hana kólna og látið samskeytin snúa niður. Skerið í sneiðar þegar kakan er borin fram. Þykkar rúllutertusneiðar með þeyttum rjóma og e.t.v. ferskum eða niðursoðnum ávöxtum er fínasta terta. Rúllutertu má frysta, tilvalið að skipta þessari í tvennt og frysta annan helminginn. Tekökur 4 dl 1 dl 2 tsk. 2 tsk. 75-100 g 1 hveiti sykur lyftiduft kardimommur smjörl. egg 2 dl mjólk, má vera súrmjólk Hnoðað deig. Þetta deig má ekki hnoða of mikið, þá getur baksturinn orðið seigur. Búið til aflangar mjóar ræmur og bakið á neðstu rim í ofriinum í ca 30 mín. við 200°C. Skerið stengumar í bita, leggið þær á hliðina á bökun- arplötuna og þurrkið þær í ofninum. Þetta er allt heilmikil vinna, en vinna sem unnin er heimafyrir er sannarlega einnig peninganna virði. Þannig spara heimavinnandi hús- mæður heimilum sínum stórar fjárhæðir með vinnu sinni. -A.BJ. Grunndeiginu er skipt í tvennt. Bætt er út í annan helminginn og honum aftur skipt í tvennt. Ur helmingnum af grunndeiginu, sem bætt var út, í er bökuð skúffukaka. Stráð ofan á hana söxuðum möndlum og perlusykri. Þannig eru eplabollumar búnar til og bakað- ar í bréfformum. Grófu rúnnstykkin eða smábrauðin eru löguð á þennan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.