Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1986, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1986. 25 Sandkom Færri en viidu fengu seöla i vasann vegna leiötogafundarins. Góður viku- skammtur Nú ganga tröllasögur í borginni um þau uppgrip sem einstaka maður komst í með- an á leiðtogafundinum stóð. Við vitum til dæmis um ein.n ágætan athafnamann sem ekki verður nafngreindur hér en komst í vinnu hjá erlendri sjónvarpsstöð. Hlutverk hans var að lóðsa sjónvarpsmenn- ina milli staða og hjálpa þeim áleiðis í kerfmu, svo sem að finna þeim rétta viðmælendur í hinum ýmsu málum. Þessi ágæti maður fékk heilar tvö hundruð þúsund krónur fyrir vikuna. Að vísu má segj a að það sé að bera í bakkafullan lækinn að vera að segja svona sögur. En það er nú bara gert til að espa þá sem ekkert fengu... Málverk fyrir hross Listamenn eru misduglegir að selja verk sín. Einn þeirra sem er hvað harðastur í söl- unni er Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Að sögn Vestfirska frétta- andvirði myndanna, sem seld- ust, rynnu til styrktar félags- heimilinu. Ummæli vikunnar Ummæli vikunnar eru eign- uð Ingva Hrafni, fréttastjóra sjónvarps. Þegar hann stóð, eða öllu heldur sat, í eldlín- unnu meðan leiðtogafundur- inn geisaði urðu nokkrar hljóðtruflanir í sjónvarpinu. Þá bunaði Ingvi Hrafn út úr sér: „...og nú skulum við sjá hvað við heyrum..." Ekki Karíus og Baktus, held- ur... Allur skrambinn getur nú skeð: Það gerðist til dæmis í gær að einn af ágætum blaða- mönnum á DV fékk ægilega tannpínu í postulínstönn. Maðurinn, sem er þekktur fyr- ir hugmyndaauðgi sína, þurfti auðvitað að finna orsökina fyrir þessu fyrirbrigði, svo sem góðum blaðamanni sæmir. Ekki leið á löngu þar til lausn- in var fundin, því hann sagði sigri hrósandi: „Það eru ekki Karíus og Baktus sem valda þessari tannpínu, heldur Bing og Gröndahl.'1 Fjorir a fylliríi Fjórir menn komu veltandi fullir út af bamum á Hótel LofUeiðiun og slöguðu að bíl einum á stæðinu. Þá heyrðist einn þeirra segja þvoglumælt- ur: „Þú keyrir, Bjami, þú ert hvort eð er alltof fullur til að syngja." ...i skiptum fyrir trippi. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Steingrimur lét málverk... blaðsins hélt hann sýningu um daginn í Dalbæ á Snæfjalla- strönd. Mun sýningin hafa gengið prýðisvel og aðsókn verið góð. Tólf myndir seldust með venjulegum hætti, en sal- an á hinni þrettándu var með nokkuð óvenjulegum hætti. Hana keypti Jón bóndi á Laugabóli í ísafirði og gaf fyr- ir hana þreveturt trippi. Kvaðst Jón ekki hafa annan gjaldmiðil handbæran, enda er maðurinn þekktur fyrir hrossaeign sína. Það fylgdi svo i kaupunum að Steingrím- ur geymdi myndina þar til trippinu hefði verið slátrað í sláturhúsinu í Bolungarvík. Verður Jóni bónda þá afhent málverkið. En við þessi óvenjulegu kaup hefur félagsheimilinu Dalbæ á Snæfjallaströnd væntanlega áskotnast nokk- urt magn af trippakjöti. Steingrímur lýsti því nefni- lega yfir áður en málverka- sýningin hófst að 60% af Bubbi Morthens hefur farið eins og eldur í sinu um landið að undanfömu ásamt fríðu liði. Hefur Bubbi haldið tón- leika til styrktar kvennaat- hvarfmu, sem er að sjálfsögðu hið þarfasta mál. Má fullyrða að eldhuginn bjargi athvarf- inu frá bráðum bana með þessu framlagi sfnu. Bubbi hélt meðal annars tónleika á Akureyri á dögun- . um. Þar komu fram ýmsir listamenn aðrir og þóttu tón- leikamir takast með afbrigð- um vel. Að Bubba undan.skild- um vakti líklega mesta athygli hljómsveitin Skriðjöklar, eða öllu heldur textinn sem þeir fluttu. Hann var á þá leið, að pabbi væri í eldhúsinu, eitt- hvað að fást við mat, því „...mamma er í athvarfinu gul ograuð ogblá.“ Það er ekki hægt að segja annað en að þeir Skriðjöklar hafi haft textann f samræmi við tilefnið að þessu sinni. Bubbi syngur fyrir kvennaathvarfiö. Mamma er í athvarfinu Böðvar Hannesson, eigandi Rúnu, og Sigurður Hauksson, eigandi Lunda, í Hafnarfjarðarhöfn eftir björgunina. DV-mynd S Báti bjargað út af ÁHtanesi Lítill bátur á netaveiðum djúpt út af Álflanesi lenti í erfiðleikum vegna vélarbilunar og skaut bátseig- andinn upp neyðarblysi vegna þess. Vegfarandi á leið um Álflanesið sá blysið og gerði lögreglunni í Hafnar- firði viðvart. Lögreglan sendi lóðsinn út til báts- ins sem sást vel í kíki frá höfninni. Er lóðsinn var kominn vel áleiðis í átt að bátnum hafði hraðbátur komið þar að og tekið bátinn í tog auk þess sem tveir aðrir bátar höfðu séð blysið og voru komnir á svæðið þannig að aldr- ei var nein hætta á ferðum. Báturinn sem bjargað var heitir Lundi HF 3. Nýbúið var að taka upp í honum vél- ina er óhappið varð en hann var á netaveiðum. Báturinn sem bjargaði honum heitir Rúna. -FRI SMA AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild T EUROCARO — slmi 27022. TIL LEIGU RAKARASTOFA í BOLUNGARVÍK Stofan leigist með öllum búnaði, er á besta stað í bænum, laus 1. nóvember. Upplýsingar í síma 94-7265, 94-7174 og 94-7231. NÝ ÞJÓNUSTA Ryðvarnarskálans h/f, Sigtúni 5. ^ CAR RENTAL SERVICE loS BILALEIGAN ^ RYÐVARNARSKÁLENN HF. NNR 9345-5177 — SIGTÚNI 5 — 105 REYKJAVÍK ® 19400 — LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf- magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16, simar 82770-82655. JL-húsið auglýsir eftir fólki í eftirtalin störf. 1. Símavörslu o.fl. 2. Aðstoðarmanni á vörulager. 3. Stúlku í matvörumarkað. Umsóknareyðublöð hjá deildarstjóra. Jón Loftsson hf. /A A A A A A (CZ Zj lZ 6 2JZ3 BSUQaT Hringbraut 121 LjaacjaaaJ „ j uuuaj: ÞINGHOLTSSTRÆTI l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.